Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 2
2 B LAUGAKDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ BADMINTON Badmintonkennarinn Gúnther Huber segir áhuga fyrir íþróttum meiri á íslandi en í Þýskalandi Börnin eru hörð aff sér og gefast ekki upp Gunther kom hingað til lands í lok janúar á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar, sem hafði veitt Badmintonsambandi íslands styrk á vegum Olympíusamhjálp- arinnar til uppbyggingar á íþrótt- inni. „Eg hef unnið fyrir Alþjóða badmintonsambandið í margvís- legum þróunarverkefnum tengd- um badmintoníþróttinni víða um heiminn undanfarin ár og fannst kjörið að fara til íslands þegar það bauðst og kynna badmintoní- þróttina fyrir landsmónnum," sagði Giinther sem kom hingað til lands í lok janúar. Hann kveðst hafa þekkt til íslenskra badmint- onspilara, meðal annars í gegnum starf sitt hjá þýska og svissneska badmintonsambandinu áður en hann kom til landsins, en hafi einnig reynt að afla sér einhverr- ar þekkingar um landið áður en hann hélt af stað. Veðráttan kom á óvart „Ég hélt að ég hefði lesið mér vel til um land og þjóð og væri því í stakk búinn að takast á við þetta verkefni, en síðar kom í ljós að bækurnar gátu engan veginn und- irbúið mig fyrir ferðir út á lands- byggðina. Eg hef aldrei lent í öðru eins veðri og ég hef gert á tíðum ferðum mínum um landið. Eg lenti í stórhríð, varð innlyksa UM HELGINA Körfuknattleikur Úrslit karla, þriðji leikur: Keflavík: Keflavík - Njarðvík ..........20 Úrvalsleikur: Laugardagur: Valshús: Unglingalandslið karla leikur við úrvalslið frá skólum á New Englandsvæðinu í Bandaríkjunum kl. 16. Handknattleikur tirslit karla, fyrsti leikur: Sunnudagur: Varmá: Afturelding - FH ...........20.30 Undanúrslit kvenna, þriðji leikur: Laugardagur: Framhús: Fram - FH ................16 Taekwondo íslandsmótið í taekwondo fer fram í Fjölnis- húsinu í dag kl. 10. Úrslit í flokkum fara fram kl. 12.30 til 14.30. Pílukast íslandsmótið fer fram í Laugardalshöllinni um helgina - keppni hefst kl. 13 f dag og á morgun, sunnudag. Knattspyma Deildarbikarkeppnin: Laugardagur: Ásvellir: Fram - Haukar ..............11 Leiknisvöllur: Breiðablik - Leiknir R. . . .11 Ásvellir: Sindri - Magni...............13 Leiknisvöllur: Leiftur - Selfoss.........13 Ásvellir: Stjarnan - KR...............15 Leiknisvöllur: Léttir - Reynir S.........15 Sunnudagur: Leiknisvöllur: Afturelding - ÍR.........11 Kópavogsvöllur: Hvöt - Fjölnir.........13 Ásvellir: FH - Leiftur ................13 Leiknisvöllur: Skallagrímur - Njarðvík . .13 Ásvellir: Fylkir - íA..................15 Ásvellir: Keflavík - Valur..............17 Badminton Varmót TBR verður haldið í TBR-húsinu um helgina. Keppni hefst kl. 10 í dag, úrslit verða kl. 13 á morgun, sunnudag. Borðtennis Loka Grand prix mót BTÍ fer fram í TBR- húsoinu á morgun, sunnudag, kl. 11.30. Úr- slitaleikir verða kl. 14. Þjóðverjinn Gúnther Huber, lagði að baki um 5.000 km á ferð um þjóðvegi landsins í vetur til þess að kynna badmintoníþróttina fyrir landsmönnum. Gísli Þorsteinsson ræddi við Giinther sem segist hafa barist við óblíð náttúruöflin á ferð sinni um landið. vegna snjóflóða og þurfti að keyra á glerhálum þjóðvegum landsins," segir Giinther og telur sig nú margs vísari um íslenskt veður- far. „Ég viðurkenni að í upphafi var ég ekki nægilega vel búinn til aksturs á vegum úti á landi og gerði mér ekki grein fyrir að hér er nauðsynlegt að hafa úlpu til taks á veturna vegna þess að allra veðra er von. Þegar ég var á leið- inni til Egilsstaða festi ég bílinn í snjóskafli á Fjarðarheiði og hafði ekki einu sinni skóflu til þess að moka snjóinn frá dekkjunum. Að- stæður voru slæmar, skyggni lé- legt og snjónum kyngdi niður. Ég beið í klukkutíma þar til bíll ók hjá og ökumaður hjálpaði mér að losa bílinn minn. Mér tókst að komast klakklaust til Egilsstaða og eitt af því fyrsta sem ég gerði var að fá bfl með fjórhjóladrifi. Upp frá því komst ég allra minna ferða án vandræða, en þurfti eitt sinn að dvelja lengur á Siglufirði en ég ætlaði vegna þess að snjóflóð hafi fallið yfir veginn." íslensk börn hörð af sér Giinther fór í alla fjórðunga landsins, bæði akandi og með flug- vél, og dvaldist oft nokkra daga á einstökum stöðum. Hann segist í fyrstu hafa undrast hvernig lands- byggðarfólk gat búið í svo nánum tengslum við óblíð náttúruöflin. „Ég skildi ekki hvað það var sem rak fólk til þess að búa á afskekkt- um stöðum því stundum var vart hægt að fara út vegna óveðurs. En þegar ég kynntist fólkinu betur og lífsháttum þeirra gat ég ekki ann- að en dáðst að því, ekki síst börn- unum sem gátu leikið sér úti í snjókomu og hvassviðri. Ef það gerði vont veður í Þýskalandi væru foreldrar fljótir að setja börnunum stólinn fyrir dyrnar og halda þeim innandyra. Veðráttan hefur mótandi áhrif á Islendinga og börnin þeirra eru hörð af sér og gefast ekki upp. Það er gott veganesti fyrir þá sem ætla sér að komast áfram í íþróttum," segir Gunther sem kvaðst ánægður með hve íslensk börn og unglingar væru hrifín af íþróttum. „I hverj- um einasta bæ sem ég kom til var íþróttahús og allir á kafi í íþrótt- um. Heima í Þýskalandi er áhug- inn ekki nærri eins mikill." Kenndi hundruðum barna badminton Giinther segist hafa lagt að baki um 5.000 km um þjóðvegi landsins og kennt um eitt þúsund börnum og hundruðum fullorðinna að spila badminton. „Á sama tíma stuðlaði ég að stofnun fimm félaga, sem stunda spaðaíþróttir. Einnig fór ég til Laugarvatns til að kenna nemendum við íþróttaskólann badminton og undirbúa námskrá fyrir kennslu í íþróttinni." Giinther segir það í sjálfu sér einstakt að í um 100 þúsund manna borg eins og Reykjavík skuli vera til jafn stórt félag og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er. „Hins vegar tel ég að hægt sé að kynna íþróttina betur fyrir borgarbúum og lands- byggðarfólki og hvetja það til þess að stunda badminton meira en gert hefur verið. Eg veit að bad- „ÉG hélt að ég hefði lesið mér vel til um land og þjóð og væri því í st gátu engan veginn undirbúið n Fékk 1,4 milljónir kr. í styrk BADMINTONSAMBAND fs- lands er meðal fyrstu fþrótta- sérsambanda í heiminum til þess að hljóta styrk frá Ólymp- íusamhjáipinni, sem er hluti af Alþjóða ólympíunefndinni. Sérsambönd geta sótt um þrenns konar styrki frá Ólymp- íusamhjálpinni. I fyrsta lagi er hægt að sækja um styrk til þess að senda þjálfara í almennt íþróttanám erlendis, senda þjálfara í sérhæft nám eða fá erlenda þjálfara til þess að kenna heimamönnum viðkom- andi íþrótt. Iþróttasamband Islands sótti um styrk fyrir Badmintonsam- band íslands á síðasta ári og hlaut sambandið 20 þúsund dollara, eða um 1,4 milljónir ís- lenskra króna. Nýtti Badmint- onsambandið styrkinn til þess að fá Giinther Huber, fyrrver- andi þjálfara V-Þýskalands og Sviss, til þess að kynna fþrótt- ina fyrir landsmönnum. I minton á erfitt uppdráttar í smærri bæjarfélögum því boltaí- þróttir eru vinsælli en forráða- menn Badmintonsambands ís- lands geta gert áætlanir um hvernig þeir geta aukið veg íþrótt- arinnar. Ein leiðin er að gera bad- mintoníþróttina hluta af námsefni nemenda á Laugarvatni. Einnig sé ég fyrir mér að hægt sé að gera innra starf BSÍ markvissara, ekki síst gagnvart yngri flokka starfi. Með aðeins markvissari vinnu- brögðum væri hægt að ná betri árangri en náðst hefur hingað til. Ég vonast til að koma aftur í haust til að ljúka verki mínu." Leikmenn vantar sjálfstraust Gunther segist hafa verið tals- vert með badmintonfólki á höfuð- borgarsvæðinu og telur að margir ungir spilarar eigi framtíðina fyrir sér. „Ég get nefnt unga og efni- lega leikmenn eins og Svein Sölva- son, Söru Jónsdóttur, Rögnu Ing- ólfsdóttur. Ef þau geta einbeitt sér að því að leika badminton á næstu árum er ætíð möguleiki á að þau geti náð langt. En þau verða fyrst og fremst að hafa trú á að getan sé fyrir hendi. Þau þurfa að læra betri tækni og hafa ein- hvern til þess að stappa í þau stál- inu. Eg veit ekki hvernig sam- bandi landsliðsþjálfarans við unga landsliðsmenn er háttað, en ég hef á tilfinningunni að samskiptin séu ekki nægilega mikil." Á ferð og flugi Giinther lék badminton á yngri árum, áður en hann gerðist þjálf- ari. Hann vfll ekki gera mikið úr árangri sínum sem leikmaður og segist aldrei hafa náð langt á al- þjóðlegan mælikvarða. Hann hóf þjálfun félagsliða á 8. áratugnum, varð landsliðsþjálfari V-Þýska- lands árið 1984 og undir hans stjórn náði liðið nokkrum sinnum silfur- og brqnsverðlaunum á Evr- ópumótum. Arið 1988 tók hann að sér þjálfun svissneska landsliðsins og vann að uppbyggingu badmint- oníþróttarinnar þar í landi fram til ársins 1992. Þá hélt hann á ný til Þýskalands og hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá þýska bad- mintonsambandinu og unnið að útbreiðslu badmintoníþróttarinn- ar víðs vegar um heiminn, í Evr- ópu, Asíu og Afríku. Giinther lætur sér ekki nægja að ferðast landa á milli til að kynna badmintoníþróttina, hann heldur áfram þjálfun landsliða og hefur nú tekið að sér þjálfun búlgarska landsliðið fyrir fyrir HM, sem haldið verður í Kaup- mannahöfn í byrjun maí. Hann segir að fjölskylda sín sé vön að hann sé á sífelldum ferðalögum. „Eg á tvo syni sem eru fluttir að heiman og konan mín er í anna- sömu starfi sem skólastjóri. Mín er því ekki mikið saknað á meðan ég er að heiman. Þegar ég kem heim segi ég fjölskyldunni síðan sögur frá framandi löndum sem ég tel mig gæfusaman að fá að heim- sækja." Giinter segist fara frá íslandi reynslunni ríkari um land og þjóð. „Ferð mín hingað til lands hefur verið ánægjuleg í flesta staði og ég tel mig hafa kynnst íslending- um vel á þessum stutta tíma sem ég hef dvalið hér á landi því ég hef farið inn á heimili fólki og kynnst lífi þess, sem er meira en flestir ferðamenn fá nokkurn tímann að gera. íslendingar virka fjarlægir í fyrstu en við nánari kynni eru þeir vinalegir og afar hjálplegir. Sem dæmi má taka þegar ökumaður bjargaði hjálpaði mér að losa bíl- inn minn úr snjóskafli í blindbyl á Fjarðarheiði. Þjóðverjar eru öðru- vísi að þessu leyti og rétta ekki eins auðveldlega fram hjálpar- hönd ef einhver lendir í sambæri- legum vandræðum. Mér finnst einnig áhugavert hve nánum böndum íslendingar eru tengdir náttúrunni. Fólkið á landsbyggð- inni er sífellt að taka ákveðna áhættu í sambýli sínu við náttúr- una. Þennan hugsunarhátt hef ég tileinkað mér á ferðum mínum um misgóða vegi landsbyggðarinnar í misjöfnu veðri og fer heim reynsl- unni ríkari," segir Gunther. < <* A 4. bi m B S f> el 3. fe S ai hi G js hl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.