Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA/ EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Launa- greiðslur éta upp tekjur ÞYSKA knattspymusamand- ið hefur lýst miklum áhyggj- um sínum yfn- fjárhagsstöðu félaganna sem leika í fyrstu deild í Þýskalandi. Tapa liða er að meðaltali um sautján milii. ísl. kr. á keppnistíma- bili. Sambandið bendir á að lið eins og Bayern Miinehen er að hagnast um 16 milljónir þýskra marka, um tæpar 700 milljónir ísl. kr. Þrátt fyrir að tekjur félag- anna hafí stóraukist vegna sjónvarpssamninga og að aldrei hafi komið fleiri áhorf- endur - verður tap félaga meira og meira. Fyrir hinn svokallaða Bosman dóm var meðalhagnaður félaganna um 70 milljónir ísl. króna og því ljóst að tap félaganna liggur í gífurlega hækkuðum launa- greiðslum til leikmanna. Að sjálfsögðu eru félögin misvel rekin og heppnin leik- ur oft sitt hlutverk. Þannig er Duisburg rekið með 70 millj- óna króna hagnaði sem er at- hyglisvert því það er mjög lít- ið félag, en stórliðið Dort- mund sýnir einungis 40 millj- óna króna hagnað. Nú fer í hönd sá tími sem félögin þurfa að sýna reikninga sína og fá starfsleyfí. Nokkur félög eru komin við hættumörk og varar sam- bandið þau við áframhaldandi taprekstri. Meðallauna- greiðslur félaganna voru um 450 milljónir króna fyrir að- eins fimm árum. Nú greiða fé- lögin að meðaltali um 1200 milljónir króna í laun á ári, þetta gerir um 15% aukningu. Ahorfendafjöldi hefur að- eins aukist um 50%. Þá er aukning á tekjur félaganna fyrir sjónvarpsréttinn, eða 90% aukning. Einnig hafa tekjur félaganna aukist gífur- lega fyrir allskonar auglýs- ingar á leikvöllunum. Þessi mikla aukning daugar skammt því launagreiðslur til leikmanna étur upp tekjum- ar og gott betur. Það sést best á því að 70% félagnna eru rekin með tapi. FYRIRLIÐINN Dennis Wise innsiglaði sigur Chelsea er hann skoraði þriðja markið á 85. mínútu eftir fallega sendingu frá Tore Andre Flo. Reuters Auðveldur sigur meistara Chelsea MEISTARAR Chelsea réðu lögum og lofum í viðureign sinni við norska liðið Válerenga og unnu þægilegan 3:0 sigur sem gefur þeim talsvert öryggi fyrir síðari leikinn í Ósló eftir tvær vikur, en Chelsea á titil að verja í þessari keppni. Celestine Babayaro opnað marka- reikning Chelsea á Stamford Bridge með marki á 9. mínútu og eft- ir það voru leikmenn Chelsea nær látlaust í sókn með Gianfranco Zola og Gianluea Vialli knattspymustjóra fremsta í flokki. Það var því ekki úr vegi að Zola skoraði annað mark liðsins á 30. mínútu en hann hafði stöðugt verið að ógna vöm norska liðsins með hraða sínum og tækni. Þrátt fyrir sóknarleik náðu leikmenn Chelsea ekki að bæta við fleiri mörk- um í fyrri hálfleik. Allan síðari hálfleikinn lá þriðja mark Chelsea í loftinu en það vant- aði alltaf hársbreidd upp á að opna vörn Válerenga. Það tókst ekki fyrr en 5 mínútum fyrir leikslok er Dennis Wise skoraði fallegt mark með fóstu skoti rétt innan vítateigs- línu eftir að hafa fengið fallega sendingu frá Tore Andre Flo. „Eg held að Válerenga hafí enga mögu- leika á að vinna síðari leikinn. Þriðja markið okkar held ég að hafí tryggt okkur áfram,“ sagði Flo eftir leikinn. Ágóðaleikur fýrir Papin HEIMSMEISTARAR Frakka hafa samþykkt að leika gegn heimsúrvali knattspymumanna í ágóðaleik til styrktar markahrókin- um Jean-Pierre Papin, sem nýlega lagði skóna á hilluna. Leikurinn fer fram 30. maí nk. á Stade Velodrome, heimavelli Marseille. I heimsúrvalinu verða margir frábærir leikmenn, t.d. Pa- olo Maldini, Roberto Baggio, David Beckham, Lothar Mattháus, Aaron Winter og George Weah. Þá er og líklegt að franski útherjinn David Ginola leiki gegn löndum sínum í heimsmeistaraliðinu, en hefur ekki átt sæti í franska landsliðinu undan- farin ár. „Þetta er í fyrsta sinn sem franska landsliðið tekur þátt í ágóðaleik, en við töldum rétt að heiðra svo mikilvægan hlekk í franskri knattspymusögu," sagði Claude Simonet, forseti franska knattspyrnusambandsins. „Ég hugðist ávallt enda ferilinn minn í Marseille, enda liggja þar mínar dýrmætustu minningar," segir Papin, sem varð meistari fjór- um sinnum með Marseille. Dejan Stankovic skoraði tvö af mörkum Lazio í 4:0 sigri á Panionis frá Aþenu. Varnarmaður gríska liðs- ins, Athanasios Gazis, skoraði sjálfs- mark og Pavel Nedved innsiglaði sigurinn tæpum hálftíma fyrir leiks- lok. „Við lékum mjög vel að þessu sinni og ég tel okkur vera komna í undan- úrslit,“ sagði Sven Göran Eriksson, þjálfari Lazio, glaðbeittur í leikslok í rigningunni í Aþenu. Georgíumaðurinn Zaza Dzhanashia var hetja Lokomitiv Moskvu í 3:0 sigri liðsins á heima- velli gegn ísraelska liðinu Maccabi Haifa í Moskvu. Dzhanashia gerði öll mörkin þrjú og telja má líklegt að þessi sigur hafí farið langt með að tryggja Rússunum sæti í fjögun'a liða úrslitum. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru ekki liðnar nema tvær mínútur af síðai-i hálfleik þegar fyrsta markið var gert. Tvö hin síð- ari komu á 77. og 89. mínútu. Markvörður Varteks, Marijan Mrmic, var hetja liðs sín í leiknum við Mallorka. Mrmic vai’ði hvað eftir annað eftir að félagar hans í vörninni steinsváfu á verðinum og misstu sóknarmenn spænska liðsins hvað eftir annað framhjá sér. Spænska liðið var mun sterkari aðili í leiknum en tókst ekki að nýta sér það. Þeir fá annan möguleika á heimavelli eftir tvær vikur. Peter Schmeichel vill til Ítalíu DANSKI landsliðsmark- vörðurinn Peter Schnieichel hjá Manchester United seg- ist vilja enda knattspyrnu- feril sinn á Ítalíu. „Eg stefni að því að leika tvö ár á ítal- íu áður en ég held á ný heim til Danmerkur," sagði Sch- meichel, 35 ára, í viðtali við danska blaðið Ekstra-Bladet í gær. „Þá mun æskudraum- ur minn rætast.“ Sch- meichel, sem hefur varið mark Man. Utd. í átta ár, fer frá liðinu eftir þetta keppn- istímabil. Hann átti mjög góðan leik með liðinu þegar það vann Inter á Old Trafford í Evr- ópukeppninni, 2:0. FOLK ■ ANDREI Kanchelskis, leikmað- ur Glasgow Rangers í Skotlandi, hefur gagnrýnt ákvörðun Oleg Romantsev , þjálfai’a rússneska landsliðsins, fyrir að velja sig ekki í landsliðshópinn gegn Armeníu og Andorra í undankeppni EM. „Ljóst er að þjálfarinn vill fremur fá til sín leikmenn sem leika í Rússlandi en öðrum Evrópulönd- um. Engu að síður er skoska deild- in sterkari en sú rússneska," segir Kanchelskis ■ JOE Kinnear, knattspyi’nustjóri Wimbledon, liggur enn á spítala, en hann fékk verki fyrir brjóstið og var fluttur á spítala skömmu fyrir útileik gegn Sheff. Wed. í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudags- kvöld. Kinnear er undir stöðugu eftirliti og átti að gangast undir ýmiss konar rannsóknir í gær. Hann er ekki sagður í lífshættu. ■ KEN Bates, stjórnarformaður Chelsea, hefur borið blak af Gra- eme Le Saux, sem braut illa á Robby Fowler, leikmanni Liver- pool um síðustu helgi. Bates segir í samtali við götublaðið The Sun að tveir leikmenn Liverpool hafí gert Le Saux lífið leitt í leiknum og að Fowler hafí verið upphafsmaður átakanna milli leikmannanna. ■ BERTI Vogts, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands, sem hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Borussia Mönchengladbach, hefur lagt til við stjórn félagsins að það fái til liðs við sig tvö önnur fé- lög á Ruhrsvæðinu við byggingu hins stórglæsilega leikvallar sem stjórnin sýndi nýlega teikningar á. ■ VOGTS segir að byggingin verði aldrei að veruleika nema fleiri stór- lið verði með. Hann nefnir lið eins og Fortuna Dusseldorf og rugby- liðið Rhein Fire í þessu sambandi og segir jafnframt að leikvangur- inn yrði að vera miðsvæðis milli Diisseldorf og Gladbach. Völlurinn yrði stærsti og glæsilegasti völlur Þýskalands. ■ ÞESS má geta að forráðamenn Schalke hafa nýlega lagt fram teikningar og eftirlíkingar að risa- vöxnum stórglæsilegum leikvangi og er þegar hafinn undirbúningur að byggingu hans. Örstutt er á milli allra þessara liða og hafa hug- myndirnar vakið milda athygli knattspyrnuunnenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.