Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ A BARNADEILD sjúkrahússins var verið að stumra yfir litlu barni sem foreldrar höfðu yfir- gefið. Launin eru lág á okkar mæli- kvarða, læknamir með 500 til 1.000 rúblur (1.600 tU 3.200 kr.) á mánuði eftir menntun og ábyrgð. Obreyttir starfsmenn eru með allt niður í 250 rúblur (800 kr.). Læknamir sögðu að lyfjaskortur væri mikið vandamál. Lyfin væru svo dýr að fólk hefði ekki efni á að kaupa þau og sjúkrahúsið hefði enga burði til að gefa öilum lyf sem þyrftu. „Það er erfitt að lækna fólk þegar hvorki eru til handa því lyf né matur,“ sagði Vladimír. Við fengum að skoða bamadeild þar sem eru 60 rúm. Það var allt fullt vegna inflúensufaraldurs. Ver- ið var að stumra yfir litlu bami sem foreldramir höfðu yfirgefið. Yfirlæknir deUdarinnar sagði það algengt að þangað kæmu vannærð böm og það færðist sífellt í vöxt. Hann sagði deildina vanta bæði lyf, tæki og mat. Áætlanir sem bregðast RK-deildin starfar náið með sjúkrahúsinu og leggur lið eftir föngum. Skrifstofa RK-deildarinn- ar er á spítalalóðinni og fram- kvæmdastjóri hennar er Alla A. Semenova. Auk þess að vera fram- kvæmdastjóri vinnur hún sem ráð- gjafi, kennir skyndihjálp og hjúkr- un. Hún dró upp starfsáætlun þessa árs í fjórum liðum: Heima- hjúkmn, kennslu í skyndihjálp, blóðsöfnun og neyðarhjálp. Meðal fastra verkefna er samstarfíð við sjúkrahúsið og bamaheimilin. „Við byrjum hvert ár með góð áform og glæsilega áætlun, en svo vantar peningana til að fram- kvæma. Það myndi kosta um 400 þúsund rúblur (1.280 þúsund kr.) að framkvæma þessa áætlun. Við fáum ekkert frá héraðsstjóminni, en sveitarfélagið lagði okkur til 5 þúsund rúblur (16.000 kr.) í fyrra. Félagsmenn eiga ekld peninga til að greiða félagsgjöld. Sumum finnst að ríkisstjómin eigi að borga Rauða krossinum fyrir hans starf. Áður gátum við hjálpað öðrum, en nú getum við ekki einu sinni staðið undir okkar eigin starfi." barnaheimilum Rauða krossins í Leningradhéraði. Þar búa 150 börn en þegar blaðamenn komu í heimsókn voru 30 jeirra á sjúkrahúsi vegna slæmrar inflúensu. Líkt og á öðmm bamaheimilum RK voru sum bömin yfirgefin í æsku, önnur koma frá foreldrum sem misst hafa forræði vegna fíknar eða fangelsisvistar. For- stöðukonan sagði aðspurð að börnin reyndu ekki að strjúka, ástandið heima fyrir væri svo bágborið að þangað væri ekkert að sækja, ef um heimili væri þá að ræða. Eldri börnin fá starfsþjálfun á bamaheimil- inu, 14-15 ára stúlkum er kennt að sauma og drengjunum að smíða. I saumastofunni eru not- uð föt lagfærð og síðan gefin bömunum. Eins eru þar saumaðir flókaskór því mörg börn koma skólaus af götunni. Flókaskórnir duga þó ekki nema innandyra og mörg barnanna komast ekki út úr húsi yfir veturinn, því þau eiga enga útiskó. Smíðaverkstæðið er í sérstöku húsi. Þar vom margir hefilbekkir og rennibekkur þar sem strákamir renndu margs konar pílára og skrautmuni. Ekkert sem bíður „Það er erfiðast þegar þau ljúka námi hér og þurfa að takast á við lífið 17-18 ára gömul. Þessi börn em flest á eftir í skóla og era þá að ljúka námi sem önnur böm ljúka 15 ára. Þaðjpr ekkert sem bíður þessara bárija, hvorki at- vinna né húsnæði, nema þá í mésta lagi her- bergi í íbúð í opinberri eigu,“ sagði Vlaíjitnír Temovskíj, formaður RK-deiidarinnár. Hann sagði að starfsþjálfunin sem þau fehgjú á heim- ilinu dygði tæpast til að þau fengju vinnu við saumaskap eða smíðar. Þau þyrftu að byrja aftur frá grunni. Inni í setustofu var hópur af krökkum að horfa á sjónvarp, rússneska útgáfu af MTV sem heitir MY3-TB. Nokkrar unglingsstelpur dill- uðu sér í takt og sungu með sjónvarpinu. Tækið ALLA A. Semenova og Vladimír Ternovskíj eru í forsvari einu Rauða kross deildarinnar í Leningradhéradi þar sem búa um tvær milij- ónír manna. var komið til ára sinna og stórhríð á skjánum. Setustofan er eini samkomustaður barnanna fyrir utan íþóttasalinn og ekki pláss fyrir nema brot af hópnum þar. I svefnherbergjunum var rúmum raðað með öllum veggjum og ekkert pláss fyrir önnur húsgögn. Hvert bam átti lítinn opinn skáp eða hiliu á veggnum. '•*** *l^Þturínn dýr Líkt og á öðrum barnaheimilum sem við heimsótlum var áhersla lögð á að gefa bömun- um næráigárríkan mat. Okkur var boðið í há- dégismat og skamintað það sama og bömunum. Boðið varupp á grænmetissúpu, pylsu með hýð- ishrísgrjónum, rauðkáli og tómatsósu og sveskjusúpu. „Það er nógur matur til í landinu, en hann er svo dýr að fæstir hafa efni á að kaupa hann,“ sagði Vladimír. Þetta heimili er með samning við samyrkjubú og kaupir þaðan ódýrt græn- meti og svolítið af kjöti. Fiskur, kjöt og ávextir kosta svo mikið að slíkt er sjaldan á borðum. Bömin svelta ekki, en mataræðið er einhæft. GETU Seifu Tadeese. Flóttamannamiðstöð í Sankti Pétursborg Vill heldur vera í Rúss- landi en heima RAUÐI krossinn (RK) í Rússlandi sinnir iiinflyf jendum, hælisleitaiidi, fólki á ver- gangi og flóttamönnum. I flóftainannanúð- stöð RK í Sankti Pétursborg er súpueld- hús, matarúthlutun, fatadreifing, skyndi- hjálp og heilsugæsla, neyðaraðstoð og lög- fræðiráðgjöf. í tengslum við flóttamannastöðina hefur einnig verið komið á fót starfsþjálfun í saumaskap og hárgreiðslu fyrr konur sem vilja afla sér tekna. Þegar náininu lýkur er reynt að útvega þeiin vinnu eða setja upp lítil fyrirtæki. Stöðugur straumur fólks er í miðslöðina. Við hittum þar Eþíópa að nafni Getu Seifu Tadeese frá Addis Ababa. „Ég kom hingað 1989 til þess að læra hagfræði og stefni að því að Ijúka nánii í vor,“ sagði Tadeese. „Ég kom frá sósíalist- aríki til Sovétríkjanna og taldi að hér myndi ég búa við tryggan hag, en það er allt breytt. Efnahagsástandið er slæmt og allt orðið svo dýrt. Ég fæ enga peninga að hciman og hér er engar tekjur að hafa." Þrátt. fyrir efnaliagsástandið vill Ta- deese búa áfrain í Rússiandi og liefiir sótt um innflytjendaleyfi. Konan hans greind- ist. ineð krabbamein fyrir tveimur árum og sneri heim til Eþíópfu þar sem hún er enn. Tadeese býr einn með ungum syni þeirra hjóna sem var að hefja skólagöngu. En hvað var hann að gera hjá Rauða krossin- um? „Ég kem hingað mánaðarlega og fæ matarpakka og hreinlætisvörur. Þetta hef- ur hjálpað okkur feðgunum að komast af.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.