Morgunblaðið - 12.02.1999, Side 4

Morgunblaðið - 12.02.1999, Side 4
Meistarar Frakka eru einfaldlega bestir Ginola kemst ekki í lið Howard Wilkinson, sem tímabund- ið situr í stóli þjálfara enska lands- liðsins, reyndi hvergi að leyna aðdá- un sinni á frönsku heimsmeisturun- um. „Sendingar þeirra og hreyfingar leikmanna án bolta eru mjög góðar og Zidane er lykilmaðurinn í öllu gangverkinu. Leikur þein-a og skipu- lag er með þeim hætti að aðeins er hægt að nýta til þess afburðaleik- menn,“ sagði hann og bætti því við að honum þætti Frakkar fremur leika sem félagslið en landslið. „Það er stórkostlegt að sjá þá snúa vöm í sókn.“ Anelka stal senunni Zidane átti stórleik, en hinn nítján ára framherji Arsenal, Nicolas An- elka, stal senunni og skoraði þrennu - þótt aðeins tvö mörk fengjust dæmd gild. ROGER Lemerre, þjálfari franska landsliðsins í knatt- spyrnu, segir að iandsliðsferill Davids Ginola, leikmanns Tottenham, sé liklega á enda. Hann muni vart leika fleiri landsleiki fyrir hönd Frakka. Ginola hefur þótt leika frá- bærlega fyrir Tottenhani á leik- tíðinni og margir veðja á hann sem leikmann ársins í vor. Góð frammistaða hans í ár og raun- ar á seinni árum hefur þó ekki trggt honuin landsliðssæti, en hann féll úr landsliðinu fyrir nokkrum árum er Frakkar klúðruðu leik á heimavelli gegn Búlgöi-um og mistókst fyrir vik- ið að tryggja sér sæti á HM 1994 í Baiidarikjunum. Þjálfari franska landsliðsins þá var Gerard Houllier, sem nú er við sljórnvölinn hjá Liver- pool. Hann var æfur eftir leik- inn, sagði að Ginola hefði gleymt sér í vörninni og kenndi honum um tapið. Síðan hefur Ginola ekki leikið með landslið- inu. „Ég veit að David hefur leik- ið vel og ég gleðst yfir því, en það voru 22 leikmenn sem unnu HM fyrir Frakkland og erfitt er að hafna einhverjum þeirra,“ segir Lemerre. „Það verður erfitt fyrir hann að komast. aftur í landsliðið. Hann er orðinn 32 ára og í Frakklandi er (jöldi góðra leik- manna, eins og Zidane, Djorka- eff og Dugarry. Svo erum við pilt eins og Nicolas Anelka, sem er aðeins 19 ára gainall, en hef- ur þegar unnið deild og bikar í Englandi," sagði þjálfarinn enn- fremur. Lemerre þekkir Ginola vel, því hann þjúlfaði hann er hann FRAKKAR eru með besta knattspyrnulandslið Evrópu. Þetta virðist samdóma álit enskra og franskra fjölmiðla eftir vináttulandsleik þjóðanna á miðvikudagskvöld, þar sem heimsmeistarar Frakka höfðu mikla yfirburði. Á sama tíma virðist kreppa ríkjandi hjá öðrum stórveldum á sviði knattspyrnunnar, t.d. Englandi, Þýskalandi og Ítalíu. Italir náðu aðeins markalausu jafntefli gegn Norðmönn- um á miðvikudagskvöld, þrátt fyrir að leikið væri á heimavelli. Þá eiga Evrópumeistarar Þjóðverja í mesta basli á æfingaferð sinni um nýja heiminn, lágu 3:0 fyrir Bandarikjunum og gerði 3:3-jafntefli við Kólumbíumenn. Frakkar léku eins og heilsteypt félagslið fremur en landslið á miðvikudagskvöldið og aðeins í byrjun leiks höfðu leikmenn Englendinga eitthvað í þá að gera. Báðir þjálfarar landsliðanna voru sammála um þetta að leik loknum. Roger Lemerre, þjálfari franska landsliðsins, sagði að sínir menn hefðu verið í öðrum gæðaflokki en heima- menn, sem einu sinni hefðu haft Wembley sem mikið vígi. „En við erum nú einu sinni heimsmeistarar," sagði hann. Velgengnin engin tilviljun Lemerre sagði að þetta væri lið sem Aime Jaquet hefði búið tO og gert að heimsmeisturum og nú væri það hans að vinna úr því og viðhalda styrknum. Hann segir þó al- veg ljóst að það sé engin tilviljun hversu vel gangi hjá Frökkum á knattspyrnuvellinum þessa dagana. „Frakkar hafa ______ verið í örri þróun undanfarin ár. Lykillinn er mið- stöðvar okkar fyrir unga og efnilega knatt- spyrnumenn, Centres de formation. Þar læra hinir ungu leikmenn allt um Zidane átti stór- leik, en hinn nítján ára Anelka, stal senunni tækni og skipulag knattspymunnar og öðlast þannig dýrmætan grunn sem aftur nýtist í hörðum heimi at- vinnumennskunnar. Síðan er einnig mikill styrkur að leikmenn liðsins leika í erfiðustu deildum Evrópu, í Englandi, á Italíu og Spáni,“ sagði Lemen-e. Lemerre segir að yfirburðir franska liðsins liggi einkum á miðj- unni, þar sem kvartettinn sterki, Zinedine Zidane, Youri Djorkaeff, Didier Deschamps og Emmanuel Petit, ræður lögum og lofum. „Englendingar eiga marga sterka leikmenn, en þarna léku þeir einfald- lega gegn ofjörlum sínum,“ sagði Lemerre ennfremur. „Anelka ræð- ur yfir miklum hraða og okkur tókst vel að senda fljótt á hann. Hann nýtti tækifæri sín vel, en það er enn of snemmt að segja hann lausnina á vandamálum liðsins í framlínunni. Hann er ungur og enn í mótun,“ sagði Lemerre. Franski þjálfarinn er fyrstur til að leiða lið til sigrn-s á enskri grundu gegn heimamönnum. Hann segir að kannski sé Wembley ekki sama vígið og áður. Reuters NICOLAS Anelka átti stórleik á Wembley. Hér er hann búinn að leika á fyrirliða sinn hjá Arsenal, Tony Adams, sem nefbrotnaði í leiknum. „Goðsögnin um Wembley kann að vera hverfandi. I gamla daga höfðu áhorfendur svo hátt að gestaliðið náði ekki áttum og heimamenn tví- efldust fyrir vikið. Eg lék sjálfur hér árið 1969 og við steinlágum, 5:0. Stemmningin þá var allt önnur en nú.“ Lemerre tók þó fram að þetta ætti ekki við um leikvanga félagsliðanna ensku. „Þegar ég sé leiki Arsenal, Chelsea, Liverpool eða Manchester United finn ég aftur fyrir þessaiú stemmningu. En hún virðist á und- anhaldi á Wembley," sagði þjálfar- inn. ■ FRANSKI miðvallarleikmaðurinn Franck Sauzee hefur gert samning við skoska 1. deildarliðið Hibernian til loka leiktíðar. Hann mun því leika fyiTr framan Olaf Gottskálksson markvörð liðsins, sem virðist nú þegar hafa ti-yggt sér sæti í úrvals- deildinni á næstu leiktíð. ■ SAUZEE er 33 ára og lék með Montpellier, en samdi við Hibs til átján mánaða. Hann lék lengi með franska landsliðinu, alls 39 leiki, og varð Evrópumeistari með Marseille 1993. ■ ALAN Shearer, fyrirliði enska knattspymulandsliðsins, hefur bor- ið til baka sögusagnir þess efnis að hann muni taka þátt í að velja næsta þjálfara landsliðsins. „Það hefur enginn haft samband við mig,“ segir Shearer. „Og vonandi gerir það enginn. Ég er knatt- spyrnumaður, ekki stjórnarmaður eða knattspymustjóri. Þess vegna get ég ekki séð hvers vegna ég ætti að hafa eitthvað um slík mál að segja.“ ■ ROBERT Lee hefur hafnað því að gerast leikmaður Leicester City, liðs Arnars Gunnlaugssonar í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle hafði samþykkt söluna og hljóðaði kaupverðið upp á hálfa aðra milljón punda, eða hálfri milljón minna en Leicester keypti Arnar á í síðustu viku. Lee, sem er 33 ára og marg- reyndur landsliðsmaður, hafnaði hins vegar sölunni. ■ NOTTINGHAM Forest sendi í gær heim ítalska sóknarmanninn Alessandro Melli, sem var til athug- unar hjá liðinu og í láni frá AC Mil- an. Leikmaðurinn mun ekki hafa verið í nægilegri leikæfingu að mati forráðamanna Forest. ■ TOTTENHAM er á höttunum eftir Jörg Albertz, þýska miðvallar- leikmanninum hjá Glasgow Ran- gers í Skotlandi. Samkvæmt fegn- um í gær er Tottenham tilbúið að greiða 5 milljónir punda fyrir Al- bertz, en fyrir hjá félaginu er annar Þjóðverji, Steffen Freund. ■ MARK Hughes hjá Sout- hampton, var í gær úrskurðaður í sitt fjórða leikbann á keppnistíma- bilinu. Hann var sektaður um 230 þús. ísl. kr. og settur í tveggja leikja bann fyrir að hafa verið bókaður fjórtán sinnum í 24 leikjum. ■ DAVID Davies hjá fram- kvæmdastjórn enska knattspyrnu- sambandsins sagði í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gær að sam- bandið hygðist ætla að ræða um arf- taka Glenn Hoddle á næstu dögum. Er búist við að knattspyrnusam- bandið komist að niðurstöðu um helgina og finni nýjan knattspyrnu- stjóra. ■ KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Fulham, sem hefur verið orð- aður við enska landsliðið, sagði í gær að hann hefði ekki áhuga fyrir starfi landsliðsþjálfara. Frakka sá um knattspyrnulandslið franska hersins. „Það efast eng- inn um hæfileika hans, þeir eru einstakir. En ég verð einnig að hugsa um liðið. Hann [Ginola] er leikmaður sem gælir við knöttinn, elskar leikinn og hef- ur unun af iðkun knattspyrnu. Ég fór oft á leiki Paris Saint Germain þegar hann lék með þeim, aðeins til að fylgjast með honum. Hins vegar óttast ég að hann myndi ekki falla inn 1 leik liðsins. Við elskum liann allir og dáum, en mér ber ekki skylda til að Iáta hann leika.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.