Morgunblaðið - 30.01.1999, Blaðsíða 3
2 B LAUGAKDAGUR 30. JANÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
Meiðsli
Herdísar
og Auðar
IÞROTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
HARPA Melsted, landsliðsmaður í handknattleik, sækir að marki Rússa.
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi grein frá Theódóri Guð-
finnssyni, landsliðsþjálfara kvenna í
handknattleik.
,Að gefnu tilefni, vegna greinar
um meiðsl Herdísar Sigurbergs-
dóttur, sem birtist í Morgunblaðinu
hinn 28. jan. sl., vill undirritaður
taka fram að Aðalsteinn Jónsson
þjálfari Stjörnunnar bað mig aldrei
um að hvíla Herdísi í landsleikjun-
um við Rússa.
Þá vil ég einnig að komi fram
hvernig allt þetta mál er tilkomið.
Herdís hefur lengi kennt sér
eymsla í hásin, án þess þó að vita
nákvæmlega hver orsökin væri, en
eymslin hafa ekki verið þess eðlis að
það hafi haft afgerandi áhrif á þátt-
töku hennar í æfingum eða keppni.
Eymslin hafa verið að koma og fara.
Á síðustu æfingu landsliðsins milli
jóla og nýárs tóku þessi eymsli sig
upp og var hún eðlilega látin hætta
æfingu og sett í kælingu. Herdís fór
í framhaldi af þessu í meðferð hjá
Kristjáni Ragnarssyni, sjúkraþjálf-
ara landsliðsins, en hann hefur ver-
ið með Herdísi í meðferð í hennar
meiðslum, sem ekki eru fá, síðustu
misseri og sinnt henni af mikilli
kostgæfni. Hinn 13. janúar sl. spil-
aði Herdís með liði sínu, Stjömunni,
gegn Val, þrátt fyrir það að vera
meidd og sá Kristján um að undir-
búa hana sem best fyrir þann leik,
enda kom ekkert annað til greina
hjá henni en að spila leikinn. Dag-
inn eftir er hún mjög slæm í fætin-
um og heldur áfram í sjúkraþjálfun
og stóð sú meðferð sleitulaust fram
að landsleikjum við Rússana. Þegar
nær dró leikjunum og batinn var
frekar hægur var tekin ákvörðun
um að láta mynda hásinina með óm-
skoðun, enda hafði Kristján veru-
legar áhyggjur af því að hásinin
væri ekki í lagi og vildi þ.a.l. ekki
UM HELGINA
Handknattleikur
Bikarkeppni karla, undanúrslit:
Laugardagur:
Seltjarnarn.: Grótta/KR - FH...........16
Varmá: Afturelding - Fram..............16
• Forsala hefst kl. 11 í íþróttahúsinu að
Varmá.
Bikarkeppni kvenna, undanúrslit:
Sunnudagur:
Kaplakriki: FH - Haukar..............20
Körfuknattleikur
Urvalsdeild karla:
Sunnudagur:
Akureyri: Pór - Skallagrímur.........20
Keflavík: Keflavík - íA..............20
Sauðárkrókur: Tindastóll - Valur.....20
Hagaskóli: KR - Njarðvík.............20
Strandgata: Haukar - Grindavík.......20
Stykkishólmur: Snæfell - KFÍ.........20
1. deild karla:
Laugardagur:
Hagaskóli: ÍS - Höttur...............14
Sunnudagur:
Ásgarður: Stjarnan - Þór Þ...........15
1. deild kvenna:
Laugardagur:
Grindavík: Grindavík - Njarðvík......17
Keflavík: Keflavík - KR..............17
Mánudagur:
Kennaraháskóli: ÍS - ÍR...........20.15
Blak
Laugardagur:
1. deild karla:
Nesk.: Þróttur N. - Þróttur R.....13.30
1. deild kvenna:
Nesk.: Þróttur N. - Þróttur R.....15.00
Lyftingar
íslandsmeistaramótið í bakkpressu verður
haldið á morgun, sunnudag, kl. 14 í húsnæði
Kraftvéla, Dalvegi 6 í Kópavogi.
Frjálsíþróttir
Iþróttadeild Úrvais-Útsýnar býður í vor og
sumar uppá æfingaaðstöðu fyrir frjálsí-
þróttafólk í Vila Real í Aigarve í Portúgal.
Kynning verður á svæðinu og öðru í sam-
bandi við aðstöðuna hjá ferðaskrifstofunni í
Lágmúla 4 í dag, laugardaginn kl. J3.
taka neina áhættu.
Teknar voru myndir bæði af
hægri og vinstri fæti til þess að
gera samanburð og voru niðurstöð-
ur ómskoðunar þær að hásinin væri
í fínu lagi og var ekki að sjá neinn
mun á hægri og vinstri hásin þegar
myndh' af hásinunum voru bomar
saman. Það sem hins vegar kom
fram á myndunum var bólgusvæði
rétt undir húðinni sem í var örvefur
og var það talin orsök fyrir eymsl-
unum. Sjálfur var ég viðstaddur
ómskoðunina og ræddi ég við lækn-
inn auk þess sem Kristján hringdi
og talaði við hann sjálfur. Heldur
var nú léttir á mönnum við þessa
niðurstöðu, ekki síst Herdísi og
skyldi hún nú gerð leikhæf enda
kom ekkert annað til greina af
hennar hálfu. Sjálfur var ég glaður
mjög enda Herdís lykilmaður í leik
íslenska liðsins.
Þrátt fyrir þetta ferli og niður-
stöður ómskoðunar gerðist sá sorg-
legi atburður að hásinin gaf sig í síð-
ari leiknum og þurfum við því að sjá
á eftir frábærum leikmanni út þetta
tímabil. Það er skemmst frá því að
segja að við Kristján tókum þetta
mjög nærri okkur og erum marg-
búnir að spóla til baka og fara gegn-
um málið og það veldur okkur gríð-
arlega miklum vonbrigðum að óm-
skoðunin skyldi ekki gefa okkur
skýrari mynd af ástandi hásinarinn-
ar en raunin varð á, því að við aðgerð
kom í ljós að hásinin var mjög trosn-
uð og því einungis tímaspursmál
hvenær hún færi. Þegar tekið er tillit
til alls þessa ferils, tel ég að hlutur
Kristjáns sjúkraþjálfara hafi verið
mjög fagmannlega unninn enda tjáði
hann mér það orðrétt fyrir ómskoð-
unina. „Herdís verður ekki með um
helgina nema hásinin sé í lagi.“
I Ijósi þess
að menn vísa, í
áðumefndri
grein, til ann-
arra meiðsla
leikmanna í
landsliðsferð-
um fslenska
kvennalands-
liðsins, finnst
mér rétt að
svara því í leiðinni, því ljóst er að
þessa grein í heild sinni má túlka
sem hreina árás á það starf og þá
vinnu sem hefur verið lögð í leik-
menn landsliðsins og ekki er annað
hægt að lesa úr greininni en að verið
sé að ýja að því að viðhöfð séu ófag-
mannleg vinnubrögð í allri meðferð á
leikmönnum.
Það eru hrein ósannindi sem lesa
má úr orðum Andrésar Gunnlaugs-
sonar, að Auður Hermannsdóttir,
leikmaður Hauka, hafi meiðst í
Tyrklandsferð landsliðsins vegna
annarra
meiðsla. Þarna
var um meiðsl
allt annars eðl-
is að ræða og
alveg óskyld
þeim meiðslum
sem fyrir voru,
þrátt fyrir að
um sömu öxl
hafi verið að
ræða. Auður klemmdi hægri hönd
milli tveggja leikmanna í einum
leikjanna í Tyrklandi og lá við að öxl-
in færi úr liðnum. Þetta gat allt eins
hafa verið vinstri höndin og það
sama hefði gerst. Auður hafði átt í
álagsmeiðslum í öxlinni og átti hún
þ.a.l. í erfiðleikum með skothreyfing-
ar og var í meðferð vegna þess, þar
sem allt kapp og mikil vinna var lögð
í að gera hana spilfæra, ekki aðeins
fyrir æfingaferð landsliðsins heldur
einnig fyrir deildarleik Hauka við
Víking í vikunni á undan. Auður spil-
aði þann leik og tók þar þátt í sókn-
arleik liðsins þrátt fyrir tilmæli frá
sjúkraþjálfara um að spila einungis
vamarleikinn. Eftir Ieikinn hélt með-
ferðin áfram eða allt þar til hún
meiddist. I leikjum þeim sem Auður
náði að spila lék hún einungis í vam-
arhlutverki, og gerði það frábærlega
en skipti út af þegar að sóknarleikn-
um var komið enda á þeim stundu
ekki tilbúinn til þess.
Með þessari grein minni er ég á
engan hátt að kasta rýrð á einn né
neinn, enda það ekki minn stíll en ég
tel það hins vegar rétt og skylt að
það sanna komi fram til að fyrir-
byggja frekari misskilning.
Með kærri íþróttakveðju."
Theodór Guðfinnsson, landsliðs-
þjálfari kvenna.
Er ekki lengur saumaklúbbur
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi bréf frá Herdísi
Sigurbergsdóttur, fyrirliða
kvennaliðs Stjömunnar í hand-
knattleik og íslenska landsliðsins:
„Ástæða fyrir þessum skrifum
mínum er grein sem birtist í
Morgunblaðinu fímmtudaginn
28.janúar sl. Þar var rætt við tvo
„handknattleiksspekinga", þá
Ragnar Hermannsson þjálfara
kvennaliðs Vals og Andrés Gunn-
laugsson þjálfara kvennaliðs
Hauka. Þar tala þeir um nýaf-
staðna leiki íslenska kvennalands-
liðsins gegn Rússlandi. Eins og
flestir vita hafa Rússar mikla og
langa hefð í handbolta og gildir þá
einu hvort talað er um konur eða
karla. Eg veit ekki hvernig þessir
ágætu menn haga sínum undir-
búningi fyrir leiki en í mínum
huga kemst aðeins eitt að og það
er að sigra, skiptir þá engu hvað
andstæðingurinn heitir eða hverr-
ar þjóðar hann er. Ef til vill má
deila um það hvort raunhæft hafi
verið að við næðum að sigra þetta
rússneska lið. Eg og hinir leik-
menn íslenska landsliðsins fömm
aldrei inn á völlinn öðravísi en
með það í huga að spila til sigurs
og leggjum okkur allar fram fyrir
hönd þjóðar okkar. Það var ekkert
öðravísi í þessum leikjum. Hins
vegar er svo alltaf spurning hvort
leikmenn skili því sem menn vilja
að þeir skili og vissulega er það
okkar ábyrgð (leikmannanna) sem
vegur hvað mest í þeim efnum.
Fróðlegt er að sjá hvað þeir
hafa að segja um leikaðferð liðs-
ins, uppstillingu, veikleika og
sterkustu hliðar þess. Ég ætla
ekki að fetta fingur út í þau mál
enda mönnum frjálst að hafa sínar
skoðanir á því eins og öðra. En
það er annað í þessu viðtali sem
vakti athygli mína og ég velti fyrir
mér hvað þessir menn vora að tala
um. Það var varðandi úthald leik-
mannanna, að við æfðum ekki nóg
og þetta væri „ekki lengur sauma-
klúbbur“. Maður veit eiginlega
ekki hvað maður á að segja við
svona ummælum. Ég hef hingað
til verið þeirrar skoðunar að það
sé einmitt þáttur félagslega þjálf-
arans, t.d. þeirra Ragnars og
Andrésar, að sjá um að úthald
leikmanna þeirra sé í lagi, ekki
landsliðsþjálfarans. Þeir tala um
að mætingar á æfingar séu slæm-
ar. Eða eins og Ragnar segir:
„Það á að vera krafa um að menn
sem hafa hug á að vera i landsliði
mæti á allar æfingar, en uppá það
vantar talsvert hjá stúlkunum."
Hvaða stúlkur er hann að tala um?
Stuttu seinna í viðtalinu viður-
kennir hann að stúlkur hjá honum
séu ekki í nægilega góðri æfingu.
Ragnar segir: „Það er ekkert
leyndarmál að hjá mér eru stelpur
sem era ekki í nægilega góðri æf-
ingu, en slíkt á ekki að vera vanda-
mál hjá landsliði." Er hann þá að
alhæfa það að leikmenn í efstu
deild kvenna almennt æfi illa?
Það sama virðist vera uppá ten-
ingnum hjá Andrési sem segist
„gera þá kröfu að menn séu í góðri
æfingu og mæti á æfingar". í
næstu línu á eftir talar hann svo
alveg í kross og segir: „Metnaður-
inn hjá stelpunum er meiri nú en
áður og þær æfa meira en áður og
nú era íþróttir hjá stelpum hættar
að vera bara félagslegi þátturinn.
Þetta er ekki lengur saumaklúbb-
ur ..." Ekki lengur saumaklúbbur,
hvað er að? Auðvitað er félagslegi
þátturinn stór þáttur í íþróttum,
sérstaklega hópíþróttum, en
saumaklúbbur...!
Það eru sett markmið við upp-
haf hvers tímabils, stundum nást
þau, stundum ekki. Við hjá Stjörn-
unni höfum aldrei sett okkur önn-
ur markmið en þau að vinna alla
þá titla sem í boði era og leggjum
upp með það enda höfum við á
undanförnum áram verið í
fremstu röð. Hvort það er vegna
þess að við æfum betur en hin lið-
in veit ég ekki.
Mér finnst þessir menn vera að
gera lítið úr þeim leikmönnum
sem þeir þjálfa, reyndar öllum
þeim leikmönnum sem eru að æfa
og leggja sig fram og færa fórnir
en mest gera þeir lítið úr sjálfum
sér með þessum orðum sínum.
I lokin vil ég taka fram að sú
ákvörðun sem tekin var fyrir
helgi, að ég spilaði þessa landsleiki
gegn Rússlandi var að sjálfsögðu
mín. Það getur enginn tekið slíka
ákvörðun nema leikmaðurinn
sjálfur. Það er jú hann sem finnur
best hvað hann getur leyft sér.
Hins vegar vita þeir sem þekkja
mig hverskonar keppnismaður ég
er og hef ávallt gert allt til spila
hvort sem það er með Stjörnunni
eða landsliðinu. Ég vil nota tæki-
færið og þakka sjúkraþjálfara
landsliðsins, Kristjáni Ragnars-
syni, fyrir hans hjálp, en honum
verður seint fullþakkað fyrir hans
ómetanlegu hjálp í allan vetur,
ekki bara fyrir mig heldur einnig
margar aðrar sem hafa þurft að
leita til hans.
Hins vegar gera slysin ekki boð
á undan sér og það er enginn einn
sem á sök á þessum meiðslum
mínum sem era vissulega slæm.
Þrátt fyrir meiðsli þá vildi ég
leggja allt mitt í þessa leiki og
fórna mér til þess að spila fyrir
hönd íslands og að spila með stöll-
um mínum í landsliðinu sem
leggja sig allar 100% fram í þeim
verkefnum sem lögð eru fyrir þær.
Verst er þetta fyrir félagið mitt
Stjörnuna og félaga mína þar, en
senn hefst skemmtilegasti kafli
tímabilsins, sjálf úrslitakeppnin.
Þar á Stjarnan titil að verja og
veit ég að félagar mínir í liðinu,
stjórn handknattleiksdeildar,
meistaraflokksráð kvenna og að
sjálfsögðu okkar frábæru stuðn-
ingsmenn vinna saman að því
markmiði sem stefnt var að í upp-
hafi, að halda titlinum í Garðabæ.
Megi vegsemd og virðing
kvennahandknattleiks á Islandi
halda áfram.
Með þökk fyrir birtinguna."
Herdís Sigurbergsdóttir, fyrir-
liði Stjörnunnar í Garðabæ og ís-
lenska landsliðsins.
■EINS og kom fram hér á síðunni í
gær, þá var það mishermt að Aðal-
steinn Jónsson, þjálfari Stjömunnar,
hefði talað við Theódór Guðfinnsson
og beðið um að Herdís Sigurbergs-
dóttir yrði hvfld gegn Rússum. Aðal-
steinn talaði við Kristján H. Ragn-
arsson.
+
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 B 3
Heimsmetstilraun
í Lúxemborg
MARK Warneeke, heimsmethafi í 50
metra bringusundi í 25 metra laug og
Evrópumeistari í sömu grein ætlar sér
að slá heimsmetið í 50 m bringusundi í
50 metra laug á alþjóðlega sundmótinu
í Lúxemborg. Heimsmet Warnecke í 25
metra laug er 26,70 sek., sett þegar
hann varð Evrópumeistari í Sheffíeld í
desember síðastliðnum. Heimsmetið í
50 metra laug á hins vegar Úkraínu-
maðurinn Saburía, 27,61 sek. Það setti
hann á móti í Kraká fyrir næm þrem-
ur árum. Takist Warnecke ætlunarverk
sitt verður haim 200.000 krónum rík-
ari, en það er sú upphæð sem móts-
haldarar í Lúxemborg ætia að greiða
hverjum sundmanni sem setur heim-
semet á mótinu. Hehnsmetstilraun
Warnecke verður um kl. 15 í dag.
Líka greitt fyrir
Evrópumet og
efstu sætin
ÞAÐ verður ekki aðeins greitt sérstak-
lega fyrir að setja heimsmet á mótinu
heldur hefur hverjum þeim sundmanni
sem setur Evrópumet verið heitið
80.000 krónum fyrir viðvikið. Þá verða
einnig peningaverðlaun fyrir þrjú efstu
sætin í hverri grein. Þannig fær gull-
verðlaunahafinn 24.000 krónur, silfur-
sætið gefur 16.000 og bronsverðlauna-
hafi fær 8.000 krónur í sinn hlut. Það
er nýlunda að gi'eiða fyrir sæti og met
á alþjóða sundmótum. Á Evrópumeist-
aramótinu í Sheffield á dögunum var
t.d. í fyrsta sinn greitt sérstaklega fyr-
ir heimsmet og Evrópumet. Það gaf
góða raun, sett vora 13 Evrópumet og
7 heinismet auk þess sem þetta hvatti
bestu sundmenn Evrópu til þess að
mæta til leiks. Var það og raunin.
Hægfara Úkraínu-
menn á ferð
IJKRAINUMENN komu til mótsins um
hádegisbilið á fimmtudag, nokkru á
undan íslenska liðinu. Voru Úkraínu-
mennirnir þreytulegir enda sögðust
þeir hafa verið 50 klukkustundir á
leiðinni frá Kænugarði. Komu þeir í
fólksflutningabíl sein var einnig afar
þreytulegur og hefur greinilega verið
ekið margan kílómetrann og líklega
lifað sitt blómaskeið fyrir mörgum ár-
um. Auk þess er hann ekki búinn þeim
nútímaþægindum sem vestrænir nú-
tíma fólksflutningabílar eru búnir í
dag.
Klaus Jurgen Ohk, fyrrverandi
sundþjálfari hjá Sundfélagi Hafnar-
fjarðar og núverandi landsliðþjálfari
Lúxemborgar tók á inóti Úkraínu-
mönnum við Sundhöllina í Lúxemborg
og vísaði þeim til dvalarstaðar sund-
mannana í úthverfi Lúxemborgar.
Þurfti ni.a. að aka stuttan kafla á
lu aðbraut og var það ekki vel séð af
öðrum ökuinönnuin sem áttu leið um
því Ohk gat ekki ekið hraðar en á 60
km hraða á fólksbíl sínum með Úkra-
ínumennina í kjölfarinu, ástæðan var
sjí að ökumaður fólksflutningabíls
Úkraínuliðsins átti í erfiðleikum með
að fara mikið hraðar.
KR og Fram
ráða fram-
kvæmdastjóra
MAGNÚS Orri Schram, sagnfræðingur sem
hefur verið starfandi íþróttafréttamaður Sjón-
varpsins, hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri rekstrarfélags meistaraflokks og 2.
flokks karla í knattspyrnu hjá KR. Að rekstr-
arfélaginu standa nýstofnað hlutafélag KR-
Sport og knattspyrnudeild KR.
Framarar hafa ráðið Ami Þór Freysteins-
son, sagnfræðingur frá Akureyri, sem fram-
kvæmdastjóra hins nýstofnaða hlutafélags,
Fótboltafélags Reykjavíkur h/f.
IÞROTTIR
ÚRSLIT
Skíðasambandið sakað um mútuþægni á þíngi FIS 1992
„Seldi“ Norðmönn-
um atkvæði sitt
NORSKIR fjölmiðlar skýrðu frá
því í gær að Norðmenn hafi
þurft að „kaupa“ atkvæði um 20
landa til að tryggja það að Þránd-
heimur yrði fyrir valinu þegar
staðarval HM í norrænum greinum
árið 1997 var ákveðið. Að sögn
norska blaðsins Addresseavisen
var Island eitt þeirra landa sem
seldu atkvæði sitt á þingi Alþjóða
skíðasambandsins, FIS, í Búdapest
1992. Sigurður Einarsson, sem var
formaður Skíðasambandsins á
þessum tíma, staðfesti að þetta
væri rétt. „Ég var sjálfur á þinginu
ásamt Hans Kristjánssyni. Það má
alveg kalla þetta mútur, en það
getur líka kallast aðstoð við van-
þróaðar skíðaþjóðir,“ sagði Sigurð-
ur.
„Þegar ég fór á fyrstu þingin
komu fulltrúar landa sem voru að
sækja um HM og föluðust eftir at-
kvæði smærri þjóðanna. Þeir lof-
uðu einhverju í staðinn, en sviku
það alltaf. Þá datt mér og fleirum í
hug að búa til „blokk“ úr litlu
þjóðunum ellefu, sem höfðu sam-
tals 20 atkvæði. Með því vildum
við reyna að fá eitthvað af því sem
við sáum með berum augum að
gekk á milli manna í formi útbún-
aðar og fyrirgreiðslu. Við stofnuð-
um samtök smáþjóða í Lúxemborg
árið 1991 til að vægi atkvæðanna
yrðu meira.“
„Á þinginu í Búdapest 1992 fór
ég með umboð smáríkjanna ellefu,
samtals 20 atkvæði. Þrándheimur
var einn af umsækjendunum um
HM 1997 í göngu. Ég ræddi við
fulltrúa undirbúningsnefndar
Þrándheims, Per Ottesen, fyrir
þingið og setti ákveðin skilyrði.
Bauð atkvæði smáþjóðanna fyrir
ákveðna fyrirgreiðslu. I framhaldi
af því var gerður skriflegur samn-
ingur áður en kom til atkvæða-
greiðslu á þinginu. Norðmennirnir
stóðu síðan við samninginn gagn-
vart smáþjóðunum og öfugt,“ sagði
Sigurður.
„Það er ekki bara Samaranch,
forseti Alþjóða ólympíunefndar-
innar, sem er skúrkur. Það eru
miklu fleiri. Svona vinnubrögð
hafa viðgengist lengi í íþrótta-
hreyfingunni og eiga auðvitað ekki
að viðgangast. Ég tók þátt í þess-
um leik til að láta íþróttamennina
sjálfa njóta góðs af,“ sagði Sigurð-
ur.
Samningurinn við Island og
smáþjóðimar tíu kvað á um að
framkvæmdanefnd HM í Þránd-
heimi legði fram 50 æfingagalla,
fimm kistur af skíðaáburði, 30 pör
af keppnisskíðum, 30 pör af skíða-
stöfum og bæri kostnað af 25 æf-
ingavikum skíðagöngumanna í
Noregi.
Fordæmir
vinnubrögðin
„Auðvitað eru þetta vinnubrögð
sem maður fordæmir og ættu ekki
að eiga sér stað/‘ sagði Ellert B.
Schram, forseti Iþrótta- og ólymp-
íusambands Islands, þegar hann
var spurður álits á málinu. „Ég er
ekki með þessu að segja að þetta
sé staðfesting á mútuþægni ís-
lensku íþróttahreyfmgarinnar,
heldur er þetta frekar hagsmuna-
gæsla Skíðasambandsins á þess-
um tíma. Það hafði enginn per-
sónulegan ávinning af þessu. Það
er því mikill stigsmunur á þessu
máli eða máli IOC-nefndarinnar
þar sem menn hafa verið að maka
krókinn prívat og persónulega
með mútuþægni," sagði Ellert.
ÍBV-Fram 17:21
Iþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, undan-
úrslit í bikarkeppni kvenna, föstudaginn 29.
janúar 1999.
Gangur leiksins: 3:0, 6:3, 7:7, 9:10, 11:11,
15:15,16:16,16:19,17:19, 17:21.
Mörk ÍBV: Amela Hegic 6/3, Jennie Mart-
insson 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Elísa
Sigurðardóttir 2, Hind Hannesdóttir 2J\.
Varin skot: Lukrecija Bokan 18/1 (þar af 4
yfir á mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Fram: Marina Zoveva 8/4, Jóna Björg
Pálmadóttir 4, Steinunn Tómasdóttir 3,
Svanhildur Þengilsdóttir 2, Olga Prohorova
2, Guðríður Guðjónsdóttir 2.
Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 21/4
(þar af 2/1 yfir á mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Áhorfendur: Um 200.
Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir
Ómarsson.
Framarar höfðu
það í Eyjum
IBV mætti Fram í undanúrslitum bik-
arsins í Eyjum í gærkvöldi og hafði
Fram betur, 21:17, og er komið í úrslit.
Fram mætir annað hvort FH eða
Haukum, sem leika í undanúrslitum á
morgun.
Leikurinn var hörkuspennandi og
heimastúlkur byi'juðu betur, vel kvatt-
ar af fjölmörgum áhorfendum í Eyj-
um, komust í 3:0 snemma leiks og
höfðu frumkvæðið framan af fyrri hálf-
leik en Framstúlkur náðu að riðla
sóknarleik ÍBV verulega með því að
taka helsta sóknarvopn þeirra, Amelu
Hegic, úr umferð og ná þar með for-
ystu en tvö síðustu mörk hálfleiksins
voru Eyjastúlkna sem þar með náðu
að jafna 11:11.
Það voru síðan Framarar sem voru
sterkari aðilinn i seinni hálfleik og þrátt
fyrir að lið ÍBV jafnaði leikinn þegar
komið var fram í seinni hluta síðari
hálfleiks, 16:16, komust þær ekki
lengra og Fram er því komið í úrslit
bikarsins þetta árið en Eyjastúlkur
sitja eftir með sárt ennið.
Það munaði mikið um markvörslu
Hugrúnar Þorsteinsdóttur í marki
Fram sem varði yfir tuttugu skot og
þar á meðal 4 vítaköst á mikilvægum
köflum í leiknum en alls misnotuðu
Eyjastúlkur 5 víti og munar um minna
í slíkum leik sem var hin besta
skemmtun og sá allra besti sem hefur
sést í kvennaboltanum í Eyjum í vetur.
S.G.G., Eyjum.
Öm Arnarson á NETINU y
Fréttir frá sundmótinu í Lúxemborg /*/
100 m baksund
Undanúrslit kl. 9.45, úrslit kl. 18.00
100 m skriðsund
______ Undanúrslit kl. 10.45, úrslit kl. 18.30
f M L
Sunnud.
200 m baksund
Undanúrsl. kl. 9.50, úrslit kl. 14.30
50 m skriðsund
Undanúrsl. kl. 10.30, úrslit kl. 15.30
www.mbl.is
HANDKNATTLEIKUR
Guðmundur Hrafnkelsson landsliðs-
markvörður um bikarleikina
Afturelding
og FH-ingar
í úrslit
Undanúrslitum í bikarkeppni
Handknattleikssambandsins
lýkur um helgina, hjá körlunum í
dag en konunum á morgun. í karla-
flokki mætast Grótta/KR og FH á
Seltjarnarnesinu og Afturelding
tekur á móti Fram og hefjast leik-
irnir kl. 16. Á morgun verður ná-
grannaslagur í Hafnarfiði er FH og
Haukar mætast í kvennaflokki.
Guðmundur Hrafnkelsson, lands-
liðsmarkvörður og bikarmeistari
með Val, segir að leikirnir verði
spennandi og skemmtilegir. „Ég
held að Afturelding hafi betur í
Mosfellsbænum og það byggi ég
fyrst og fremst á því að liðið hefur
verið á góðu skriði undanfarið og
með sigi'i á Fram á miðvikudaginn
jókst sjálfstraust leikmanna. Þetta
verður samt ekki létt hjá Aftureld-
ingu því Framarar munu veita þeim
mikla mótspyrnu. Fram þarf helst
að leika agað í sókninni og hafa
góða nýtingu þar þannig að Aftur-
elding nái ekki að beita þeim hraða
sem þeir vilja helst,“ segir Guð-
mundur.
Afturelding og Fram hafa mæst
tvívegis í deildinni, og hafa báðir
leikirnir unnist á útivelli. Fram
vann 29:26 að Varmá 28. október og
27. janúar vann Afturelding 25:23 í
Framhúsinu.
Grótta/KR og FH hafa einnig
mæst tvívegis. FH vann 29:20 á
heimavelli 9. desember en 20. sept-
ember gerðu liðin 21:21 jafntefli á
Seltjarnamesinu. „Þessi leikur
verður líka spennandi en ég held að
FH-ingar hafi það. Þeir hafa mikla
reynslu og það vegur þungt þó svo
liðinu hafi ekki gengið vel að undan-
fómu. Bikarleikir eru stemmnings-
leikir og reynslan ræður miklu.
Grótta/KR er með vel spilandi lið og
hefur sýnt í vetur að það getur ým-
islegt, meðal annars slegið okkur
Valsmenn út úr bikarnum og einnig
KA,“ sagði Guðmundur.
Jafnræði í Firðinum
Nágrannaliðin FH og Haukar
hafa mæst tvisvar í deildinni í vetur
og hafa það verið miklir spennuleik-
ir. í byrjun október léku liðin í
Kaplakrika og þar höfðu Haukar
betur, 22:21, en þegar liðin mættust
í síðari leiknum gerðu þau 19:19
jafntefli þannig að líkur eru á mikl-
um baráttuleik á sunnudaginn.
Þess má geta að Njörður Árna-
son, Fram, og Magnús Magnússon,
Gróttu/KR, sem voru dæmdir í leik-
bann á þriðjudaginn, leika með lið-
um sínum, þar sem leikbannstil-
kynning barst liðunum ekki í tæka
tíð.
FORSALA
SS bikarinn undanúrslit
Afturelding - Fram
í íþróttahúsinu að Varmá í dag, laugard., kl. 16.00.
Forsala í íþróttahúsi Fram í dag kl. 12-14.30
Rútuferðir frá íþróttahúsi Fram kl. 14.45.
Krakkar verða málaðir í framan frá kl. 13.30.
Mætum öll í bláu - Áfram Fram
fWT Bikarkeppni
(4 Íiða úrslit)
í íþróttahúsi Kaplakrika sunnud. 31. jan. kl. 20.00.
FH - Haukar í mfl. kvenna.
Hafnarfjarðarslagur af bestu gerð og stuðningsmenn
fjölmenna í Krikann.
Allt eða ekkert gildir núna.
Laugard. 30. jan. kl. 16.00 á Seltjarnarnesi,
Grótta-KR - FH í mfl. karla.
Forsala í Kaplakrika kl. 13.00 - 15.00.
Muggarar og FH-krakkar hittast á KafFi Firði kl. 13.00.
Ókeypis rúta þaðan kl. 14.45.
Óvæntar uppákomur.
SPARISJÓÐUR Atl
HAFNARFJARÐAR
Aðalstyrktaraðili handknattleiksdeilda FH/Hauka