Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 7
H MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 B 7t KNATTSPYRNA ¦ Noregur Lilleström - Rosenborg .. Bodö/GIimt - Strömsgodset Kongsvinger - Moide .... Odd Grenland - Stabæk .. Tromsö - Brann ........ Moss - Viking .......... Skeid - Valerenga....... Staðan: Molde.............2 Lilleström .........2 OddGrenland ......2 Bodö/Glimt ........2 Valerenga .........2 Rosenborg.........2 Stabæk ...........2 Tromsö ...........2 Viking ............2 Strömsgodset ......2 Kongsvinger .......2 Brann ............2 Skeid .............2 Moss .............2 Danmörk AB Kaupm.höfh - Vejle ... B-3 Kaupm.höfn 0 Silkeborg Herfolge - Lyngby ....... Viborg - FC Kaupm.höfn .. Árhus Fremad - Bröndby . AaB Álaborg - AGF Arhus . Staðan: AB Kaupm.hðfn ... 23 14 AaB Álborg .......23 12 Bröndby .........23 14 Lyngby ..........23 10 FCKaupm.höfn ...23 9 Vejle ............23 Silkeborg .........23 Herfólge .........23 AGFÁrhus .......23 Viborg ...........23 Arhus Fremad .... 23 B 93 Kaupm.höfn ..23 Grikkland Veria - Pyrgos ................. Kavala - Iraklis Thessaloniki ..... Panelefsiniakos - Proodeftiki Piraeus Aris Thessaloníki - Xanthi ........ Ionikos - Olympiakos Piraeus ..... OFI Heraklion - Panionios Athens . AEK Athens - PAOK Thessaloniki . Apollon Athens - Ethnikos Astir ... Staðan: Olympiakos .......26 21 AEKAthens ......26 19 Panathinaikos .....25 17 PAOK ...........26 13 Xanthi ...........26 12 ArisThessaloniki ..26 13 OFI Heraklion .... 26 13 Ionikos...........26 11 Iraklis ...........26 11 Kavala ...........26 10 .3:2 .3:1 .2:3 .3:2 .5:0 .0:2 .0:2 6 6 4 4 3 3 3 3 3 0 0 0 0 .2:0 .9:1 .0:2 .1:0 .1:3 .2:1 4 37: 2 48: 7 52: 7 33: 6 42: 10 36: 6 34: 7 27: 9 28: 12 39: 14 33: 18 14: 16 47 27 45 26 44 39 36 36 35 34 31 35 31 24 30 38 28 .44 25 :49 17 .55 9 ..0:0 ..2:0 ..0:1 ..1:2 ..1:3 ..2:0 ..2:0 ..2:2 .. 26 10 Ethnikos Astir Apollon Athens .... 26 Paniliakos Pyrgos .. 26 Panelefsiniakos -----26 Panionios Athens .. 26 Proodeftiki .......26 Veria ............26 Ethnikos Piraeus .. 25 3 67 3 59: 6 47: 8 30: 7 31: 10 38: 11 39: 8 47: 9 36: 10 40: 13 32: 8 11 33: 5 13 29. 10 11 19: 3 16 34: 6 14 19: 5 17 15; 8 17 13: 19 65 :20 61 :28 53 :24 44 :24 43 :36 42 :31 41 :32 40 26 39 47 36 44 33 47 29 41 29 :34 25 43 24 31 24 44 17 57 8 SKVASS íslandsmótið Karlaflokkur, 18-39 áræ 1. Kim Magnús Nielsen 2. Heimir Helgason 3. Sigurður G. Sveinsson Kvennaflokkur, 18-39 ára: 1. Hrafnhildur Hreinsdóttir 2. Helga Aspelund 3. Þóra J. Hjaltadóttir Heldrimannaflokkur, 40 ára og eldri: 1. Sigurður Á. Gunnarsson 2. Hafsteinn Daníelsson 3. Hörður Olavsson Drengir 13-15 ára: 1. Róbert F. Halldórsson 2. Gunnlaugur Guðmunds. 3. Óskar Bjarnason Stúlkur 13-15 áræ 1. Erna Guðmundsdóttir 2. Áslaug Ó. Reynisdóttir 3. Dagný ívarsdóttir Strákar 10-12 ára: 1. Kristinn H. Hilmarsson 2. Þórður Gissurarson 3. Hjörtur Jóhannsson ¦ ÍSHOKKÍ B-HM í Suður-Afríku ÍSLENSKA landsUðið lagði Tyrki 3:2 en tapaði fyrir Grikkjum 8:6 í tveimur síðustu leikjum sínum á B-heimsmeistaramótinu í íshokkí i Suður-Afríku sem lauk í gær. Hafnaði íslenska liðið í áttunda og næst' neðsta sæti á rnótinu en Tyrkir ráku lestina. Heiðar Ingi Ágústsson skoraði sigurmark Islands gegn Tyrkjum um miðjan þriðja leikhluta, en áður höfðu Sigurður Svein- bjarnarson og Jónas Magnússon komið ís- landi á bhið. Botninn datt úr leik íslenska liðsins gegn Grikkjum þegar 9 mínútur voru eftir en þá hafði íslenska liðið tveggja marka forystu, 6:4. Á lokakaflanum skoruðu Grikkir fjórum sinnum og tryggðu sér sigur. Sigurður Sveinbjörnsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar, Jón Magnússon var með 2 mörk og 1 stoðsendingu, Ingvar Jóns- son skoraði í tvígang, Agúst Asgrímsson kom pökknum í markið einu sinni og Heiðar Ingi og Héðinn Björnsson áttu eina stoðsendingu hvor. Óvæntur sigur Lilleström á meisturunum Rosenborg Lílleström, líð þeírra Rúnars Kristinssonar og Heiðars Helgusonar, hefur heldur betur ¦¦¦¦¦¦01 komiö á óvart í Einar norsku úrvalsdeild- Guðmunússon inni j knattspyrnu, en liðið sigraði Br- ann um síðustu helgi 1:3 og bætti um betur um helgina og sígraði meistara Rosenborg örugglega 3:2 á heimavelli. Leikmenn Lil- leström sýndu af sér fádæma baráttu og voru mun betri aðil- inn í leiknum og sígur þeirra í raun aldrei í hættu. Annað mark Rosenborg kom eftir vítaspyrnu, er 2 mín. voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Rúnar Kristinsson átti góðan leik á miðjunni hjá Lilleström og Heið- ar Helguson var ógnandi í fram- línunni en varð fyrir því óláni að skalla knöttinn í eigið mark eftir hornspyrnu Rosenborg-manna. Stabæk tapaði einnig óvænt fyrir nýliðunum Odd-Grenland 3:2. Leikmenn Odd komu geysi- lega á óvart með að sigra Viking á útivelli í fyrsta leik, og fjöl- menntu stuðningsmenn liðsins á fyrsta heimaleikinn í úrvalsdeild- inni og urðu þeir ekki fyrir von- brigðum því Odd sigraði 3:2 þrátt fyrir að hafa lent undir 0:2 snemma í fyrri hálfleik. Helgi Sigurðsson lék allan tímann fyrir Stabæk. Steinar Adolfsson skoraðí fyrsta mark Kongsvinger í leik gegn Molde, með góðum skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu. En það var dýrkeypt því hann fór úr axlarlið við lendinguna og varð að fara af leikvelli. Leikmenn Kongs- vinger gerðu síðan afar slysalegt sjátísmark og var staðan 1:1 í leikhléi en Kongsvinger náði svo aftur forustunni er Trym Berg- mann skoraði eftir glæsilega sendingu Stefáns Þórðarsonar. En markamaskínan Andreas Luns skoraði 2 mörk fyrir Molde undir lok leíksins og Molde stakk afmeðöllstigin. I Tromsö gjörsigruðu heima- menn lið Brann 5:0 og skoraði Tryggvi Guðmundsson annað mark Tromsö með fostu skoti frá vítateigslínu, og Tryggvi lagði svo upp fjorða mark heima- manna. Brann hefur nú enn einu sinni komið sér í erfiða stöðu með tveimur niðurlægjandi töp- iim í tveimur fyrstu deíldarleikj- unum og áhangendur liðsins eru afar óhressir með liðið eins og svo oft áður. Bjarki Gunnlaugs- son var ekki í leikmannahópi Br- ann en hlýtur að fá möguleika í næsta leik þar sem liðið hefur leikið afspyrnu illa það sem af er móts. Viking vann aðveldan sigur á Moss á útivelli, 0:2, og lék Auðun Helgason allan leikinn fyrir Vik- ing. Hann var færður úr hægri bakvarðarstöðunni yfir í þá vinstri til þess að hafa gætur á hinum eldfljóta framherja Moss Jerry Mánsson og gerði hann það vel, þannig að Mánsson komst aldrei í takt við leikinn. Ríkharður Daðason sat á varamannabekkn- um en kom ekkert inn á, er ekki enn kominn í nægilega góða æf- ingu eftir meiðslin sem hafa verið að hrjá hann. Bodö/Glimt vann öruggan sigur heima á Strömsgodset, 3:1. Jostein Flo skoraði mark Ströms- godset að venju og þeir bræðurnir Stefán og Valur léku allan leikinn. Einvígi Man. Utd og Arsenal ALLT útlit er nú fyrir einvígi Manchester United og Arsenal í bar- áttunni um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu, en bæði lið unnu sannfærandi sigra um helgina. Ekki skiptu þótt margir í liði United væru hvíldir á laugardag gegn Sheffield Wednesday, auð- veldur 3:0-sigur vannst engu að síður og í gærkvöldi skellti Ar- senal nágrönnum sínum í Wimbledon 5:1 á heimavelli. Möguleik- ar Chelsea á sigri í deildinni eru nánast úr sögunni eftir jafntefli gegn Leicester. heldur þó toppsætinu og á leik til góða. Englands- og bikarmeistarar Ar- senal höfðu algjöra yfirburði gegn Wimbledon í gærkvöldi og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Ray Parlour gerði eina mark Arsenal í fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 1:0, en meistararnir settu svo allt á fullt í seinni hálf- leik. Frakkinn Patrick Vieira kom þeim í 2:0 í upphafi hálfleiksins og þá var hreinlega sem flóðgáttir opnuðust. Arsenal skoraði þrjú mörk á þremur mínútum - fyrst hjálpaði Ben Thatcher til með sjálfsmarlri, svo kom gott skot Hollendingsins Dennis Bergkamp og að lokum mark Nígeríumanns- ins Kanus af stuttu færi. Eftir það héldu meistararnir áfram í linnulausri sókn, en gest- irnir náðu þó að minnka muninn með marki Carls Corts á 70. mín- útu. Eftir það vörðust þeir ein- göngu og gerðu ekki tilraunir til sóknar. Aðeins munar nú einu stigi á Man. Utd. og Arsenal, en United Lykilmenn hvíldir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hvíldi nokkra af lykilmönnum liðsins gegn Sheffíeld Wednesday fyrir síðari leiMnn gegn Juventus í meistaradeild Evrópu, en það kom ekki að sök því Manchester United sigraði 3:0 með mörkum frá Teddy Sheringham, Paul Scholes og Ole Gunnar Solskjær. Sheringham, sem átti einnig þátt í hinum tveim- ur mörkunum, hefur lítið leikið með Manchester United í vetur en hefur leikið vel fyrir liðið að undan- fbrnu. Hann kom inn á í fyrri leikn- um gegn Juventus og skoraði mark sem var dæmt af. Þá lagði hann upp mark Davids Beckhams gegn Arsenal í undanúrslitaleik bikar- keppninnar. Ferguson var fullur sjálfs- trausts eftir leikinn, sem fór fram á Old Trafford, og sagði að liðið Robbie Fowler enn í vandræðum ROBBIE Fowler, leikmaður Liverpool, varð fyrir líka ms- árás á hóteli í borgiuni á sunnudag. Tveir karlmenn réðust á leikmaimiim, sem er lfklega nefbrotinn eftir ;if ökin. Arásarmennirnir hafa verið kærðir og mæta fyrir rétt í maí. Árásiií lu«fur ekki áhrif á frammistöðu Fowler á leik- vellinum því enska knatt- spyrnusambandið hefur dæmt hann í sex leikja bann. Fowler var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir átök við Graeme Le Saux, leikmann Chelsea, og fjögurra leikja bann fyrir að þykjast soga eituriyf í nos á marklúiu Everton-liðsins. Leikmaðurinn var sektaður um 3,6 miiyónir króna fyrír þessi tvö atvik, en hann leikur ekki fleiri leiki fyrir Liver- pool-liðið það sem eftir er keppnistímabilsins. hefði mikla möguleika fyrir síðari leikinn gegn Juventus. „Frammi- staða leikmanna í síðustu tveimur leikjum hefur verið með ágætum og sýnir hve þeir eru ákveðnir í að standa sig vel," sagði Ferguson og vitnaði í leikina gegn Sheffield Wednesday og Arsenal. „Teddy [Sheringham] og Ole [Gunnar Sol- skjær] náðu vel saman og hafa fengið aukið sjálfstraust," sagði Ferguson. Danny Wilson, knattspyrnu- stjóri Sheffield Wednesday, var allt annað en ánægður með sína leikmenn. „Þeir fengu tækifæri til þess að sýna sínar bestu hliðar fyr- ir framan alla þessa áhorfendur, en nýttu ekki tækifærið," sagði Wil- son. Leikmenn Chelsea vonsviknir Chelsea náði tveggja marka for- ystu gegn Leicester á Stamford Bridge með mörkum frá Gian- franco Zola, sem var hans fyrsta mark í 15 leikjum í deildinni, og sjálfsmarki Mark Elliot. Það var því fátt sem benti til annars en að sigur Chelsea-liðsins væri í höfn. En á síðustu átta mínútum leiksins snerist leikurinn í höndum leik- manna Chelsea og Leicester náði að jafna metin og tryggja sér eitt stig. Fyrst gerði Micheal Duberry sjálfsmark og tveimur mínútum fyrir leikslok náði Steve Guppy að skora fyrir Leicester. Arnar Gunn- laugsson var í byrjunarliði Leicest- er en var skipt út af þegar 15 mín- útur voru eftir af leiknum fyrir Ian Marshall, sem reyndist leikmönn- um Chelsea erfiður síðustu mínút- urnar. Leikmenn Chelsea gengu hnípn- ir af velli í leikslok því þeir vissu að úrslitin þýddu að möguleikar liðs- ins á sigri í deildinni voru litlir. Gr- eame Le Saux, leikmaður Chelsea, var hins vegar ekki á þeim buxun- um að gefast upp. „Við verðum að halda áfram eins og við höfum gert allt keppnistímabilið. Við vitum að margt býr í þessu liði og verðum að hafa áhuga á að ljúka tímabilinu með sóma," sagði Le Saux. FOLK ¦ DANIEL Passarelia hefur gert þriggja ára samning um að þjálfa landslið Úrúgvæ. Passarella, sem var fyrirliði Argentínu er landslið hennar varð heimsmeistari 1978, hætti sem landsliðsþjálfari þjóðar sinnar sl. sumar. Passarella fær hálfa sjöttu milljón í laun á mánuði í Urúgvæ. ¦ ST. Pau/i' fékk ekki endurnýjað leyfi hjá þýská knattspyrnusam- bandinu til þess að leika í þýsku 2. deildinni á næstu leiktíð þar sem félagið gat ekki sýnt fram á að það hefði fjárhagsrundvöll. Forráða- menn St. Pauli hafa viku áfrýjun- arfrest. ¦ JUPP Heynckes tekur við þjálf- un Benfica í Portúgal af Skotan- um Greame Souness í lok þessarar leiktíðar að sögn forseta félagsins Joao Vale Azevedo. Ástæðan er sú að Souness hefur ekki tekist að koma Benfíca í fremstu röð á nýj- an leik. Heynckes gerði tveggja ára samning við Benfica. Souness hefur verið við stjórnvölinn hjá potúgalska liðinu frá því í nóvem- ber 1997. ¦ JONATHAN Gould, markvörð- ur Celtic, verður hugsanlega fjarri góðu gamni það sem eftir er leik- tíðar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir gegn Hearts á miðviku- dagskvöldið. ¦ SEAN Dundee hefur ekki feng- ið mörg tækifæri hjá Liverpool frá því hann kom til hðsins sl. sumar. í framhaldi af því að Robbie Fowler hefur Dundee óskað eftir því við knattspyrnustjórann Gerard Houllier að fá tækifæri til að spreyta sig og aðeins leikið með liðinu í 19 mínútur í vetur. BARMMERKI BIKARAR VERÐLAUNAPENINGAR FANNAR LÆKJARTORGI S:551-6488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.