Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 B 3 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn GINTARAS Savukynas og Gintas Galkauskas klæddir landsliðsbúningi Litháens skömmu fyrir æfingu með liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. með Topolciany í Slóvakíu. Báðir hafa því haft handbolta að atvinnu um árabil og segjast gera sér vonir um að halda því áfram einhver ár í viðbót. Litháarnir gerðu tveggja ára samning við Aftureldingu síðast- liðið sumar. Þeir segjast ekki hafa ákveðið sig hvað þeir geri að þeim tíma liðnum. „Okkur hefur liðið vel hér og því gæti vel farið svo að við yrðum hér áfram,“ segir Gintaras. Þeir benda hins vegar á að draumur hvers handbolta- manns sé að komast að hjá sterk- um liðum í Evrópu. Hafa sýnt mikinn styrk SKÚLI Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, segir að Lithá- arnir Gintas og Gintaras hafi reynst liði sínu vel í vetur. Þeir hafi fallið vel að leik liðsins og sýnt mikinn skapstyrk í leikjum þess. „Þessir leikmenn hafa sýnt að þeir eru með allt sitt á hreinu og það hefur reynst gott að starfa með þeim,“ segir Skúli. Skúli segpr að lið Afturelding- ar hafi orðið fyrir miklum mannabreytingum frá fyrra tímabili og því hafi reynst nauð- synlegt að leita út fyrir land- steinana. Afturelding hafi haft ýmsa leikmenn til skoðunar en ákveðið að velja Litháana þvf þeir hafi þótt sýna meiri skap- styrk en margir leikmenn. „Það er ekki nóg að hafa leikmann sem getur skotið á markið. Hann þarf að sýna karakter og geta tekið af skarið. Það hafa þessir leikmenn sýnt og gert í vetur,“ segir Skúli Gunnsteinsson. Spennandi lokabarátta Þegar ein umferð er eftir af 1. deOdarkeppninni í hand- knattleik karla er ljóst að það eru fjögur lið Tómas Gunnar sem berjast um Viðarsson sæti í úrslita- tóksaman keppninni. Sjald- an eða aldrei hef- ur spennan verið jafnmikil og liðin svo jöfn. Liðin fjögur sem berjast um síðustu sætin eru FH, Valur, HK og ÍR. Það er ljóst að tvö af þessum fjórum liðum verða að sitja eftir og ljúka keppni eftir umferðina. Ef litið er á árangur þessara liða í síðari umferðinni kemur í ljós að af þeim 20 stigum sem í boði hafa verið hefur Valur, sem er í áttunda sæti, hlotið 3 stig og er með, í heildina, 12 mörk í plús. IR, sem er í tíunda sæti, hefur hlotið 11 stig og er með 24 mörk í mínus. FH, sem er í sjöunda sæti, hefur hlotið 11 stig og jafnmörg mörk í plús og HK, sem er í níunda sæti, hefur hlotið 13 stig og er með 17 mörk í mínus og einungis tapað tveimur leikjum á meðan þeir töpuðu sjö í fyrri umferð- inni. Öll liðin fjögur hafa verið á ágætri siglingu í síðari umferð- inni að undanskildu liði Vals, sem mætir HK í lokaumferð- inni x að Hlíðarenda annað kvöld. Leikurinn verður án efa spennandi því hvorugt liðið má við því að lúta í lægra haldi. Valur þarf að fara að hysja upp um sig buxurnar því liðið hefur einungis sigrað í einum leik í síðari umferðinni og ekkert lið hefur hlotið færri stig. Það er vægast sagt eitthvað mikið að hjá liðinu því litlar breytingar hafa orðið á því frá því í fyrra þegai' það vann tvöfalt. A með- an allt gengur Valsmönnum í óhag eru HK-ingar á mikiUi siglingu og einungis Stjarnan og Afturelding hafa hlotið fleiri stig í síðari umferðinni. FH fer í Garðabæ og mæta liði Stjörnunnar sem hefur ver- ið óstöðvandi upp á síðkastið. Deildarmeistarar Afturelding- ar taka á móti ÍR. ÍR-ingar hefðu eflaust kosið léttari mótherja. Stjarnan hefur fengið flest stig út síðari umferðinni, eða 18 af 20 mögulegum. Arangur lið- anna er þannig: Stjarnan 18, UMFA 15, HK 13, Haukar 13, FH 11, ÍR 11, ÍBV 11, KA 10, Fram 8, Grótta/KR 7, Selfoss 4, Valur 3. Fram marði KA í spennuleik FRAM tryggði sér heimaleikjarétt í komandi úrslitakeppni hand- knattieiksins með því að sigra KA á Akureyri sl. sunnudagskvöld með eins marks mun í hörkuspennandi leik. Liðið er í 3. sæti með 24 stig. KA-menn halda enn 4. sætinu með 22 stig en ÍBV og Haukar eru með jafnmörg stig þannig að barist verður til þrautar í síðustu umferðinni. Þá þurfa KA-menn að sækja Hauka heim. Leikmenn Fram eru hins vegar lausir við mesta álagið eftir sigurinn á KA, 25:24, en liðið á þó eftir að taka á móti ÍBV. Leikurinn hófst með tveimur mörkum Gunnars Bergs Vikt- orssonar af vítalínunni en KA-menn WKttKKKKM jöfnuðu fljótlega og Stefán Þór náðu undirtökunum. Sæmundsson Sterk vörn og falleg skrífar mörk jóhanns G- jó. hannssonar úr hraða- upphlaupum lögðu grunninn að fjög- urra marka forystu, 12:8. Eftir það fóru KA-menn að hiksta og voru auk þess lítt sáttir við dómgæsluna síð- ust mínútur hálfleiksins. Framarar gengu á lagið og minnkuðu muninn í eitt mark; staðan 14:13 í leikhléi. KA-menn hófu seinni hálfleik með því að brenna af vítakasti og Framarar komust yfir með tveimur mörkum og voru síðan einu skrefi á undan í jöfnum og spennandi hálf- leik. Skrefin urðu reyndar tvö þegar á leið því KA-vörnin var orðin æði götótt og markvarslan lítil. Sebastí- an Alexandersson hélt sínu striki nokkuð vel í marki Fram og vömin var sterk, ekki síst á miðjunni. Til marks um það má e.t.v. taka að línu- maðurinn Leó Örn Þorleifsson komst ekki á blað í leiknum og stór- skyttan Sverrir Bjömsson skoraði aðeins 1 mark. Jóhann Gunnar og Lars Walther drógu þungan vagn KA-manna en Gunnar Berg og hinn bráðefnilegi línumaður Róbert Gunnarsson vom í aðalhlutverki hjá Fram. Það voru einmitt langskot Gunnars sem gerðu gæfumuninn á hinum æsispennandi lokamínútum þegar baráttan var í algleymingi hjá báðum liðum og sóknimar vand- ræðalegar. Gunnar lyfti sér einfald- lega upp og grýtti boltanum niður í horn KA-marksins. Stórbrotin tilþrif Jóhanns Gunnars nægðu ekki. Hann minnkaði muninn í 23:24, Andrei Astafejv skoraði 25. mark Fram þeg- ar 1,40 mín. vom eftir, Jóhann lagaði stöðuna í 24:25 þegar 40 sek. vom eftir en Framarar héldu haus. Leikmenn KA gengu niðurlútir af velli, enda úrslitin mikil vonbrigði, ekki síst fyrir Jóhann Gunnar Jó- hannsson fyrirliða sem átti frábær- an leik, skoraði 10 glæsileg mörk og það tíunda eitt hið fallegasta sem um getur. Þá var Jóhann kominn nánast upp að endalínu í hominu og sneri að auki baki í markið en á óskiljanlegan hátt tókst honum að skora. „Það var ömurlegt að vinna ekki. Auðvitað er ég sáttur við minn hlut, ég held að ég jiafi aldrei náð 10 mörkum í leik í Islandsmótinu en því miður náði liðið ekki að leika nógu vel. Vörnin var sérlega slök í seinni hálfleik. Það má segja að þetta hafi verið leikur um 3. sætið. Við töpuðum og verðum að gefa allt í Haukaleikinn til að eiga möguleika á 4. sætinu,“ sagði Jóhann Gunnar. Auk Jóhanns áttu Halldór Sigfús- son og Lars Walther þokkalega spretti í liði KA en Sverrir var ragur og Leó Örn komst ekkert áfram. Þar sem Hilmar Bjarnason og Heimir Amason em meiddir gátu KA-menn ekkert hvílt Sverri í sókn- inni. Róbert Gunnarsson átti stór- leik hjá Fram. Þessi 18 ára piltur skoraði 7 mörk af línunni. Gunnar Berg var afar mikilvægur, skoraði 9 mörk og virtist eiga nóg inni. Þá varði Sebastían ágætlega. Átakalítið á Selfossi Leikur Selfoss og Stjörnunnar var frekar átakalítill. Leikurinn bar þess glögg merki að bæði liðin sigla lygnan sjó, Selfoss Sigurður F. fallið ‘ aðra deild °S Guðmundsson Stjarnan örugg í úr- skrifar slitakeppnina. Leikn- um lauk með sigri Stjörnunnar, 32:30. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik - 13:15, en í upphafi seinni hálfleiks mættu Stjörnumenn grimmir til leiks og gerðu sex mörk á móti einu marki heimamanna. Eftir þessa lotu var það aldrei spurning um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Sel- fyssingar neituðu þó að gefast upp og söxuðu jafnt og þétt á forskot Stjömunnar, sem vom aðeins væm- kærir. Bestir í jöfnu liði Stjörnunnar vom þeir Ingvar Ragnarsson, mark- vörður, og Heiðmar Felixson. Hjá Selfoss var það helst Björgvin Rún- arsson sem lét að sér kveða og sýndi skemmtilega takta. Einar Einarsson þjálfari Stjörn- unnar var sáttur í leikslok. „Við er- um að búa okkur á fullu undir úr- slitakeppnina. Þar ætlum við að mæta grimmir til leiks og hafa gam- an af því sem við eram að gera. Ég er bjartsýnn á framhaldið," sagði Einar. ■ Úrslit / B14 ■ Staðan / B14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.