Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 B 13 ison EFSTU hæð fremur óhrjálegrarskrifstofu- byggingar við Aleje Jer- ozolimskie, fjölfarna verslunargötu í Varsjá, steinsnar frá útibúum bandarísku hamborgarakeðjanna MacDonald’s og Burger King, hefur járnmaðurinn Lech Wales aðsetur til bráðabirgða. Það er verið að gera upp glæsivilluna sem hýsir Lech Walesa-stofnunina í borginni. Á efstu hæðinni, þeirri fimmtu nánar tiltekið, þurfum við að kljást við tortryggna rödd í dyrasíma áður en fyrii- okkur er opnað, enda nýtur frelsishetja Póllands og fyiT- verandi forseti landsins nokkurrar öryggisgæslu sem slíkur. Innandyra er fátt eitt sem minnir á þann munað sem Walesa bjó við meðan hann gegndi embætti forseta: Á veggjum hanga nokkur innrömm- uð skjöl sem staðfesta að Walesa hafi þegið þessa eða hina viðurkenn- inguna víðs vegar um heiminn, með- al annars að hann sé heiðursborgari í Colorado-fylki í Bandaríkjunum, ný- leg mynd af honum sjálfum og ein- faldur róðukross yfir dyragættinni. Undir merki flokks Kristilegra demókrata, flokksins sem Walesa stofnaði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í pólskum stjórn- málum, situr einmanaleg skrifstofu- mær. Stai’fsdagur hennar er greini- lega ekki þéttskipaður og hún hjalar við ungan mann, sem gæti hvort tveggja verið lífvörður eða sendill, nema þá sjaldan sem hún þarf að svara í símann. Sleppi þeim sem ég get Walesa situr fund með sendiherra ónefnds ríkis og hyggst spjalla við út- sendara Morgunblaðsins að því loknu. Dagurinn er 12. mars og við- talið er bókað klukkan 16.40, réttum tíu mínútum eftir að utanríkisráð- herra Póllands undhritar í Banda- ríkjunum samning um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu. Pólland, þar sem fyrrverandi hemaðarbanda- lag kommúnistaríkja í Austur-Evr- ópu, Vai-sjái’bandalagið, var formlega stofnað árið 1955, er að ganga í NATO ásamt Tékkneska lýðveldinu og Ungverjalandi. Eitthvað sem eng- inn sá fyrir, síst af öllu Pólveijar. Það eru meira að segja aðeins fjórtán ár síðan samningui’ aðildarríkjanna um Varsjárbandalagið var endurnýjaður til tuttugu ára. Heimurinn hefur svo sannarlega breyst. Skammt frá þeim stað sem við sitjum, við gröf óþekkta hermanns- ins á Pilsudski-torgi, eru hersveitir í óðaönn að undirbúa hátíð sem haldin verður síðar um daginn til að fagna inngöngunni. Walesa, sem var einn helsti hvatamaður þess að Pólland gengi í NATO, verður hins vegar fjarri góðu gamni. Þegar hann skýst inn í herbergið þar sem viðtalið fer fram og er sestur eftir kynningar og handabönd, liggur því beint við að forvitnast um viðbrögð Walesa við því að vera hornreka á þessum merkisdegi í sögu Póllands: Pólland gekk í NATO fyrir fáein- um mínútum. Þú hefur lugt mikið af mörkum til að landið öðlaðist aðild og um leið mikilvæga stöðu í snmié- htgi vestrænna þjóðn, auk þess vægis sem aðildin hefur fyrir Póliand á sviði samvinnu- og öryggismála. Það eru hins vegar núverandi valdhafar í PóIIandi sem baða sig í dag í dýrðar- Ijómanum sem inngöngunni fylgir, en ekki þú. Eru það vonbrigði að aðrir hljóti heiðurinn af að leiða Pól- landíNATO? „Nei, nei, alls ekki. Þetta er eins og gengur og gerist og auðvitað gæti ég tekið þátt í þessu öllu. Mér var boðið til þess sjónarspils sem efnt er til í því skyni að fagna inngöngunni í NATO og ég ætla að taka þátt í sum- um athöfnunum en öðrum ekki. Nú- verandi forseti bauð mér til athafn- arinnar á Sigurtorginu [ vert er að benda á að Walesa notar gamla heiti torgsins, sem notað var á valdatíma kommúnista í Póllandi, en forseti Póllands, Aleksander Kwasniewski, sem var í fremstu röð í hátíðarhöld- unum á torginu, var áður ráðherra í stjórn kommúnista] í dag en ég er ekki gefinn fyrir „serimóníur", ég er gefinn fyrir vinnu. Ég vil finna lausnir í stað þess að sækja hátíðar- höld og tek því aðeins þátt í þeim at- höfnum sem ég verð_ að vera við- staddur, öðrum ekki. Ég sleppi þeim sem ég get sleppt.“ Fortíðin flækist fyrir Hvaða skref fínnst þér að taka verði til að tryggja áframhaldandi friðsamlega þróun íEvrópu? „Ég held að fortíðin flækist fyrir uppbyggingu nýrrar Evi’ópu. Öll þau sár sem nágrannaerjur og deilur um landamæri hafa myndað, ásamt því að mismunandi hagfræðileg þróun er til trafala. Við verðum að sigrast á því. Við verðum að leyfa þróuninni að breiðast út og ná til þeirra ríkja sem eru eftirbátar annarra. Við megum ekki láta stjórnast af deilum og megum ekki búa til ný deiluefni. Við verðum að finna málamiðlanir. Næsta kynslóð og sú þarnæsta munu ekki þurfa að bera þann kross sem mín kynslóð hefur þurft að burðast með.“ Hvernig getur Evrópa - og þar meðtalið Pólland að sjálfsögðu - brugðist við þeim gríðarlegu póli- tísku og efnahagslegu erfíðleik- um sem hrjá Rússa um þess- ar mundh'? „Ég vonaðist til þess að eftir stríð, þó það væri bara um kalda stríðið að ræða, myndu Bandaríkin og hinn vestræni heimur, sem eiga ofgnótt fjár, stinga upp á nýrri Marshall- áætlun. Slík áætlun hefði verið nauð- synleg. Kalda stríðið var miklu um- fangsmeira stríð en seinni heims- styrjöld, því þó að allt væri lagt í rúst í henni náðum við að endui’- reisa, en eftir kalda stríðið þaxf að rífa niður allar leifar kommúnismans og reisa eitthvað nýtt í staðinn. Mál- ið er því mun erfiðara viðfangs. Bandai’íkjamenn höfðu tækifæin til að græða á nýn’i Marshall-áætl- un. Ég hef velt því fyrir mér oft og mörgum sinnum að sú hjálp sem Bandai’íkjamenn veittu í Japan og Evrópu vai’ hreint ótrúleg. Japan býr ekki yfir neinum náttúruauðæf- um og ekki heldur sú Evrópa sem lögð vai’ í nist. Bandaríkin, Evrópa og Japan græddu stói’lega á Mars- hall-áætluninni. Nú er um að í’æða stærra svæði og fólkið er betur menntað og ekki eins niðurdregið og eftir seinni heimsstyrjöld. Og það eru meiri náttúruauðæfi á svæðinu. Ekki bai-a í Rússlandi heldur líka í Póllandi. En hinn vestræni heimur kunni ekki eða vildi ekki seipja nýja Mai’shall-áætlun. Það er hneyksli og hreint út sagt ótrúlegt. Þess vegna á Rússland og Austur-Evrópa eins og hún leggur sig við jafnmikla erfið- leika að glíma og raun ber vitni. Auðvitað hefði nýja Marshall- áætlunin þurft að vera frábrugðin þeirri fyrri, því að íyrri áætlunin vai- afai’ einföld þai’ sem bæði í Japan og Evrópu vai’ efnahagskerfi til staðar. Það nægði að láta fjármuni renna inn í kerfið og þá hófst endurbygg- ingin sjálfkrafa. Nýja Marshall-áætl- unin ætti að byggjast á annarri hugsun, vegna þess að í þessari heimsálfu okkar hefur efnahagskerf- ið brugðist og sömuleiðis stjórnmála- kerfið. Hin nýja Mai’shall-áætlun ætti að stuðla að uppbyggingu efna- hagskerfísins og breytingu þess frá kommúnisma yfir í kapítalisma. Til að gera málið einfalt myndi ég segja að Marshall-áætlunin ætti að gera ráð fyrir kaupum á landsvæð- um, eins og þegar Bandai’íkjamenn keyptu Alaska fyrir klink. Allir urðu undrandi yfir því sem Bandaríkja- stjóm hafði keypt og menn spurðu hvort stjórnin væri orðin vitlaus. Þá kom í ljós að þar eru mikil auðæfi í jörðu og svæðið nýtist vel í dag. Og slík Alaska hefði þurft að kaupa í Búlgaríu, Ungverjalandi og öllum þeim löndum sem mynduðu áður ríkjabandalag með Sovétríkjunum fyrrverandi, þar með talið Rússland. Ég er að meina námur sem hafa far- ið á hausinn og önnui’ gjaldþrota fyr- irtæki, til dæmis samyrkjubú. Þessi fyrirtæki hefðu vesturveldin átt að reka og ráða okkur í vinnu, en við hefðum átt að fá að vera meðeigend- ur. Svona hefði Marshall-áætlunin átt að líta út og hefði verið mikill ávinningur fyrir Vesturlönd. Allur heimurinn myndi raunar græða á því, ekki bara Vesturlönd. En þessu var ekki hrint í framkvæmd og þess vegna á Rússland við erfiðleika að stríða og ríkin sem fylgdu Sovétríkj- unum einnig." Guð leyfði mér að vinna mikil afrek I formála viðtalsbókar við þig sagðirðu að Lech Walesa hefði í sjálfu sér enga þýðingu fyrir örlög pólsku þjóðarinnar. Ertu sama sinn- is í dag? „Mér hefur tekist að afgreiða mjög mörg mál. Ég hef verið hepp- inn og til allrar lukku leyfði guð mér að vinna mikil afrek. Og ég ítreka, þessi afrek sem ég hef unnið, vann ég af því að ég tók að mér þetta starf. Það er mitt lán. En það er ein- göngu vegna þess að ég geri þetta ekki fyrii’ sjálfan mig. Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem mann sem á að þjóna, vinna fyrir aðra. Ég hef aldrei beðið eftir fagnaðarlátum og heiðm’sviðurkenningum. Auðvitað hef ég glaðst yfir þeim heiðri sem mér hefur hlotnast en það er ekki vegna þess að ég hafi verið að vinna. Þessi bylting var ekki fyrir Walesa, hún var fyrir mikilvægai’i mál. Og við sigruðum. Og guði sé lof að við sigruðum.“ í sama formála tekurðu margsinn- is fram að þú sért enginn stjórn- máhimaður og Samstaða eigi ekki að vasast í stjórnmálum. Tíu árum síðar varstu orðinn forseti PóIIands með mikið pólitískt vald og ílokkur Sam- stöðu snerist fyrst og fremst um stjórnmál. Fóruð þið rétta leið? „Ég gerðist stjórnmálamaður og forseti út af því að það var engin önnur leið fær. Við áttum ekki ann- arra kosta völ. Og það var bara ein ástæða fyrir því að ég gerðist forseti. Ég skynjaði það að á þeim tíma [árin 1990-1991] lá gagnbylting í loftinu, og meira að segja gagnbylting með vopnavaldi. Ég fann það á mér að gömlu valdaöflin voru að safna liði á nýjan leik og gerðist forseti til að koma í veg fyrir það. Ég ætla sömuleiðis að minna ykk- ur á tvær staðreyndir: í fyrsta lagi var gerð tilraun til valdaráns í Moskvu 1991 og í öðru lagi hittust allir æðstu fulltrúar fyrrverandi kommúnistaríkja á Ki’ímskaga um svipað leyti og ég er viss um að þeir voru ekki bara að biðja bænir. Þeir voru líklega að hugsa um að gera árás. En þeir þurftu á Póllandi að halda, og því miður fyrir þá var Lech Walesa yfirmaður pólska hersins og lögreglunnar. Ég leyfði þeim ekki að framkvæma þessi áform. Ég get ekki sannað það, en þannig leit þetta út; það var nauðsynlegt að verða forseti. Að því loknu hóf ég að byggja upp lýðræði og stjórnmálalíf í Póllandi og knúði verkalýðssamböndin til að sinna verkalýðsmálum. Þegar við tókum til við að byggja lýðræðið frá grunni spruttu upp hundrað og fimmtiu stjórnmálaflokkar og fólkið hló að því, en eftir fimmtíu ára póli- tíska óveru var ekki annnað hægt. Við þurftum að byrja á þvi að búa til einfalda hluti og síðan þegar við fór- um að setja þá saman, sameinuðust gömlu kommúnistaöflin og urðu hættuleg fyrir uppbyggingu okkar. Samstaða þurfti að hætta að hugsa um verkalýðsmálin og reyna að ná fram sáttum innbyrðis. En þar sem ekki er hægt að byggja upp lýð- ræði án ágreinings, notfærði ég mér ágreininginn til að koma á lýðræði. Óvinir okkar voru hins vegar búnir að sameinast og þess vegna unnu þeir þingkosningarnar árið 1993. Af þeim sökum urðum við að sameinast á nýjan leik [Þegar Walesa talar um „okkur“ meinar hann hópana sem eru á öndverðum meiði við fyrrver- andi kommúnista í pólskum stjórn- málum og mynduðu Kosningabanda- lag Samstöðu, A.W.S. fyrir seinustu þingkosningar, en í því bandalagi eru hvorki meh'a né minna en 35 stjómmálafíokkar og samtök.] til að vísa kommúnistum þangað sem þeir eiga heima. Og þá virkaði allt vel. Þegar við sigruðum í þingkosning- unum 1997 hefðum við átt að snúa okkur aftur að því að byggja upp plúralisma [fjölræði eða fjölhyggja sem miðast m.a. við að jafnræði sé með hinum ýmsu stofnunum og öfí- um í stjórnkerfínuþ Póllandi. En hroki og lítilmennska fyrrver- andi samstarfsmanna minna vai’ð til þess að þeir náðu völdum, þrátt fyrir að ég hefði mælt svo fyrir að verka- lýðssamböndin tækju ekki að sér framkvæmdavald. Ég sagði þeim að nema staðar við löggjafarvaldið. Strákarnir stóðust hins vegar ekki freistinguna; þeir eru nefnilega læri- sveinar kommúnistanna. Þess vegna flæktust þeir inn í valdataflið og ástandið er mjög slæmt í dag, þar sem við búum við átakakerfi tveggja andstæðra póla í stjórnmálum. Ann- ai’s vegar fyrrverandi kommúnista og hins vegar Samstöðusnápa. Og venjulegt fólk er hvorugt. Ástandið hefur breyst, við verðum að gefa uppbyggingunni tækifæri í stað þess að takast á. Þess vegna rífst ég við vini mína, enda finnst mér slæmt að þeir hafi ekki snúið sér að því að koma á plúralisma, en þess í stað flækt Samstöðu í stjórn- málin. Þeir hafa nú þegar goldið þess dýru verði og þetta endar með ósköpum og það ástand mun ríkja í mörg ár. En, eins og ég segi, við gerðum þetta ekki af því að við vild- um gera það, heldur vegna þess að gömlu öflin drógu okkur á þá braut. Og nú er ég að reyna að neyða vini mína til þess að snúa sér aftur ( að uppbyggingunni, með því að stofna nýjan flokk. Ég veit ekki hvort mér tekst þetta en ég ætla að reyna.“ Fall múrsins á upphaf í Gdansk Sumir vilja meina að fyrstu brest- irnir sem komu í Berlínarmúrinn hafí átt upptök sín í Gdansk 1980, þegar verkföll Samstöðu urðu þess valdandi að pólskur almenningur reis gegn valdhöfum sínum í því skyni að krefjast úrbóta á úreltu kerfí... „í fyrsta lagi lék enginn vafí á því að árið 1980 og fyrir þann tíma voru engir möguleikar á að fella múrinn. í öðru lagi finnst mér það merkilegt hvað þjóðfélögin eru bráðgleymin. Nú er sagt að Gorbatséf hafi tekið mikinn þátt í þeiiri þróun sem leiddi til falls múrsins, og það er auðvitað rétt, en þið verðið að muna að hann hefði ekki getað tekið þátt í þessari þróun, nema vegna þess að í Af- ghanistan geisaði stríð og pólska byltingin varð 1980. Ef þessir at- burðir hefðu ekki orðið hefðu gamal- mennin í Sovétríkjunum aldrei þor- að að hleypa Gorbatséf að. Hann var alltof ungur en þeir hleyptu honum að til þess að fást við þessi vanda- mál: „Látum drenginn leysa málin og síðan fleygjum við honum út,“ sögðu ellibelgimir. Seinna var honum fleygt út, en áður hafði hann gert margt gott. En hann var líka neydd- ur til þess. Hann var hvorki andófs- maður né ætlaði sér að leysa upp Sovétríkin. Hann ætlaði heldur ekki að leiða okkur í NATO og meira að segja í dag hefui’ hann ekkert slíkt í hyggju. Hann er jafnvel á móti inn- göngu Póllands í Atlantshafsbanda- lagið. Fall múi’sins á sér því upphaf í Póllandi og í Samstöðu. En þétta var ekki svo einfalt, fyrst varð byltingin 1980 og síðan voru herlögin í Pól- i landi í gildi í næstum áratug. Við fórum af stað eftir áratugarlanga stöðnun og meðan á henni stóð komst Gorbatséf til valda og fleiri, sem eignuðu sér hluta af heiðrinum. Og fólk man best það sem síðast gerðist. En til að gera langa sögu stutta, þá hefði Berlínarmúrinn aldrei fallið ef við hefðum ekki farið í verkfall í Gdansk árið 1980 og við hefðum aldrei kollvarpað kommún- ismanum." Má þá setja fram þá þversagna- kenndu fullyrðingu, að Lenín hafí verið upphafsmaður að endalokum kommúnismans ? „Já. Lenín var það, vegna þess að hann sveik loforð sín, blekkti rúss- nesku þjóðina og setti slæmt kerfi á stofn. Af þeim sökum kollvörpuðu verkamennirnir í Lenín-skipasmíða- stöðinni kommúnismanum.“ Ekki geta allir verið hetjur Umrætt ár, 1980, voru félagar í Samstöðu tíu milljónir talsins íland- inu, en íbúar voru um 35,5 milljónh' á þeim tíma. Þegar þú varðst forseti voru félagar í Samstöðu um tvær milljónir. Hvað olli þcssari öfugþró- un á aðeins tíu árum? „Á því er einföld skýring. Árið 1980 tókst okkur að vekja eldmóð fyrir hönd Samstöðu. Við sáum hvað var að gerast og okkur tókst að sam- einast um umbætur. Eftir þessa miklu samstöðu skullu herlögin á. Þorri almennings á fjölskyldur og börn og verður að láta enda ná sam- an. Ekki geta allir menn verið hetj- ur. ► Þessi bylting var ekki fyrir Walesa, hún var fyrir mikilvægari mál. Og við sigruðum. Og guði sé lof að við sigruðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.