Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM &JÁVARÚTVEG
MIÐVIKUDAOUR 14. APRIL 1999
Kræklingarækt og annar
fjörubúskapur studdur
Tillaga þess efnis
samþykkt á Alþingi
ÁÐIJR en fundum Alþingis var
frestað var samþykkt tillaga til
þingsályktunar um stuðning ríkis-
valdsins við kræklingarækt og ann-
an fjörubúskap en flutningsmenn
voru Ölafur Hannibalsson og Guðjón Guðmundsson. Eftir að Guðjón hafði mælt
fyrir tillögunni var henni vísað til sjávarútvegsnefndar sem samþykkti hana með
smávægilegri breytingu og var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Alþingi ályktar að
fela ríkisstjóminni að undirbúa, með lagasetningu ef þarf, kræklingaeldi og hvers
konar annan fjörabúskap sem ætla má að verði á næstu árum tekinn upp á lögbýl-
um sem aðgang eiga að sjó og að sjá til þess að á viðeigandi rannsóknastofnunum
verði sú sérfræðiþekking fyrir hendi sem að haldi má koma og þarf til þess að leið-
beina væntanlegum ræktendum skelfisks og hafa fullnægjandi eftirlit með fram-
leiðslu þeirra í samræmi við kröfur einstakra markaða.“
í greinagerð með tillögunni segir að
fjörunytjar hafi verið stundaðar á Is-
landi frá aldaöðli. Búskapurinn hafi
samt ekki verið skipulegur að frátöld-
um þaraslætti bænda við Breiðafjörð
fyrir Þörungaverksmiðjuna á Reykhól-
um og margvíslegar tilraunir til kvía-
eldis á laxi undanfarin ár. Hins vegar
hafi athygli manna beinst að skel-
fiskeldi fyrir löngu og skömmu fyrir
stríð hafi sænskt fyrirtæki fengið
einkaleyfi hér til ostruræktar, sem
það hugðist koma á fót í Hvalfirði
sbr. lög nr. 21 12. júní 1939.
Þess er getið að á síðustu árum
hafi ýmsir beint sjónum að eldi á
kræklingi (bláskel, Mytulus edulis).
„Verður þá að hafa í huga að starf-
semi þessi fer fram í netlögum sjáv-
arjarða, og mun strandlengjan mest-
öll tilheyra lögbýlum. Því heyrir mál
þetta undir landbúnaðarráðuneytið,
félagakerfi landbúnaðarins og sjóði á
þess vegum. Sjá flutningsmenn enga
ástæðu til að breyta því. Hins vegar
er nauðsynlegt að skapa þessari nýju
atvinnugrein lagaumhverfi við hæfi.“
Sjálfsagt að kanna innflutning
Vikið er af sérþekkingu sem til er á
Hafrannsóknastofnun varðandi lífs-
háttu kræklings hér við land og greint
frá eldistilraunum á kræklingi í Hval-
firði sem dr. Guðrún Þórarinsdóttir stóð
fyrir en þá hafi komið í Ijós að hann
hafði þolanlegan vaxtarhraða, náði
markaðsstærð, 75 til 100 mm (3 til 4
þumlungum), á tveimur ánim. „Besti ár-
angur erlendis er eitt og hálft ár og
munar þar náttúrlega talsverðu í af-
kastagetu og fjárhagslegum ávinningi.
Sjálfsagt væri að kanna hvort ávinning-
ur væri í því að flytja inn annan stofn
með meiri vaxtarhraða undii' ströngu
vísindalegu eftirliti og með tilheyrandi
sóttvamarráðstöfunum. Fordæmi er
fyrir slíku þegar M. edulis var fluttur
með góðum árangri frá Atlantshafs-
strönd Kanada til Bresku-Kólumbíu við
Kyrrahaf og þess vandlega gætt að eng-
ir sjúkdómar eða sníkjudýr fylgdu með.“
Uppskera eftir tvö ár
„Helsti kostur skeldýraeldis af þessu
tagi er sá að til eldisins þarf ekkert fóð-
ur,“ segir í greinargerðinni, því skel-
fiskurinn vinni sjálfur fæðu sína úr sjó.
„Sú eldisaðferð sem algengust er í
Kanada er að strengja tvær langar, lá-
réttar línur á enda málmsívalninga sem
komið er fyrir með vissu millibili og
samstæðan tryggilega fest við botninn
til endanna. Niður úr höfuðlínunum eru
hengd reipi, sem kræklingurinn tengir
sig við með spunaþræði, eða netpokar
með kræklingnum í. Þessa tækni tóku
brautryðjendur í Norður-Ameríku upp
eftir ostru- og hörpudiskræktendum í
Japan.“
1 Fram kemur að við val á eldisstað
þurfi helst að varast afrán æðarfugls og
krossfiska. Lagnaðarís þurfi ekki að
vera vandamál sé þess gætt að lengja í
uppistöðunum. ísinn geri í raun kræk-
lingnum ekkert nema að hægja á vaxt-
arhraða.
Þrátt fyrir einfalt og ódýrt eldi segja
flutningsmenn að þó nokki-a stofnfjár-
festingu þurfi í reipum, akkerum, flot-
holtum, netpokum o.fl. og hafa beri í
huga að tvö ár líði frá upphafi rekstrar
þar til fyrsta uppskera náist. „Því þurfa
brautryðjendur í greininni að hafa góð-
an aðgang að stofnlánum til þessara
hluta. Lánakerfi landbúnaðarins er vel
í stakk búið til að sinna þessari þörf og
sama má segja um ráðunautaþjónust-
una, sem byggist á gömlum merg.
Hitt ættu menn að varast frá upphafi
að blanda byggðasjónarmiðum eða öðr-
um félagslegum viðhorfum í þetta mál,
eins og gjarnan hefur tíðkast með nýj-
ungar í atvinnugreinum á sviði land-
búnaðarins. Þessi atvinnugrein hefur
alla burði til að standa undir sér á eigin
fótum og á ekki að byggjast á öðru en
hreinum viðskiptasjónarmiðum.
Afskipti ríkisins ættu frá upphafi að
vera þau ein að skapa greininni hag-
stætt lagaumhverfi frá byrjun og sjá
henni fyrir eðlilegri þjónustu stofnana
eins og Hafrannsóknastofnunarinnar
og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins,
fjármálastofnana og stofnana landbún-
aðarins. Þá þarf atvinnugreinin strangt
aðhald eftirlitsstofnana, þar sem á
mörkuðunum eru gerðar strangar kröf-
ur um gæði skelfísks og fylgjast þarf
vel með skelfiskeitrun og mengun, gera
strangar umhverfiskröfur og sjá til
þess að framleiðslan fái öll hugsanleg
vottorð þar að lútandi frá aðilum sem
teknir eru gildir á alþjóðavettvangi."
Vilja þjóna Evrópumarkaði
frá íslandi
í greinagerðinni kemur enn fremur
Halldóra G.
Matthías-
dóttir Proppé
fram að markaðshorfur á þessu sviði
séu mjög góðar. Framleiðendur hafi
hingað til engan veginn getað svarað
eftirspurn. Vinnslan sé vel vélvædd og
að mestu í því fólgin að láta krækling-
inn sjálfan hreinsa úr sér sand og
óhreinindi en að því loknu sé skelin
snyrt og flokkuð eftir stærð. Krækling-
ur sé að mestu seldur í skelinni og
þannig fáist besta verð fyrir hann en
komi tímabil þar sem framboð fersks
kræklings sé umfram eftirspurn megi
frysta hann eða sjóða niður, þótt það
skili lægra verði. Helstu framleiðendur
nú eru á Nýja Sjálandi og írlandi, í
Skotlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum,
Kanada, Hollandi, Frakklandi og á
Spáni.
Greint er frá því að fyrsti flutnings-
maður hafi kynnst iðnaðinum á Prince
Edwards-eyju, minnsta sjálfstjórnar-
héraði Kanada, 130 þúsund manna
eyju í St. Lárensflóa, þar sem iðnað-
urinn hafi orðið að stóratvinnugrein
innan sjávarbúskapar á 10 til 15 ár-
um en uppbyggingunni hafi verið
stjórnað með opinberum leyfisveit-
ingum. „Hafa þyrfti í huga hér á
landi í upphafinu að beina fyrir-
greiðslu til samvinnuhópa fjöru-
bænda, sem sameinuðust um
vinnslustöð og jafnvel sameiginleg
innkaup á stofnfjárfestingarvörum.
Þessir staðir þyrftu að liggja vel við
flugsamgöngum því að afurðirnar
þurfa að komast á markað eins fljótt
og unnt er þar sem líftími þeirra er
stuttur, 2-3 vikur að hámarki, og
hver dagur dýrmætur á leið þeirra á
disk neytandans."
Sagt er að skipulega hafi verið
unnið að uppbyggingu iðnaðarins á
Prince Edwards-eyju. Sérstakar
klakstöðvar sjái um að koma lirfun-
um af stað og ala upp í skelstærð.
Þær fari síðan í eldisstöð þar sem
þær séu aldar áfram í hæfilega stærð
til flutnings í sjó.
Um 9.000 tonn af kræklingi eru
framleidd á Prince Edwards-eyju á ári
og er útflutningsverðmætið um einn
milljarður kr. en starfsmenn um 650.
„Landþrengsli eru farin að há vexti
greinarinnar og því hafa fyrirtæki í
kræklingaeldi, ásamt framleiðendum á
búnaði, markaðsfyrirtækjum og fleiri
aðilum, verið að færa út kvíarnar til
annarra landa og hafa stofnað til sam-
starfs um framleiðslu og markaðssetn-
ingu. Framleiðsluvara þeirra er mark-
aðssett undir nafninu Island Blue og
er orðin heimsþekkt gæðavara á veit-
ingastöðum um allan heim. Áhugi
þeirra beinist að því að þjóna Evrópu-
markaði frá íslandi og nýta sér þar
með víðtækt flutningakerfi Flugleiða á
Evi'ópuleiðum, tíðar _ og tiltölulega
stuttar siglingar frá Islandi til ann-
arra Evrópulanda og aðild íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu til að
njóta tollfríðinda."
Víða áhugi
Að lokum segir í greinagerðinni að
hópar sjávarbænda á Vesturlandi, við
Breiðafjörð og á Vestfjörðum hafi verið
að skoða þessi mál, afla sér þekkingar
á þeim og séu komnir í samband við
kunnáttumenn úr greininni frá Prince
Edwards-eyju fyrir milligöngu vel
þekkts íslensks fyrirtækis. „Má þess
því vænta að fljótlega komi skriður á
málið og þarf löggjafinn því að vera við
því búinn að skapa greininni lagalegt
og fjárhagslegt umhverfi við hæfi.“
þrisvar á ári
• FRÉTTABRÉF íslenskra
sjávarafurða er nú komið út á
ný eftir árs hlé. Ritstjóri þess
er Halldóra
Gyða Matthí-
asdóttir
Proppé. Hún
segir meðal
annars í svo í
ritstjóra-
spjalli: Hröð
tækniþróun
krefst
skjótra við-
bragað. Líftími nýrra frétta
hefur styst með tilkomu
„Internetsins". Nú lesa lands-
menn Morgunblaðið af tölvum
sínum og senda afmæliskveðj-
ur með tölvupósti. Við brugð-
umst fljótt við netvæðingu og
opnuðum heimasíðu IS á
„Internetinu" í júlímánuði árið
1996. Síðasta ár hefur mikil
vinna fariðí gagnaöflun til
skrásetningar á „Internetinu."
Gert er ráð fyrir að fram-
vegis komi fréttabréfið út
þrisvar sinnum á ári. Það
verður einnig birt í heils sinni í
myndformi á heimasíðu okkar
á „Internetinu.
(http://www.is.is). Tilgangur
fréttabréfsins er að vera upp-
lýsingamiðill. Til þess að það
geti þjónað því hlutverki sem
best, hvetjum við ykkur til að
senda inn efni og ábendingar
um það sem betur má fara.
Halldóra Gyða hóf störf sem
gæðastjóri ÍS um miðjan des-
ember 1998. Halldóra tók
stúdentspróf frá Menntaskól-
anum í Hamrahlfð af nýmála-
sviði, árið 1990. Árið 1998 lauk
hún prófi í iðnrekstrarfræði
frá Tækniskóla íslands og í
janúar 1999 prófi til B. Sc.
gráðu í alþjóðamarkaðsfræð-
um frá sama skóla. Á námsár-
um sínum starfaði Halldóra
hjá ýmsum deildum Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna í
Reykjavík og einnig eitt sum-
ar (1998) hjá SH í Hamborg.
Stjórn HB
endurkjörin
STJÓRN Haraldar Böðvars-
sonar hf. var endurkjörin á að-
alfundi félagsins fyrir
skömmu.
Formaður
stjómarinnar
er sem fyir
Eyjölfur
Sveinsson.
Aðrir í stjóm
eru: Olafur
B. Ólafsson,
Kristinn
Björnsson, Einar Benedikts-
son, Gunnar Þ. Ólafsson, Þor-
geir Haraldsson og Matthea
K. Sturlaugsdóttir. Fram-
kvæmdastjóri HB hf. er Har-
aldur Sturlaugsson.
Eyjólfur
Sveinsson
Fundað í Brussel
• SENDIRÁÐ íslands í Brus-
sel, sjávarútvegsráðuneytið
og Utflutningsráð Islands
standa fyrir árlegum fundi um
sjávarútvegsmál, í tengslum
við sjávarútvegssýninguna í
Brussel sem haldin verður
dagana 20.-22. apríl nk. Á
fundinum verður rætt um
sjávarútvegsmál frá ýmsum
hliðum en þess má geta að
ávallt hefur verið mjög góð
mæting á þennan fund sem
haldinn hefur verið undanfarin
ár í upphafi sýningarinnar. Á
fundinum mun Gunnar Snorri
Gunnarsson sendiherra fjalla
um þróun Evrópusambandsins
og stækkun þess, Baldur Pét-
ursson fjallar um sóknarfæri
fyrir lítil og meðalstór fyrir-
tæki, Arndfs Steinþórsdóttir
fjallar um heilbrigðisreglur -
hvaða reglur gilda við inn-
flutning þriðju ríkja á sjávar-
afurðum til evrópska efna-
hagssvæðisins og hverjir mega
flytja inn. Þá mun Kristófer
Már Kristófersson fjalla um
hagsmunavörslu íslenskra fyr-
irtækja innan EES-svæðisins.
Gunnar Snorri Gunnarsson
sendiherra mun einnig tala um
samninga EFTA við þriðju ríki
og tengsl þeirra við EES
svæðið. Þá mun sendiherrann
fjalla um hlutverk sendiráðs-
ins. Fundurinn verður haldinn
20. apríl 1999, kl. 19-20 á Hot-
el Metropole í Bourgmestres-
salnum og er opinn öllum ís-
lenskum gestum á sjávarút-
vegssýningunni. Fundarstjóri
verður Jón Ásbergsson, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs.
SOÐNINGIN
Tígrisrækjur í stökk-
um kryddhjúp
LESENDUM Versins er að þessu sinni boð-
ið upp á girnilegan rækjurétt með tígris-
rækjum. Tígrisrækjur eru risarækjur og
því nokkru stærri en rækjan sem við þekkj-
um af Islandsmiðum. Þær koma aðallega
úr rækjueldi í Asíu en þær má hinsvegar fá
í frystiborðum allra helstu matvöruversl-
anna. Rélturinn er tilvalinn forréttur og er
fyrir 4. Það er Smári V. Sæbjörnsson, mat-
reiðslumaður og eigandi Listacafé og veislugallerís í List-
húsinu í Laugardalnum, sem býður upp á þennan framandi
rækjurétf að þessu sinni. Smári er formaður í félaginu
Freistingu sein er félag matreiðsluinanna og bakara. Fé-
lagið hefur komið sér upp heimasíðu á Netinu og er slóðin:
http://www.treknet.is/freisting/
UPPSKRIFTIN
'k bolli vatn
2 stk egg
1 bolli hveiti
1 tsk cayenne pipar
12 stk hráar tígrisrækjur
(hreinsaðar og pillaðar)
olíu til djúpsteikingar
Sósa:
2 msk soya sósa
2 msk þurrt sérrí
2 tsk hunang
AÐFERÐIN
1. Hitið djúpsteikingarolíuna.
2. Hrærið vatn, egg, hveiti og cayenne piparnum
vel saman.
Dýfið rækjunum ofan í blönduna og djúpsteikið í ca. 4-5 nií
n.
Sósa: Blandið soya, sérrf og huuangi vel saman. Sósan er
ineira notuð sem ídýfa.