Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 C 3 FRJALSIÞRÓTTIR Morgunblaðið/Sverrir Vilhelnisson JÓN Arrtar Magnússon og Erki Nool athuga hvað tímanum líður á Evrópumeistaramótinu sl. sumar. Hver veit nema þeirra tími renni upp á HM f Maebashi um helgina. INool og Chmara líklegastir EVRÓPUMEISTARINN í tugþraut, Eistlendingurinn Erki Nool, er af mörgum talinn sigurstranglegasti keppandinn í sjöþrautinni á HM. Árangur hans á móti í Tallin fyrir mánuði bendir til að hann sé í mjög góðri æfíngu. Þar fékk hann 6.309 stig og setti landsmet. Nool varð í 2. sæti í sjö- þraut á HM 1997 og í 4. sæti 1995. Tékkamir Roman Sebrle og Tomas Dvorák eru einnig afar öílugir. Dvorák er mikill keppnismaður og heimsmeistari í tugþraut 1997. Eftir slæmt, ár í fyrra hefur hann nú náð fyrri styrk að eigin sögn. Dvorák á best 6.211 stig en Sebrle 6.209. Evrópumeistarinn í sjö- þraut, Sebastian Chmara, er einnig mættur til leiks. Þá náði hann næst besta ár- angri Evrópubúa, 6.415 ; stigum. Hann hefur ekkert keppt í sjöþraut í vetur en náði góðum árangri í stang- arstökki (5,30) og í 60 m Igrindahlaupi á pólska meistaramótinu fyrir skömmu. Chris Huffins er eini full- trúi Bandaríkjanna í sjö- þrautinni. Hann hefur litla áherslu lagt á hana og á best 6.128 stig frá 1997. Góður spretthlaupari og stökkvari, en slakur í 1.000 metra hlaupi. Jón Arnar Magnússon hefur sett sér háleitt markmið fyrir sjöþrautarkeppni HM í Japan Stefnir á gull eða silfur „SÍÐAST vann ég bronsverðlaun í sjöþraut á heimsmeistaramóti og því langar mig til þess að vinna aðra tegund af málmi að þessu sinni, þá er ég að tala um gull eða silfur, en það er hins vegar alveg Ijóst að ég mun verða óánægður með bronsið," segir Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og íslands- og Norður- landamethafi í sjöþraut karla. Hann hefur keppni í nótt á fyrri keppnisdegi sjöþrautarinnar á heimsmeistaramótinu í Maebashi í Japan. Það verður bara að koma í ljós hvort mér tekst að gera það sem ég ætla, en markmiðið er skýrt,“ segir Jón Eftjr sem keppir nú í ann- ívar að sinn í sjöþraut á Benediktsson heimsmeistaramóti. Hann varð í þriðja sæti í sjöþraut heimsmeistaramóts- ins í París fyrir tveimur árum, fékk þá 6.145 stig. Jón bætti síðan um betur og fékk 6.170 stig á Evrópu- meistaramótinu innanhúss í fyrra og stendur það enn sem íslands- og N orðurlandamet. „Keppnin á eftir að verða enn sterkari og jafnari nú en fyrir tveimur árum. Helstu keppinautar mínir verða Erki Nool, Tomas Dvorák, Evrópumeistarinn Sebasti- an Chmara, Chris Huffins, Roman Sebrle og Lev Lobodin." Jón segir að stór hluti vinnunnar hjá honum og Gísla Sigurðssyni Jjjálfara í vetur hafí beinst að því að vera í sem bestri æfingu á heims- meistaramótinu. „Sjöþrautin á HM í Japan á að vera toppurinn á vetr- artímabilinu hjá mér, við það hefur allur undirbúningur miðast." Það er ljóst að þú verður að öllum líkindum að bæta íslandsmetið verulega ætlir þú að ná takmark- inu? „Það er mjög líklegt. Ég reikna með því að það þurfi að ná 6.250 stigum, jafnvel 6.300 stigum hið minnsta til þess að krækja í verð- laun. Svo gæti einnig farið að það þyrfti að fara enn hærra, en minna getur líka nægt. Það er ekkert hægt að fullyrða um þetta fyrirfram, það er svo margt sem getur spilað inn í. Þegar litið er á árangur keppenda þá er ekki ólíklegt að hámarksár- angur einn nægi til að vinna til verðlauna." Stangarstökkið hefur verið að batna hjá þér undanfarin misseri. Attu meira inni íþeirrí grein? „Töluvert mikið,“ segir Jón og leggur þunga áherslu á orð sín. I fyrsta sinn fyrir stórmót lýsir þú þvi yfír blákalt að þú ætlir að vinna til verðlauna. Það eitt og sér er athyglisvert þar sem þú hefur ekki verið þekktur fyrir yfirlýsinga- gleði fyrir stórmót. Er þetta ef til vill eitt merki þess að þú sért að öðl- ast meira sjálfstraust, eitthvað sem þig hefur stundum vantað þegar á hólminn er komið? „Ég held að það sé enginn vafi. Ég hef aukna trú á sjálfum mér og veit að ég get náð til verðlauna, þarf enga heppni til og stend þeim bestu fyllilega á sporði. Aðalmálið er bara að vera ekld óheppinn og víkja öll- um hugsunum um slíkt frá sér. Megin skýringin á þessu aukna sjálfstrausti eru þær framfarir sem ég hef verið að taka í nokkrum greinum. Þar er ég farinn að vinna þá bestu í nokkrum greinum og er þeim fyllilegur jafningi í öðrum greinum. Þá hjálpaði sigurinn á tug- þrautarmótinu í Talence í fyrra- haust mér einnig mikið. Þar sá ég að ég er betri en margir andstæð- inganna." Hvað hefur breyst hjá þér frá HM fyrir tveimur árum, hvers vegna telur þú þig eiga meirí mögu- leika nú en þá að vinna gull- eða silfurverðlaun og að bæta íslands- metið all verulega? „Ástæðan er einföld, ég er betri nú í fimm greinum af sjö. Framfarir hafa orðið miklar í eitt þýsund metra hlaupi, stangarstökki, há- stökki og kúluvarpi. Langstökkið á að vera betra þótt mér hafi gengið misjafnlega upp á síðkastið. Sextíu metra hlaupið er eina greinin þar sem ég stend í líkum sporum og fyr- ir tveimur árum. Að þessu sögðu þá á ég að standa betur að vígi.“ Ertu léttarí nú en þá? „Já, ég er léttari núna og það á að skila sér í betri árangri.“ Óttast þú ekki að það komi niður á þér ígreinum eins ogkúluvarpi? Sjö þraut Greinar Heims- met fgj Dan O'Brien 6.473 stig 1993 Evrópu- met Chr. Plaziat 6.418 stig 1992 Norðurl.- met Jón Arnar M. 6.170 stig 1998 60 m hlaup Langstökk Kúluvarp Hástökk 6,67 sek 7,84 m 16,02 m 2,13 m 6,83 sek 7,58 m 14,53 m 2,13 m 60 m grindahl Stangarstökk 1.000 m indahl. » 7,85 sek ** 7,97 e stökk 5,20 m / ' 5,20 ihlaupt 2.57,96 2.40, sek m 17 _ 6,90 sek 7,48 m 15,19 m » 1,99 m ** 8,03 sek 5,10 m 2.45,65 l =É ,jUls ekki. Ég á að geta varpað kúlunni sextán metra að minnsta kosti. Síðustu vikur hef ég verið að varpa 15,50 til 15,90 og því óttast ég ekki að léttleikinn komi niður á kúluvarpinu." Hvemig stendur þú að vígi í eitt þúsund metra hlaupinu? Lengri hlaupin hafa stundum verið þér til vandræða. „Það á ekki að vera minn akkiles- arhæll og ég vonast til þess að vera ekki hlaupinn niður eins og á Evr- ópumeistaramótinu í fyrra sem kostaði mig nokkurn tíma. Við Gísli þjálfari höfum lagt aukna áherslu á hlaupin og það hefur skilað árangri, samanber fimmtán hundruð metra hlaupið í þrautinni á EM utanhúss í fyrra.“ Verða það vonbrigði fyrír þig ef þú kemur tómhentur heim, það er að segja án verðlauna? „Já. Ég geri þær kröfur til mín að vera í verðlaunasæti og auðvitað er maður ekki ángæður ef það tekst ekki. En hins vegar má ekki lata það slá sig út af laginu takist það ekki, heldur læra af því sem miður fer og mæta betur undirbúinn næst.“ GRUNNSKÓLAMÓT GLI 1999 Á LAU GARVATNI Þrettánda grunnskólamót Glímusambands fslands verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni laugardaginn 6. mars kl. 10.00. Keppt verður í 5.-10. bekk grunnskóla hjá drengjum og stúlkum. Mótsstjóri er Kristinn Guðnason og sér hann um skráningu í síma 487 6524. Meistaramót Islands í glímu fer fram á Laugarvatni sunnudaginn 7. mars nk. og hefst mótið kl. 10.00. Þar verður keppt í fimm aldurs- og fimm þyngdarflokkum karla. Konur keppa í þremur aldurs- og tveimur þyngdarflokkum. Glímusamband íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.