Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJIJDAGIJR 9. MARZ1999
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Jurmal^'fferí
Saldus
Jekabpils
Mazeikiai
|Kretinga_
i Siauliai
Klaipóda
Litháe
Ukmergé
Kaliningrad KslÍnÍnQfad
(•> (Russland)
Alytus
Eisiskés
Valsmenn
ráðþrota
gegn FH
Það er ekki einu sinni ár liðið frá
því er Valsmenn vöktu óskipta
athygli íþróttaáhugamanna fyrir yf-
irvegaðan leik þegar
Edwin mikið var í húfí.
Rögnvaldsson Þannig urðu þeir
sknfar óvænt íslandsmeist-
arar. Það sama var
ekki uppi á teningnum á lokamínút-
um viðureignar liðsins við FH í
Kaplakrika á sunnudagskvöld. Þá
var líka mikið í húfi, því bæði lið eru
á meðal fimm félaga sem berjast um
tvö síðustu sætin í úrslitakeppni
efstu deildar karla. FH-ingar fóru
langleiðina með að tryggja sér ann-
að þessara sæta með sigri á Vals-
mönnum, 22:18, en ein umferð er
eftir og verður hún leikin annað
kvöld.
Staðan var jöfn í leikhléi, en í síð-
ari hálfleik sigldu Hafnfirðingar
framúr með kröftugum varnarleik,
sem olli óðagoti í sókn Vals, og
sóknarleik, með Val Arnarson í far-
arbroddi, en hann gerði sex mörk í
síðari hálfleik - átta í allt. Skyttur
FH, Valur og Knútur Sigurðsson,
gerðu samtals níu af tólf mörkum
liðsins eftir hlé gegn flatri, 6-0 vörn
Valsmanna, en þeir höfðu leikið 5-1
vöm lengst af í fyrri hálfleik.
Eins og áður segir vissu Vals-
menn ekki sitt rjúkandi ráð gegn
varnarmönnum FH, sem komu vel
út á móti gestunum og kæfðu sókn-
araðgerðir þeirra nánast í fæðingu.
Kristján Arason og Hálfdán Þórð-
arson, þeir reyndu menn, voru þar í
essinu sínu, sem og aðrir leikmenn
FH sem spreyttu sig í vörninni.
Eini ljósi punkturinn í leik Vals var
hornamaðurinn ungi, Bjarki Sig-
urðsson, en hann er aðeins 18 ára.
Þegar Kristján Arason, þjálfari
FH, var beðinn um að varpa ljósi á
mikilvægi þessa sigurs sagði hann:
„Það kemur í ljós á miðvikudaginn."
Þá eiga FH-ingar í höggi við Stjörn-
una og sagði Kristján að það yrði
væntanlega erfið viðureign. „Þetta
ræðst ekki fyrr en á síðustu mínút-
unni í síðasta leiknum," bætti hann
við.
Nái FH ekki stigi úr leiknum við
Stjörnuna annað kvöld, missir það
aðeins af sæti í úrslitakeppninni ef
ÍR vinnur útisigur á Aftureldingu
og Valur og HK skilja ekki jöfn að
Hlíðarenda. Valsmönnum verður
aftur á móti stærstur greiði gerður
með sigri á HK til að tryggja sæti
sitt, en jafntefli bjargar þeim fyrir
horn ef IR nær ekki stigi að
Varmá.
Litháarnir í liði Aftureldingar frá Mosfellsbæ stefna á íslandsmeistaratitilinn
Hraðinn meiri
Komust hjá
herþjónustu
Gintaras og Gintas hafa um ára-
bil leikið með Granitas. Gintaras er
frá bænum Alytus og hóf að leika
með Granitas um 19 ára aldur og
stundaði um tíma nám við íþrótta-
skóla í Kaunas, en bæði hann og
Gintas voru skráðir í nám til þess
að getað spilað handbolta í stað
þess að gegna herþjónustu í sov-
éska hernum.
Að loknu námi og eftir að hafa
leikið með Granitas um nokkurra
ára skeið hélt Gintaras til Póllands
og lék með Gdansk. Þá lék hann
einnig um tíma með Kristiansand í
Noregi. Báðir hafa leikið með
landsliði Litháens um nokkurra
ára skeið og lék Gintaras fyrstu
leiki Litháa sem voru gegn íslend-
ingum hér á landi árið 1991. ís-
lendingar unnu fyrri leikinn 22-20
en Litháar unnu seinni leikinn
29-24.
Gintas, sem er frá bænum
Eisiskes, hóf að leika með Granitas
þegar hann var 17 ára og fór einnig
í íþróttanám í Kaunas. Gintas hef-
ur mestan sinn feril leikið með
Granitas en lék einnig um tíma
„Okkur hef-
ur liðið vel
hér og því
gæti vel
farið svo að
við yrðum
hér áfram“
ráðið að fara á íslenskunámskeið til
þess að ná betra sambandi við leik-
menn og starfsfélaga í plastverk-
smiðjunni Sigurplasti, þar sem
hann vinnur á daginn.
Gintas og Gintaras tína til fleiri
atriði sem þeim fínnst framandi í
samanburði við Litháen. Þeir
benda á að Islendingar séu miklar
eyðsluklær. „Hér hefur fólk
greinilega meira fé á milli hand-
anna og því í sjálfu sér eðlilegt að
það eyði meira en fólk sem hefur
minna aflögu. I Litháen nýtir fólk
nær allt fé í nauðsynjavörur, hús-
næði, rafmagn og hita og hefur lít-
ið fé aflögu. Þar er ekki hægt að
eyða miklum peningum í annað
eins og gert er hér,“ segir
Gintaras.
En þrátt fyrir dýran bjór,
kulda og trekk eru báðir sammála
að hér búi vingjarnlegt fólk og
þeir segja að forráðamenn Aftur-
eldingar hugsi vel um þá og fjöl-
skyldur þeirra. „Eg kann vel við
mig í Reykjavík. Borgin er hæfi-
lega stór og hér er auðveldara að
eyða frítíma með fjölskyldu sinni
heldur en í Kaunas. Okkur finnst
þó vanta einhvers konar fjöl-
skyldugarð," segir Gintas. Þeir
hafa einnig á orði að konur þeirra
séu komnar með heimþrá og
hlakki til að hitta vini og ættingja í
Litháen í sumar.
Morgunblaðið/Golli
- Jón Kristjánsson, Freyr Brynjarsson og Júlíus Gunnarsson.
Litháarnir gengu til liðs við Aft-
ureldingu síðastliðið sumar, en
léku áður með litháenska liðinu
Granitas í Kaunas, sem er talið eitt
af betri handboltaliðum þar í landi.
Þeir segjast hafa rennt blint í sjó-
inn þegar þeir komu hingað til
lands. Þeir hafi ekki haft miklar
upplýsingar um lið Aftureldingar
né mikinn tíma til þess að taka til-
boðinu.
„Það tók okkur vitaskuld tíma
að aðlagast liðinu enda er leikinn
hér talsvert hraðari handbolti
heldur en í Litháen. En eftir því
sem lengra hefur liðið á veturinn
hefur okkur vegnað betur og liðið
hefur verið á mikilli sigurbraut að
undanfórnu. Eg tel að við getum
verið ánægðir með veturinn það
sem af er. Liðið hefur unnið bæði
sigur í bikarkeppninni og deild,“
segir Gintaras, sem er 28 ára
miðjumaður.
Gintas, sem er 26 ára og er í
skyttuhlutverki hjá Aftureldingu,
tekur undir orð félaga síns og segir
að í Aftureldingu séu sterkir leik-
menn sem geti gert góða hluti í úr-
slitakeppni sem er framundan.
Þeir gera sér báðir vonir um að
Afturelding nái að komast í úrslita-
leikina um Islandsmeistaratitilinn í
vor og telja að Stjaman, KA og
Fram verði einnig í baráttunni.
Bestu leikmennirnir
fara úr landi
Litháarnir Gintas Galkauskas og Gintaras
Savukynas þykja hafa fallið vel að leik
Aftureldingar í Mosfellsbæ í vetur og átt
stóran þátt í velgengni liðsins. Gísli
Þorsteinsson ræddi við Litháana og
komst að því að þeim finnst íslenska
tungan erfíð en mannlífíð gott.
ÞAÐ var ekki kátt á hjalla á bekknum hjá Val eftir lelkinn í Kaplakrika
Aðspurður segir Gintaras að
talsverður styrkleikamunur sé á
þeim handbolta sem leikinn er hér
á landi og í Litháen. „Landslið ríkj-
anna eru svipuð að styrkleika en
deildin í Litháen er töluvert lakari
heldur en hér á landi. Hér eru leik-
menn eldri og reyndari en bestu
leikmenn Litháens leika erlendis
og að mestu leyti ungir og óharðn-
aðir leikmennn sem halda deildinni
heima uppi. Þá eru liðin hér jafnari
að getu en úti er styrkleikamunur
milli liða meiri,“ segir Gintaras.
Finnst íslenskan erfið
Gintas og Gintaras láta vel af
dvölinni hér á landi. Þeim verður
þó tíðrætt um rysjótt veðurfar og
Gintas finnst bjórinn alltof dýr.
Hann bendir á að ein bjórflaska
kosti nokkrar krónur í Slóvakíu,
þar sem hann lék sem atvinnumað-
ur, en hér sé bjórinn margfalt dýr-
ari. Þá eru Litháarnir sammála um
að tungummálið sé þeim erfitt en
þeir reyni að bjarga sér og séu
farnir að tala nokkur orð í ís-
lensku.
Gintaras hefur aðstoðað við
þjálfun yngri flokka í vetur og tel-
ur sig hafa tekið miklum framfór-
um í tungumálinu með því að vera í
kringum börn og unglinga. En
hann segist hafa átt auðveldara að
læra norsku er hann lék í Noregi.
Gintas segist hafa lært tékknesku
á einum mánuði í Slóvakíu en
standi verr að vígi þegar íslenska
sé annars vegar. Hann hefur nú af-
Eystra-
salt
Gintaras Savukynas P.
Pólland
50 100 Km \ í
O Höfuðborg
® • Aðrar borgir
-----Helstu vegir
Gintas Galkauskas
Jarnbrautir
Landamæri
Hvíta-Rússland
hér en í Litháen