Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sumar lausnir eru betri en aðrar
Hringdu
Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • C 898 4332
4iTEMPUR-PEDIC
Heilsunnar vegna
Faxafeni 5 » 108 Rvk ■ Simi:588-8477
SUMAR
ALLA DAGA
Sumarið er í Soldis. Blómstrandi potta-
plöntur, afskorin blóm og silkitré, auk
blómapotta, kerta og fallegrar gjafavöru.
Soldis er sérverslun með silkitré og silkiblóm,
plöntur sem líta út fyrir að vera raunverulegar, eru
sígrænar og alltaf jafn fallegar en þurfa hvorki
vatn né aðra umhyggju. Þú getur valið um margar
tegundir trjáa og blóma í öllum stærðum og verð-
flokkum. Komdu í verslunina [ Kirkjuhvoli (við
Dómkirkjuna) og líttu á úrvalið.
Opið
mán.-fös. kl. 12-18
lau. kl. 11-14
Sími 551 2040
DAGLEGT LÍF
ERU hendurnar of vel snyrtar? Myndir eftir Eirúnu Sigurðardóttur.
Kynin ru
saman reytunu
Eru kynin örugglega tvö? Sýning um
kyngervisusla á sér ekki hliðstæðu í
sögu íslenskrar myndlistar. Gunnar
Hersveinn var á gægjum fyrir opnun
hennar í JL-húsinu og hitti Katrínu
Sigurðardóttur sem valdi verkin.
Morgunblaðið/Porkell
LATEXGERÐUR blúndudúkur eftir
Vilhjálm Vilhjálmsson.
KYNSTRIN öll: sköpun kynja-
munar - er annarsvegar sýn-
ing og hinsvegar málþing.
Sýningin er um kyn, kyngervi og
kynjamun, en verkin eru valin af
Katrínu Sigurðardóttur. Hún valdi
ijósmyndii- eftir Eirúnu Sigurðar-
dóttur, Helgu Þórsdóttur og Sólrúnu
Jónsdóttur, skúlptúra eftir Hildi
Bjamadóttur og Vilhjálm Vilhjáhns-
son og myndband eftir Jón Sæmund
Auðarson og annað um keppnina
dragdrottning Islands 1998.
Listamennimir bjuggust aldrei
við að vera saman með verk á sýn-
ingu um kyngervi og þeir vom ef til
vill með hugann við annað en kynja-
mun þegar þau voru unnin - en á
þessari sýningu em þau um kynin
öll. Á sýningunni getur áhorfandinn
glímt við margar spurningai’ um
kynin og ef til vill fara hefðbundnar
skilgreiningar úr skorðum í hugum
fólks.
Birtingarform kyngerva (gend-
er) eða kynusli, hugsanlegur óstöð-
ugleiki kynjanna og óvissa um
merkingu hefur ekki áður verið til
umfjöllunar á sýningu á íslenskri
myndlist. Kyngervi merkir menn-
ingarbundið kyn, andstætt líffræði-
legu kyni (sex). Kyngervi eru ekki
tvö heldur mörg.
Ég hlusta á Katrínu segja frá
verkunum. Ég hlusta og sé með eig-
in augum og annarra, til dæmis
mynd tekna um auga myndavélar-
innar af auga Ijósmyndarans (Sól-
rún Jónsdóttir) af barni í bakgrunni
sem horfir á föður sinn mála sig fyr-
ir framan spegil. Myndin í speglin-
um sést ekki en þar leynast margir.
Verkin
1. Hvað gerist þegar karlmaður
vinnur með kvenlegar hefðir í list-
um? Vilhjálmur Vilhjálmsson á
blúndudúka úr latex-efni á sýning-
unni. Þeir eru grófgerðir en ekki fín-
legir eins og hefðin býður. Latexið er
iðnaðarefni sem frekar tengist störf-
um karla en hið hefðbundna iðnaðar-
efni kvenna, bómull, silki eða ull.
2. Getur heklaður blúndudúkur
komið fólki í opna skjöldu? Hildur
Bjarnadóttir lærði hannyrðir af for-
mæðrum sínum. Hún hefur neglt
stóran silfraðan blúndudúk upp á
vegg. Hann gæti hafa verið gerður í
saumaklúbb (sewing circle) en heit-
ir skothringur (shooting circle).
Dúkurinn birtir natni og þolinmæði
en ef gestir fara nær honum til að
skoða „svanina“ bregður þeim
sennilega í brún. Ef til vill leynist
eitthvað þar úr heimi karlmannsins.
3. Getur karl verið kona á kvöld-
in? Sólrún Jónsdóttir er með
myndasyrpu af klæðskiptingum á
SKOTHRINGUR (hluti) Hildar Bjarnadóttur úr silfurgarni.
LJÓSMYND af ljósmynd af dreng sem horfir á föður sinn búa sig und-
ir kvöldið fyrir framan spegil. Eftir Sólrúnu Jónsdóttur.
sýningunni. Myndirnar eru teknar í
heimahúsi og eru af vinum sem
kiæða sig upp einhver kvöld vikunn-
ar. Einn einstaklingurinn er fjöl-
skyldufaðir. Á mynd má sjá konuna
hans og á annarri son. Hvert er kyn
hans og hver er munur kynjanna?
Hvert er kyngervið?
4. Er gínan skjaldarmerki hins
kvenlega gervis? Helga Þórsdóttir á
röð af ljósmyndum af gínum á sýn-
ingunni. Þær eru á plakötum og
með texta. Gína er handa fjöldan-
um, plakat er handa fjöldanum.
Myndavélinni er beint að höndum
„kvennanna" og hefur Helga flett
upp í lófalestursbókum til að túlka
persónuleika þeirra. Dæmi: „Full-
komlega fögur hendi, bendir til and-
legra hæfileika, idealisma og er
áskapað klausturlíf." „Hendi með
langa og oddmjóa fingurgóma bend-
ir til yfirnáttúrulegra hæfileika."
Hugmynd: Kynin eru vegin og met-
in eftir líkamsgerð. Fólk les fólk af
líkama þess; höndum þess, andliti.
Er gínan frummynd konunnar?
5. Hvar er konan? Eirún Sigurð-
ardóttir er með samstæðar Ijós-
myndir af karlmanni við skrifborð
að skrifa undir samning. Hann
minnir á forstjóra en allt í einu opn-
ast áhorfandanum sýn: Það er eitt-
hvað bogið við kyngervið. Hendum-
ar eru of vel snyrtar.
6.-7. Myndbönd sem ég hef ekki
séð. Annað heitir Oður og er eftir
Jón Sæmund Auðarson. Það sýnir
karlmann í peysufötum kveða vísur
fyrir munn kvenna og karla. Hitt er
heimildarmynd um keppnina
Dragdrottning íslands.
Utan á og innan í
Sýningin er utan á og innan í einu
herbergi á fjórðu hæð hjá Reykja-
víkurakademíununni í JL-húsinu
Hringbraut 121. Hún er um
kyntvenndina en reytunum hefur
verið ruglað meira saman en oft áð-
ur og hugtökin um karlinn og kon-
una geta farið að vefjast fyrir gest-
um. Hefðbundnar skilgreiningar
nema staðar og kyngervisuslinn fer
af stað. Sýningin er opnuð kl. 18 á
morgun og stendur til 2. maí.