Morgunblaðið - 03.02.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.02.1999, Qupperneq 1
EE HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 510 4100 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 BLAÐ c Fréttaskýring Kaup Skinneyjar og Þinganess á Borgey á Höfn 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri Markaðsmál 6 Miklir ónýttir möguleikar á ítalska fiskmark- aðinum Umræðan Grétar Rögnvars- son skipstjóri SKRÚFA í STÆRRA LAGI • SKRUFAN á Baldvini Þor- steinssyni EA var tekin til við- gerðar hjá Slippstöðinni og auk þess pússuð og fægð. Skrúfan er engin smásmíði en þvermál Morgunblaðiai'Kristján Kristjánsson hennar er uin 3,6 metrar og virðist hann Guðjón, starfsmað- ur Slippstöðvarinnar, vera frek- ar lítill í samanburði við skrúf- una. Koma kjaftfullir inn eftir stutta litivern Mokafli hjá línubátunum VEIÐAR útilegubáta með beitingarvélar hafa gengið mjög vel í janúar. Aflinn hefur verið allt upp í 80 tonn í túr. Flestir bátanna eru með 200 til 300 tonn eftir janúarmánuð og nemur aflaverðmæti allt að 32 milljónum króna. 6 línubátar í eigu eða á leigu hjá Vísi hf. í Grindavík lönduðu alls um 1.500 tonnum, mest þorski þennan mánuð. Aflaverðmæti nemur nálægt 150 milljónum króna. Aflahæstur er Sighvatur GK með 320 tonn og um 32 millj- óna króna verðmæti. Mikil línuútgerð er frá Grindavík og er um tugur slíkra báta gerður út þaðan. Bátum Þorbjarnar hf. hef- ur gengið mjög vel. „Það gengur vel hjá öllum, þeir koma alltaf kjaftfull- ir inn eftir stutta útiveru. Sérstak- lega eftir áramótin," segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. „Það virðist vera meira um físk en í fyrra og þetta er góð bianda af þorski, ýsu og keilu. Við tökum þorskinn í salt en setjum hitt á markað og útkoman er góð,“ segir Eiríkur. Mikill áhugi á línuútgerð Pétur Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis, tekur í sama streng, enda hafa Vísisbátarnir fiskað vel. Sighvatur er með 320 tonn í janú- ar, Hrungnir 290, Sævík 260 og Fjölnir 245. Þá er Vísir með tvo báta á leigu, Garðey SF er með 210 tonn og Melavík SF 135 tonn. Pétur segir að mikill áhugi virðist nú á línuútgerð og séu ýmsir aðilar að huga að því að breyta netabátum til línuveiða og setja beitingarvél um borð. Kostnaður við slíkar breyting- ar gæti verið á bilinu 40 til 70 millj- ónir króna. „Þessi veiðiskapur skilar miklu nú. Veiðarnar ganga vel og þetta er úrvals hráefni. Menn eru bara að stunda það sem gefur bezt og nú er það línan,“ segir Pétur. Vísisbátarnir landa bæði á Djúpa- vogi og í Grindavík. Á Djúpavogi fer smærri fiskurinn í flökun og salt. Stærri fískurinn er flattur og salt- aður í Grindavík og einnig eru flök- in söltuð fyrir Vísi hjá Hafnarvík í Hafnarfirði. Þá fer ýsa og annað á markað. Fréttir Sækja í útgerð frá Færeyjum • NORÐMENN eru nú byrj- aðir að kaupa sig inn í fær- eyskan sjávarútveg, en það niætir mikilli andstöðu í Færeyjum. Tvö norsk fyrir- tæki hafa, samkvæmt fréttum í norska blaðinu Fiskaren, selt tvo gamla báta til Færeyja. Þeir eiga þriðjung hlutafjár f útgerðunum, sem keyptu bátana, sem er innan leyfilegra marka, þrátt fyrir að þeir eigi í raun meirihluta ljár í útgerðinni./2 Fiskaði fyrir 640 milljónir • FÆREYSKA fjölveiðiskipið Christian í Grótinum náði mjög góðum árangri á síðasta ári. Það var gert út í um 9 mánuði og fiskaði fyrir rúm- lega 640 milljónir króna á þeim tíma. Alls varð aflinn 60.000 tonn, þar af 45.000 tonn af kolmunna./2 Aldamótin vandamál? • í SKOÐANAKÖNNUN sem Gallup gerði nýverið fyrir Skýrslutæknifélag Islands kom í ljós að sjávarútvegur- inn er sú atvinnugrein hér á landi sem hvað síst hefur haf- ið athugun á mögulegum vandamálum tengdum ártal- inu 2000. Samkvæmt könnun- inni liafa tæplega 40% sjávar- útvegsfyrirtækja ekki enn hafið athugun og einungis 10% þeirra hafa lokið athug- unum./8 Markaðir Afli íslenskra skipa eftir skipaflokkum í jan. til des. 1998 Púsund tonna „ „„„ Botnfiskur óslægbur 1998 Skuttogarar HEILDARAFLI 1.418,9 Bátaflotinn veiðir mest • FISKAFLI innan lögsög- unnar varð á síðasta ári um 1,5 milljónir tonna. Bróður- partinn af þeim afla, eða um 950.000 tonn tók bátaflotinn, eða skip með aflamark, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Uppistaðan í afla þessara skipa var loðna, 660.000 tonn, 91.600 tonn af þorski og 64.000 tonn af sfld. Togarar voru með 390.500 tonn, þar af 94.000 tonn af þorski, 89.700 tonn af loðnu og 62.550 tonn af karfa. Smá- bátar með aflamark voru með 25.000 tonn, mest þorsk, og krókabátar með 54.000 tonn, þar af 40.400 tonn af þorski. heildarþorskafli varð 241.600 tonn. EDutur smábátaflotans í þeim afla er um 66.000 tonn eða rúmur fjórðungur þorsk- aflans. Afli annarra botnfisk- tegunda er að mestu tekinn af togurum og stærri bátum og togarar eru nánast einir um gráIúðuna./6 IVIy^ ICynsfcbcJ Byltingarkennd skeifuvag frá Marel Marel 150D kg skeifuvog með Marel M1000 vogarhaus Mareí Marel hf. ■ Höfðabakka 9 *112 Reykjavík Slmi: 563 8000 -Fax: 563 8001 Netfang: info@marel.is ■http:www.marel.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.