Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 12
'WM t í&land er <ÉS> Corona Extra Starfsemi Flugleiða byggist fyrst og fremst á að þjóna heimamarkaði og laða erlenda ferðamenn til landsins. Ferðaþjónusta er að hasla sér völl sem ein helsta atvinnugrein á (slandi. Greinin blómgast, fjölbreytnin eykst stöðugt og erlendum ferðamönnum fjölgar ár frá ári. Árið 1998 fjölgaði þeim um rúm 15% miðað við fyrra ár. I fyrra komu til landsins rúmlega 230.000 erlendir ferðamenn og brátt munu jafn margir heimsækja landið og búa í því. Flugleiðir gegna lykil- hlutverki í markaðssetningu á Islandi og árlega er hundruðum milljóna króna varið til þess verkefnis. (sland er hornsteinn í starfsemi Flugleiða. Fé- lagið kappkostar að þjóna heima- markaðnum og ferðamönnum á leið til Islands með tíðum ferðum og miklu úrvali áætlunarstaða. Vöxtur í ferðaþjónustu helst mjög í hendur við þróun á flugþjónustu Flugleiða. Ferðamönnum fjölgar mest þar sem Flugleiðir auka við áætlun sfna og leggja mesta áherslu á alþjóð- lega markaðssókn. Þetta fæst stað- fest í upplýsingum íslenskra ferða- málayfirvalda um fjölgun ferðamanna frá einstökum löndum. Fjórðungi fleiri Bandaríkjamenn komu til íslands árið 1998 en árið áður og frá Bret- landseyjum fjölgar ferðamönnum um 20%. Nánast er sama hvert litið er í Evrópu og N-Ameríku. Áhugi á Is- landsferðum eykst stöðugt og má að miklu leyti þakka það markaðsstarf- semi í tengslum við uppbyggingu leiðakerfis Flugleiða og aukinni ferða- tíðni til og frá landinu. Undanfarin ár hefur félagið verið endurnýjað frá grunni, öll tæki, allir innviðir, öll þjónusta og undirstaða allrar starfseminnar, leiðakerfið. Fé- lagið þjónar nú markaðnum á Islandi og erlendis með betri hætti og býður meira úrval þjónustu og tíðari ferðir til fjölda áfangastaða en nokkru sinni áður í sögu sinni. Óþrjótandi tækifæri Flugleiðir hafa skilgreint stefnu sína svo að (sland skuli hornsteinn í rekstri þess. Það merkir að félagið leggur grunninn að starfsemi fyrirtækisins á (slandi og þungamiðja leiðanetsins er á Keflavlkurflugvelli. Meginverkefni félagsins er að þjóna markaðinum til og frá (slandi, gefa Islendingum kost á óteljandi möguleikum til ferðalaga og að skila ferðamönnum til landsins. cn^f~ IE5ÍEER "■ Vegna sístækkandi leiðakerfis og markvissrar markaðssetningar hefur aðgengi Flugleiða að alþjóðlegum ferðamannamörkuðum opnað óþrjótandi tækifæri fyrir ábatasama þátttöku (íslenskri ferðaþjónustu. Til að styðja þetta meginhlutverk, starf- semina í flugi til og frá landinu, skap- ar félagið sér viðbótartekjur með því að selja ferðir yfir Norður Atlantshaf með sömu flugvélum og þjóna mark- aðnum til og frá landinu. Félagið hefur skapað sér afar góða samkeppnisstöðu á ákveðnum leið- um yfir Norður Atlantshaf vegna sér- stöðu leiðanetsins. Hún felst í því að Flugleiðir geta í mörgum tilfellum boðið upp á stysta ferðatíma milli Evr- ópu og N-Ameríku, að meðtalinni viðkomu í Keflavík. Með því að gera (sland að miðstöð í alþjóðlegu leiða- neti með þessum hætti getur félagið boðið uppá margfalt betri þjónustu en ella á leiðum til og frá landinu. Uppbygging sem kemur öllum vel fslensk ferðaþjónusta og Flugleiðir eiga samleið. Uppbygging leiðanets- ins sem að framan var lýst skapar ferðaþjónustunni færi á að sækja á nýja markaði og nýta fjárfestingu sína allt árið um kring. Það hefur jafn- framt styrkt stöðu Flugleiða á erlend- um mörkuðum að geta boðið upp á flug, gistingu, bílaleigubíla og skoð- Vl'KING S ■ ';>#*"• j • \ Sí'mt • MINNEAT0US/STPA01 0RLAND0 s m wW® BALTlMORE/WASWlhGTON , ICELAND f; j fjEgmf's NEWY0RK 80STON KULUSUK , NARSARSUAQ KEFLAVIK ‘jsLO HALIFAX AIRP0RT COPLNHAGEN ISLANDS GLASQOVV AMSIERDAM FRANKEURT ímom r’ " «a»o PARIS * . • BARCE10NA unarferðir á íslandi. Flugleiðir hafa einnig verið beinn þátttakandi í upp- byggingu ferðaþjónustunnar með fjárfestingum. I uppbyggingu sinni á nýliðnum árum hafa Flugleiðir og dótturfélög lagt sérstaka áherslu á að fjárfesta í afþr- eyingu fyrir ferðamenn sem vitanlega kemur gestgjöfunum, heimamarkað- inum, til góða. Úrval skoðunarferða, ævintýraferða og náttúrulífsferða hefur margfaldast og um nokkurt skeið hefur heimsborgarbragur verið á þjónustu gistihúsa og veitingastaða. Þjónusta ferðaþjónustufyrirtækja Flugleiða er ekki aðeins sniðin með þarfir erlendra ferðamanna í huga. Þvert á móti hefur aukið framboð þeirra og annarra ferðaþjónustuaðila á Islandi tvöfalt gildi vegna þess hve möguleikum heimamanna til afþrey- ingar og skemmtunar hefur fjölgað til mikilla muna. Lykilhlutverk í markaðssetningu Flugleiðir gegna lykilhlutverki í mark- aðssetningu Islands á erlendri grund og víða stendur félagið eitt að slíkri markaðssetningu. Gott dæmi um það eru Bandarlkin og N-Ameríka en það- an er stöðug aukning ferðamanna. Flugleiðir og fyrirrennarar félagsins hafa staðið að víðtækri Islandskynn- ingu erlendis allt frá því að millilanda- flug hófst. Kynningin er fólgin í mjög fjölþættu markaðsstarfi, fjölmiðlaum- fjöllun og stórtækri útgáfu á margs konar kynningarefni auk beinna aug- lýsinga. Heildarmarkaðskostnaður Flugleiða erlendis er á annan milljarð króna. Verulegur hluti þess er í þágu íslenskrar ferðaþjónustu. Hátíðin heftót á Gauk á Stöng Formleg opnun Góugleðinnar verður á Gauki á Stöng, 1. Mars kl. 14 Það er vel við hæfi að hefja Góugleðina á veitingastaðnum sem var hvað mest i sviðsljósinu fyrir 10 árum þegar bjórinn var lögleiddur á Islandi. Að sögn Úlfars Þórðarsonar veitingamanns á Gauknum verður mikið um dýrðir á Gauknum þennan dag sem og aðra á Góugleðinni. Á meðal þess sem Gaukur á Stöng býður upp á þessa vikuna eru hljómsveitir á borð við Bítlavinafélagið, Skítamóral og Dead Sea Apple, auk fjölda drykkjartilboða. VlKlNG Opnunarhátíð á Gauk á Stöng er i boði Viking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.