Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 B 5
DAGLEGT LÍF
► SIGRÍÐUR Eyþórsdóttir kenn-
ir leiklist og leikræna tjáningu.
Með Iátbragði og einföldum leik-
munum er kennslustofunni breytt
í Ieikhús þar sem nemendur leika
atvik úr daglegu lífi. „Það má
kenna svo margt með leiklist, t.d.
► VINIRNIR Einar, Gunnar og Vilborg sátu íslensku-
tíma hjá Kristrúnu Guðmundsdóttur og skrifuðu sögur
og ljóð um fólk sem skapar, fólk sem knúsast og fólk sem
nýtur lífsins saman. „Sögupersónurnar eiga sér að sumu
leyti stoð í verunni en okkur finnst líka nauðsynlegt að
geta hafið okkur upp yfir raunveruleikann og verið
frjáls í skáldskapnum," sagði Kristrún kennari og undir
það tóku vinirnir þrír í kringum hana.
► LILJA Rós og Holberg höfðu ný-
lokið bakstri þegar ljósmyndari og
blaðamaður litu inn. Holberg kvað
erfiðast að setja deigið í formið en
tók fram að enginn sandur væri í
kökunum þótt þær kölluðust sand-
kökur. Þegar bakstrinum lauk brá
Lilja Rós sér í hlutverk smur-
brauðsdömu og tókst prýðilega.
► MARGRÉT Björg Þorsteins-
dóttir handmenntakennari var
ánægð með vandvirka nemend-
ur sína, þær Jóhönnu, Hildi og
Eygló Ebbu. Hagnýt og litrík
verkefni nemenda prýða veggi
saumastofunnar þar sem lögð
er áhersla á þroskandi og fjöl-
breytt verkefni frá pottalepp-
um til rúmteppa.
► Á myndlistarnám-
skeiðum Fullorðins-
fræðslunnar er unnið
með vatnsliti, leir,
glermálun og fleira
og séð til þess að allir
fái efnivið sem hæfir
getu. Linda, Anna
María, Ragnhildur
og Unnur voru að
Ijúka skúlpt.úrum úr
leir og vír en þar
sem vinkonurnar
eru fínar með sig
hafði verkið geng-
ið fremur hægt.
Þær vildu nefni-
Iega afdráttar-
laust þvo sér með
reglulegu milli-
bili, enda illa við
að óhreinka sig
við listiðjuna.
'orJtej;
efla fegurðarskyn, draga úr
snertifælni og auka meðvitund
um eigin Ifkama," út.skýrði Sig-
ríður, önnum kafin í hlutverka-
leik með Ásrúnu sem lék biinda
konu.
MATREIÐSLA
Morgunblaðið/Golli
MARÍA Kjeld, skólastjóri Fullorðinsfræðslu fatlaðra, segir góða að-
sókn og ánægju nemenda sanna tilverurétt starfseminnar.
KENNT Á ELLEFU STÖÐUM í BORGINNI
Draumur um
hentugt húsnæði
MARIA Kjeld er skólastjóri Full-
orðinsfræðslu fatlaðra og er á
spjalli við nemendur þegar blaða-
mann ber að garði. „Viltu hjálpa
mér að fylla út umsóknina," spyr
ung kona í tónlistarnámi og Mar-
ía segir ekkert sjálfsagðara. Um-
sóknarfrestur fyrir námskeið
næsta vetrar er til 26. apríl nk.
og því ekki seinna vænna að
verða sér úti um eyðublað.
Nemendur með
misjafna hæfileika
„Fullorðinsfræðsla fatlaðra er
rekin á svipaðan hátt og náms-
flokkar. Nemendur sækja um
þau námskeið sem þeir hafa
áhuga á og reynt er að koma sem
flestum að. Þumalfíngursreglan
er að hver sé ekki á fleiri en
tveimur námskeiðum í einu og
ganga yngri umsækjendur fyrir.
Auk þess hafa þeir forgang sem
sótt hafa færri námskeið, ef útlit
er fyrir að færri komist að en
vilja,“ útskýrir María og dregur
upp námsvísi þar sem hinum fjöl-
breyttustu námskeiðum er lýst.
I Fullorðinsfræðslunni er farið
eftir skólanámskrá og námsvísi,
en að auki er útbúin námskrá
fyrir hvern einstakling. „Nem-
endahópurinn er mjög breiður
og einstaklingarnir misjafnlega á
vegi staddir andlega og líkam-
lega. Af þessum sökum er geta
hvers og eins metin í upphafi
námskeiðs og raunhæf markmið
sett. Skipt er í hópa eftir hæfni
fremur en aldri og eftir því sem
náminu vindur fram er árangur
hvers og eins metinn og nám-
skráin aðlöguð ef þörf krefur.“
Unga fólkið sérlega opið
Margir koma ár eftir ár á nám-
skeið Fullorðinsfræðslunnar og
er áhuga nemendanna við brugð-
ið að sögn skólastjórans. „Hér er
ekki til neitt sem heitir skólaieiði
eða agaleysi. Allir eru áhuga-
samir og mæta vel, sér í lagi
unga fólkið sem er svo dásam-
lega tilbúið til þess að læra eitt-
hvað nýtt. Það hefur alls ekki
fengið nóg af skólasetu þegar
skyldunáminu sleppir og því er
nauðsynlegt að bjóða þeim upp á
frekara nám sem mætir þeirra
eigin getu og kröfum. Mér finnst
sjálfsagt að allir fái tækifæri til
þess að stunda nám við sitt hæfi
og þar sem nemendur okkar eiga
ekki kost á því annars staðar er
augljós þörf fyrir Fullorðins-
fræðslu fatlaðra,“ segir María og
bendir á að síaukin aðsókn sé
besta sönnunin um mikilvægi
starfseminnar. „Starfsemin hefur
breyst mikið frá því við gáfum út
fyrsta námsvísinn fyrir ellefu ár-
um. Nú eru fleiri og ljölbreyttari
námskeið í boði og við reynum að
fara eftir óskum nemenda okkar.
Tvisvar sinnum höfum við sent
spurningalista til aðstandenda og
þar hafa góðar ábendingar kom-
ið fram, þannig að starfið er sí-
fellt í mótun.“
Skemmtilegt og gefandi
Þegar María er spurð um
væntingar og markmið skólans
svarar hún því til að draumarnir
sér margir. „Umfang Fullorðins-
fræðslu fatlaðra er orðið það
mikið að við þráum fyrst og
fremst hentugt húsnæði til þess
að geta sameinað starfsemina að
sem stærstum hluta. Eins og
stendur er skólinn til húsa á
þremur stöðum og kennslan fer
alls fram á ellefu stöðum í borg-
inni. Auðvitað er skóli sem þessi
ekki bara hús, en betri aðstaða
þýddi þó að við gætum unnið
meira og markvissara starf.“
Kennt er í einbýlishúsi í Blesu-
gróf sem keypt var undir starf-
semina fyrir nokkrum árum, húsi
á lóð Kópavogsliælis og í álmu í
Borgarholtsskóla í Grafarvogi.
„Sem dæmi um húsnæðisvandann
má nefna að við höfum notið
ágætrar aðstöðu í Borgarholts-
skóla undanfarin tvö ár, en óvíst *
er hvort við fáum þar áfram inni
þar sem nemendum í Borgar-
holtsskóla er sífellt að fjölga og
þeir þurfa á sínum eigin stofum
að halda,“ útskýrir María. „Það
hefur lengi verið talað um að
leysa húsnæðisvanda okkar en
ekkert orðið úr. Eins hefúr verið
í bígerð að koma okkur á laga-
legan grunn en það hefur heldur
ekki tekist. I orði er skilningur á
þörfum okkar en því miður hefur
staðið á framkvæmdunum."
Þrátt fyrir óvissu um kennslu-
staði á næsta ári eru nemendur
þegar farnir að sækja um og
kennararnir láta engan bilbug á
sér finna. „Okkur hér í starfslið-
inu þykir afar skemmtilegt að
vinna að fullorðinsfræðslunni,"
upplýsir María og bætir svo
feimnislega við: „Og okkur finnst
í einlægni að við séum að gera >
eitthvað gagnlegt."