Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 6

Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐA kross deildin í Len- ingradhéraöi er med ráðgjöf fyr- ir pilta sem kallaðir eru til her- þjónustu. Irina dró upp úrklippubók með blaðagreinum. Meðal annars sýndi hún okkur auglýsingu úr þýsku blaði þar sem óskað var eftir notuð- um fótum til heimilisins. Það safn- aðist nóg til að iylla vörubfl komu fötin íyrir tveimp árum. eru þau gengin „Besta hjálpiþ etíf _ við fáum ekki neinfi reglulegan stuðning. Það líða hérsftt? ' ®^ ^ verkefni en við höfum ékki r;lð á3 neinu. Við erum þakklát lyrir alla hjálp,“ sagði Irina. Hún sagði rekst- urskostnað heimilisins alltaf vera að hækka. Nú kostar um 1.050 rúblur (3.400 kr.) að ala önn fyrir einu barni í mánuð. Sárar kveðjustundir IHERAÐINU rfldr mikil fá- tækt og margir ganga atvinnu- lausir, að sögn talsmanns RK- deildarinnar, Vladimírs Ternovskíjs, lögfræðings og jarð- eðlisfræðings. Hann sagði ástandið miklu verra en í stórborgunum. í mörgum _þqcpum væru allir vinnu- íklu pinbera en borgirnar. ,jFóI|jð,' ei'lfeávijjjt' og ráðalaust," sagði Vladimir, „það eru vandræði . með börnin, gamla fólkið, sjúkling- ana og eituriyfjaneytenduma." RK-deildin vinnur að þremur meginverkefnum. í héraðinu eru 60 bamahús, eða barnaheimili. Börnin fá þar húsaskjól, fæði og klæði en einnig er reynt að stuðla að andlegri mennt þeirra. Tekist Leningrad-hérað umlykur Sankti Péturs- borg. Héraðið er 86 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um tvær milljónir ---------7------------------------------- manna. I héraðinu starfar nú aðeins ein Rauða kross (RK) deild og hefur ærin verkefni. Vladimír sagði heilsufar margra barna ákaflega bágt. RK-deildin vinnur að því að opnuð verði sér- stök bamadeild á einu sjúkrahúsi Sankti Pétursborgar. Húsnæðið hefur verið ónotað og í niðurníðslu. RK-deildin mun útvega iðnaðar- menn sem laga það og þarf einnig að útvega þau lækningatæki sem þarf til sjúkdómsgreininga. Vla- dimír vonaði að þau fengjust gefín frá útlöndum. Morgunblaðið/Þorkell aðaleysi og fátækt hefur samstarf við listaháskóla í St. Pétursborg sem sendir nemendur í eins konar æfingakennslu í bama- húsunum. Inni í stofu voru börn að leik. Þessi stofa er notuð sem leikher- bergi, dagstofa og matsalur. Hús- gögnin gaf húsgagnaverslun í borginni. Stúlka, Kristína, á að giska fjögurra ára, tók í höndina á blaðamanni og vildi sýna honum rúmið sjtt. í svefnsalnum voru rúm með öllum veggjum og á miðju gólfí. Uppi við vegg stóðu saman- brotnir beddar sem hægt er að nota í neyð. Stundum er svefnsal- urinn svo þéttskipaður að erfitt er að ganga um. Frammi j gangi voru skápar með útifötum. Á hverri skáphurð var nafn eigandans og merki Rauða krossins. „Við reynum að gefa þeim hlý og góð föt,“ sagði Irina. „Merki Rauða krossins er til að minna þau á að heimilið er á hans vegum.“ Irina sagði okkur að kveðju- stundirnar, þegar börnin fara af heimilinu, væru sárar og oft mikið grátið. Börnin sakna vina sem þau hafa eignast og kvíða framtíðinni. Starfsfólkið veit að í mörgum til- fellum bíður þeirra erfið vist í heimavistarskóla eða á munaðar- leysingjahæli og ber ugg í brjósti fyrir þeirra hönd. Hvert barn fær bók frá starfsfólkinu með persónu- legum kveðjum og uppörvunarorð- um. „Það er til þess að þau muni betur eftir okkur,“ sagði Irina. Mörg barnanna hafa ekki átt hlýju eða uppörvun að venjast og varð- veita því bókina sem hina mestu gersemi. ✓ # I Petrogradskí-hverfí í Sankti Pétursborg búa um 300 þúsund manns. Talið er að í Sankti Pétursborg séu um 50 þúsund götubörn og er Rauði krossinn með 50 barnahús í borginni. Grátið af gleði VIÐ heimsóttum barnahús, sem RK-deildin í liverfinu hefur rekið undanfarin þrjú ár. Heimilið er í kjallara ijölbýlishúss, hurðin járnklædd og engar merkingar gefa til kynna hvaða starfsemi fer þar fram. Innan á hurðinni var sterklegur slagbrandur. Þarna dvelja að ineðaltali 10 börn, flest á aldrinum 7-14 ára. Þau eru ýmist munaðarlaus, yfir- gefin, frá óregluheimilum eða foreldrarnir í fangelsi. Mörg liafa lagst, út, verið á götunni og sofið á brautarstöðvum. Þess eru líka dæmi að þau hafi hreinlega verið rekin að heiman. Líkt og í Moskvu er heimilið einungis áfangastaður þar sem böruin dvelja meðan verið er að finna þeim framtíðarvistun. Venjulega dvelja þau þarna í tvo mánuði. Að sögn starfsfólksins eru bömin yfirleitt vannærð þegar Morgunblaðið/Þofkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.