Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 3

Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 C 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Kristinn á Jimmy Stellato, leikmanni Hauka, í Strandgötunni í gærkvöld. KR-ing- •sel 26 stig. Stellato, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka, náði hins veg- ar ekki að gera stig í leiknum. SKIÐI/HM I VAIL Meissnitzer nældi í annað gullið sitt HANDBOLTI Theódór hefur valið ALEXANDRA Meissnitzer frá Austurríki nældi í önnur gullverð- laun sin á heimsmeistaramótinu í Vail er hún sigraði í stórsvigi kvenna í gær, en hún hlaut einnig gullið í risasvigi. Hún varð fyrst austurrískra kvenna til að sigra í stórsvigi síðan Marianne Jahn gerði það 1962. Austurríska skíðafólkið hefur nær einokað keppnina í Vail og unnið til fimm gullverðlaun af sjö mögulegum. Mér líður frábærlega. Mig sundlaðf þegar ég fór í gegn- um markið. Eg tók á öllu sem ég átti og það var enginn afgangur af því,“ sagði Meissnitzer. „Þetta er búið að vera langt og erfítt heims- meistaramót og það er með ólík- indum að þafa unnið tvenn gull- verðlaun. Ég fer heim með góðar minningar héðan.“ Norska stúlkan Andrine Flemmen varð fyrst norskra kvenna til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti með því að ná öðru sæti. Hún var 0,30 sekúndum á eftir Meissnitzer. „Ég trúi því varla enn að ég hafi náð silfurverð- launum,“ sagði Flemmen. „Ég var ekki viss um að ég væri í toppæf- ingu vegna þess að ég náði aðeins níunda sæti í síðasta stórsvigi heimsbikarsins fyrir HM.“ Antia Wachter, sem er 31 árs, varð að sætta sig við bronsið eftir að hafa náð besta brautartímanum í fyrri umferðinni, var hálfri sek- úndu á eftir heimsmeistaranum. „Ég er ánægð með bronsverðlaun, en ég hefði líklega getað tekið meiri áhættu í neðri hluta brautar- innar svona eftir á að hyggja," sagði Wachter sem var að keppa í áttunda sinn á heimsmeistaramóti. Deborah Compagnoni frá Italíu vann stórsvigið á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og átti því möguleika á þrennunni. En hún náði aðeins sjöunda sæti og virkaði frekar þung í erfiðri og harðri brekkunni. „Meissnitzer og hinar tvær sem voru á verðlaunapallin- um eru einfaldlega bestar um þess- ar mundir," sagði ítalska stúlkan. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð náði besta brautartímanum í síðari um- ferðinni, vann sig þá upp úr níunda sæti eftir fyrri umferð í það fjórða og var 0,14 sek. frá bronsinu. „Ég er ekki mjög vonsvikin, jafnvel þó svo að fjórða sætið sé það versta sem hægt er að lenda í,“ sagði Wi- berg. „Eg átti alls ekki von á verð- launum eftir slaka fyrri umferð.“ íslensku stúlkumar úr leik í fyrri umferð Islensku stúlkurnar, Sigríður Þor- láksdóttir frá Isafirði, Brynja Þor- steinsdóttir frá Akureyri og Theo- dóra Mathiesen úr KR, féllu allar úr keppni í fyrri umferð stórsvigsins á heimsmeistaramótinu í Vail í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Sigríður komst lengst þeiira í brautinni, komst niður fyrir miðja braut og var millitími hennar 47,97 sekúndur. Til samanburðar var milli- tími Anitu Wachter frá Austurríki sem náði besta brautartímanum, 44,15 sekúndur. 50 keppendur komust í mark í fyrri umferð af þeim 77 sem hófu keppni. Kristinn Björnsson keppii- í stór- svigi á mótinu í dag. Stúlkurnar keppa í svigi á morgun, og Kristinn og Arnór Gunnarsson frá ísafii-ði í svigi á sunnudag. Króatíu- fárana Theódór Guðfinnsson, lands- liðsþjálfari kvenna í hand- knattleik, hefur valið leik- mannahóp sinn sem fer til Króatíu og leikur þar tvo leiki í undankeppni HM 19. og 21. febrúar. Landsliðshópur Theódórs er þannig skipaður: Fanney Rún- ai-sdóttir, Ternes, Helga Torfadóttir, Bryne og Hugrún Þorsteinsdóttir, Fram, mark- verðm. Aðrir leikmenn: Ágústa Bjömsdóttir Gróttu/KR, Björg Ægisdóttir, FH, Brynja Stein- sen, Minden, Fagný Skúla- dóttir, FH, Eivör Blöndal, Val, Gerður B. Jóhannsdóttir, Val, Guðmunda Kristjánsdóttir, Víkingi, Harpa Melsteð, Haukum, Hrafnhildur Skúla- dóttir, Bryne, Inga Fríða Tryggvadóttir, Stjörnunni, Ju- dit Rán Estergal, Haukum, Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni, Svava Sigurðar- dóttir, Víkingi og Thelma Björk Ámadóttir, Haukum. Agassi vísað úr keppni ANDRE Agassi var vikið úr keppni fyrir að bölva línuverði og and- stæðingi á Sybase Open-tennismótinu í San Jose í Kaliforniu á mið- vikudag. Agassi, sem lék gegn Cecil Mamiit, sigraði í fyrstu lotunni, 6- 0, jafnt var í annarri lotu, 6-6, og fór keppnin í upphækkun. Þegar staðan var 5-0 fyrir Mamiit sagði línuvörður við dómara leiksins að Agassi liefði sent sér tóninn tvisvar sinnum. Agassi neitaði og sagðist hafa haldið fyrir munn sinn til þess að láta ekki í ljós hve hann var óá- nægður með eigin spilamennsku. Fyrr í leiknum hafði Agassi blótað Mamiit og því var dómara leiksins nóg boðið og vísaði Agassi úr keppni. Agassi sagði siðar að hann hefði gert mistök en orð sín hefðu fallið í liita leiksins. Hann gagnrýndi hins vegar dómarann og línuvörðiim fyr- ir þeirra þátt og taldi óþarft að vísa sér úr keppni fyrir inunnsöfnuð. Þess má geta að verðlaunafé í keppniiuii er tæpar 25 milljónir króna. Hinum skapheita Agassi hefur áður verið vikið úr keppni. Hann var dæmdur úr leik á móti í Lndianapolis árið 1996 fyrir blótsyrði. heimamönnum yfir í fyrsta sinn 14:13. Um miðjan hálfleikinn var staðan 17:19 og gestimir breyttu stöðunni í 19:25. Sigmar Páll kom heimamönnum yfir 29:28 er tæpar tvær mín. vora eftir af fyrri hálfleik, en gestimir vora yfir í hálfleik 32:33. Skallagrímur hafði yfir 56:50 er síð- ari hálfleikurinn var hálfnaður, og þeg- ar fimm mín. voru eftir var staðan 61:56 en gestirnir gáfust ekki upp. Höfðu þeir breytt stöðunni í 63:60 mín- útu síðar. Bárður fékk víti og skoraði úr báðum. Hlynur Bæringsson, sem átti mjög góðan leik, lagaði stöðuna í 65:62 en næsta sókn Snæfells mis- heppnaðist. Grikkinn, með langa nafn- ið, í liði Snæfells fékk sína fimmtu villu er 1:42 mín. vom eftir. Mark Ramos lagði stöðuna í 65:64 er rám mín. er eftir. Kristinn Friðriksson kemur Skallagrími yfir 67:64. en Jón Þór Ey- þórsson skorar úr vítum er 44 sek. og staðan 67:66. Sókn Borgnesinga mis- heppnast og Snæfellingar skora er 20 sek. voru eftir og sigruðu, 67:68. Lið Skallagríms átti mun síðri leik en það hefur sýnt að undanförnu. Tómas Holton 'og Hlynur voru bestu menn liðsins. Sigmar Páll Egilsson átti ágæta spretti og Kristinn Friðriksson gerði góða hluti en einnig afdrifarík mistök. Lið Snæfells lék þunglamaleg- an og heldur leiðinlegan körfubolta sem býður upp á mikil átök. Rob Wil- son og Athanasios Spyvopoulus voru langbestu menn liðsins. Én Jón Þór Eyþórsson og Mark Ramos gerðu einnig góða hluti. BIKARINN FRAM - HAUKAR Bikarúrslitaleikur kvenna í Laugardalshöll á morgun kl. 13.30 Framarar og allir Reykvíkingar Styðjum við bakið á eina Reykjavíkurfélaginu sem er í bikarúrslitum PPHITUN hefst kl. 11.00 í íþróttahúsi FRAM. 'Ándlitsiriálun fyrir kxakkana. Húfur, fánar og bolir á vægu verði. Frí rútuferð í höllina. Allir mæti í bláum bolum í baráttuhug. RCWELLS VT Forsala á leikinn verður í íþróttahúsi FRAM föstudaginn 12. febrúar frá kl. 16—19, laugardaginn 23. febrúar frá kl. 11.00—12.30. Gullkorthafar sæki miða sína í forsölu á föstudeginum. AFRAM FRAM!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.