Morgunblaðið - 05.02.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1999
■ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR
BLAD
Tomba vekur
minni athygli
ALBERTO Tomba er mættur á heimsmeistara-
mót í skíðaíþróttum í sjöunda sinn og í fyrsta
skipti er hann ekki á meðal keppenda en Tomba
hefur dregið sig úr keppni þeirra bestu. Það
kom greinilega fram á þeirri athygli sem Tomba
hefur fengið í Vail þar sem heimsmeistaramótið
fer fram, en íjölmiðlamenn hafa ekki sýnt hon-
um sömu athygli og áður. Aðaltilgangur Tomba
með fórinni vestur um haf er sá að hann er að
veita ítölsku borginni Tórínó liðsinni í baráttu
hennar við að fá vetrarólympíuleikana árið
2006. Þess vegna hafa það verið honum nokkur
vonbrigði hversu litla athygli hann hefur fengið,
þrátt fyrir að hann hafi bryddað upp á ýmsum
umræðumefnum, s.s. leiklist og kvikmyndagerð,
sem eiga hug hans allan um þessar mundir.
RAGNHILDUR Einarsdóttir laumar knettinum yfir netið og inn á
vallarhelming Þróttara. Sædís Ólafsdóttir fylgist með, en þær
Hildur Þorsteinsdóttir og Guðrún Ása Kristleifsdóttir koma eng-
um vörnum við.
Köld vatnsgusa
vakti Víkinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Víkingsstúlkur tryggðu sér rétt
til að leika til úrslita um bikar-
inn eftir að hafa skellt Þrótti eft-
ir 65 mínútna leik í Víkinni í
gærkvöldi, 3:1. Það þurfti hins
vegar kalda vatnsgusu til að
vekja hinar veraldarvönu Vík-
ingsstúlkur því þær töpuðu
fyrstu hrinunni 25:22 eftir að
jafnt hafði verið á flestum tölum.
Guðrún Ása Kristleifsdóttir,
uppspilari Þróttar, lék einmitt
best í þeirri hrinu en hún náði
vel saman við Fríðu Sigurðar-
dóttur, sem tók af skarið í sókn-
inni.
Framhaldið varð hins vegar
hálf endasleppt hjá gestunum,
þar sem hvorki gekk né rak það
sem eftir lifði leiks. Víkings-
stúlkur höfðu betur í næstu
þremur lirinum, 25:12, 25:14 og
25:10. Ragnhildur Einarsdóttir
var atkvæðamest í Víkingsliðinu
en hún skoraði grimmt með
miðjuskellum sínum og vann oft
vel úr erfíðum boltum.
Uppgjafirnar voru líka mun
sterkari hjá Víkingsstúlkum, þá
sérstaklega hjá þeim Mettu
Helgadóttur, uppspilara, og
Hildi Grétarsdóttur. Ragnhildur
átti frábæra skorpu í fjórðu
hrinunni en hún gaf upp níu
sinnum í röð. Þróttara skorti
trúna, en það háði þeim mikið
þegar fór að líða á leikinn að
botninn datt úr móttökunni auk
þess sem þær voru ekki nægjan-
lega samstiga inni á vellinum.
Það má segja að hefðin og
reynslan hafi verið Víkings, því
að flestir leikmenn liðsins hafa
verið lengi í eldlínunni og vanir
að spila leik sem þennan en í liði
Þróttar eru leikmenn framtíðar-
innar. Víkingsstúlkur léku síðast
til úrslita fyrir fjórum árum en
þá höfðu þær betur í æsispenn-
andi leik gegn ÍS þar sem sigur-
inn vannst í oddahrinu, 20:18, en
það verða einmitt þessi félög
sem mætast 20. febrúar í Aust-
urbergi.
ÞÝSKA 2. deildarliðið Pfullendorf hefur leitað eftir því við Fjalar Þor-
geirsson, mai'kvörð Þróttar, að hann leiki með liðinu til loka leiktíðarinnar
í Þýskalandi. Báðir markverðir liðsins hafa meiðst á skömmum tíma og
sárvantar liðið því markvörð.
Pfullendorf dvelur þessa dagana í æfingabúðum á Spáni, en innan
skamms hefst keppni aftur í þýsku knattspyrnunni eftir vetrarhlé. Með
liðinu leikur Þorsteinn Jónsson, en hann er þar í leigu frá KR.
KNATTSPYRNA
Amar Gunnlaugs-
son fer til Leicester
LEICESTER City, sem leikur í
ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu, festi í gær kaup á ís-
lenska landsliðsframherjanum
Arnari Gunnlaugssyni frá 1.
deildarliðinu Bolton Wanderers.
Kaupverð Ai-nars er talið vera á
bilinu 240 til 290 milljónir króna
og þar með er ljóst að Arnar er
dýrasti leikmaður í sögu ís-
lenskrar knattspyrnu.
Leicester hafði áður lýst
áhuga á Arnari, en stjórn Bolton
fékk svo formlegt tilboð í gær og
gekk að því. Hljóðar það upp á 2
til 2,5 milljónir punda, og búist
við því að Arnar skrifi undir
samning fyrir hádegi í dag. Fari
svo er hann gjaldgengur í lið
Leicester sem tekur á móti
Sheffield Wednesday í úrvals-
deildinni á morgun. Er jafnvel
talið að hann fari beint í byrjun-
arliðið.
„Ég óska Arnari alls hins
besta,“ sagði Colin Todd, knatt-
spyrnustjóri Bolton, í gærkvöldi.
„Hann hefur gert góða hluti með
liðinu og vonandi tekst honum að
aðlagast Leicester."
Hið háa kaupverð þýðir að
Ai-nar er dýrasti leikmaður í
sögu Leicester-liðsins. Varnar-
maðurinn Frank Sinclair átti
fyrra metið, hann var keyptur
fyrir síðustu leiktíð á tvær millj-
ónir punda frá Chelsea.
■ Arnar/C3
Fjolgar
í her-
búðum
Fram
FRAMARAR hafa fengið mik-
inn liðsstyrk fyru' „knatt-
spyniubaráttuna“ í sumar.
Þeir hafa fengið níu nýja leik-
menn í herbúðh' sínar. Það eru
þeir Ágúst Gylfason frá Br-
ann, Steinar Þór Guðgeirsson,
ÍBV, Sævai' Pétursson, Breiða-
bliki, Friðrik Þorsteinsson,
Skallagrími, fvar Jónsson, HK,
Ómar Sigtryggsson, Stjörn-
unni, Valdimar K. Sigurðsson,
Skallagriini, Höskuldur Þór-
hallsson, KA, og Amgrímur
Arnai-son, Völsungi.
Baldur Bjarnason miðvallar-
leikmaður hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna. Þá hef-
ur Þorvaldur Ásgeirsson
gengið til liðs við Þrótt R.,
Þórir Áskelsson fer til Dalvík-
ur og Ásgeir Halldórsson til
Víkings.
Ágúst Ólafsson hefur verið
meiddur og tekið sér frí frá
knattspyrnu. Framarai’ lánuðu
Kristófer Sigurgeirsson til
gríska liðsins Aris. Emi er
ekki Ijóst hvort Iiðið býður
lionum samning eða hvort
hann leikur með Fram.
BLAK / UNDANÚRSLIT í BIKARKEPPNI KVENNA
Fjalar til Pfullendorf
MEISTARAR VALS HAFA UNNIÐ EINN LEIK AF NIU SIÐUSTU LEIKJUM SINUM/C4