Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Kaupás opnar nýja keðju
KAUPÁS hf., sem rekur verslanir Nóatúns,
11-11 og KÁ, samtals 33 verslanir, hefur til
viðbótar keypt tvær Nýkaupsverslanir og eina
Tikk Takk-verslun. Kaupás opnaði einnig
fyrstu verslunina í nýrri keðju, Kostakaupi, á
Selfossi í gær.
Nýkaupsverslanimar tvær voru keyptar af
Baugi hf. Annars vegar er um að ræða Ný-
kaup í Hólagarði í Breiðholti og verður hún af-
hent hinn 1. september næstkomandi. Hins
vegar er Nýkaup við Hverafold í Grafarvogi,
sem afhendist í byrjun næsta árs.
Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, sagði í
samtali við Morgunblaðið að til stæði að setja
upp Nóatúnsverslanir á báðum stöðum, þ.e.
bæði í Hólagarði og Hverafold. Þetta er til við-
bótar við hina nýju Nóatúnsverslun sem verð-
ur opnuð í haust á Reykjavíkurvegi í Hafnar-
fírði.
Jafnframt hefur Kaupás keypt Tikk Takk-
verslun við Gilsbúð í Garðabæ. Þar stendur til,
að sögn Þorsteins, að opna 11-11-verslun í
haust. Hann sagði að einnig væri verið að
skoða möguleika á að leigja húsnæði þar sem
nú er Tikk Takk-verslun á Selásbraut í Árbæ
en að samningar hefðu ekki enn náðst. Mundi
það gerast yrði opnuð þar 11-11-verslun.
Kaupverð verslana Nýkaups og Tikk Takk
fékkst ekki uppgefið.
Fyrsta Kostakaupsverslunin opnuð
I DV í gær var sagt frá því að verslunin
Sunnukjör í Skaftahlíð hefði verið seld
Kaupási. Þorsteinn sagði þetta ekki rétt. Hið
rétta væri að húsnæði þeirrar verslunar hefði
verið selt fjárfestingarfélagi nokkru og
Kaupás mundi ekki opna verslun þar.
Hins vegar var í hádeginu í gær opnuð á
Selfossi fyrsta Kostakaupsverslunin. „Kosta-
kaup er lágvöruverðverslun og sú fyrsta þeirr-
ar tegundar á Suðurlandi. Við verðum þarna
með vöruverð á svipuðum nótum og Bónus og
Nettó,“ segir Þorsteinn.
Enn talsvert minni en Baugur
Um það hvort allar þessar aðgerðir séu svar
við kaupum Baugs á 10-11-verslununum segir
Þorsteinn: „Við stofnuðum Kaupás til að efla
okkur og skapa mótvægi við þann stærsta á
markaðinum. Með þessum aðgerðum erum við
að styrkja okkur enn frekar til að takast á við
þá samkeppni sem er og verður í framtíðinni.
Þetta byggist allt á því að menn hafi mögu-
leika á að kaupa inn á sem lægstu verði.
Þannig að við erum auðvitað að þessu til að
efla okkur, til að veita harðari samkeppni. En
við erum samt enn talsvert minni en þeir.“
InfoStream ASA stefnir á
almennan hlutabréfamarkað
Morgunblaðiö/Jim Smart
David Chartier, forstjóri InfoStream ASA: „ísland er prufumark-
aður fyrir hugbúnaðarlausnir sem Strengur hefur þróað hér og við
getum svo selt á mun stærri markaði annars staðar á Norðurlönd-
unum.“ F.v. David Chartier, Harald Dahl, sijórnarformaður In-
foStream, og Haukur Garðarsson, framkva'mdastjóri Strengs hf.
Vaxtarmöguleikar
í gegnum Netið
Hugbúnaðarfyrirtekið In-
foStream ASÁ í Ósló í Noregi
kynnti fyrirætlanir sínar um
skráningu á almennum hluta-
bréfamarkaði í Noregi fyrir
íslenskum fjárfestum í gær, á
fundi sem viðskiptastofa
SPRON stóð fyrir. InfoStr-
eam er norrænt hugbúnaðar-
fyrirtæki með höfuðstöðvar í
Noregi sem hefur orðið til við
samruna nokkurra fyrirtækja
í þeirri grein, og er hugbúnað-
arfyrirtækið Strengur hf.
hinn íslenski armur þess.
InfoStream hefur starfs-
stöðvar í Reykjavík, Ósló, Sta-
vanger og Stokkhólmi og eru
starfsmenn fyrirtækisins 117
talsins. Megin starfssvið In-
foStream eru þrjú: Ráðgjöf,
þróun á InfoStream Suite
hugbúnaðarlausnum og loks
sala og þjónusta á hugbúnaði
frá öðrum framleiðendum, að:
allega Navision og Informix. I
starfsemi sinni hefur InfoStr-
eam einbeitt sér að stórum
fyrirtækjum í fjármálastarf-
semi, orku- og olíufyrirtækj-
um og fjölmiðlum.
David Chartier, forstjóri
InfoStream, sagði í samtali við
Morgunblaðið að fyrst um
sinn yrði megin starfsvett-
vangur InfoStream á Norður-
löndum en síðar væri stefnt að
því að færa út kvíamar í Evr-
ópu með sérstakri áherslu á
sölu á tilbúnum hugbúnaðar-
lausnum sem fyrirtækið hefði
þróað.
David Chartier segir að fyr-
irtækið hafi skilað hagnaði á
hverju ári nema því síðasta,
þegar kostnaður vegna sam-
einingar við norska Netfyrir-
tækið Intervett sagði til sín.
Tekist hafi að vinna úr því og
sé nú hagnaður af rekstri.
„Við myndum vilja fá eins
marga nýja íslenska hluthafa
og mögulegt er, vegna þess að
svo stór hluti starfsemi okkar
er á Islandi," segir David
Chartier.
Haukur Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Strengs hf.,
segir að við sameiningu
Strengs við InfoStream hafi
vakað fyrir þeim að komast
inn á mun stærri markað en
er að finna hér á íslandi. „Það
sem við erum að selja er kerfi
sem ætlað er að miðla upplýs-
ingum í rauntíma til banka og
stórra fyrirtækja. Þessi kerfi
gera viðskiptavinum kleift að
bjóða viðskipti á Netinu. I
grófum dráttum bjóðum við
þessa tilbúnu pakka og aðlög-
um þá svo þörfum fyrirtækj-
anna,“ segir Haukur Garðars-
son og bætir við að stefnt sé
að því að stækka InfoStream
á mjög vaxandi markaði.
Meðal 20 stærstu hluthafa í
InfoStream sem eiga saman-
lagt 82,3% í félaginu, eru fjór-
ir Islendingar, og eiga þeir
27,1% hlutafjár í InfoStream.
Stærsti einstaki hluthafi In-
foStream er Skúli Jóhanns-
son, stofnandi Strengs hf.
Baugur hf. selur
Kaupási hf. tvær
Nýkaupsverslanir
SALAN á Nýkaupsverslununum
tveimur er, samkvæmt fréttatil-
kynningu frá Baugi hf., í sam-
ræmi við yfirlýsingar félagsins við
kaupin á 10-11-verslununum,
þess efnis að félagið ætlaði á
næstunni að selja einhverjar af
þáverandi verslunum sínum.
Eins og fram hefur komið átti
að fjármagna kaupin á 10-11 að
hluta með útgáfu á nýju hlutafé
og sölu eigna. Eftirstöðvar kaup-
verðs, þegar útgáfa hlutafjár og
sala eigna hefur átt sér stað, er
um 240 milljónir króna og hyggst
Baugur fjármagna þær með lán-
um til fimm ára.
Félagið stefnir að því að boða til
hlutahafafundar fyrir lok þessa
mánaðar og óskar eftir að hluthaf-
ar falli frá forkaupsrétti á ofan-
greindu nýju hlutafé. Á fundinum
verður VÖruveltan ehf., rekstarað-
ili 10-11-verslananna, jafnframt
formlega sameinuð Baugi hf.
Starfsmenn Baugs hf. voru fyrir
kaupin á 10-11 um 1.500 talsins.
Við kaupin fjölgaði þeim um 120
manns en með sölu verslananna í
Hólagarði og Grafarvogi fækkar
þeim á ný og verða aftur um
1.500.
Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf. Úr reikningum rekstrarársins 1/5 1998 til 30/4 1999
Rekstrarreikningur, 1/5 - 30/4: 1998-99 1997-98 Breyting
Fjármunatekjur Milljónir króna 208,0 47,1 +342%
Fjármagnsgjöld (15,9) (25,1) -37%
Hreinar fjármunatekjur 192,1 22,0 +773%
Annar rekstrarkostnaður (16,5) (9,4) +76%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 175,6 12,7 +1283%
Tekjuskattur (46,5) (5,9) +688%
Hagnaður ársins 129,1 6,7 +1827%
Efnahagsreikningur, 30. apríl 1999 1998 Breyting
1 Eignir: | Milljónir króna
Veltufjármunir 108,1 26,0 +316%
Áhættufjármunir 1.854,0 940,6 +97%
Þar af eignarhlutir í félögum 1.098,8 597,7 +84%
Eignir alls 1.962,1 966,7 +103%
| Skuldir og eigið fé: |
Eigið fé 1.827,6 949,6 +92%
Tekjuskattsskuldbinding 76,8 2,9 +2548%
Skammtímaskuldir 57,8 14,2 +307%
Skuldir og eigið fé samtals 1.962,1 966,7 +103%
Sjóðstreymi og kennitölur 1998-99 1997-98 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 84,9 37,2 +128%
Eiginfjártilutfall 0,93 0,98
Innra virði hlutafjár 1,32 1,09 +21%
Hagnaður Hluta-
bréfasjóðs Búnaðar-
bankans 129 milljónir
HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs
Búnaðarbankans, sem er í um-
sjá Búnaðarbanka íslands hf.,
nam 129,1 milljón króna reikn-
ingsárið 1998-99. Óinnleystur
gengishagnaður hækkaði um
148,6 milljónir króna á því
tímabili.
Hlutafé sjóðsins var 1.384,8
m.kr. í Iok apríl, en var 871
milljón árið áður. Eigið fé var
samtals 1.827,6 m.kr., saman-
borið við 949,6 m.kr. árið á
undan. Verðmæti innlendra
hlutabréfa í eigu félagsins nam
rúmlega 994 m.kr., eða 50,7%
af heildareignum. Verðmæti
erlendra hlutabréfa nam rúm-
um 103 milljónum, eða 5,3% af
heildareignum. Verðmæti
skuldabréfa og hlutdeildarskír-
teina í eigu félagsins nam um
755 milijónum króna, eða
38,5% og handbært fé var um
100 m.kr., eða 5,1% af heildar-
eignum félagsins.
STUTTFRÉTTIR
Delta gerir
dreifingar-
samning við
Lyfjaverslun
íslands
• Lyfjafyrirtækið Delta hf. hefur ákveðið að
ganga til samninga við Lyfjaverslun íslands
hf. um dreifingu á framleiðsluvörum félagsins.
Samkvæmt samningnum mun Lyflaverslun ís-
lands annast
birgðahald og dreif-
ingu á þeim lyfjum
sem Delta framleiö-
ir fyrir innanlands-
markað frá og með
næstu áramótum.
Fram kemur í til-
kynningu til
Veröbréfaþings
íslands að hinn nýi samningur sé mun hag-
stæðari en eldri samningur sem var við
Pharmaco hf.
Karl Wernersson, varaformaður stjórnar
Delta, segir að við lokað útboð hafi komið f
Ijós að tilboð Lyfjaverslunar íslands hafi verið
hagstæðast. „Síöan Delta sameinaðist fram-
leiðsludeild Lyfjaverslunar íslands á síðasta
ári hefur verið í gildi samkomulag um að
Pharmaco dreifði hefðbundnum framleiöslu-
vörum Delta, en að Lyfjaverslun Islands héldi
áfram að dreifa þeim vörum sem áður voru
framleiddar undir nafni hennar. Delta hefur
verið í mjög örum vexti undanfariö og var því
brugöiö á það ráð að bjóða alla dreifinguna út
nú. Nýi samningurinn tryggir að hægt veröur
að dreifa vörum á mun hagkvæmari hátt en
áður," segir Karl.
Samkvæmt útreikningum Delta mun hinn
nýi samningur spara fyrirtækinu 45 milljónir
króna á ári, sé miðað við eldri samninginn.
Árleg heildarvelta Delta hf. á innlendum mark-
aði nemur u.þ.b. 650 milljónum króna, að því
er fram kemur í tilkynningunni.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjaversl-
un íslands mun ávinningur fyrirtækisins af
samningnum verða margháttaður, m.a. betri
nýting mannafla, aðstöðu og tækjabúnaöar.
Þróunarfélagið
eykur hlut
sinn í Vaka
• Þróunarfélag íslands hf. hefur fest kaup
á 2,23% hlut í Vaka fiskeldiskerfum hf. og
á Þróunarfélagið nú tæplega 34% hlut í
Vaka, að því er fram kemur í tilkynningu til
Veröbréfaþings íslands í gær. Að loknu
hlutafjárútboði og skráningu Vaka fiskeld-
iskerfa hf. í apríl síðastliðnum átti Þróunar-
félagið 31,7%. Hlutdeild Þróunarfélagsins í
Vaka hefur með kaupunum nú aukist um
rúm 6% frá því um síöustu áramót en þá
átti félagiö 27,7% hlut.
^ypp
OG
NIÐUR^
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA
• Viðskipti voru lítil á Islenskum hluta-
bréfamarkaði í seinustu viku eða að upp-
hæð 289,7 milljónir króna, og voru engin
viðskipti með 30 af 72 félögum á VÞÍ.
Fyrirtaki vorö Vlöoklptl vikunnar Broyting
(f þús. krðna)
Básafell 1,70/1,70 170 13,3%
(si. sjávarafurðir 1,75/1,75 175 4,2%
Pharmaco 14,04/14,04 140 3,2%
Búnaðarbanki ísl. 3,30/3,20 9.083 3,1%
Síldarvinnslan 4,15/4,09 6.685 3,0%
NIÐUR'V'
FyrirtjBki H»*ta/lj»t*U vorö Viöskipti vikunnar Braytlng
(Iþús. krðna)
Plastprent 1,70/1.70 250 -8,1%
Vinnsiustöðin 2,05/1,98 691 -6,1%
fsl. Jámblendifél. 2,60/2,50 . 3.798 -4,9%
Landsbanki isl. 2,30/2,27 1.065 -4,6%
Hraðfrystlh. Eskifj. 6,80/6,70 3.165 -4,2%
^UPP
OG
GENGI GJALDMMDLA
NIÐUR^P
07.06.99 11.06.99 +/-%
Japanskt jen 0,619 0,624 0,76
Sænsk króna 8,662 8,724 0,72
Norsk króna 9,394 9,449 0,59
m
Dollari 74,86 73,81 -1,4
Sterlingspund 120,3 118,67 -1,35
Kanadískur dollar 50,96 50,57 -0,77