Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1999
ÞRIDJUDAGUR 20. APRIL
BLAÐ
Einar dansk-
ur meistari
DANSKA blakliðið Gentofte,
sem Einar Signrðsson, fyrr-
verandi leikmaður Stjörn-
unnar úr Garðabæ, leikur
með, gerði það gott um helg-
ina. Liðið lagði Kaupmanna-
hafnarliðið Holte í úrslita-
keppninni og tryggði sér þar
með Dannierkurmeistaratitil-
inn. Urslitin teljast, söguleg
þar sem lið Holte hefur unnið
meistaratitilinn frá því 1986
utan einu sinni þegar
Gentofte vann í fyrsta skipti
1996. Gentofte kemur til Is-
lands og tekur þátt í afmælis-
móti Þróttar R. 8.-10. maí.
Tveir hættir
hjá Víkingum
ÁSGEIR Halldórsson, sem
gekk til Iiðs við Víkinga í vet-
ur, er hættur hjá liðinu.
Hann gerði tveggja ára
samning við liðið í vetur, en
hefur ekki æft með því að
undanförnu. Ásgeir vildi ekki
tjá sig um ástæður þess að
hann hætti hjá liðinu í sam-
tali við Morgunblaðið. Ásgeir
lék með Fram og Breiðabliki
áður en hann gekk til liðs við
Víkinga.
Jakob Hallgeirsson er
einnig hættur hjá Víkingum,
en hann kom frá Skallagrími
í vetur og hyggst snúa aftur
á heimaslóðir.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
TEITUR Örlygsson og samherjar hjá meisturum Njarðvíkur réðu ekki við Keflavík í þriðja leik liðanna.
Hér kemst Teitur ekki áleiðis að körfu Keflvíkinga - Damon Johnson og Fannar Ólafsson eru til
varnar. Keflavík er yfir 2:1 í meistaraeinvígi fyrir fjórða leik liðanna, sem fer fram í Njarðvík í kvöld.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Guðrún byvjjar keppni
í Brasilíu og Japan
essi hásinameiðsli eru orðin ár-
viss hjá mér, það liggur við að
ég geti skráð þau fyrirfram inn á
daga- talið hjá mér,“ sagði Guðrún
Arnardóttir, íslandsmethafi í
sprett- og grindahlaupum, en hún
hefur dvalist við æfingar í Athens í
Bandaríkjunum í vetur og verður
þar áfram næsta mánuðinn.
„Undir lok mars fór ég að flnna
fyrir eymslum í hásinunum og ég er
rétt að ná mér á strik um þessar
mundir, þar með er ég að vona að
það versta sé yfirstaðið. Ég skil
bara ekki hvernig á þessu stendur
ár eftir ár, ef svo væri stæði ég ekki
í þessum sporum. Ólíkt síðustu ár-
um þá finn ég nú fyrir í báðum
hásinum, en hingað til hafa eymslin
verið öðru megin.“
Eymslin settu strik í æfingaáætl-
un Guðrúnar, en hún sagðist vonast
til þess að geta unnið það eitthvað
upp á næstunni skánuðu hásinarnar
eins og margt benti til.
Guðrún keppti í 800 metra hlaupi
á móti Athens um liðna helgi og
kom fyrst í mark á 2.13,66, sem er
næn-i hennar besta, en Guðrún seg-
ist hafa hlaupið 800 metra á mótum
undanfarin vor. „Ég fann ekkert
fyrir í hásinunum í þessu hlaupi,
sem betur fer.“
Vegna eymslanna sagðist Guðrún
ekki vera nógu sátt við þá tíma sem
hún hefði hlaupið á mótum að und-
anförnu, en allt hefðu það verið
styttri hlaup en 400 metra grinda-
hlaup, sem er hennar sérgrein.
Keppir í Ríó um helgina
Formlegt keppnistímabil hefst
hjá Guðrúnu næsta laugardag
þegar hún hleypur 400 metra
grindahlaup á stigamóti Alþjóða
frjálsíþróttasambandsins sem
fram fer í Rio de Janeiro. í næsta
mánuði keppir hún á stigamótum í
Osaka í Japan, Quatar og í St.
Louis í Bandaríkjunum áður en
hún tekur þátt í Smáþjóðaleikun-
um í Liechtenstein eftir rúman
mánuð.
„Ég renni alveg blint í sjóinn á
mótinu í Brasilíu um næstu helgi.
Það er fyrsta alvöru mótið á árinu
og því ekki hægt að reikna með því
að maður nái sínu besta,“ sagði
Guðnín. „En ég vænti þess að
hlaupið verði nokkuð sterkt."
ÓLAFUR STEFÁNSSON EVRÓPUMEISTARI MEÐ MAGDEBURG / B8
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1. 5 af 5 0 3.381.270
2. 4 af 5+t$$s? 3 105.670
3. 4 af 5 60 9.110
4. 3 af 5 2.015 630
ÞREFALDUR
1. VINNINGUR Á
LAUGARDAGINN
Jókertölur vikunnar
9 3 9 8 3
Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann
5 tölur 0 1.000.000
4 síðustu 0 100.000
3 síðustu 13 10.000
2 síðustu 112 1.000
VINNINGSTOLUR
MIÐVIKUDAGINN
I 14.04.1999
AÐALTÖLUR
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1. 6 af 6 1 38.673.820
2. 5 af 6 + búnus 1 3.279.780
3. 5 af 6 7 38.850
4. 4 af 6 234 1.840
3. 3 af 6+ bónus 479 380
Alltaf á
míðvikudögun
Upplýsingar:
Lottómiðarnir með bónusvinningun-
um sl. laugardag voru keyptir í sölu-
tuminum Allra best við Stigahlíð í
Reykjavík, Siglósportí á Siglufírði og
versluninni Báru í Grindavík.
Vikingalottó
Bónusvinningurinn kom á miða frá
Snævarsvídeói við Höfðabakka 1,
Rvik. Ath. að einungis 1. vinningur
er sameiginlegur með þátttakendum
á Norðurlöndum. Aðrir vinningar,
þ.m.t. bónusvinningurinn, eru
heimavinningar og dreifast ekki á
milli landa.
Upplýsingar í síma:
568-1511
Textavarp:
281, 283 og 284
í þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta
Birt með fyrtrvara um prenlvillur