Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 1
■ ÖLDIN OKKAR - FATNADURINN, FÆÐIÐ, TÆKIN OG LÍFSMÁTINN /2
■ SÍVAXANDI AÐSÓKN AÐ FULLORÐINSFRÆÐSLU FATLAÐRA/4
■ VÍSINDASKÁLDSKAPUR ÞEGAR NÝTT ÁRÞÚSUND ER í NÁND/6 ■
un í fast eðli kynjanna og hinsvegar svonefndrar
mótunarhyggju sem er m.a. um að konan, karlinn og
öll önnur afbrigði kynjanna séu sprottin úr menning-
unni. Þar eru kyngervin ekki tvö heldur fjölmörg.
Irma Erlingsdóttir og Annadís Greta Rúdólfs-
dóttir hafa efnt til málþingsins Kynstrin öll: sköpun
kynjamunar. Það er á vegum ReykjavíkurAkademí-
unnai- og haldið í JL-húsinu við Hringbraut klukk-
an 16 á morgun. Þær spyrja meðal annars: Er hægt
og er æskilegt að brjótast undan hefðbundnum,
gagnkynhneigðum skilgreiningum á kynjunum?
„Dægurmenningin virðist vera að staðfesta hefð-
bundinn mun kynjanna með því að vísa í eðlið. Ríkj-
andi valdafyrirkomulag er svo réttlætt með eðlis-
hyggju," segir Annadís. „Dægurmenningin viðheld-
ur þeirri kenningu að venjur og hugmyndir kynj-
anna séu náttúrulegar staðreyndir. En af hverju
sprettur þessi tilhneiging á tímum margbreytileik-
ans - kynuslans - að skilgreina kynin á íhaldssam-
an hátt?“
Hvað gerist þegar kynin eru rannsökuð út frá
öðrum sjónarhólum en „ráðandi orðræðu klárra
(menntaðra) hvítra (kristinna) karla sem sitja að
kjötkötlum vestrænnai- menningar“? (Skírnir,
haust 1998, bls. 483).
„Kynferði verðm- skoðað á málþinginu útfrá
nokkrum sjónarhornum," segir Irma Erlings-
dóttir, „eins og kynferði og sjálfsmynd í orðræð-
unni, samruna manna og vélai-, hinsegin fræða
sem storka tvíhyggjunni, og hvernig kyngervið
birtist í athöfnum og gjörningum."
Aðstæður og vald hampa gagnkynhneigða
norminu. En það er aðeins eitt birtingar-
form af mörgum möguleikum og ekk-
ert kyn(gervi) er æðra en annað.
Kyngervi manna er skapað í
menningunni og er ekki í fóstu
formi heldur fljótandi.
A málþinginu verða
Annadís og Irma, Geir
Svansson, Soffia Auður
Birgisdóttir, Úlfhildur
Dagsdóttir, Sigríður
Þorgeirsdóttir og
Þröstur Helgason á
pallborði. Katrín
Sigm'ðardóttir mun
svo flytja inngangs-
erindi um sýningu
sem hún opnar í kjöl-
far málþingsins.
■ Kynin/B8
Morgunblaðið/Asdís
VERÐA þá kyn(strin) öll? Irma, Annadis og Katrm.
Kvika
kynjamunar
HVERNIG birtast kynin í dægur-
menningunni? Hvernig í listum og
hvernig í fræðunum? Hugtökin kyn,
kyngervi (gender) og kynjamunur
birtast gjarnan á annan hátt í fjöl-
miðlum en í listum og fræðum. Oá-
þreifanleg tilhneiging fjöldafram-
leiðslunnar er að festa hefðbundinn
kynjamun í sessi. Það er a.m.k. áber-
andi í auglýsingum, kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum sem
ætlunin er að selja
og sýna um víða
veröld.
Atök milli hug-
myndastrauma
um kynin hafa orð-
ið á þessum áratug. Annarsvegai' hef-
ur borið á afturhvarfi til „horfinnar1
karlmennsku og kvenleika með tilvís-
Morgunblaðið/Sverrrir
HVAR á skala
kynjamunar er þessir?
Svefn heilsa
Sími 581 2233 • Heimasíða www.svefnogheilsa.is
CHIROPRACTIC eru einu heilsudýnurnar sem
eru þróaöar og viöurkenndar af amerísku og kanadísku
kírópraktorasamtökunum
VARIST EFTIRLÍKINGAR
Nýjar þróaðri ameriskar
heilsudýnurfrá
CHIROPRACTIC
Yfir 32 þúsund kírópraktorar mæla með Chiropractic
heilsudýnunum, þar á meðal þeir íslensku.