Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 4
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Guðmundur Thor
KNATTSPYRNUMENN hjá Leiftri á Ólafsfirði voru að vinna við grasvöll bæjarins í gær - völlurinn er upphitaður. Skaflar voru allt í
kringum völlinn. Finninn Max Peltonen, Heiðar Gunnólfsson og Brasilíumaðurinn Sergio Luis de Macedo.
Grasið að taka
lit á Ólafsfirði
ÞETTA er allt að smella saman
hjá okkur - völlurinn verður til-
búinn fyrir fyrsta heimaleikinn
gegn KR á mánudag,“ segir Þor-
steinn Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Leifturs, um Ólafsfjarðar-
völl sem enn er umlukur sköflum
og grasið rétt byrjað að taka á
sig grænleitan lit, þegar aðeins
fimm dagar eru í fyrsta leik
Leiftursmanna á heimaveili í
efstu deild.
Veturinn hefur verið fremur
snjóþungur fyrir norðan og enn
sér ekki fyrir endann á snjónum
sem er yfir öllu á Ólafsfirði.
Grasið á Ólafsfjarðarvelli nýtur
þó mikillar framsýni heima-
manna, sem létu koma fyrir hita-
leiðslum áður en tyrft var fyrir
nokkrum árum og upphitaður er
grasvöllurinn fljótur að skila sér
á vorin.
„Upphitunin skiptir öllu máli,
fyrir vikið er ég bjartsýnn á að
þetta náist fyrir fyrsta leikinn,"
segir Þorsteinn. Hann bætir þó
við, að enn hafi leikmönnum
liðsins ekki verið hleypt inn á
hann til æfinga og það standi
ekki til fyrr en í byijun næsta
mánaðar. Áætlun vallarsfjóra
gengur út á að klára fyrstu tvo
heimaleiki liðsins á grasvellinum
áður en fyrsta æfing Leifturs-
liðsins fer þar fram. Fram að
því verða önnur túnsvæði að
duga leikmönnum, sem m.a. hafa
æft inni í Eyjafirði að undan-
förnu.
Þorsteinn segir að aðstaða
áhorfenda verði vonandi komin í
lag fyrir leikinn, enn séu vissu-
lega skaflar á víð og dreif en
áhorfendastæðin séu þó að
þorna.
gHMHMHMi^MHBBMHHæ^HMHMMHBMHMIIIHHllfflllf^—HWH11HMIIIIHIIHHMHMMHHMHHHM
Laugardalsvöllurinn
er ekki tilbúinn
ÞÓTT keppni í efstu deild karla í knattspyrnu er hafin er þjóð-
arleikvangurinn í Laugardal ekki tilbúinn. Fram og Víkingur
hyggjast leika heimaleiki sína á Laugardalsvelli í sumar og
verða Iiðin að leika annars staðar í fyrstu umferðunum. Þannig
munu Víkingar taka á móti Keflvíkingum á heimavelli sínum í
Sfjörnugróf á fimmtudagskvöld og í 2. umferð taka Framarar á
móti Keflvíkingum á Valbjarnarvelli í Laugardal, mánudaginn
5 24. maí nk.
nMHBHHHBHHHHHHHHMHHM^^MMMB^MHMHHl
SNÓKER / ÍSLANDSMÓT
Jóhannes og
Brynjar mætast
Brynjar Valdimarsson og Jóhann-
es B. Jóhannesson munu leika til
úrslita um íslandsmeistaratitilinn í
snóker á laugai-daginn. Undanúrslit
ú Islandsmótinu fóru fram um síð-
ustu helgi og sigraði Brynjar Ásgeir
Ásgeirsson, 7:6, í æsispennandi leik
en Jóhannes vann Örvar Guðmunds-
son auðveldlega, 7:1.
Jóhannes B. er núverandi íslands-
meistari í snóker, en hann sigraði
Kristján Helgason, sem nú keppir
sem atvinnumaður erlendis, j úrslit-
um í fyrra. Brynjar varð íslands-
meistari í greininni fimm ár í röð, frá
1988 til 1992 og hefur átta sinnum
leikið til úrslita. Þetta verður fjórða
úrslitaviðureign Jóhannesar.
Þeir Jóhannes og Brynjar, sem
eru saman á myndinni, hafa lengi
verið í fremstu röð íslenskra
snókerspilara og báðir hafa þeir náð
147 stigum í einu stuði - þvi hæsta
sem unnt er að ná. Þeir félagar hafa
ást við níu sinnum í vetur og þar hef-
ur Brynjar yfirhöndina með sjö sigra
gegn tveimur.
Urslitaviðureignin fer fram nk.
laugardag, 22. maí, á Snóker- og
poolstofunni, Lágmúla 5, kl. 13.
JÓHANNES B. Jóhannesson og Brynjar Valdimarsson
Breytlngar
hjá Kefl-
víkingum
SIGURÐUR Ingimundarson,
þjálfari Islandsmeistara Kefl-
vfkinga, hefur framlengt
samning sinn við körfuknatt-
leiksdeild félagsins til tveggja
ára. Sigurður hefur þjálfað
liðið síðastliðin þrjú ár.
Breytingar kunna að verða
á leikmannahópi liðsins. Kefl-
vfldngar hafa verið í viðræð-
um við Elentínus Margeirs-
son, sem lék með liðinu fýrir
tveimur árum en hefur verið í
námi í Bandaríkjunum síðan.
Þá eru líkur til þess að Fann-
ar Ólafsson og Birgir Örn
Birgisson haldi utan til náms.
Óvíst er hvort Damon John-
son komi aftur en hann ætlar
að reyna að komast á mála
hjá liði í NBA-deiIdinni i
Bandaríkjunum. Þá hefúr
hann einnig áhuga á að leita
fyrir sér hjá Iiðum í Evrópu.
Keflvíkingar eru að leita að
nýjum þjálfara fyrir kvenna-
liðið í körfuknattleik, en
Anna María Sveinsdóttir ætl-
ar ekki að þjálfa áfram. Hún
hyggst leika með liðinu næsta
vetur.
■ EDWIN van der Sar landsliðs-
markvörður Hollendinga mun vera á
leiðinni til Liverpool frá Ajax, en
fregnir þessa efnis hafa þó ekki
fengist staðfestar. Samkvæmt sömu
fréttum mun Liverpool borga um
400 milljónir fyi’ir kappann. Reynist
þetta vera rétt getur það strik í
reikning Manchester United sem
hafði gert sér vonir um að Sar myndi
leysa Peter Schemichel af hólmi í
sumar.
■ JAAP Stam verður líklega ekki
með Manchester United í úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar á sunnudag-
inn. Stam finnur til sárinda í annarri
hásininni og lék því ekki með gegn
Tottenham í lokaleik deildarinnar sl.
sunnudag. Um leið er óvíst hvort
hann getur tekið þátt í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu á miðviku-
daginn í næstu viku.
■ ROY Keane, fyrirliði Manchester
United, var handtekinn á krá í mið-
borg Manchester á mánudagskvöldið
fyrir að slá konu sem þar var ásamt
manni sínum. Auk þess helti Keane
úr bjórglasi yfir eiginmann konunn-
ar, en þau eru frá Ástralíu. Keane
var að sögn konunnar dauðadrukk-
inn og voru þau hjón hrædd við
knattspyrnumanninn sem þarna var
að halda upp á meistartitil Man-
chesterliðsins.
■ EKKI er ljóst enn hvort þetta at-
vik á eftir að draga dilk á eftir sér,
en Manchester getur sektað Keane
fyrir framkomuna auk þess sem
hann braut reglur sem knattspymu-
stjórinn, Alex Ferguson, setti eftir
sigurleikinn á sunnudag. Þá fengu
leikmenn aðeins leyfi til þess að
snerta áfengi á sunnudaginn, eftir
það yrðu leikmenn í áfengisbanni
fram yfir úrslitaleik Meistaradeild-
arinnar um miðja næstu viku.
■ DAVOR Suker er hugsanlega á
leið til Tottenham ef marka má
fréttir frá Spáni í gær. Suker hefur
fengið fá tækifæri með Real Madrid
eftir að John Toschack varð þjálfari
liðsins síðla vetrar. Suker vill því
gjarnan losna í burtu og George
Graham er sagður vilja styrkja sókn
Tottenham og Suker gæti fallið vel
að þeim hugmyndum.