Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 2
2 ■ C FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR UMFN-tA 111:87 Iþróttahúsið í Njarðvík, Islandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild karla, fimmtu- daginn 4. mars 1999. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 23:15, 36:15, 40:17, 59:47, 68:61, 92:72,100:77, 111:87. Stig UMFN: Brenton Birmingham 32, Teit- ur Örlygsson 31, Friðrik Ragnarsson 19, Páll Kristinsson 17, Guðjón Gylfason 5, Her- mann Hauksson 4, Örvar Kristjánsson 2, Friðrik Stefánsson 1. Fráköst: 22 í vörn - 8 í sókn. Stig ÍA: Kurt Lee 39, Dagur Þórisson 23, Alexander Ermolinskij 11, Brynjar Sigurðs- son 6, Trausti Jónsson 5, Jón Þór Þórðarson 2, Guðjón Jónsson 2. Fráköst: 25 í vörn - 8 í sókn. Villur: UMFN 15-ÍA21. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Einar Einarsson. Áhorfendur: Um: 100. KR - UMFS 83:74 Iþróttahúsið við Hagaskóla: Gangur leiksins: 0:2, 8:8,15:16, 27:20, 32:33, 38:42, 51:46, 59:51, 63:54, 67:60, 73:65, 73:71, 79:74, 83:74. Stig KR: Keith yassell 42, Eggert Garðars- son 12, Eiríkur Önundarson 12, Lijah Perk- ins 6, Marel Guðlaugsson 3, Atli Freyr Ein- arsson 2, Ingvaldur Hafsteinsson 2, Jesper Vinter Sörensen 2, Steinar Kaldal 2. Fráköst: 25 í vörn - 25 í sókn Stig UMFS: Eric Franzson 26, Kristinn Friðriksson 20, Sigmar Egilsson 13, Tómas Holton 8, Finnur Jónsson 7. Fráköst: 16 í vörn -10 í sókn. Villur: KR 23 - UMFS 16. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Björg- vin Rúnarsson. Áhorfendur: Um 140. UMFT - Keflavík 98:109 íþróttahúsið á Sauðárkróki: Gangur leiksins: 6:6, 12:17, 19:26, 30:36, 40:45, 46:47, 54:59, 60:70, 72:76, 78:86, 88:98, 95:106, 98:109. Stig Tindastóls: John Woods 46, Arnar Kárason 19, Ómar Sigmarsson 11, Valur Ingimundarson 8, Svavar Birgisson 6, Lárus Dagur Pálsson 3, Sverrir Sverrisson 3 og Isak Einarsson 2. Fráköst Tindastóis: 17 í vöm - 9 í vörn. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 39, Falur Harðarsson 34, Guðjón Skúlason 13, Birgir Öm Birgisson 8, Hjörtur Harðarson 6, Fannar Olafsson 4, Gunnar Einarsson 4 og Sæmundur Jón Oddsson 1. Fráköst Kefla- víkur: 20 í vörn 7 í sókn. Villur: Tindastól 25 - Keflavík 21. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: 230. Þór - Haukar 61:68 íþróttahöllin á Akureyri: Gangur leiksins: 0:9, 14:16, 20:20, 36:32, 31:37, 38:39, 39:49, 47:55, 57:55, 61:61, 91:68. Stig Þórs: Brian Reese 20, Magnús Helga- son 11, Óðinn Ásgeirsson 9, Einar Aðal- steinsson 9, Davíð Guðlaugsson 4, Hafsteinn Lúðvíksson 4, Konráð Óskarsson 2, Sigurð- ur Sigurðsson 2. Fráköst: 22 í vöm - 8 í sókn. Stig Hauka: Bragi Magnússon 18, Roy Ha- irston 17, Ingvar Guðjónsson 14, Daníel Ámason 9, Róbert Leifsson 8, Óskar Krist- jánsson 2. Fráköst: 25 í vöm - 6 í sókn. Villur: Þór 20 - Haukar 14. Dómarar: Jón Bender og Erlingur Erlings- son. Góðir, sérstaklega framan af. Áhorfendur: Um 100. Snæfell - UMFG 64:73 Iþróttahúsið í Stykkishólmi: Gangur leiksins: 7:5, 13:22, 20:25, 35:32, 37:38, 34:42, 41:44, 46.46, 52.50, 58:64, 64:73. Stig Snæfell: Rob Wilson 24, Athanasias Spyropoulos 24, Bárður Eyþórsson 12, Baldur Þorleifsson 2, Ólafur Guðmundsson 2. Fráköst: 35 í vörn - 6 í sókn. Stig UMFG: Herbert Arnarson 29, Warren Peebles 19, Páll Axel Vilbergsson 11, Guð- laugur Eyjólfsson 7, Pétur Guðmundsson 6, Helgi már helgason 1. Fráköst: 21 í vörn - 4 í sókn. Villur: Snæfell 11 - UMFG 11. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson, mjög góðir, slóu á fáar feilnótur í leiknum. Íshokkí EM 18 ára landsliða ísland - Belgía....................0:10 0:3, 0:3, 0:4. ísland - Lúxemborg ..............0:2 0:1, 0.1, 0:0. í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Ísafjörður: KFÍ - Valur 20 1. deild karla: Borgames: Stafh. - Breiðablik 20 Hveragerði: Hamar - Þór Þ. 20 1. dcild kvenna: Seljaskóli: ÍR - ÍS 20 HANDKNATTLEIKUR 2. deild karla: Víkin: Víkingur - Völsungur 20 Grafarv.: Fjölnir - Fylkir 20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Örnggur sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar unnu Skagamenn nokkuð örugglega, 111:87, þeg- ar liðin mættust í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Njarðvík- ingar náðu fljótlega yfirburða stöðu því að eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 40:17. Þetta var besti kafli Njarðvíkinga í leikn- um og þá sýndu þeir svo sannarlega hvers megnugir þeir eru. Ekki tókst þeim þó að halda fengnum hiut því Skagamönnum tókst að minnka muninn í 7 stig í síðari hálfleik, 68:61. En þá settu Njarðvíkingar á fulla ferð aftur og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. { hálfleik var staðan 59:47. Njarðvíkingar léku sérlega vel í byrjun og ekki leið á löngu þar til þeii' voru komnir með álitlegt for- ggmmi skot eins og áður Björn sagði. Þá dalaði leikur Blöndal þeiiTa á meðan Skaga- skrifar menn tvíefldust. Þeim tókst að minnka mun- inn í 7 stig í upphafí síðari hálfleiks, 68:81, en þá bættu Njarðvíkingar við sig nokkrum snúningum aftur og þá var aldrei spuming um hvorum meg- in sigurinn lenti. „Það er oft í svona leikjum að lið sem nær góðri forystu fer að slaka á og við duttum í þá gryfju að þessu sinni. En við tókum okkur á aftur og það skipti öllu máli,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálf- ari Njarðvíkinga eftir leikinn. Bestu menn Njarðvfldnga voru þeir Brenton Birmingham, Teitur Ör- lygsson og Friðrik Ragnarsson. Hjá Skagamönnum voru þeir Dagui' Þór- isson og Kui-t Lee bestir. Kurt Lee setti 38 stig í leiknum en var samt ákaflega óheppinn með skot sín á köflum. Tindastóll var engin hindrun Keflavík ki'ækti sér í tvö mikilvæg stig er það vann Tindastól á Sauðárkróki 109:98. Þai' með heldur ■■■■■■ Keflavíkurliðið fjög- Bjöm urra stiga forystu í úr- Björnsson valsdeildinni þegar skrífar tveimur umferðum er ólokið. Keflvfldngar höfðu yfírhöndina allan lefldnn og höfðu 5 stiga forsytu í hálfleik, 59:54. Leikurinn hófst með miklum hraða og látum og baráttu á báða bóga. Keflvíkingar náðu strax yfir- höndinni en heimamenn börðust vel, gáfu gestunum aldrei frið og slepptu þeim ekki frá sér. Stigamunurinn var lengstum fjögur til átta stig og tvívegis náðu heimamenn að minnka muninn í eitt stig en lengra komust þeir ekki, og voru það Damon og Guðjón Skúlason sem náðu að rífa liðið upp þegar heimamenn náðu að saxa forskotið niður. Hjá heima- mönnum voru Arnar Kárason og Woods bestir. Fimm stig skildu liðin þegar hálfleik var lokið. I síðari hálfleik endurtók sama sag- an sig, gestirnir höfðu yfírhöndina en heimamenn söxuðu niður forskotið og Dani til KR Jesper Vinter Sörensen, danskur landsliðsmaður, er genginn til liðs við lið KR í körfuknattleik. Jesper, sem verður 22 ára á þessu ári, lék með BK Amager í vetur en liðið er úr leik i dönsku deiid- inni. Hann var stigahæsti danski leikmaðurinn í deild- inni og 7. stigahæsti leikmað- ur deildarinnai' með 19,6 stig að meðaltali í leik. Sörensen hefur verið í hlutverki leik- stjórnanda hjá danska lands- iiðinu og leikið að meðaitali 10 mínútur í leik. Sörensen lék sinn fyrsta leik ineð KR-ingum gegn Skallagrími í gærkvöld, en hann kom til landsins á mið- vikudag. munurinn var lengstum innan við tíu stig. Falur Hai'ðarson var sá Keflvík- inganna sem að var atkvæðamestur í síðari hálfleik og í hvert skipti sem heimamenn náðu að minnka forskotið raðaði Falur inn 3ja stiga körfum og jók muninn á ný en alls voru 3ja stiga körfui' hans sjö. Allt þar til tvær mín- útur voru til leiksloka var allt í járn- um og forysta gestanna innan við tíu stig og enn voru það Falur og Damon sem höluðu inn stigin og voru þeir einu mennimir í liði gestanna sem léku vel. Guðjón Skúiason var góður hiuta fyrri hálfleiks en síðan ekki sögua meir. I liði heimamanna voru John Woods og Arnar bestir en einnig áttu Ómar, Sverrir og Lárus góða spretti og Valur var drjúgur, sér- staklega í fyrri hálfleik. Barátta í Hagaskóla B^R-ingar höfðu sigur á liði Skalla- I^Wgríms, 83:74, í baráttuleik í Hagaskóla í gærkvöld. KR-ingar höfðu lengst af forystu Glsli en leikmenn Skalla- Þorsteinsson gríms voru aldrei skrífar langt undan. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins sem KR-ingar sigu ft'am og tryggðu sér sigur, einkum fyrir tilstuðlan Keith Vassells, sem átti skínandi leik. Leikmenn Skallagríms byrjuðu leikinn betur en KR-ingar tóku fljót- lega við sér og höfðu forystu fram undir miðjan fyrri háifleik. Þá náðu leikmenn Skallagríms forystu á ný með mikilli baráttu og héldu foryst- unni til hálfleiks. KR-ingar komu grimmir til síðari hálfleiks með Keith Vassell í farar- broddi, sem skoraði 42 stig í leikn- um, og náðu góðri forystu. A þessum leikkafla eyddu ieikmenn Skalla- gríms meiri tíma í að þrasa við Berg Steingrímsson og Björgvin Rúnars- son, dómara leiksins. Undir lokin tóku leikmenn Skallagríms við sér og náðu að minnka forskot KR-inga niður í 2 stig, 73-71. En Vesturbæ- ingar voru ekki á þeim buxunum að gefa sigurinn frá sér og juku forskot sitt og sigruðu með 9 stiga mun. Keith Vassell, þjálfari KR-inga, var ekki ánægður með leik liðsins þrátt fyrir mikilvægan sigur. „Við áttum í erfiðleikum allan leikinn, einkum var Eric Franzson okkur erfiður. Okkur hefur ekki gengið vel í síðustu leikjum og ég tel að við gætum lagt harðar að okkur. Sem stendur er Grindavík fyrir ofan okk- ur í deildinni en markmiðið er að gera enn betur,“ sagði Keith Vassell, sem kórónaði frammistöðu sína með því að troða boltanum tvisvar í körfu Skallagríms undir lok leiksins. Hjá Skallagrími var Eric Franz- son atkvæðamestm' og Kristinn Friðriksson átti nokkra spretti þar til hann þurfti að fara út af með fimm viilur. Haukar sterkari í lokin Þórsarar eru við sama heygarðs- homið; tapa jöfnum leikjum í lokin og raunar þarf að leita langt aftur á síðasta ár til að finna sigurleik hjá lið- inu. í gær fengu þeir Hauka í heimsókn. Leikurinn var bragð- daufur en þó kryddaður spennu síð- ustu fjórar mínúturnar eftir að Þórs- umm tókst að jafna og komast yfir, en þeh' höfðu ekki úthald frekar en fyn’ og lokatölurnar urðu 61:68, Haukum í vil. Fyrri hálfleikur var afar dapur. Haukar skoruðu 9 fyi-stu stigin og Þórsarar komust ekki á blað fyrr en eftir tæpar fjórar mínútur, sem er harla óvenjulegt í körfuknattleik. Hittni leikmanna var afleit og aðra eins sóun á þriggja stiga skotum í einum leik hafa menn sjaldan séð. Heimamenn tóku fjörkipp um mið- bik hálfleiksins og jöfnuðu, 20:20, en Haukar voru skárri og mjökuðust fram úr á ný. Staðan í leikhléi var 31:37. Þórsarar byrjuðu vel í seinni hálf- leik en duttu strax niður aftur og Haukai' héldu allgóðu forskoti. Þeir fengu þó líka að kenna á slæmum kafla þegar Þórsarar tóku sig saman í andlitinu og breyttu stöðunni úr 47:55 í 57:55. Skyndilega var komin spenna í leikinn, u.þ.b. 4 mín. eftir, en Þórsar- ar í bullandi villuvandi’æðum. Þeh- misstu Brian Reese út af þegar 2,36 mín. voru eftir og komust ekki lengra en í 61:61. Haukar voru skynsamir í lokin og skoruðu síðustu 7 stigin. Sem fyrr segir var sóknarleikur- inn yfirleitt dapur. Bakverðir Þórs brugðust. Brian var drjúgur með sín 20 stig og Magnús Helgason, Óðinn Asgeirsson og Einar Aðalsteinsson áttu fína spretti. Léleg hittni og klaufaskapur varð liðinu að falli, en það ætti þó að halda sér í deildinni á kostnað Vals. Bragi Magnússon var afar mikilvægur í liði Hauka. Hann þurfti aðeins að snúa sér við með boltann í teignum, þá lá hann ofan í körfunni. Roy Hairston var allsterk- ur en þeir Ingvar Guðjónsson, Daní- el Arnason og Róbert Leifsson sýndu skemmtilega takta. Seigir Grindvíkingar Grindavík knúði fram sigur á Snæ- felli í Stykkishólmi í gærkvöldi, 73:64. Snæfell, sem lék án Jóns Þórs ■■■■■■ Fyþórssonar, var Gr- Rikharður indvfldngum erfiður Hrafnkelsson hjalli í leiknum. skrifar Leikurinn fór var- færnislega af stað en bæði lið sýndu ágætan varnarleik þó hittni væri í daprara lagi. I seinni hluta hálfleiksins virtist sem Grinda- vík ætlaði að síga fram úr þegar liðið náði 9 stiga forystu. I seinni hluta hálfleiksins lifnaði mikið yfii' leiknum, leikmpnn hittu betur og hraðinn jókst. A þessum kafla lék Snæfell betur og komst yfir 35:32. Eftir fyrri hálfleik voru Grindvík- ingar búnir að fá dæmdar átta viilur en Snæfell enga. Er með ólíkindum að lið leiki heilan hálfleik án þess að fá á sig dæmda villu. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður í úrvals- deildinni. Seinni hálfleikur var mjög jafn all- an tímann þar til á síðustu tveimur mínútum er Grindavík náði sex til ellefu stiga forystu. Var það helst góður sprettur Warren Peebles í lokin og nokkur slæm mistök hjá Snæfelli sem gerðu gæfumuninn. I liði Snæfells átti Rob Wilson afar góðan dag, tók 21 frákast og skoraði grimmt, sérstaklega í fyn-i hálfieik. Athanasías Spyropoulos var einnig ógnandi í sókninni. Þá átti Bárðui' Eyþórsson ágæta spretti. Hinn 16 ára gamli Ólafur Guðmundsson fékk það erfiða hlutverk að fylla skarð Jóns Þórs og tókst það ágætlega. Hjá Grindavík lék Herbert Arn- arsson vel og var mjög ógnandi. Wairen Peebles var frekar daufur framan af, en átti fínar rispur í lokin. Eiður Smári á skotskónum með Bolton EIÐUR Smári Guðjohnsen gerði tvö mörk fyrir varalið Bolton í 3:1 sigri gegn varaliði Wolves á Molineux á miðvikudagskvöld. Guðni Bergsson og Birkir Kristinsson léku einnig. Láns- samningur sem Bolton gerði við Birki rennur út undir lok mánaðarins. Átta þúsund áliorfendur fylgdust með leiknum, sem þykir mikið þegar vara- lið eiga í hlut. Ástæða þess að svo margir mættu á völlinn var endur- koma Steve Bull hjá Ulfunum. Guðni Bergsson að styrkjast GUÐNI Bergsson, leikmaður Bolton, sem hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna fjóra mánuði, er farinn að æfa að nýju með liði sínu. Hann segist gera sér vonir um að komast í aðailið félagsins á næstu vikum. Guðni, sem gekkst undir tvo uppskurði vegna nárameiðsla, er farinn að ieika með varaliði félagsins. „Ég þarf að komast í betri leikæfingu áður en ég verð klár í slaginn með aðalliðinu. Vonandi verð ég orðinn góður eftir eina, tvær vik- ur,“ segir Guðni. Bolton var um túna í öðru sæti 1. deildar en hefur tapað tveimur síð- ustu leikjum. Fyrst tapaði Bolton fyrir botnliði Crewe, 3-1, og í vikunni gegn Huddersfíeld, 3-2. Liðið er nú í fjórða sæti á eftir Sunderland, Ipswich og Bradford. Guðni segir slæmt að hafa misst stig gegn Crewe, sem fyrirfram hefði ekki þótt líklegt til afreka. Þá hefði Bolton fengið góð tækifæri gegn Huddersfield en liefði ekki nýtt þau. „Vonandi nær liðið að standa sig bet- ur er það mætir Swindon á útivelli um helgina," segir Guðni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.