Morgunblaðið - 05.02.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 C 3 KNATTSPYRNA Guðni Bergsson Arnará eftir að standa sig GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, seg- ir að synd sé að sjá á eftir góðum vini félaga í Arnari Gunnlaugssyni. „En jafnframt hlýt ég að gleðjast fyrir hans hönd og óska honum velgengni á nýj- u*n vettvangi,11 sagði Guðni. Fyrirliðinn hefur átt í erfiðum meiðslum á þessari Ieiktíð, en Bolton hefur gengið ágætlega upp á síðkastið °g er sem stendur í þriðja sæti. „Amar hefur reynst Bolton afskaplega vel, hann hefiir skorað inörg mörk og sýnt mjög góða takta. Þess vegna hafa önn- ur lið lýst yfir áhuga á honum og verið tilbúin að greiða háar íjárhæðir." Guðni hefur leikið bæði í úrvalsdeild °g 1. deild með Bolton Wanderers og um skeið með Tottenham í efstu deild. Arnar var tvívegis í byrjunarliði Bolton í úrvalsdeildinni á síðustu leik- i 'fi'ð, en kom að auki þrettán sinnum inn á sem varamaður. Breskir fjölmiðlar gerðu því skóna í gær að Arnar yrði jafnvel í byijunarliðinu á morgun gegn Sheffield Wednesday, svo ekki fær * hann langan tíma til að aðlagast nýjum félöguin og sterkari deild. „Það er þó nokkur munur á deildunum. í úrvals- deildinni em almennt betri leikmenn °g betri lið með fjölmennum og sterk- 11 m leikmannahópum. Ég hef hins veg- ar engar áhyggjur af því, Arnar hefur oft sýnt hversu leikinn hann er með ' boltann og það á eftir að nýtast honuin Yel. Vissulega fá leikmenn í úrvals- deilðinni meiri athygli og ekki er að efa að í Leicester verður mikið fjallað um Arnar á næstunni, enda kostar bann liðið svo mikla peninga. Martin G’Neill [knattspyrnustjóri Leicester] hefur hins vegar oft lýst yfir hrifningu sinni á Ai-nari og þess vegna er ekki ástæða til annars en að vera bjart- í sýnn,“ segir Guðni ennfremur. Guðni bætti þvf við að Bolton setti > stefnuna beint á sæti í úrvalsdeildinni á j Þuýjan leik, enda teldu menn að liðið ætti heima á meðal þeirra bestu. „Von- andi gengur það upp og þá verður 3 igaman að Ieika gegn Arnari á næstu Aleiktíð. Það gæti orðið virkilega áskemmtilegt." Morgunblaðið/Golli ARNAR Gunnlaugsson er hér í baráttu við besta markvörð HM í Frakklandi, Fabien Barthez, þegar Frakkar náðu jafntefli við íslendinga á LaugardalsveUinum sl. sumar, 1:1. Amar til Leicester fyrir metfé LEICESTER City, sem leikur i ensku urvalsdeildinni i knatt- spyrnu, festi í gær kaup á íslenska landsliðsframherjanum Arn- ari Gunnlaugssyni frá 1. deildarliðinu Bolton Wanderers. Kaup- verð Arnars er talið vera á bilinu 240 til 290 milljónir króna og þar með er Ijóst að Arnar er dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Amar er markahæstm- leik- manna Bolton í 1. deildinni, hefur gert fjórtán mörk og var m.a. útnefndur leikmaður september- mánaðar í deildinni af Sky-sjón- varpsstöðinni. Snemma tókust því að berast fregnir af áhuga stórliða á kappanum og viðræður hans og Bolton um nýjan samning sigldu í strand. Fyrir tveimur vikum fór Arnar svo formlega fram á að vera settur á sölulista hjá félaginu. Sýndist sitt hverjum um þá ákvörðun leikmannsins, m.a. sagði Colin Todd, knattspyrnustjóri Bolton, leikmanninn gráðugan og talsmaður Bolton sagði við Morgun- blaðið að þar á bæ teldu menn Arn- ar hafa mjög slæma ráðgjafa. Engu að síður var fallist á beiðnina og Arnar hafði opinberlega verið í viku til sölu er forráðamenn Leicester lýstu formlega yfir áhuga sínum. Beint í byrjunarliðið? I gær gekk stjórn Bolton svo að tilboði Leicester, sem hljóðar upp á 2 til 2,5 milljónir punda, og búist við því að Arnar skrifi undir samning fyrir hádegi í dag. Fari svo er hann gjaldgengur í lið Leicester sem tek- ur á móti Sheffield Wednesday í úr- valsdeildinni á morgun. Er jafnvel talið að hann fari beint í byijunar- liðið, enda hefur Emile Heskey, helsti framherji liðsins, átt í meiðsl- um, og gæti Arnar því leikið með hinum gamalkunna Tony Cottee í framlínunni. „Ég óska Arnari alls hins besta,“ sagði Colin Todd í gærkvöldi. „Hann hefur gert góða hluti með liðinu og vonandi tekst honum að aðlagast Leicester. Okkar verkefni er að einbeita okkur að því að kom- ast aftur í úrvalsdeildina og fyrir höndum er leikur gegn Grimsby,“ bætti þjálfarinn við. Hann stóð fast við bakið á Arnari um síðustu helgi er aðdáendur Bolton bauluðu á leik- manninn þann stundarfjórðung sem hann lék sem varamaður í sigurleik gegn Norwich. Kaupverð Ai-nars hefur ekki end- anlega verið staðfest, opinberar heimasíður Bolton og Leicester gi-einir á um það svo nemur hálfri milljón punda. Síða Bolton segir kaupverðið 2,5 milljónir punda. Ekki er ólíklegt að í samningnum séu ákvæði um hækkun kaupverðs í samræmi við fjölda leikja Amars með Leicester og má skv. heimild- um Morgunblaðsins búast við að endanlegt verð verði nálægt 290 milljónum króna. Dýrasti leikmaður liðsins Það þýðir að Arnar er dýrasti leikmaður í sögu Leicester-liðsins. Varnai-maðurinn Frank Sinclair átti fyrra metið, hann var keyptur íyrir síðustu leiktíð á tvær milljónir punda frá Chelsea. Þess má geta að Arnar fór frá Akranesi sumarið 1997 til Bolton og var kaupverð þá gefið upp 15 millj- ónir, sem skiptust milli leikmanns- ins og IA. Akurnesingar hafa hins vegar ekkert upp úr sölunni nú, enda lék Arnar aðeins tvo leiki með ÍA 1997, kom þaðan frá Sochaux í Frakklandi. Arnar er 25 ára gamall, tvíbura- bróðir Bjarka, atvinnumanns með Brann í Noregi. Hann varð marka- kóngur íslandsmótsins leiktíðirnar 1992 og 1995, skoraði 15 mörk í 18 leikjum 1992 og 16 mörk í 9 leikjum þremur árum síðar. Alls hefur hann skorað 35 mörk i 47 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hann leikið 27 landsleiki og gert í þeim tvö mörk. Hann lék um tíma með bróður sínum með hollenska liðinu Feyenoord og þýska liðinu Núrn- berg. Hann var leikmaður Sochaux í Frakklandi um tveggja ára skeið, en skrifaði undir samning til þriggja ára við Bolton 10. júlí 1997. ■ MARCELO Bielsa hóf landsliðs- þjálfarastarf sitt hjá Argentínu með sigri. Argentínumenn fögnuðu sigri í Venezuela fyrir framan 30 þús. áhorfendur í Maracaibo, 2:0. Bielsa tefldi eingöngu leikmönnum sem leika í Argentínu. Heimamenn léku sinn fyrsta leik undir stjórn Argentínumannsins Jose Omar Pa- storiz. ■ RYAN Giggs gæti misst af leik Manchester United og Intern- azionale í átta liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu vegna meiðsla í hné sem hann varð íyrir í leik gegn Derby á miðvikudagskvöldið. Svo óheppilega vildi til að Giggs meidd- ist einnig í leik gegn Derby í fyrra og varð þá af leiknum við Mónakó í 8-liða úrlsitum Meistaradeildarinn- ar. ■ LUCIANO Spalletti hefur verið endurráðinn þjálfari Sampdoria að- eins sex vikum eftir að hann var rekinn úr sama starfi hjá félaginu. Spalletti leysir eftirmann sinn, Da- vid Platt, af hólmi en ferill hans sem þjálfara hjá félaginu var upp- skerurýr. ■ EDOARDO Reja var í gær ráð- inn þjálfari Vicenza eftir að félagið lét Franco Colomba fyrr í vikunni eftir brösótt gengi, en félagið er í 16. sæti deildarinnar. ■ RUUD GuIIit knattspymustjóri Newcastle fór í gær til Zagreb í þeim tilgangi að ganga frá samningi við króatíska miðvallarleikmanninn Silvio Maric hjá Kroatia Zagreb. Newcastle borgaði 4 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem er 24 ára. ■ LUC Borrelli, hinn gamalreyndi markvörður Lyon, lést í bílslysi á miðvikudaginn á hraðbraut á milli Parísar og Lyon. Bíll hans hafnaði aftan á vörubíl með þeim afleiðing- um að það kviknaði eldur í bfl Borrellis og ekki fékkst við neitt ráðið. ■ DZEMALUDIN Musovic lands- liðsþjálfari Bosníu í knattspyrnu hefur sagt af sér í framhaldi af 2:1 tapi fyri Möltu í vináttulandsleik. Rætt er um að Ivica Osim taki við landsliði Bosníu en hann stýrði Jú- góslövum á HM 1990 þar sem þeir komust alla leið_ í 8-liða úrslit en töpuðu þá fyrir ftölum. Osim er nú , þjálfari hjá Sturm Graz í Austur- ríki. ■ STJÓRN knattspyi’nusambands Ungverjalands hefur verið sett til hliðar í framhaldi af rannsókn á fjármálum sambandsins, að sögn Tamas Deutsch, íþróttamálaráð- hen-a landsins, en m.a. virðist vanta um 60 milljónir króna í sjóði þess. Attila Lovacs, formaður knatt- spyrnusambandsins, er meðal þeirra sem hefur orðið að víkja. ■ TOTTENHAM gekk frá kaupum á miðvallarleikmanninum Tim Sherwood frá Blackburn á fjórar millj. punda. Hann leikur líklega með liðinu gegn Coventry um helg- ina. ■ SHERWOOD er 30 ára. Hann lék með Watford og Norwich áður en hann gekk til liðs við Blackburn fyrir sjö árum. ■ BRYAN Robson, fyi-rum fyrirliði Englands og núverandi knatt- spyrnustjóri Middlesbrough, telur að Terry Venables, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, sé rétti maðurinn til að taka við enska landsliðinu. ■ ROBSON, sem sjálfur hefur ver- ið orðaður við landsliðsþjálfara- ^ starfið, hefur sagt að hann væri ekki á fórum frá Middlesbrough. Glenn Iloddle tók við þjálfarastarf- inu af Venables 1996, eftir EM í Englandi. „Teny er snjall þjálfari,“ sagði Robson og bætti við: „Það er engin hætta á að enska knatt- spyrnusambandið ráði erlendan þjálfara." f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.