Morgunblaðið - 05.02.1999, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Sendir heim
LIVERPOOL sendi í gær tvo
Argentínumenn heim eftir að-
eins tvo daga. Það voru þeir
Gaston Fernando Pezzuti og
Carlos Maximiliano Estevez,
sem komu frá Racing Club.
Þeir áttu að vera við æfingar í
tíu daga. Ian Cotton, talsmað-
ur Liverpool, sagði að þeir fé-
lagar hefðu ekki staðið undir
væntingum.
ÚRSLIT
FH - ÍBV 25:19
Kaplakriki, íslandsmótið í handknattleik -1.
deild karla, fímmtud. 4. febrúar 1999.
Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 3:3, 3:4, 8:4, 8:6,
10:8, 11:9, 12:11, 15:14, 18:14, 19:16, 21:16,
22:18, 23:19 25:19.
Gangur leiksins: Valur Amarson 6/2,
Guðjón Árnason 4, Guðmundur Petersen
4/1, Hálfdán Þórðarson 2, Knútur
Sigurðsson 2, Lárus Long 2, Gunnar
Beinteinsson 1, Sigurgeir Árni Ægisson 1,
Hjörtur Hinriksson 1, Gunnar Narfí
Gunnarsson 1, Sigursteinn Amdal 1.
Varin skot: Magnús Ámason 24 (þar af 9 til
mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk ÍBV: Valgarð Thoroddsen 9/7, Daði
Pálsson 3, Guðfinnur Kristmannsson 3,
Sigurður Bragason 2, Svavar Vignisson 1,
Haraldur Hannesson 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 14
(þar af 4 til mótheija).
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L.
Sigurðsson voru mistækir framan af en
náðu sér síðan á strik.
Áhorfendur: Um 300.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
UMFA 18 13 2 3 481:434 28
STJARNAN 18 11 1 6 445:442 23
FRAM 18 11 0 7 472:441 22
KA 18 10 0 8 466:450 20
| IBV 18 9 2 7 424:411 20
HAUKAR 18 8 2 8 486:472 18
VALUR 18 8 1 9 407:395 17
1 m 18 8 1 9 447:467 17
FH 18 7 2 9 437:438 16
HK 18 5 5 8 431:452 15
GR\OTTA/KR 18 3 4 11 424:464 10
SELFOSS 18 4 2 12 426:480 10
Stjaman - ÍBV 30:18
íþróttahúsið Ásgarði, íslandsmótið í
handknattleik - 1. deild kvenna,
fímmtudaginn 4. febrúar 1999.
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen
10, Nína K. Björasdóttir 5, Inga Fríða
Tryggvadóttir 4, Inga Steinunn
Björgvinsdóttir 4, Margrét Vilhjálmsdóttir
2, Anna Blöndal 2, Margrét Theódórsdóttir
1, Hrund Grétarsdóttir 1, Guðný
Gunnsteinsdóttir 1.
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk ÍBV: Amela Hegic 7, Ingibjörg
Jónsdóttir 4, Elísa Sigurðardóttir 3, Anita
Ársælsdóttir 2, Jenny Martinsson 1, Anna
R. Hallgrímsdóttir 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og
Tómas Sigurdórsson.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
STJARNAN 14 12 1 1 403:299 25
FRAM 15 12 1 2 395:332 25
HAUKAR 14 9 2 3 327:300 20
VALUR 14 9 1 4 313:270 19
V\IKINGUR 14 7 4 3 320:297 18
FH 14 5 2 7 318:286 12
| IBV 14 5 1 8 315:329 11
GFt\OTTA/KR 14 4 2 8 296:311 10
KA 15 1 0 14 258:387 2
IIR 14 0 0 14 232:366 0
Knattspyma
Spánn
Bikarkeppnin:
Barcelona - Benedorm ...........3:0
Frank de Boer 21, Sergi Barjuan 38,
Giovanni 77. 20.000.
• Barcelona vann samtals 4:0.
• De Boer skoraði sitt annað skallamark á
fímm dögum.
• Barcelona mætir Valencia í 8-liða
úrslitum, aðrir leikir verða Racing
Santander - Real Madrid, Mallorca -
Deportivo La Coruna og Atletico Madrid -
Espanyol.
í kvöld
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla:
ísafjörður: KFÍ - Þór A.....20
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar - Stjarnan .. .20
Þorláksh.: Þór Þ. - Breiðablik ... .20
BLAK
1. deild karla
KA-heimiIi: KA - ÍS......19.30
1. deild kvenna:
KA - ÍS.................20.45
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA
Magnús hélt álögun-
um yfir Eyjamönnum
MAGNÚS Árnason markvörður
FH var í miklum ham og átti
mestan þátt í að FH-ingar eygja
enn von um að komast í úr-
slitakeppnina því hann varði 24
skot í 25:19 sigri á Eyjamönn-
um í Kaplakrika í gær - hélt
þar með álögunum yfir leik-
mönnum ÍBV, sem hafa ekki
unnið leik uppi á landi, en aftur
á móti alla heimaleiki sína.
Eyjamenn áttu erfitt uppdráttar
gegn grimmri vörn FH með
Kristján Arason eins og klett á lín-
unni og Gunnar
Stefán Beinteinsson
Stefánsson fremstan í flokki en
skrifar tókst þó að ná 3:1
forystu. Þá lokuðu
Hafnfirðingar vörninni og settu í
gang í sókninni, sem skilaði þeim
sjö mörkum á móti einu gestanna á
stuttum kafla. Eftir það varð hlut-
verk Eyjamanna að reyna að saxa á
forskotið en það gekk lítið enda
sóknarleikurinn einhæfur þó að
þeim tækist að halda í horfinu, einu
tii tveimur mörkum undir. Um
miðjan síðari hálfleik birtist Valur
Ai-narson og raðaði inn mörkum
fyrir FH svo að það var að duga eða
drepast fyrir gestina ef þeir ætluðu
sér stig. Orvænting greip um sig,
mörg skotin voru máttlaus enda fór
Magnús markvörður á kostum.
„Mér fannst allt liðið finna sig
vel,“ sagði Magnús markvörður eft-
ir leikinn og vildi alls ekki gera mik-
ið úr sínum hlut. „Við þurftum líka á
sigrinum að halda til að eiga mögu-
leika inn í 8-liða úrslitin og tap hefði
sett okkur í fallhættu. Við verðum
nú að vera bjartsýnir, höfum leikið
vel í tveimur síðustu leikjum og
burði til að gera betur,“ bætti
Magnús við. Vörn Hafnfirðinganna
var ekki árennileg enda strönduðu
margar sóknir mótherjanna á henni
og í sóknarleiknum fengu ungu
strákarnir að spreyta sig og gerðu
vel. Guðmundur Petersen og Valur
voru bestir ásamt Magnús og vörn-
in í heild stóð sig með prýði.
Eyjamenn voru ekki sannfærandi
og oft eins og þeir tryðu ekki á sig-
Morgunblaðið/Geir
GUDFINNUR Kristmannsson úr Eyjum komst lítt áleiðis gegn
Kristjáni Arasyni og félögum úr FH, sem þurftu á sigrinum að
halda til að eiga möguleika á úrslitakeppninni.
ur enda mótspyrnan mikil í sókn-
inni. Sigmar Þröstur Oskarsson
varði ágætlega, Svavar Vignisson
lét hafa mikið fyrir sér í sókninni og
týndi marga leikmenn FH í kælingu
þegar þeir reyndu að ná tökum á
honum. Guðfinnur Kristmannsson
sást lítið enda hafðar á honum góð-
ar gætur. „Við þurfum ekkert endi-
lega að vinna strax, við skulum sjá
til hvort við náum ekki heimaleikj-
um í úrslitakeppninni og þá tökum
við á þessum vanda í útileikjunum,“
sagði Þorbergur Aðalsteinsson
þjálfari ÍBV eftir leikinn en fékk
strax bakþanka. „Það hefði þó
hjálpað að vinna í kvöld því við þurf-
um að halda fjórða sætinu en það
var erfitt að eiga við FH-inga sem
berjast við að komast inn í úrslita-
keppnina.“
Ronaldo varar
Man. Utd. við
RONALDO hefur átt erfitt
uppdráttai’ lijá Iuternazionale
á þessari leiktíö, en nú segist
hann vera að sækja í sig veðr-
ið á ný og segir liðsniönnum
Manchester United að þeir
skuli vera viðbúnir öllu þegar
Iiðin mætast í 8-liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu 3.
mars nk. „Gegn Manehester
United mæti ég sterkur til
leiks og verð eins og menn
þekkja mig best,“ sagði Ron-
aldo í samtali við ítalskt dag-
blað í gær.
Walker ekki strax í bann
EVRÓPUMEISTARINN í 200
metra hlaupi karla, Bretinn Dougie
Walker, má keppa á meðan mál
hans um meinta lyfjamisnotkun
verður rannsakað til hlítar, eftir
því sem talsmenn breska frjálsí-
þróttasambandsins segja. í síðustu
viku kom í ljós að a.m.k. annað
lyfjasýnið sem tekið var hjá Wal-
ker á æfingu fyrr í vetur reyndist
innihalda lyf sem eru á bannlista.
Walker hefur þrætt fyrir að hafa
óhreint mjöl í pokahorni sínu og
því krefst málið frekari rannsóknar
sem tekur a.m.k. nokkrar vikur. Á
meðan má Walker keppa og m.a.
reyna að vinna sér inn þátttökurétt
á heimsmeistaramótinu innanhúss
sem fram fer í Japan eftir réttan
mánuð.
ALÞJÓÐA ÓLYMPÍUNEFNDIN / LYFJAMÁL
Vonbrigði að ekki náðist
að samræma lyfjabann
ÞRIGGJA daga ráðstefnu Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, um
lyfjamál og viðbrögð við lyfjaneyslu íþróttamanna, iauk í Laus-
anne í Sviss í gær og þrátt fyrir að einhverjir séu á yfirborðinu
ánægðir með niðurstöðuna er Ijóst að fundurinn tókst ekki eins
vel og lagt var upp með. í fyrsta lagi lánaðist ekki að fá öll
íþróttasambönd heims til þess að samþykkja skilyrðislaust
tveggja ára keppnisbann á alla íþróttamenn sem uppvísir verða
að ólöglegri lyfjanotkun. Þá þykir samþykkt fundarins vera mjög
almennt orðuð og í raun þýða óbreytt ástand.
Síðast en ekki síst þá fóru ræður
ýmissa þeirra sem til máls tóku
í nokkuð aðra átt en búist var við
þegar ráðstefnan var skipulögð á
síðasta ári. Margir ræðumenn not-
uðu tækifærið og gagnrýndu mjög
forystu IOC og þá sérstaklega for-
setann, Juan Antonio Samaranch,
og sögðu að hann ætti skilyrðislaust
að víkja í framhaldi af mútumálum
sem komið hafa upp í nefndinni í
tengslum við staðarval fyrir vetrar-
ólympíuleikana í Salt Lake-borg.
Þegar ráðstefnan var undirbúin í
nóvember sl. voru þessi mútumál
ekki komin upp á yfírborðið. Þá
samþykktu fulltrúar að unnið skyldi
að því að tveggja ára keppnisbann
skyldi ná til allra íþróttamanna við
fyrsta brot og lífstíðarbann skyldi
fylgja í kjölfarið ef menn yrðu upp-
vísir að endurtekinni neyslu. Niður-
staðan var hins vegar sú að tveggja
ára bannið var ekki samþykkt og
aldrei var minnst einu orði á lífstfð-
arbannið.
Vonbrigðin eru þó fyrst og fremst
þau að ekki skyldi nást samkomulag
um að samræma lyfjabann yfir
íþróttamönnum. Sepp Blatter, for-
seti Alþjóða knattspyrnusambands-
ins, FIFA, var einn þeirra sem and-
æfðu gegn samræmdu banni og for-
ráðamenn Alþjóða hjólreiðasam-
bandsins voru sömu skoðunar. Eina
sem samstaða var um á fundinum
var að koma á fót sameiginlegri
rannsóknarstofu til þess að rann-
saka sýni sem tekin eru af íþrótta-
mönnum. Var ákveðið að ranpsókn-
arstofan tæki til starfa fyrir Ólymp-
íuleikana sem fram fara í Sydney í
september og október á næsta ári.
„Ef við getum ekki komið okkur
saman um að allir íþróttamenn hlýti
sömu reglum brestur trúverðugleiki
okkar,“ sagði Mark Sisson, fulltrúi
Alþjóðasambandsins í þríþraut
[hjólreiðar, sund, hlaup], á fundin-
um. „Mín samtök vilja gjarnan að
reglurnar séu skýrar og án undan-
tekninga. Eins og þessi samþykkt
er þá opnar hún ótal leiðir fyrir
íþróttamenn til þess að sleppa og í
raun má segja að þeir sem hagnist
mest á henni séu lögfræðingar sem
nú fá fleiri verkefni en áður og hafa
fleiri smugur til þess að fá sína
skjólstæðinga sýknaða,“ bætir Sis-
son við.
Það eina jákvæða sem margir
telja að hafi komið út úr ráðstefn-
unni er að lyfjaprófum íþrótta-
manna verður fjölgað á æfingatíma-
bilinu, en þá er talið að íþróttamenn
noti lyf í meira mæli en þegar
keppnistímabilið stendur yfir.
Þannig er vonast til þess að fleiri
„svindlarar“ náist en nú er.
Margir urðu fyrir vonbrigðum
með niðurstöðuna og víst er að óá-
nægðastur allra er Samaranch sem
var að gera sér vonir um að með
samstöðu og skýrum reglum gæti
hann yfirgefið ráðstefnuna sem sig-
urvegari. Svo virðist ekki vera.