Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Góðar lausnir,
vandaðar vörur
Stjómstöðvar
fyrir hitakerfl
Prentsmiðja Morgunblaðsins
----■—i—i—sm
Þriðjudagur 13. april 1999
Blað C
fslenzkar
lagnir
BROTTFALL verndarmúra um
innlendan iðnað hefur ekki orð-
ið fyrirtækjum hér fjötur um
fót, ef vel er að rekstri þeirra
staðið, segir Sigurður Grétar
Guðmundsson í Lagnafréttum.
Fyrirtækið SET á Selfossi er
talandi tákn um það. / 10 ►
'VSl'S
ÍKIMhM ;L !v,"í |lg|; |5víá| RV«5E -5 »4 :
Greiðslu-
getan
ERFITT er að snúa baki við
draumaeigninni eftir kauptil-
boð, segir Hrafnhildur Sif
Hrafnsdóttir í Markaðnum. Því
er mikilvægt að kanna vand-
lega greiðslugetu sína og fjár-
inögnunarmöguleika, áður en
kauptilboð er gert. / 14 ►
Ú T T E K T
íbúðir
framtíðar
ÍFRAMTÍÐINNI verða
íbúðarbyggingar þannig
úr garði gerðar, að þær geti
þjónað íbúum si'num alla
þeirra ævi. Kemur þetta fram
í viðtali við Hilmar Þór
Björnsson arkitekt hér í blað-
inu í dag, þar sem hann ber
saman skipulag og hönnun
íbúðarbygginga nú og í fram-
tíðinni.
Hilmar Þór hefur kynnt sér
þessi mál sérstaklega og þró-
að og sett fram hugmyndir um
nýjar íbúðagerðir í félagi við
Finn Björgvinsson arkitekt, en
þeir reka stofu saman.
Að mati Hilmars Þórs hafa
flestar þær íbúðir, sem byggð-
ar eru á undanförnum árum
hér á landi, verið hannaðar
fyrir þarfir staðalQölskyld-
unnar. „Þessi sjónarmið hafa
áhrif á stærð íbúða, innra
skipulag og innréttingu
þeirra,“ segir hann.
„Helztu gallar þessara fbúða
eru þeir, að þær fullnægja illa
breytilegum þörfum íbúanna á
lífsleiðinni vegna breytilegrar
Qölskyldustærðar, aldurs og
heilsufars.“
Hlmar Þór Björnsson segist
álita, að fbúðarhús framtíðar-
innar verði fyrirferðarminni
en nú og í þeim verði minni
sóun á fermetrum, orku og
dýrum þægindum, en meiri
möguleikar en nú, hvað varð-
ar félagsleg tengsl, frítíma,
orkusparnað og annað af þvf
tagi. / 18 ►
Nemendur í arki-
tektúr mun
færri en áður var
ARKITEKTAFÉLAG íslands
gekkst fyrir sérstöku íræðsluátaki í
síðustu viku. Tilgangurinn var að
kynna almenningi góða byggingarlist
og einnig að veita innsæi í menntun
og starfssvið arkitekta.
í hugum margra eru arkitektar
ung stétt hér á landi, en þó eru liðin
rúm 70 ár frá stofnun fyrsta fagfé-
lags þeirra og meira en 200 ár síðan
fyrsti íslendingurinn, Ólafm- Ólafs-
son frá Þverá í Blönduhlíð, lauk námi
í arkitektúr. Hann útskrifaðist frá
Det Kongelige Akademi for de
Skonne Kunster í Kaupmannahöfn
árið 1782.
Hér á landi hefur aldrei verið rek-
inn arkitektaskóli og því eru allir ís-
lenzkir arkitektar menntaðir erlend-
is. Nám þeiiTa er 4-6 ára háskóla-
nám, sem lýkur með prófgráðu og á
að tryggja, að viðkomandi öðlist
hæfni og þekkingu á sviði byggingar-
listar, sem fullnægi bæði fagurfræði-
legum og tæknilegum kröfum.
Undanfarin ár hafa arkitektanem-
ar verið mun færri en áður var, eins
og sjá má af teikningunni hér til hlið-
ar. Hún sýnir fjölda nemenda í arki-
tektúr, sem voru og eru á námslán-
um frá Lánasjóði ísl. námsmanna
skólaárin 1990-91 til 1998-99. Vetur-
inn 1990-91 voru 127 nemendur í
arkitektúr á námslánum frá LÍN en
átta árum síðar, veturinn 1998-99 eru
þeir einungis 54.
Ef allt tímabilið er skoðað í heild,
það er 9 skólaár og gengið út frá því,
að námslengdin sé fímm ár, kemur í
ljós, að nemendur á hverju ári eru að
jafnaði 15,5 í hverjum árgangi.
Með tilkomu íslenzks arkitekta-
skóla má ætla, að fleiri nemendur
muni sækja námið. Byggt á þessum
niðurstöðum er talið raunhæft að
áætla, að fjöldi nemenda í hveijum
árgangi verði í kringum 15.1 áætlun-
um hér varðandi húsnæðisþörf og
kennaraþörf verður miðað við alls 80
nemendur, sem skiptast á fimm ár.
Fjöldi nemenda í arkitektúr
á námslánum frá LÍN
síðustu níu skólaár
127
114
og skipting á námsstaði
I • l Bandaríkin og Kanada
I I Önnur Evrópuríki
I I England
Þýskaland
Noregur
Danmörk
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
-91 -92 -93 -94 -95 -96 -1997 -98 -99
HALTU RÉTT Á SPILUNUM
iM’kkaóu eigmrrskattUiH n/et) Eignarskattsj'r/'dlsuni brcfuni
Það skiptir öllu máli hvernig þú spilar úr því sem þú átt.
Með fjárfestingu í Eignarskattsfrjálsum bréfum Búnaðarbankans
lækkar þú eignarskattstofn þinn og tryggir þér trausta og góða
ávöxtun. Síðastliðin 2 ár var ársávöxtun Eignarskattsfrjálsra bréfa
10,3%, sem er hæsta ávöxtun sambærilegra sjóða.*
Eignarskattsfrjáls bréf eru sannkallað tromp á hendi.
• Eignarskattsfrjáls og örugg tjárfesting.
1 Eingöngu fjárfest í ríkistryggðuin verðbréfum.
• Enginn binditími.
• Ilæsta ávöxtun sambærilegra sjóða!
&
$
hí>U SK.
4*.
%
525 6060 •
/: fN (J StÁ
BUNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
#Ávöxtun m.v. 1. febrúar 1999. Sambærilegir sjóðir: Öndvegisbréf, Einingabréf 2 og Sjóður 5.