Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
Framtíðarskáldskapur fjallar um ókomna
tíð úti í hinum stóra og óþekkta geimi.
Hrönn Marinósdóttir kynnti sér vísinda-
skáldskap og ræddi við nokkra aðdáendur.
IVÍSINDASKÁLDSKAP er
horft inn í framtíðina og þar er
að finna, ýmislegt sem mörgum
finnst ólíklegt að verði nokkurn
tímann að veruleika; ofurmenni,
tímaflakkarar, geimverur, já, alls
konar framandi verur og vélmenni.
Framtíðarskáldskapur er listform
20. aldarinnar, bókmenntagrein þar
sem ímyndunaraflinu er gefinn iaus
taumur. Ferðast er frjálslega um í
tíma og rúmi á glitrandi geimskipum
í stjörnuþoku og það er iðandi líf á
. öðrum hnöttum.
Vísindaskáldskapur af ýmsum
toga hefur tekið mikinn fjörkipp
undanfarin ár, mögulega þar sem ár-
ið 2000 nálgast og óljóst hvað 21. öld-
in beri í skauti sér. Enginn veit svar-
ið. Framtíðarkvikmyndir og leikrit
njóta mikilla vinsælda og til er
ógrynni skáld- og myndasagna um
geiminn. Fylgifiskar eru einnig af
ýmsum toga; tímarit, tölvuleikir, spil
og búningar.
Vísindaskáldskapur er líflegur, oft
fyndinn og frjálslegur, hann hefur
engin takmörk og ekkert vit þarf í
skáldskapinn, markmiðið er að vekja
undrun, hrylling, ofsakæti eða
hræðslu. Helst allt í senn. Súrefni
dagsins er því leysibyssur, geim-
skutlur og gervigreind.
Fyrsta vísindakáldsagan
gerist á íslandi
Helsti frumkvöðull á sviði vísinda-
skáldskapar er franski rithöfundur-
inn Jules Verne sem árið 1864 gaf út
bókina Leyndardómai' Snæfellsjök-
uls en svo skemmtUega vill til að hún
gerist að stórum hluta á íslandi:
„Gakk í gíg Snæfellsjökuls, sem
skuggi scartaris kyssir fyrir fyrsta
júlí, djarfi ferðamaður og þú munt
komast í miðju jarðar. Eg gerði
það.“ Þetta er brot úr bókinni sem er
æsispennandi og ævintýraleg ferða-
saga. Franski rithöfundurinn reynd-
ist oft nokkuð sannspár í bókum sín-
t um um margar nýjungar sem litu
dagsins ljós löngu síðar, svo sem kaf-
báta, flugvélar, Sjónvörp og geimför.
Engan hafði órað fyrir að slík tæki
og tól yrðu að veruleika. Ætli hið
sama gildi um ímyndunarvélar, tíma-
flakkara og geimverur?
Fleiri frægir höfundar á þessu
sviði hafa einnig reynst forspáir svo
sem H.G. Wells sem skrifaði Tíma-
vélina árið 1895 en einnig hafa Ray
Bradbury og Isaac Asinov, sem
skrifaði Stálhellar, haft mikil áhrif.
Flestai' vísindaskáldsögur teljast
til afþreyingarbókmennta en margir
rithöfundar hafa einnig nýtt sér
form þeirra til að varpa fram þjóðfé-
lagslegri ádeilu til að mynda Aldous
Huxley, sem skrifaði Brave New
World árið 1932 og George Orwell
sem skrifað 1984 árið 1949.
Með árunum hafa vísindaskáld-
sögurnar orðið gagnrýnni og félags-
lega meðvitaðri. íslenskur rithöfund-
-Wur hefur skrifað vísindaskáldsögur,
Kristmann Guðmundsson, en hann
Himintunglin hafa lengi verið okkur hug-
leikin en líklega sjaldan meira en nú. Nýtt
verði að veruleika? Ætli mögulegt verði að
eyða sumrinu á Litla Birni árið 2699?
k- • '
vrf«V- þ-k-vw- - »* «
Morgunblaðið/Þorkell
í HERBERGI Steina er
stjörnuþoka.
fræði við Háskólann. Námið er eðli-
legt framhald af áhuga hans á geim-
vísindum. „Bækurnar hafa þannig
haft bein áhrif á líf mitt en ég valdi
eðlisfræðina til þess að geta smíðað
geimskip í framtíðinni," segir Steini,
en bætir við, „nei, annars, ég veit
það ekki, ætla maður sjái ekki bara
til, en margir af bestu höfundum vís-
indaskáldsagna hafa eðlis- eða efna-
fræðimenntun."
Steini hefur lengi haft áhuga á
vísindabókmenntum, alveg frá því
hann var smágutti, en faðir hans
kveikti áhugann. „Pabbi var alltaf að
lesa vísindaskáldsögur og lánaði
mér þær síðan.“ Móðir Steina hefur
hins vegar engan áhuga á slíku en
systir hans þó nokkurn. „Hún les
stundum bækurnar mínar en hættir
ef henni finnst eitthvað ógeðslegt,
eins og til dæmis þegar fiktað er
með gen. Hún vill ekki vita af heimi
sem er sjúkur en gæti verið veru-
leiki, eins og til dæmis ef foreldrar
færu að breyta börnum sínum svo
þau líktust kvikmyndastjörnum."
Takmark hans er að lesa allar
bestu vísindaskáldsögurnar „en lík-
lega næ ég því ekki því þetta er stór
markaður". I framtíðinni hefur
Steini jafnvel hugsað sér að skrifa
eina vísindaskáldsögu eða svo. „Já,
það gæti vel hugsast, ef ég fæ góða
hugmynd."
árþúsund er í uppsiglingu og hver veit
nema heimsóknir til fjarlægra stjarna
skrifaði Ferðin til stjarnanna árið
1959 undir dulnefninu Ingi Vítalín.
Stór aðdáendahópur
hérlendis
Á íslandi er aðdáendahópur vís-
indaskáldskapar stór og fer vaxandi
að sögn kunnugra. Ógrynni ungs
fólks fylgist af áfergju með Star
Trek sjónvarpsþáttunum og fer í
kvikmyndahús til að berja geiminn
augum. 1 háskóla í Kaliforníu er
meh-a að segja kenndur kúrs um
Stai' Trek af virðulegum prófessor.
Fjórðu Star Wars kvikmyndarinn-
ar er beðið með mikilli óþreyju en
haft hefur verið á orði að endurkoma
George Lucas, framleiðanda kvik-
myndanna, sé sú mesta í mannkyns-
sögunni á meðan Jesús Kristur læt-
ur ekki sjá sig. Þeii' allra hörðustu
hafa ákveðið að fara til Ameríku,
beint á frumsýninguna 19. maí, en
talið er að myndin verði sýnd hér í
ágúst og það finnst mönnum ansi
seint.
íslenskt framtíðarleikrit
á fjölunum
Fyrir nokkru var frumsýnd hjá
Leikhúsinu Iðnó, Hnetan geimsápa
sem er óður til vísindaskáldskapar
þar á meðal Star Wars og Star Trek.
Sýningar hafa gengið vel enda er
gaman að ganga inn í gamalt leikhús
og hverfa fram um 100 ár, vera allt í
einu staddur um borð í geimskipi
ásamt Kafteini Klöru og áhöfn henn-
ar.
Að auki er fjöldinn allur af ungum
Islendingum, sértaklega af sterkara
kyninu, sem gleypir í sig vísinda-
skáldsögur og kaupir myndablöð en
þau er m.a. að finna í versluninni
Nexus VI þar sem Gísli Einarsson
ræður ríkjum.
„Fólk er alveg á kafi í þessu,“ seg-
ir Gísli, „margir eru að spá í hluti
eins og: hver erum við og hvaðan
komum við. Erum við kannski geim-
verur?“ spyr Gísli en býst ekki við
svari.
„Vísindakáldskapur reynir að
varpa ljósi á nútímann, finna lausnir
á vandamálum sem við glímum við í
dag,“ heldur Gísli áfram, „Star Trek
er til að mynda útópíuhugmynd,
draumalandið, en einnig eru til
dystópíuhugmyndir í vísindaskáld-
skap, þar sem heimurinn er allur í
rúst, heimsendir í nánd. Dæmi um
það er myndin Blade Runner. Segja
má að vísindaskáldskapur sé ákveð-
inn raunveruleikaflótti."
En af hverju telur Gísli hann
höfða meira til karla en kvenna.
„Kannski hafa strákar fjörugra
ímyndunarafl," segir hann, „annars
eru stelpur almennt hrifnar af kvik-
myndum í þessum anda en strákar
lesa fremur bækur og blöð en
þær.“
Jæja, Gísli, eigum við ekki
að hætta þessu masi og taka
stefnuna út í geim? Fram-
tíðin bíður.
Ferðast er
frjálslega
um í tíma
og rúmi á
glitrandi
geimskipi
STEINI GEIMVERA
Ætlar að
smíða
geimskip
DAGLEGT líf vakti
Steina geimveru einn
morguninn fyrir skömmu
af værum svefni. „Fynd-
ið, mig var einmitt að
dreyma að hringt yrði í
mig og ég spurður hvaða
bók ég væri að lesa,“
j segir hann syfjulega.
Steini heitir Aðal-
steinn Guðmundsson,
en er oft kallaður Steini
geimvera sökum áhuga
á vísindaskáldsögum.
I Hann lifir stundum í
draumaheimi, sökkvir
| sér ofan í bækur sem
fjalla um geiminn og
| framtíðina. „Skáldsög-
urnar eru spennandi
og þær eru upp-
spretta nýrra hug-
mynda. Oft langt á
undan samtíðinni,“
segir Steini. „Það er
skemmtilegt að lesa
um hluti sem koma manni á
óvart en eru ekki einfaldir og
fyrirsjáanlegir eins og í öðrum
skáldsögum.“ Sumar hug-
myndir verða líklega aldrei að
veruleika, að mati Steina, en
ýmislegt hefur ræst sem
fyrst kom fram í vísinda-
skáldskap, til að mynda klón-
un lífvera.
Nú er Steini geimvera að
lesa Riddara hringborðsins,
en sem góða vísindaskáldsögu
nefnir hann Tímavélina eftir
H.G. Wells og Brave New
World eftir Aldous Huxley.
Börnum breytt
í kvikmyndastjörnur
Klukkan er að verða tíu
og Steini er á leið í skólann
en hann leggur stund á eðlis-