Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 13

Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 B 13 Reuters GEORGÍUMAÐURINN Temuri Ketsbaia var hetja Newcastle í viðureign þeirra við Everton - hann skoraði tvö mörk og lagði upp hið þriðja. Hér skorar hann fyrra mark sitt með góðu skoti og kemur Newcastle í 1:0. Slál í stál á Old TVafford BIKARMEISTARAR Arsenal komust í undanúrslit ensku bikar- keppninnar um heigina og hið sama gildir um Newcastle - en þessi lið áttust einmitt við í úrslitum keppninnar í fyrra. Marka- laust jafntefli varð niðurstaðan í stórleik Manchester United og Chelsea, en leik Barnsley og Tottenham varð að fresta vegna veðurs. Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu gerði eina mark leiksins er Arsenal sigraði Derby 1:0 á heimavelli. Mark Kanus kom á 89. mínútu, en fram að því hafði vörn Derby náð að halda gegn nokkuð stífri pressu meistaranna. Þetta var fyi’sta mark Nígeríumannsins fyrir Arsenal, en hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. „Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik og við urðum að vera þolinmóðir," sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, eftir leikinn. „Við voi-um lengi að ná undirtökunum, en ég held að sigur okkar hafi verið sanngjarn. Við náðum 21 skoti að marki, en urðum að bíða fram á síð- ustu stundu eftir marki og vorum þá heppnir." Wenger hældi þætti Kanus sér- staklega og sagði að leikur meistar- anna hefði breyst til hins betra við innákomu hans. „Kanu er frábær leikmaður og knötturinn er límdur við tærnar á honum og hann missir hann ekki svo auðveldlega. Svo veistu aldrei hvað hann gerir við knöttinn," bætti hann við. Jim Smith, stjóri Derby, var svekktur í leikslok, enda hefur hann aldrei náð að koma liði sínu í úrslita- leik bikarsins. Hann viðurkenndi þó að Arsenal hefði verið sterkara. „Við reyndum að halda þeim í skefj- um og áttum okkar færi í fyrri hálf- leik en nýttum þau ekki. I seinni hálfleik sóttu þeir mjög að okkur, en lengi hélt ég að við slyppum." Mikill snjór var á heimavelli Bai-nsley og snemma á laugardags- morgun var ljóst að leikur heima- manna og Tottenham gæti ekki far- ið fram. Fyrir lá að fjölmargir leik- menn Bamsley væni meiddir og er talið að margir þeirra verði aftur til í slaginn 16. mars, þegar leikur lið- anna á að fara fram. Endurtekinn úrslitaleikur? Newcastle tapaði fyrir Ai-senal í úrslitaleik bikarsins á Wembley í fyrra og nú gæti svo farið að hðin mættust öðru sinni í úrslitum. Newcastle komst örugglega áfram með sannfærandi 4:l-sigri á Everton og var Georgíumaðurinn Temuri Ketsbaia hetja Newcastle - gerði tvö mörk og lagði upp hið þriðja. Georgíumaðurinn kom Newcastle yfir á 20. mínútu með skoti af löngu færi sem breytti um stefnu, en varnarmaðurinn David Unsworth jafnaði metin í seinni hálfleik með sannkölluðu þrumuskoti. Þá tók Newcastle hins vegar öll völd á vellinum og eins og í mörgum leikjum að undanförnu var Ketsbaia þar í aðalhlutverki. George Georgi- adis kom heimamönnum yfir á 62. mínútu og skömmu síðar bætti Ketsbaia öðru marki sínu við. Hann hefði svo vel getað gert þrennu litlu síðar, en kaus fremur að gefa á fyr- irliðann Alan Shearer sem var á auðum sjó og skoraði auðveldlega, 4:1. Hollendingurinn Ruud Gullit, stjóri Newcastle, var sigurreifur í leikslok. „Við sýndum á okkur tvær hliðar. Mér finnst stundum að liðið mitt geri sér ekki nægilega grein fyrir hversu gott það er orðið,“ sagði hann. Stórlið í pottinum ÚTLIT er fyrir að sterkari lið muni leika í undanúrslitum bikarkeppninnar nú en mörg undanfarin ár. Dregið hefur verið í undanúrslitin og verða þau 10. og 11. aprfl. Neweastle leikur gegn sigur- vegaranum úr viðureign Barnsley og Tottenhain og Manchester United eða Chelsea mætir bikarmeistur- um Arsenal. Manchester United hefur níu sinnum orðið enskur bikarmeistari, en það kemur ekki í ljós fyrr en annað kvöld hvort þeir eða Chelsea komast áfram í undanúrslitin. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í Manchester á sunnudag í leik þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. Leikurinn var í járnum framan af, en heimamenn voru þó ívið sterkari. Skalli frá Gary Neville fór í stöngina, en valdahlutföllin breytt- ust mjög skömmu fyrir leikhlé er ítalinn Roberto DiMatteo fékk ann- að gult spjald fyrir brot og þar með hið rauða. United hafði nokkra yfirburði í seinni hálfleik, en tókst ekki að brjóta ísinn og varnarmenn Chelsea áttu góðan leik með franska heims- meistarann Mercel Desailly fremst- an í flokki. Undir lokin fékk Paul Scholes rautt spjald fyrir aðra áminningu sína, en allt kom fyrir ekki og úrslitin því markalaust jafn- tefli. Undanúrslit bikarkeppninnar verða leikin á hlutlausum völlum 10. og 11. apríl nk. Fari svo að Arsenal og Newcastle mætist í úrslitum yrði það fjórða sinni, sem er met. Fyrst áttust liðin við 1932, þá 1952 og þriðja sinni sl. vor. Newcastle vann í fyrstu tvö skiptin, en Arsenal tryggði sér sigur í fyrra. „Furðuleg dómgæsla“ ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var allt annað en kátur með dómgæslu Pauls Durkin í leiknum við Chelsea. Durkin gaf þá tvö rauð spjöld, Italanum Roberto DiMatteo hjá Chelsea í fyrri hálfieik og Paul Scholes í þeim seinni - báðir fengu þeir tvær áminn- ingar. Ferguson sagðist telja að Scholes hefði verið rekinn af velli til að jafna fyrir brott- rekstur Italans, og að ákvörð- un dómarans hefði verið furðuleg. Durkin dæmir endurtekna viðureign liðanna annað kvöld á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea og þar telur Ferguson að hans bíði ærin verkefni. „Það verður allt öðruvísi leik- ur. Hann hefur gefið tóninn og gert sér erfitt fyrir. Hann þarf að standa sig betur,“ sagði Ferguson og var ekki kátur. ■ ARNAR Gunnlaugsson kom ekki við sögu með liði Leicester City sem sigraði Wimbledon í úrvalsdeildinni. Arnar var á varamannabekknum en Steve Guppy gerði eina mark leiks- ins. Sigurinn er afar mikilvægur fyr- ir Leicester sem enn er þó ekki laust við fallhættu. ■ SOUTHAMPTON fékk þrjú mik- ilvæg stig í fallbaráttunni með 1:0- sigri á West Ham. Eina mark 'eiks- ins gerði Marokkómaðurinn Hassan Kachloul. ■ WEST Ham er nú í 7. sæti deild- arinnar - enn í baráttunni um Evr- ópusæti, en Southampton er þrátt fyrir sigurinn enn í næstneðsta sæti. ■ COVENTRY hlaut einnig mikil- væg stig í baráttunni á botni deildar- innar. Liðið fékk nýliða Charlton í heimsókn, en þeir hafa verið á mikilli siglingu að undanfornu. Lengi vel leit út fyrir enn einn sigur Charlton, sem komst yfir með marki Robin- sons á 55. mín. og ekki batnaði ástandið tveimur mínútum síðar er John Aloisi í liði Coventry var rek- inn af leikvelli. Hetjuleg barátta á lokamínútunum skilaði þó sínu og - þeir Noel Whelan og Norðmaðurinn Trond Egil Soltvedt tryggðu liðinu afar dýrmætan 2:l-sigur sem fleytir því í 15. sæti. ■ STOKE City vann fáséðan 1:0 sig- ur í ensku 2. deildinni um helgina - á útivelli gegn Blackpool. Fyrir leik- inn hafði Stoke tapað fjórum leikjum í röð og ekki skorað mark í 400 mín- útur, eða allt þar til Lárus Orri Sig- urðsson minnkaði muninn fyrir þá í 1:4 tapi á dögunum gegn Wrexham. ■ BJARNÓLFUR Lárusson var að venju í liði Walsall sem vann Luton 1:0. Hann lék þó ekki seinni hálfleik- * inn vegna meiðsla. Walsall hefur staðið sig geysivel á leiktíðinni og er í 3. sæti deildarinnar. ■ MANCHESTER United tefldi ekki fram sóknardúettnum Dwight Yorke og Andy Cole í leiknum gegn Chelsea heldur voru þeir hvíldir og komu ekki inn á fyrr en seint var lið- ið á seinni hálfleik. ■ MARTIN Keown gæti verið á leiðinni frá Arsenal til Aston Villa. Ensk dagblöð greindu frá þessu um helgina og kom fram að leikmaður- inn myndi þá skipta yfir í sitt gamla félag eftir að leiktíðinni lýkur, en Keown lék með Villa áður en hann gerðist leikmaður Everton fyrir ára- tug. ■ ARSENAL gæti á hinn bóginn verið að bæta þriðja Hollendingnum við í lið sitt. Clarence Seedorf hefur enn einu sinni komist upp á kant við forráðamenn Real Madrid á Spáni og var um helgina sektaður um stór- fé eftir slagsmál í búningsklefanum við fyrirliðann Fernando Hierro. ■ SEEDORF þurfti að punga út 2,3 milljónum í sekt fyrir slagsmálin en Ilierro slapp við helmingi lægri sekt. Astæðan var sú að þetta var fyrsta agabrot hans, en Hollendingurinn er orðinn vanur slíku. ■ SEKTIN breytir ekki þeirri stað- reynd að Seedorf er afar sterkur leikmaður og hefur leikið mjög vel á leiktíðinni. Hann er einnig lykilmað- ur í hollenska landsliðinu og Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, hefur margoft lýst áhuga sínum á leikmanninum. ■ TOTTENHAM hefur spurst fyrir um Brasilíumanninn Emerson Thome, varnannann Sheffield Wed- . nesday. Thome er 26 ára og hefur vakið mikla athygli á leiktíðinni. Ge- orge Graham, stjóri Tottenham, er sagður vilja stilla þeim saman upp í miðvarðarstöðunum, Thome og Sol Campbell. ■ JOE Kinnear, knattspyrnustjóri Wimbledon, liggur enn á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið aðkenningu að hjartaslagi í síðustu viku. Komið hef- ur í ljós að Kinnear slapp naumlega við alvarlegt slag og verður að taka sér langt frí frá störfum. Tímabundið hafa þeir David Kemp og Mick Har- ford tekið við stjórn liðsins, en þeir hafa starfað undir stjórn Kinnears hjá liðinu. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.