Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 11

Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 B 11 urinn á landinu, og svo vekur greinilega athygli aftur þegar ég er að hætta,“ segir hann og finnst það augsýnilega skondið. I ársbyrjun 1968 keypti hann svo verslunina Herjólf í Skipholti af fóð- ur sínum, þá 24 ára, og rak báðar verslanirnar í nokkur ár undir nafn- inu Herjólfur. Síðan seldi hann fóð- urbróður sínum, Garðari Sigfússyni, búðina á Grenimel og fékk hún þá nafnið Garðarsbúð. „Það vill nú þannig til, að einmitt um síðustu mánaðamót seldi Garðar sína versl- un, svo nú eru þær báðar komnar úr eigu fjölskyldunnar,“ gegir Bragi. Hann tekur ennfremur fram að það hafí eiginlega verið fyrir ýtni sína og yfirgang að hann keypti verslunina af föður sínum frekar en hann hafi beinlínis ætlað sér að selja. „Eg var ungur og ákafur, var og er reyndar mjög framkvæmda- samur, og pabbi gaf eftir. Mér finnst það segja mikið um persónu- leika foreldra minna að þau gátu hugsað sér að afsala sér rekstrinum til mín og vinna hjá mér áfram.“ Eins og félagsheimili Foreldrai'nh' unnu áfram í verslun- inni, en nú höfðu þau frjálsari hendur og tóku sér oft góð frí. Einnig unnu systh’ Braga, Maiía, og eiginmaður hennar, Jesús, í búðinni. Eftir því sem fjögui- börn þeirra Emu og Braga komust á legg lögðu þau einnig fram vinnuskerf sinn. „Það er komið töluvert síðan Man'a og Jesús hættu að vinna hjá okkur en aðeins örfá ár síðan foreldar mính- hættu. Fjölskyldan er mjög samrýnd og Herjólfur hefur alla tíð verið eins og félagsheimili. Allh- vita að þar geta þeir nokkurn veginn gengið hver að öðram," segja þau. „Samhjálpin hefur því alltaf verið mjög mikil þótt reksturinn sé ekki stærri en þetta. Til dæmis komumst við alltaf í góð frí tvisvar á ári þegar börnin voru lítil, því þá var alltaf ein- hver til að sjá um reksturinn. Þegar bömin stækkuðu og unnu hjá okkur í sumarleyfum vorum við fyi’ir austan allt sumarið í nokkui’ ár. Nú síðustu ár hafa þau einnig hjálpað okkur um helgai’, þannig að við höfum verið í fríi og farið austur strax á föstudags- kvöldum." Þau taka ennfremur fram, að svo náið samstarf hafí örugglega þjappað fjölskyldunni saman. „Eg held líka að þessi nána samvinna okkai’ hafi eflt hjónabandið, því við erum góðir fé- Iagar og vinir,“ segir Bragi og Erna bæth’ við að þau séu alltaf saman, geri allt saman og hugsi yfirleitt það sama. Enda kemur það glögglega fram í viðtalinu, þar sem þau ýmist tala bæði í einu eða annað byrjar setninguna og hitt lýkur við hana. Bragi segh’ að þetta hafi verið ná- kvæmlega eins hjá foreldrum hans, þau hafi alltaf verið saman og séu það enn. „Þetta breytist með börnun- um. Nú þegar við erum komin á það stig að vilja gjarnan taka okkur frí eru börnin okkar ekki tilbúin að taka að sér reksturinn, enda hafa þau menntað sig til annarra starfa og eru í góðri vinnu.“ Alltaf verið blómlegur rekstur Þegar Erna og Bragi era spurð hvað standi upp úr í rekstrinum eftir öll þessi ár segja þau að það sé ánægjan við að hafa kynnst viðskipta- vinunum, hafa alla tíð haft úrvals stai-fsfólk og að hafa verið sjálfs sín herra. „Við höfum haft það gott starfsfólk bæði í búðinni og eins barn- fóstrar, að sambandið hefur yfirleitt haldist áfram. Mörg þeirra era vinh’ okkai’ enn í dag. Þau segja að stór þáttur í vel- gengni fyrirtækisins hafi verið hin persónulegu tengsl við viðskiptavin- ina. „Við höfum reynt að halda nota- legheitunum í gegnum öll árin, þótt mikið hafi verið að gera. Við höfum fundið fyrir því, að fólki finnst gott að geta komið og spjallað við okkur, þótt það sé ekki endilega að kaupa svo mikið í það skiptið. Einnig vai’ mjög gott að geta skap- að fjölskyldunni vinnu og svo er auð- vitað gott til þess að hugsa að rekst- urinn hefui’ alla tíð gengið mjög vel. Herjólfur er ennþá og hefur alltaf verið blómlegt fyrirtæki, þannig að mikil eftirsjá er að fyrh’tækinu sem slíku,“ segja Erna Eiríksdóttir og Bragi Ki’istjánsson. DÖMU-, BARNA- OG HERRAFATNAÐUR GERIÐ FRÁBÆR KAUP ÁRMÚLA 23 OPIÐ: FÖSTUD. LAUGARD. SUN.- FIM. Vönduð vara 12-18 Góð vörumerki hljómtækja Kanadískir verðlaunahátalarar iyi»i ihátalarar ilJJU ilUJJJJ ViKOniií!i)fii(iy hi. 59.900 MARANTZ SR39 Útvarpsmagnari MARANTZ CD 38 Geislaspilari 2 frábærir Títan hátalarar frá Paradigr Pottþétt hljómgæði! { HLJOMSYN ^ HLJÓUTÆKIT H £ I M A B I Ú T CiCISLADISKAH Ármúla 38 - Sími 588-5010 ER RAFLÖGNIN ORÐIN GÖMUL EÐA ÚR SÉR GENGIN? HEFUR ÞÚ ÁHYGGJUR AF ÖRYGGI FJÖLSKYLDUNNAR? Viö hjá Rafsól skoöum eldri raflagnir og gerum kostnaöar- áætlanir á þeim úrbótum sem þurfa þykir, húseigendum að kostnaðarlausu. Upplýsingar í síma 553 5BOO FYRIRBYGGJUM SLYS - AUKUM ÖRYGGI! K RAFSOL SKIPHOLT 33 ■ REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 Rafsól hf. en löggiltur nafverktaki og starfar í Reykjavík og nágrenni. nloP««n leris Sthnelder KREUZNACH metft FÓKUS 6 framtíHina FIN0 20, fastur fókus kr. 3.450.- FIN0 30 QD, sjálfv. fókus m/dags. kr. 5.950.- FIN0 60 QD, 38-60 Zoom m/dags. kr. 8.950.- FIN0 70 QD, 35-70 Zoom m/dags. kr. 11.950.- F1N0 105XLQD, 38-105 Zoom m/dags. kr. 16.500.- SLIM Z00M 145 QD, 38-145 m/dags. kr. 29.950,- REYKJAVÍK: Heimskringlan (Kringlunni), Fotoval (Skipholti 50b) KÓPAVOGUR: Elko AKUREYRI: Nýja filmuhúsið SELFOSS: Filmverk EGILSSTAÐIR: Myndsmiðian GRINDAVÍK: Sólmynd HÚSAVlK: Ljósmyndastofa Péturs SAUÐARKRÓKUR: Bókabóð Brynjars NESKAUPSTAÐUR: Bókavorslun Brynjars VESTMANNEYJAR: Fótó Ijósmyndaþjónusta SIGLUFJÖRÐUR: Siglómyndir BLÖNDUÓS: Sportmynd BORGARNES: Framköllunarþjónustan T a s k a f y I g i r ö I I u m v é I u m TANA Cosmetics Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum Ath. Andlitskremin frá Trend fást i tilboðspakkningum. Leitið upplýsinga. Útsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni, Rima Apótek, Grafarvogi. Nýjung! Þýsk gæðavara ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra _______burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir NAMSKEIÐ Q Umsóknir í rannsókna- og þróunaráætlun ESB Mánudaginn 22. mars 1999 kl. 13:30-15:00 Tæknigarði, Háskóla íslands, Dunhaga 5 Námskeið í uppbyggingu umsókna, lagalegum atriðum og kostnaðaráætlunum umsókna í rannsókna- og þróunaráætlanir ESB. Leiðbeinandi: Indriði Benediktsson, vísindafulltrúi Framkvœmdastjórnar ESB, DG XII Námskeiðið er ókeypis og öllum opið en þátttakendur eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína í síma Rannsóknaþjónustu H.Í., 525 4900 eða með tölvupósti: grimurk@rthj.hi.is 3 RANMIS Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 • Netfang rannis@rannis.is • Heimasíöa http://www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.