Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 B 21 r Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands 28. mars til 3. apríl. Mánudag 29. mars: Ragnar Sigurðsson, Raunvís- indastofnun, heldur áfram fyrir- lestri sínum, sem nefnist: „Brúun á fáguðum fóllum af mörgum breyti- stærðum". Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 258 í VR-II, kl. 15.25. Dr. Elvira Scheich, vísindafé- lagsfræðingur og eðlisfræðingur við Tækniháskólann í Berlín, hefur unnið að samningu aðgerðaáætlun- ar til að fá fleiri konur í verkfræði- og raungreinar. Með aðgerðaáætl- uninni er leitast við að fá fleiri kon- ur til náms í þessum greinum, að styðja við bakið á þeim meðan á námi stendur og að greiða þeim leið út í atvinnulífið að námi loknu. Dr. Elvira Scheich mun kynna þessa áætlun Tækniháskólans í Berlín á fundi á vegum jafnréttis- nefndar háskólaráðs frá kl. 12.30-13.30, í Hátíðasal, Aðalbygg- ingu. Erindið verður flutt á ensku. Allir velkomnir. David Arter heldur opinberan fyrirlestur í boði stjórnmála- fræðiskorar félagsvísindadeildar Háskóla íslands sem nefnist „Fin- land: the Deviant Nordic?" og verð- ur fluttur á ensku. I fyrirlestrinum verður fjallað um þróun finnskra stjórnmála frá 1945 og um sérstöðu þeirra í norrænu samhengi. Einnig verður komið inn á nýafstaðnar þingkosningar í Finnlandi. Fyrir- lesturinn verður í stofu 101 í Ódda og hefst kl. 17.15. Þriðjudagur. 30. mars: Gísli Rafn Ólafsson B.Sc. í tölv- unar- og efnafræði flytur fyrirlest- ur á vegum tölvunarfræðiskorar. Fyrirlesturinn nefnist „Þróunar- ferli hugbúnaðar hjá Microsoft" og verður haldinn í stofu 158 í VR-II kl. 16.15. Heimspekingurinn David Stern flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands sem nefnist Wittgenstein, Science and Practice og fjallar um sam- bandið milli heimspeki Wittgen- steins, vísindaheimspeki og vísinda- félagsfræði, einkum með tilliti til verka Peters Winch og Davids Bloor. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 12.10. Prófessor Raymond F. Currie frá Manitobaháskóla í Kanada flyt- ur opinberan fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla Is- lands undir heitinu: „Tveir áratugir rannsókna og ráðgjafar: Félagsvís- indaleg langtímakönnun á Winni- pegsvæðinu.“ Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 17.15. Miðvikudagur 31. mars: Háskólatónleikar í Norræna hús- inu. Þá syngur Háskólakórinn und- ir stjórn Egils Gunnarssonar. Efn- isskráin verður helguð tveimur mikilmennum sem fæddust fyrir hundrað árum eða árið 1899. Þau eru ljóðskáldið Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) og tónskáldið Jón Leifs (1899-1968). Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Verð aðgöngumiða er kr. 400. Ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskírteina. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ vikuna 29.-31. mars: 29. mars kl. 9-16 og 30. mars kl. 9-12. Steinefni og fyllingarefni í mannvirkjagerð. Umsjón: Þorgeir Helgason, mannvirkjajarðfræðing- ur hjá Línuhönnun hf. Kennarar: Auk Þorgeirs, Halldór Torfason, jarðfræðingur hjá Malbikunarstöð- inni Höfða hf. 29.-31. mars kl. 9-13. Forritun- armálið PERL. Kennari: Yngvi Þór Sigurjónsson tölvunarfræð- ingur. 29. mars kl. 9-15. Grunnur stýri- tækninnar og þróun hennar. Kenn- ari: Hafliði Loftsson vélaverkfræð- ingur. 29. mars kl. 9-16. Fíkniefni - verkun, einkenni og útlit: Vísbend- ingar um neyslu og viðbrögð við henni. Umsjón: Aldís Yngvadóttir, deildarsérfræðingur hjá Náms- gagnastofnun og afbrotafræðingur. 29. og 30. mars kl. 16-20. Árang- ursrík liðsheild. Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og ráðgjafi. Sýningar Þjóðarbókhlaða. Bríet Bjarnhéð- insdóttir - Örsýning í forsal þjóð- deildar. Kvennasögusafni Islands barst nýlega að gjöf málverk Gunn- laugs Blöndal af Bríeti Bjarnhéð- insdóttur frá 1934. Gefandi er Guð- rún Pálsdóttir, tengdadóttii- Bríet- ar. I tilefni af því hefur verið sett upp örsýning um Bríeti í forsal þjóðdeildar Landsbókasafns Is- lands - Háskólabókasafns. Þar er málverkið til sýnis ásamt skrifborði Bríetar og gögnum úr fórum henn- ar. Sýningin stendur frá 8. febrúar til 31. mars. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1. september til 14. maí er handrita- sýning opin þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga kl. 14-16. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Orðabankar og gagnasöfn Ollum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla Is- lands og stofnana hans. íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal. hi.is/ob/ Landsbókasafn Islands - Há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Gagnasafn Orðabókar Háskól- ans: http://www.lexis.'hi.is Rannsóknagagnasafn fslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þró- unarstarfs: http://www.ris.is Tölvur og tækni á Netinu vDmbl.is v Ekki er ofsögum sagt af vinsældum Heilsutvennu. Við verðum því miður að tilkynna viðskiptavinum að Heilsu- tvennan er nú uppseld hjá okkur en er væntanleg í verslanir fljótlega eftir páska. Við vonum að þetta ástand valdi fólki sem minnstum óþægindum og bendum þeim sem eru uppi- skroppa á að taka Omega-3 perlur með A- og D-vítamínum þangað til úr rætist. Virðingarfyllst, Baldur Hjaltason framkvæmdastjóri Lýsis hf. www.lysi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.