Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ertu búinn að breyta um nafn? Er það úrelt og gamaldags að láta tilfinningar stjórna póli- tískri afstöðu sinni? spyr Ellert B. Schram, og veltir því fyr- ir sér hvort réttlætiskennd sé sprottin af öfund. EG hitti kunningja minn á förnum vegi um daginn. Við höfðum ekki sést lengi og heilsuðumst með virktum, en hann sagði að bragði: „Sæll vertu, Halldór minn. Djöfull hefurðu breyst.“ „Jú, jú,“ segi ég með stillingu. „Maður breytist með árunum. Það er lífsins gangur, en ég heiti nú ekki Halldór, ég heiti Ellert." „Hvað segirðu, ertu líka búinn að breyta um nafn?“ Kannske var hann að gera grín og kannske er hún færð í stílinn þessi saga, en verðum við ekki að játa að margt breytist með aldrinum og enda þótt maður breyti kannske ekki um nafn, þá er aldrei að vita nema maður geti dulkóðað sig svo ræki- lega að ekkert verði eftir nema úrelt og úr sér gengin eftirmynd af manni sjálfum. Þetta kemur fyrir mig eins og aðra. Sjónin farinn að gefa sig og maður tekur ekki eftir fallegum stulkum nema nota til þess gleraugun. Heymarleysi er í ættinni, sem kemur sér vel á stundum, þegar skammimar dynja á manni. Og svo koma þessir dagar, þegar maður hefur engan áhuga á að skoða sig í speglinum og skilur ekkert í því hvað maður myndast illa og þetta er alls ekki sami maðurinn og ég þekkti fyrir sjálfan mig. kammtímaminni fer minnkandi en því meir getur maður rifjað upp frá fyrri tímum og krakkarnir segja: byrjar hann aftur, þegar maður vill miðla af reynslu sinni frá stríðsárunum eða kalda stríðinu og jafnvel verðbólguárin era fornöld í augum yngri kynslóðarinnar og unga fólkið starir á mann eins og naut á nývirki, þegar maður fer að tala um hug- sjónir og lífsskoðanir. Hvað er nú það? Þið getið ímyndað ykkur hvað ég varð mikið glaður þegar Rósa Ingólfsdóttir lét þess getið í beinni útsendingu frá íslands- keppni í erótískum dansi, að undirritaður væri kynþokkafyllsti maður landsins. Eg vissi sosum að Rósa væri hin vænsta kona, en hún getur ekki haft minnstu hugmynd um það hvað þetta gerði mér gott að heyra þéssi ummæli. En af því að hún var að lýsa erótískum dönsum, vona ég að hún hafi aldrei séð mig dansa, hún Rósa, enda skilst mér að það séu ekki beint erótískir tilburðir, heldur meir í ætt við tilhlaup í stangarstökki. Skömmu eftir þessa yfirlýsingu Rósu hitti ég ungan mann og gjörvilegan, sem eflaust hefur talið kynþokka sinn vera í fremstu röð og hann mældi mig hátt og lágt. En sagði fátt. Var sennilega að leita að kynþokkanum hjá þessu grásprengda, miðaldra gerpisvíni og fann auðvitað hvorki né sá þennan dulúðuga og leyndar- dómsfulla sexappíl. Sem ég hef ekki fundið heldur, síðan hér um árið. n hvers vegna er ég nú að fletta svona ofan af hégómanum í mér og upplýsa um þann vanda, sem snýr að mínum jafnöldram í lík- amlegu og andlegu atgervi? Jú, það er vegna þess að hvað sem líður hrömun eða lífseigum kynþokka, era þeir eiginleikar í fari mínu ósnortnir sem snúa að skaps- munum og tilfmningum og skoðunum og lögmálum réttlætis og ranglætis. Eg verð aldrei nógu gamall til að stökkva upp á nef mér og ég læt ekkert tækifæri mér úr greipum ganga til að gleðjast og svei mér þá ef ég er ekki ennþá tilfinninganæmari en áður, þegar ég get tárast vegna hörmunga, misþyrminga, af- reka eða svipmynda í sjónvarpi af sorg eða sigri. Mér rennur til rifja að sjá hvemig sjálfsvirðing öryrkja er kreist úr þeim í ímynduðu skjóli ölmusustyrkja, sem hvorki gera þeim kleift að lifa né deyja. Og mér hitnar í hamsi þegar ég heyrí sögurnar af því ranglæti, þeirri óskiljanlegu stjórn- málastefnu, að hygla örfáum fjölskyldum og fyrirtækjum með gjafakvóta úr sameig- inlegri auðlind þjóðarinnar. Er þessi réttlætiskennd sprottin af öf- HUGSAÐ UPPHÁTT und eða er maður kannske búinn að gleyma einhverju af því sem maður lærði í æsku um réttlæti og ranglæti? Er maður orðinn of gamall til að samþykkja þá hag- fræði að forréttindi sérhagsmuna séu ofar lögmálum markaðarins? Eða er það úrelt og gamaldags að láta tilfinningar stjóma pólitískri afstöðu sinni? Mér er reyndar sagt að yngra fólkið láti kvótamálin lönd og leið og láti raunar póli- tíkina lönd og leið eins og hún leggur sig og hver er sjálfum sér næstur og þarf ekki ungt fólk til. Lagði ekki Svavar prinsippin til hliðar og gerðist trúskiptingur eins og Guðbergur orðar það? ver á ísland? spurði Jón Baldvin eins og frægt varð og fékk aldrei svarið. Nú liggur það ef til vill ljósar iyrir. Það era mennimir sem eiga kvótann og það era mennimir sem kaupa sig til valda með þvi að sletta fram fimm hundrað milljónum að kveldi til að vinna kosningaslaginn að morgni. Já, réttlætismóðurinn sem svellur í brjósti hálfheyrnarlausrar kynslóðar, skal ekki mælast í tilfinningum eða dómgreind eða muninum á réttu og röngu, heldur í þeim milljónahundraðum sem menn geta pungað út, þegar valdastólamir era annars vegar. Og hvað era svo öryrkjamir að rífa kjaft þegar tölfræðin segir það svart á hvítu að íslenskir öryrkjar era miklu betur settir en útlenskir öryrkjar? Er þetta ekki allt saman öfund? Öfund sem brenglar siðgæðismat þeirra sem láta tilfinningar og skapsmuni ragla sig í rím- inu? Hverjir eigi kvótann, hveijir eigi fimm hundrað milljónir til viðbótar, hverjir eigi ísland? Þetta era allt aukaatriði, ómerkilegar athugasemdir manna, sem hafa ekki skammtímaminni til að muna að Jón Ingvarsson hefði getað borgað sex hundrað milljónir til að fá að stjóma áfram. Vasapeningar, allt og sumt! g hlutabréfin í okkur sjálfum fara snarlækkandi eftir því sem árin líða. Það skiptir ekki einu sinni máli hvað við heitum! Við höfum breyst svo mikið. Auk þess sem við verðum öll dulkóðuð áður en yfir lýkur. Réttlætis- kenndin, kynþokkinn, nafngiftin. Allt. ... með listasögu ÚTSALA mánudag - miðvikudag Veist þú hvað Shirley Price Aromat Ifierapy-olíur geta gert fyrir þig? Shirley Price- virtasta merkið í aromat therapy-olíum. Shirley Price er merkið sem fagfólk kaupir. Orugg gæði og hagstætt verð. Róðgjöf verður 29. til 31. mars nk. milli kl. 14 og 17. * »öí-tÁT HCÍAn Sandalwood SmrtafiirnaMmm Sérswk^o I 0% afslóttur meðan kynningar standa yfir. Skipholts Apótek ShiHey Price-kjarnaolíur sSíóí'z^ fást aðeins hjá okkur Betra lyfjaverð Frí heimsendingarþjónusta á lyfjum samdægurs á höfuðborgarsvæðið Hyggst falla á hljóðhraða París. The Daily Telegraph. FRANSKUR ofurhugi ætlar sér að verða fyrstur til þess að rjúfa hljóðmúrinn með því að láta sig falla úr loftbelg í fjörutíu km hæð. Michel- André Foumier verður klæddur þrýstiþolnum búningi og hjálmi við stökkið sem hann áætlar að stökkva í september nærri Arles í Suður- Frakklandi. Foumier hefur eytt tíu árum í að undirbúa stökldð og fómað til þess húsi sínu og innanstokksmunum auk veglegs orðusafns. Talið er að kostnaðurinn verði rúmar 200 millj- ónir króna. Foumier reiknast til að hann nái Mach 1 - hraða hljóðsins - nákvæm- lega 32 sekúndum eftir að hann stekkur. Þá fellur hann til jarðar á yfir 1.800 km hraða á klukkustund. Ofurhuginn, sem á átta þúsund fall- hlífarstökk að baki, segir að fallhlífin muni opnast tæpum sjö mínútum eft- ir stölddð og að hann búist við að lenda um tveimur mínútum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.