Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA t- 1999 plotgtittl&Iðltilt ■ ÞRIÐJUDA GUR 9. MARZ BLAÐ KNATTSPYRNA Stuttgart „njósnar“ um Ríkharð íslenska landsliðinu - vináttuleik gegn Ltixemborgarmönnum. Hér hitta þeir fyrir Asgeir Sigurvinsson, sem sér um að fylgjast með leikmönnum á Norð- urlöndum fyiir félagið. Ríkharður er ekki búinn að gera nýjan samning við Viking, en samn- ingur hans rennur út í haust. Hann má gera samning við annað lið þegar hann á eftir sex mánuði af samningi sínum við Viking, þannig að hann getur samið við annað lið á næstu vikum. ■ Guðjón... / B16 Sigurður Ragnar Stuttgart er nú að leita eftir sókn- arleikmanni til að taka stöðu þýska landsliðsmiðherjans Fredi Bobic, sem fer til Dortmund eftir þetta keppnistímabil. Rík- harður Daðason lands- liðsmiðherji sem leik- ur með Viking í Noregi, er einn þeirra leikmanna sem Stuttgart hef- ur augastað á. Tveir útsendarai- frá Stuttgart, stjómarmaður og aðstoðarþjálfari, eru væntanlegir til Lúxemborgar á morgun til að sjá Ríkharð leika með Valur B. Jónatansson skrífar frá Lúxemborg leikur með Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem hefur gert samning við enska 2. deiidar liðið Walsall, mun leika með liði IA næsta sumar. Þá bendir flest til þess að Gunnlaugur Jónsson leiki með Skagamönnum á ný í sumar. Skagamenn hafa einnig átt í viðræð- um við Kára Stein Reynisson, sem lék með Leiftri á síðasta tímabili. Sæmundur Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnufélags IA, segir að tekist hafi samkomulag um að Sigurður Ragnar, sem nýverið gekk til liðs við Walsall, komi til landsins í maí og leiki með Skaga- mönnum fram undir lok júlí. Þá heldur Sigurður utan á ný til Walsall, en samningur hans gildir til loka næsta tímabils. Sigurður lék með Skagamönnum á síðasta tíma- bili og skoraði sjö mörk í 13 leikjum áður en hann hélt til náms í Banda- ríkjunum. Gunnlaugur Jónsson, leikmaður sænska liðsins Örebro, staðfesti að viðræður hans og Skagamanna væru langt komnar og að flest benti til þess að hann léki með ÍA á ný. Gunnlaugur hefur ekki átt fast sæti í liði Örebro. Hann var leigður til norska liðsins Kongsvinger, sem síð- ar bauð honum samning en sam- komulag náðist ekki. Gunnlaugur sagðist búast við að koma til landsins undir lok mánaðarins. Viðræður við Kára Stein Skagamenn hafa jafnframt rætt við Kára Stein Reynisson um að hann geri samning við félagið og leiki með þeim á ný. Kári Steinn sagði að engin niðurstaða hefði náðst í viðræðum við Skagamenn og að hann hefði heyrt frá fleiri félögum. Hann sagðist eiga von á að mál sín skýrðust í vikunni. Kári Steinn lék á síðasta tímabili með Leiftri á Ólafs- firði en sagði að þar yrði hann ekki áfram. Skagamenn hafa leitað að erlend- um leikmanni í Georgíu að undan- fömu, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort erlendur leik- maður verði hjá félaginu í sumar. Skagamenn hafa jafnframt sýnt Ólafí Þór Gunnarssyni, markverði IR-inga og efnilegasta leikmanni síðasta tímabils, áhuga, en engar formlegar viðræður eru sagðar hafa farið fram milli Skagamanna annars vegar og stjórn ÍR og Ólafs hins vegar. KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Björn Blöndal Bikar á lofl í Keflavík KEFLVÍKINGAR urðu deildarmeistarar í körfuknattleik þegar þeir rótburstuðu lið Þórs frá Akureyri í Keflavík á sunnudaginn með 44 stiga mun, 138:94. Hér á myndinni hampar Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, bikarnum að leik loknum. LITHÁARNBR HJÁ AFTURELDINGU STEFNA Á MEISTARATITBLBNN / B2 VtNNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 06.03.1999 "W‘ í Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 2.007.630 j 2. 4 af 1 309.580 3. 4 af 5 54 8.930 4. 3 af 5 1.706 650 fk\ FVÖFALDUR VINNINGUR A AUGARUAGINN í -4 m Jókertölur vikunnar 8 5 4 7 2 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann 5 tölur 0 1.000.000 4 síðustu 1 100.000 3 síðustu 6 10.000 2 síðustu 108 1.000 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1.6 af 6 2 19.640.760 2. 5 af 6+ bónus 0 676.500 3. 5 af 6 4 68.670 4. 4 af 6 171 2.550 3. 3 af 6+Bónus 413 450 Uppíýsingar: Lottómiðinn sem gaf bónusvinning í Lottói 5/38 var seldur á Stöðinni við Reykjavík- urveg í Hafnarfirði. Lottómiðinn sem gaf 2. vinning í Jóker var seldur í Sælgætis- og vídeóhöllinni við Garða- torg í Garðabæ. Upplýsingar i síma: 568-1511 l Textavarp: \ 281, 283 og 284 í þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.