Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 7

Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 B 7 ELÍN HARTMANNSDÓTTIR Stofnaði spjallrás Trekkara HVAR geymirðu súkkulaðið út- leggst á Star Trek-tungumálinu „NucDaq yneh Dapol“. Elín Hart- mannsdóttir varpaði fram þessari spumingu þegar hún hitti blaða- mann í versluninni Nexus VI á Hverflsgötunni. Hún er mikill aðdá- andi Star Trek sem er vísindaskáld- skapur, upprunninn í Bandaríkjun- um fyrir um 30 árum. Til eru hátt í 500 Star Trek-sjón- varpsþættir, ótal bækur og níu kvikmyndir, auk myndasagna og ýmiss konar leikja. Vinur Elínar, sem er Finni, kann klingonsku, Star Trek-tungumálið, eins og fleiri harðir aðdáendur, en að sögn Elínar er það erfitt mál, afar snúið mál- fræðilega séð. Á forsýningu níundu Star Trek- myndarinnar, sem sýnd er í Há- skólabíói, mætti Elín máluð í fram- an eins og ein af hetjunum í Star Trek og fjöldinn allur mætti í bún- ingum, - sannkallaðir Trekkarar. Elín er ein af fáum stelpum hér- lendis sem er mikill aðdáandi mynd- anna, en hvað er það sem heillar? „Þetta er góð spurning," segir hún hugsi á svip. „Líklega er það þessi skemmtilega lífssýn og bjartsýni sem ríkir í þáttunum. í byrjun hafði ég fordóma, var neikvæð út í Star Trek, en fljótlega fór ég að hugsa; kannski að maðurinn eigi sér von?“ Komið inn á viðkvæm málefni Undanfarið hefur Elín verið að lesa ævisögu leikaranna sem léku í fyrstu þáttunum. „Það er mjög áhugavert,“ segir hún sannfærandi. í þáttunum er komið inn á við- kvæm málefni, að sögn Elínar, til að mynda ástarsambönd fólks af ólík- um kynþáttum og samkynhneigð. „I þætti frá 1967 kyssti svört kona hvítan mann og sá þáttur var bann- FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Draumurinn að leika í geimkvik- mynd LEIKARINN Friðrik, öðru nafni Jón tæknistjóri um borð í geim- skutlunni Hrafninum, hefur eins og gefur að skilja brennandi áhuga á mánanum, stjörnunum og öllu því sem fylgir þama lengst úti í geimi. Áhuginn kviknaði þegar hann var smástrákur, í gegnum kvikmyndir, „og síðan reyni ég alltaf að horfa á myndir sem hafa stjömu sem for- skeyti". Þessu áhugamáli deilir Friðrik ekki með kærastunni sinni. „Hún hefur lítið gaman af þessu, eins og raunin er með margar stelp- ur. Ætli vanti ekki fantasíugenin í þær.“ Friðrik gekk skrefinu lengra ný- lega en hann tekur nú þátt í upp- færslu Leikhússins Iðnó á Hnet- unni, geimsápu. Þar leikur hann Jón tæknistjóra." „Hugmyndin var að gera eitthvað í anda Star Trek- þáttanna. Við kynntum okkur geim- myndir og lásum bækur, meðal ann- ars The Hitchikers’ Guide to the Galaxy og fengum fyrirlestra frá geimvísindamönnum. Síðan æfðum við karakterana en segja má að verkið sjálft verði til á leiksýning- unni en það byggist á spunatækn- inni.“ Af hverju geimleikrit? „Það er bara eitthvað í loftinu, allt virðist stefna í þá áttina, við vildum bara fara 100 ár fram í tímann og horfa á nútímann gagnrýnum augum.“ Lengi hefur verið í gangi fortíð- arhyggja, að mati Friðriks, „fólk hefur viljað hoppa aftur til sjöunda áratugarins svo dæmi sé tekið en nú í árþúsundalok flnnst okkur rétt að Morgunblaðið/Golli ELÍN máluð í framan eins og kvenhetja í Star Trek. aður í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Það þótti ósiðlegt. Þannig era tekin fyrir ýmis málefni, en hver þáttur er sjálfstætt framhald." Stofnuðu spjallrás Trekkara Elín og Heba, vinkona hennar, eiga sameiginlega um 100 Star Trek-bækur og saman stofnuðu þær Star Trek-spjallrás á Netinu sem heitir Cling On. „Heba kynntist þar Finna, sem hún vai-ð ástfangin af, svo hún flutti til Finnlands og hefur búið þar í tvö ár.“ Elín hefur ekki fundið sér kærasta á Netinu en hefur eignast nokkra góða vini, sem hún hefur heimsótt, í Hollandi og Finnlandi. „Þegar ég fór til Hollands fór ég á Star Trek-ráðstefnu og hitti mann- inn sem lék Scottie í fyrstu þáttun- um. Það var gaman en á ráðstefn- unni var rætt almennt um Star Trek og hægt var að bauna spurn- ingum á leikarana." Elín vinnur í ráðhúsinu og segist líklega vera versta tilfelli Trekkara í húsinu við Tjömina. „í eldhúsinu hjá okkur hangir Star Trek-plakat mér til mikillar ánægju en annars er ég orðin nokkuð vön því að fólk hristi hausinn þegar ég opna munninn.“ Odd Stefán Ljósmyndun FRIÐRIK grunar að fantasíu- gen vanti í kvenþjóðina. hoppa fram en ekki afturábak. Við óttumst ekki framtíðina.“ Klístraður af Latexi og mikið málaður Gott væri til þess að vita ef líf væri á öðrum hnöttum, að mati Friðriks, en honum finnst það heldur ólíklegt, vill samt ekki afskrifa neitt. „Því hef- ur verið haldið fram að líf hafi ekki myndast hér á jörðu heldur í geimn- um í mikilli efnasúpu en síðan borist til jarðar sem geimryk. Þannig hafí maðurinn orðið til.“ Friðrik á sér þann draum að leika í geimkvikmynd eins og Stjömu- stríði, „það væri toppurinn", segir hann. „Ef ekki Star Wars þá myndi ég vilja leika í Star Trek, mikið farð- aður og allur klístraður af Latexi." í lokin vekur Friðrik athygli á kunningja sem er geimsjúklingur. Hann heitir Honrik Hoe og er leik- listarnemi sem á sér þann draum æðstan að skjótast beint af Lindar- götunni til Hollywood og leika í Star Trek-mynd. Drengurinn sá kann heilu málsgreinarnar úr Star Wars og Star Trek og getur þulið þær upp fyrirvaralaust. BÚI KRISTJÁNSSON Geimmynda- saga í smíðum MYNDASÖGUR fjalla margar um framtíðina, lífíð úti í geimnum, og Búi Kristjánsson myndskáld og hönnuður er einmitt að semja eina slíka. „Vísindaskáldskápur er mjög skemmtilegt „konsept" sem hefur heillað mig lengi enda má segja að ég sé af svokallaðri Appóllokynslóð, þeirri sem fór fyrst á tunglið. Á þeim tíma voru allir með delluna, pabbi hengdi mynd af geimnum upp í herberginu mínu og sama gilti um aðra stráka. Nú skilst mér hins veg- ar að Pamela Anderson sé notuð þar til ski’eytinga," segir Búi og hlær. Mikil uppsveifla er í myndasögu- gerð í Evrópu og Bandaríkjunum, að sögn Búa, og sögur geim- og vísinda- legs eðlis eiga upp á pallborðið. Búi vill sem minnst segja um geim- myndasöguna sína, telur að það boði ekki gott að tala mikið um skáldverk fyrh’fram en upplýsir að sagan eigi að gerast árið 5000, fyrst á íslandi og síðan úti í geimnum, um borð í geimskipi. Nýverið stofnaði Búi Myndasögu- klúbb Islands sem höfða á annars vegar til fjölskyldna, fólks á aldrin- um 8 til 88 ára og hins vegar aðeins fullorðinna, 16 ára og eldri. Mark- miðið er að gefa út um 20 skáldverk á ári, þar af skal að minnsta kosti eitt vera íslenskt. Stór munur á Evrópu og Bandaríkjunum Búi gerir stóran greinarmun á bandarískum og evrópskum teikni- myndasögum sem gerast í framtíð- inni. „Um er að ræða í fyrsta lagi bandarískar geimsápur eins og Star Trek þar sem hugmyndinni svipar mjög til vinsælla sjónvai-psþátta, Læknavaktarinnar. í öðru lagi eru í Bandaríkjunum gerðir framtíðar- vestrar svokallaðir en Stai’ Wars er dæmi um þá. í þriðja lagi eru það svo evrópsku myndasögumar sem eru mun alvarlegri hugleiðing um framtíðina en þær fyrmefndu, sann- kallaður vísindaskáldskapur þar sem spurt er áleitinna spurninga, heim- urinn er ekki lengur bjartur og um- hverfið tekur stundum á sig súrreal- ískar myndir.“ Frakkar og Japan- ir hafa náð einna lengst í teikni- myndagerð, að sögn Búa, auk Bandaríkjamanna en þar er löng hefð fyrir vísindateiknisögum á borð við Flash Gordon, Star Trek og Star Wars, en nýjasta afsprengið er St- arship Troopers. Séð og heyrt vinsæiasta myndasagan Myndasagan er listform sem ekki hefur náð almennilegri fótfestu hér á landi, að mati Búa. „Skýringin er hugsanlega einangrun landsins en svo virðist sem bókaútgefendur hafí hreinlega ekki áhuga á að gefa slíkt efni út. Myndasögur eru samt sem áður mjög vinsælar hér, eins og dæmin sanna, fólk les mikið Séð og heyrt sem er náttúralega ekkert annað en myndasaga. Myndasögu- klúbbnum er ætlað að bæta úr þess- ari brýnu þörf.“ Margir era haldnir þeim misskiln- ingi að myndasagan sé aðeins fyrir börn og unglinga og að þær séu allar í líkingu við Andrés Önd en svo er al- deilis ekki. „Til er ógrynni mynda- söguflokka, svipað og í bókmenntum eru til sögur fyrir börn og unglinga, grínsögur og ævintýri en einnig al- varlegur skáldskapur af ýmsum toga. Að mati Búa hefur myndasagan undanfarið verið að slíta bamsskón- um, „hún hefur þroskast og er að verða hluti af menningu sem er tekin alvarlega. Að sama skapi er hún af- þreying líkt og aðrir miðlar." ARNAR BIRGIR, ÖRN, HALLGRÍMUR GEIR OG EYÞÓR Stjörnustríð er lífið SKYNDILEGA fylltust húsakynni Eyþórs Jóhannssonar í Mosfells- bænum af alls kyns furðuverum, geimskipum, og skrímslum. Að auki vora mættir félagar hans Arnar Birgir, Örn og Hallgrímur Geir. „Friðurinn er úti,“ hugsaði Eyþór. Fjóimenningarnir eiga það sam- eiginlegt að hafa verið ákafir Stjömustríðsaðdáendur frá bams- aldri en nú eru þeir á milli tvítugs og þrítugs. Gleði og ánægja skein úr augum þeirra þegar upp úr kössum og pok- um vora dregnir gömlu leikfélag- arnir úr Stjörnustríðsmyndunum. „Nei, vá, þennan gæja langaði mig alltaf til að eignast,“ segir Órn, „og þarna er fjólublái töffarinn." Hall- grímur Geir hampar furðuveru sem hann segir vera í miklu uppáhaldi hjá sér. „Tugga eða Chewie er hann kallaður. Hann var með mikið strý á hausnum í gömlu Star Wars mynd- unum en nú er víst búið að snoða hann,“ sagði hann örlítið svekktur. I nýjustu stjörnustríðsmyndinni sem framsýnd verður á næstunni eru allar verurnar mun þéttvaxnari en í þeim gömlu. „Þá vora menn grannir, svona hippalegar týpur, en nú era þetta víst algjör vaxtarrækt- artröll, rosatappar í ræktinni allan daginn,“ segir Örn. Fjórmenningarnir ræða síðan um leikarana í myndunum þremur eins og þeir væru aldagamlir vinir og rifja upp einstök atriði úr myndun- um. „Það er fyndið," segir Eyþór, „maður er ennþá að nota gömlu fra- sana eins og „Luke, I’m your father" og „Yes, my Lord“,“ síðan skellihlær hann og hinir taka undir. Lífið varð ekki samt á eftir Strákarnir gleymdu sér gersam- lega í gömlum minningum, það er synd að ónáða þá en Daglegt líf var orðið eitt spurningamerki og skarst því í leikinn. „Afsakaðu, við eram eiginlega gengnir í barndóm aftur," segir Ey- þór. „Leikföngin era orðin ríflega FJORMENNINGARNIR um- kringdir gömlum helgigripum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson 20 ára gömul sum hver og eru því algjörir dýrgripir," segir hann. „Ég myndi ekki einu sinni leyfa bömun- um mínum að leika með þau, þetta eru heilagir hlutir," segir Örn grafalvarlegur. Félagarnir er greinilega sérfræð- ingar í Star Wars, eins og flestir voru á þeirra aldri sem börn. Árið 1978 var fyrsta myndin sýnd og Arnar Birgir, þá sex ára gamall, var viðstaddur frumsýninguna. Líf mitt varð ekki samt á eftir,“ segir hann. Myndin hafði gífurleg áhrif á mig en leikir okkar strákanna snerust upp frá því um stjörnustríð." „Ég var líka mikill fíkill,“ viður- kennir Hallgrimur Geir, „og safnaði öllu sem hægt er að safna; myndum, geisladiskum og bókum.“ En hvað er það sem heillar? „Það er erfitt að útskýra en í myndunum er hið góða og illa að takast á, þetta er hálfgerð pólitík og mikil tækni- brelluveisla." Hallgrímur Geir segist hiklaust trúa á líf á öðrum hnöttum. „Við er- um ekki einu hræðurnar í alheimin- um. Það er á hreinu." Árangurslaust segist Hallgrímur Geir hafa reynt að koma kærastunni sinni í geimheiminn en hún hafi lít- inn áhuga. Strákamir taka undir með honum og segja stelpur almennt ekki hafa áhuga fyrir þessu. Þegai’ heimsókninni lauk var fjör- ið fyrst að byrja hjá strákunum, þeir héldu áfram í stjörnustríði og skipulögðu út í ystu æsar hópferð á framsýningu fjórðu Stjörnustríðs- myndarinnar. Sjúkrasokkar Fallegir hnésokkar og sokkabuxur í mörgum litum. Forvörn og vdlíðan. tKSTOÐ Alhllða stoötækjasmíbi Trönuhraun 8 • Hafnarfiröi • Sími 565 2885 Lyfia íLágmúla og Stjörnuapótek d Akureyri. sN#1 Ibrcémm Sólheimum 35, sími 533 3634. Allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.