Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BETLANDI börn eru ekki óalgeng sjón í borgum Rússlands.
Morgunblaðið/Þorkell
álf milljón
barna a gotunni
Talið er að í Rússlandi séu nú um 500 þús-
und heimilislaus börn. Yfir veturinn halda
götubörnin sig á brautarstöðvum, í for-
stofum húsa og anriars staðar sem skjól
og hlýju er að finna. Guðni Einarsson
blaðamaður og Þorkell Þorkelsson ljós-
myndari kynntu sér starf Rauða krossins
á meðal barna í Moskvu, Sankti Péturs-
borg og Leningrad-héraði.
þar til þeim er fundin framtíðarvist
á munaðarleysingjahæli eða í
heimavistarskóla. Nokkur snúa aft-
ur til fjölskyldna sinna eða eru ætt-
leidd.
Pláss er fyrir 18 böm í einu og
frá því heimilið var stofnað, hafa
dvalið þar 620 börn á aldrinum 2-17
ára. Flest hafa þau orðið 120 á einu
ári. Nú var mikið af börnum yngri
en 6 ára á heimilinu en í vor sem
leið komu mörg 16-17 ára.
Fyi-sta barnið senjjaan’á: heirxjilið 1
var fimm ára gaíhall ti^engur:-.4m
nafni Igor. Hann 1 f'ángelsi
og missti móður sjriá $a\ '
heimilið var opna|. ^
þarna þangað til xús!
skylda ættleiddi hanrf. a*
Börnin koma víða að. Einn
drengur kom alla leið frá Sahkalín-
eyju austur í Okhotskahafi. Hann
fæddist fíngralaus og foreldrarnir
vildu ekkert með hann hafa. Kona
ein sem var að fara að gifta sig í
Moskvu tók hann með sér af
sjúkrahúsinu þar sem hann dvaldi
og kom honum á barnaheimilið.
Hann var búinn að fara í fjórar
skurðaðgerðir og var að byrja í
skóla í Moskvu.
SYSTKININ Natalía og Venía knúsa starfsstúlku á barnaheimilinu.
Langar aftur heim
Svöng og skítug
„Börnin eru fájæk, svöng og
skítug þegíír þau koma hingað,"
sugði Irina. Byijað- er á því að
klæða nýkórnið b.irn ur hverri spjör
•Og henda,gprmirfum.|Eftir bað og
,há®nyrtirigu Iter. þarnið að velja
úr i'atabirgðum heimilisins,
;or ■ öyátói en>>því hafa borist sendingar af not-
esk fjöl-r" uðum fötum frá Vesturlöndum. Á
sovéttímanum voru börn á barna-
heimilum einkennisklædd, en það er
liðin tíð. Að þessu loknu er barnið
sent á sjúkrahús hverfisins í ítar-
lega læknisskoðun, sem stendur í
nokkra daga.
SYSTKININ Natalia 12 ára og
Venía 11 ára voru á upptöku-
heimili Rauða krossins í 10.
hverfí Moskvu. Natalía er búin
að vera á heimiiinu í tvo mán-
uði og Venía nærri fjóra. Þau
sögðu að sér iíkaði vistin vel.
„Þetta er eins og raunveru-
legt heimili," sagði Natalía.
„Fólkið sem vinnur liérna er
ágætt.“ En hvað um framtíð-
ina?
Systkinin sögðust vilja sem
minnst um hana hugsa. Þarna
liði þeim vel. Þau áttu bráðlega
að fara í heimavistarskóla
númer 72 í Moskvu og hlökk-
uðu ekki sérlega til þess.
„Mig langar aftur heim,“
sagði Venía. Hann sagði sig
ianga mest til að verða bíl-
stjóri, þegar liann yrði stór, og
keyra stóra rútu.
Natalíu iangar að hitta aftur
vini sína sem hún hafði kynnst
á heimilinu en voru farnir í
skóla og á munaðarleysingja-
hæli.
„Ég hef gaman af að mála
og lita,“ sagði Natalía „Mig
langar að verða listmálari eða
þá hjúkrunarfræðingur.“ Okk-
ur var sýnt blað sem börnin á
hcimiiinu gefa út um líf sitt og
starf Rauða krossins. Þar voru
fallegar myndir eftir Natalíu.
HERMAÐUR og tveir smá-
hundar gættu hliðsíns fyrir
utan barnaheimili Rauða
krossins (RK) í 10. hverfi
Moskvuborgar. Hundarnir virtust
ekki til stórræðanna, en bættu lít-
inn vöxt upp með háværu gelti.
Hermennimir tilheyra herdeild sem
sér um að halda uppi lögum og
reglu í hverfínu. Þeirra er þörf því
stundum reyna foreldrar að ræna
börnum sínum af heimilinu.
Rauða kross deildin í 10. hveifi er
ein sú öflugasta í Rússlandi og
hverfíð það fjölmennasta í Moskvu.
Þar búa ein og hálf milljón manns.
Auk barnaheimilisins sinnir deildin
heimahjúkrun fyrir um 2.000 aldr-
aða, auk blóðsöfnunar og fleiri verk-
efna. Starfsmenn deildarinnar eru
nú um 120.
Irina A. Lernotsjínskaja deildar-
formaður sagði að flest börnin
kæmu af götunni, mörg væru mun-
aðarlaus og önnur yfirgefin. Sum
hafa verið tekin af foreldrunum
vegna vanrækslu, sem oft má rekja
til áfengis og fíkniefnaneyslu. Ymist
koma lögreglan eða félagsmálayfír-
völd með bömin. Einnig fer starfs-
fólk RK og leitar götubarna þegar
pláss er á barnaheimilunum. Starfs-
maður RK sagði að þess væru dæmi
að þegar bjóða ætti götubörnum
vist á heimilinu birtust kraftakarlar,
„verndarar", sem vörnuðu því að
börnin væru tekin.
Kennari sem blaðamaður hitti í
Sankti Pétursborg sagði að til væru
glæpaklíkur sem gera út götubörn
til að betla og hirða svo af þeim af-
raksturinn gegn einhvers konar
umönnun. Þess muni dæmi að slíkar
klíkur steli bömum eða kaupi og
gefi þeim sljóvgandi lyf áður en þau
eru send í betlið. Hann sagði enn-
fremur að mörg þessara bama
kærðu sig ekkert um að fara inn á
heimiliþar sem þau þyrftu að lúta
aga og reglu. Á götunni fengju þau
að fara sínu fram óáreitt.
Áfangastaður í tilverunni
Barnaheimilið í 10. hverfí var
opnað í september 1994 með styrk
hollenska RK og hollensku stjórn-
arinnar. Kveikjan að því voru skrif
hollensks blaðamanns sem skrifaði
um ömurleg kjör götubarna í
Moskvu. í kjölfarið fór fram fjár-
söfnun í Hollandi. Heimilið er eins
konar áfangaheimili þar sem börn-
in dvelja allt að fjóra mánuði eða