Morgunblaðið - 12.03.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 12.03.1999, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA c 1999 FOSTUDAGUR 12. MARZ BLAD Baumgartner með Sviss gegn íslandi STÓRSKYTTAN Marc Baumgartner, sem hefur oft verið íslendingum erfiður, iij'ggst gefa kost á sér í svissneska landsliðið á ný. Astæða fyrir breyttu viðhorfi Baumgartner, er sú að Urs Muhlethaler hefur tekið við þjálfun svissneska liðjnu á nýjan leik, en hann stjórnaði Sviss á HM á íslandi árið 1995. Þá verður leiksljórnandinn Robbie Kostadinovich að öllum líkindum með landsliðinu á ný. Þessir tveir leikmenn neituðu að leika með landsliðinu vegna deilna við forvera Muhlethaler og voru ekki með gegn Islendingum í undankeppni HM í fyrra. Þeir félagar voru lykilmenn svissneska liðsins á HM 1995. HANDKNATTLEIKUR Svíþjóðarfarar Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Birkir ívar Guðmundss., Stjörnunni Aðrir leikmenn: Róbert Sighvatsson, Dormagen Aron Kristjánsson, Skjern Bjarki Sigurðsson, UMFA Valdimar Grímsson, Wuppertal Dagur Sigurðsson, Wuppertal Sverrir Björnsson, KA Gústaf Bjarnason, Willstátt Konráð Olavson, Stjörnunni Ólafur Stefánsson, Magdeburg Julian Duranona, Eisenach Sigurður Bjarnas., Bad Schwartau Rúnar Sigtryggsson, Göppingen • Sverrir er nýliði í landsliðshópnum. Þá koma þeir Duranona, Rúnar og Aron inn í hópinn frá leikjunum gegn Ungverjum. Geir og Júlíus ekki með JIJLIUS Jónasson, sem var fyrir- liði landsliðsins í leikjunum gegn Ungverjum, leikmaður með St. Otmar í Sviss, og Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði, leikmaður Wuppertal í Þýskalandi, verða Qarri góðu gamni er landsliðið leikur í Svíþjóð. Þorbjörn segir að lið Júlíusar eigi góða möguleika á að verða svissneskur meistari og að hann hafi ekki viljað eyði- leggja fyrir honum þann mögu- leika. Þá hafi Geir Sveinsson ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæðum. Þorbjörn benti hins vegar á að Geir væri ekki hættur að leika með landsliðinu. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson RÓBERT Julian Duranona er kominn á ný í landsliðshópinn. 3« . ■ iW M ' 'a:::: Ekki sama Jón og séra Jón ÞAÐ er ekki sama frá hvaða íþróttafélagi í Rúmeníu fijálsíþróttainenn eru þegar kemur að þvf að heiðra þá fyrir sigra á stórmótum. Það fengu þrír verðlauna- hafar nýafstaðins heims- meistaramóts í Maebashi í Japan að reyna við heim- komuna í byrjun vikunnar. Tveir þeirra, Gabriela Szabó, gullverðlaunahafi í 1.500 og 3.000 metra hlaupi kvenna og Violeta Szekely, silfurhafi í 1.500 m hlaupi kvenna, fengu að launum ókeypis ferðir með ríkis- flugfélagi Iandsins, Tarom, það sem þær eiga ólifað. Ionela Tirlea, sigurvegari í 200 m hlaupi kvenna, situr liins vegar ekki við sama borð og verður að greiða allar sínar ferðir í framtíð- inni og fékk enga umbun fyrir afrek sitt. Þess má geta að Tirlea varð einnig Evrópumeistari í 400 m grindahlaupi kvenna sl. sumar. Ástæðan fyrir þessari misntunun er sú að Szabó og Szekely eru félagsmenn í Rapid Búkarest en félagið er undir verndarvæg rúm- enska samgönguntálaráðu- neytisins, en Tirlea keppir undir merkjunt erkifjanda, Rapid-Iiðsins, Oltchim Rimnicu Vilcea. Þjálfarar Szabó og Szekely fengu einnig sömu urabun frá flug- félaginu, en Tirlea og þjálf- ari hennar sitja eftir nteð sárt ennið. Þorbjöm kallar á Duranona orbjöm Jensson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, hefur kallað á Róbert Julian Duranona á ný í landsliðshóp sinn - fyrir heimsbik- arkeppnina, sem hefst í Svíþjóð og Noregi á mánudaginn. Nokkrar breytingar hafa orðið á landsliðs- hópnum sem lék gegn Ungverjum í undankeppni HM í nóvember. Þor- björn hefur meðal annars kallað á Duranona, leikmann Eisenach, sem hann valdi ekki í leikina þýðingar- miklu gegn Ungverjum, en sú ákvörðun vakti mikla athygli og gagnrýni. Þorbjörn sagði í gær, þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn, að ekki hefði staðið til að útiloka Duranona endanlega frá landsliðinu þótt hann hefði ekki verið valinn í leikina gegn Ungverjum. „Ég tel að við þurfum á honum að halda nú enda hefur hann oft staðið sig ágætlega með liði sínu í Þýska- landi. Hann hefur alltaf verið inni í myndinni hjá mér þrátt fyrir að ég hafi ekki valið hann gegn Ungverj- um, en þá taldi ég hann ekki nægi- lega góðan.“ Þorbjörn segir að íslenska liðið eigi ei'fitt verkefni fyrir höndum í heimsbikarmótinu, World Cup. ís- lendingar eru í riðli með Ungverj- um, Frökkum og Svíum. f riðlinum í Noregi leika Rússland, Þýskaland, Egyptaland og Noregur. „Liðin þrjú sem við mætum eru gríðarlega sterk en að sjálfsögðu förum við í mótið með því hugarfari að reyna að komast áfram í undan- úrslit, en tvö lið úr hvorum riðli komast áfram. Við lítum fyrst og fremst á mótið sem undirbúning fyrir leiki landsliðsins í forkeppni að undankeppni EM í maí - leikina gegn Kýpur og Sviss.“ Þorbjörn segir að markmiðið sé að landsliðshópurinn verði í sem mestri samæfingu er liðið mætir Sviss í tveimur leikjum forkeppni að undankeppni EM. Hann segist ekki óttast að Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, verði ekki í nægi- lega góðri æfingu þegar kemur að leikjunum við Sviss þrátt fyrir að Valsmenn hafi ekki komist í átta liða úrslit íslandsmótsins. „Flest lið í fyrstu deild halda áfram að æfa að minnsta kosti til 1. júlí. Liðin spila æfingaleiki og byggja sig upp fyrir næsta tímabil. Ég mun fylgjast grannt með þróun mála hjá félögun- um enda þurfa allir leikmenn að vera í formi þegar landsliðið kemur saman 3. maí.“ HANDKNATTLEIKUR: LANDSLIÐIÐ í ÆFINGABÚÐIR í DORMAGEN / C3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.