Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 4
4"' B 7FIMMTI)DÁGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
PENIN GARNIR BÚNIR í BILI?
Dow Jones hlutabréfavísitalan og ávöxtunarkrafa
30 ára bandarískra ríkisskuldabrefa frá 1980
AF MARKAÐI
Margeir Pétursson
ENGIR peningar til“ var
jafnan viðkvæði þekkts
bankastjóra hér á árum
áður þegar lán stóðu að-
eins útvöldum til boða. Margir
bankamenn geta nú gert þessi orð að
sínum. Seðlabankinn er að taka við-
skiptabankana í karphúsið fyrir
mikla útlánaaukningu síðasta árið
þannig að svigrúm þeirra til að veita
ný útlán er afar takmarkað. Auk
þess hækkaði bankinn vexti verulega
í fyrradag. Nýjar og óvæntar fréttir
af stórkaupum banka á hlutabréfum
í móðurfyrirtæki Islenskrar erfða-
greiningar af erlendum aðilum,
benda heldur ekki til þess að mikið
verði af lausu fé á næstunni. Ná-
kvæmlega á sama hátt og stórkost-
leg útlánaaukning síðustu 12 mánaða
hlaut að koma fram í hækkandi
eignaverði, þá hefur lánasamdráttur-
inn komið glögglega fram á verð-
bréfamarkaðnum.
Frost á gráa markaðnum
Þegar góðar fréttir bárust af fyrir-
tækinu Oz.com í síðustu viku þá kom
vel í ljós að peningar eru af skomum
skammti. Lítil eftirspurn var eftir
hlutabréfum fyrirtækisins þótt Ijóst
sé af samningi þess við Ericsson að
framtíð þess er trygg og tækifærin
margskonar. Fréttimar hefðu átt að
vekja áhuga, en svo virðist sem flestir
spákaupmenn hafí þegar verið búnir
að birgja sig upp og frekar viljað selja
en hitt. Til þess að gengi verðbréfa
geti hækkað þarf nefnilega einhver að
eiga eftir að kaupa og þeir þurfa líka
að geta fjármagnað sig.
Það er leitt fyrir fyrirtæki fram-
tíðarinnar eins og Islenska erfða-
greiningu og Oz að verslað sé með
þau á nokkurs konar gráu svæði þar
sem viðskiptin em ekki gegnsæ. Því
miður virðist sem þetta hafi orðið tO
þess að áhugi almennings hafi beinst
inn á þennan óskráða og óskipulagða
markað undanfarna mánuði. Það
verður aldrei nógsamlega ítrekað að
áhættan þar er mun meiri en hjá fyr-
irtækjum sem gangast undir þær
ströngu kröfur sem Verðbréfaþing
íslands setur. Menn vita ekki nema
þeir séu að kaupa köttinn í sekknum
þar sem litlar og einhliða upplýsing-
ar liggja fyrir. Sú spurning vaknar
hvort sumir þeir aðilar sem hafa ver-
ið að falbjóða óskráð verðbréf sín
eða annarra upp á síðkastið hafi á
annað borð lesið kauphallarlögin.
Vitræn umræða
Hagfræðistofnun Háskóla Islands
fagnaði 10 ára afmæli sínu með veg-
legri afmælisráðstefnu fyrir mánaða-
mótin. Sem betur fer fækkar þeim
sem reyna að halda því fram að á Is-
landi virki ekki sömu efnahagsleg
lögmál og í útlöndum. Það koma oft
fram staðhæfingar í opinberri um-
ræðu og jafnvel á Alþingi um slík
mál sem standast engan veginn
gagnrýni byggða á fræðilegum og
sögulegum rökum. Undirrituðum
sýnist sem okkar færustu menn á
þessu sviði séu of feimnir við að taka
þátt í opinberri umræðu og leiðrétta
ranghugmyndir og leiða umræður út
af slóðum sérhagsmunagæslu.
Á ráðstefnunni voru m.a. heims-
þekktir fyrirlesarar, svo sem Freder-
ic S. Mishkin, prófessor við Col-
umbia-háskóla í New York. Hann
hefur rannsakað og ritað mikið um
fjármála- og bankakreppur. Hann
lagði gríðarlega áherslu á hættuna á
siðferðisbrestum (moral hazard) í
umfjöllun sinni um bankamál. Mishk-
in setti fram þá skoðun að viðskipta-
bankar í eigu erlendra aðila séu mjög
æskilegir vegna þess mikla aðhalds
sem þeir veita. Þeir skoða málin í víð-
ara samhengi en innlendir bankar og
eru ekki eins hagsmunatengdir. Sam-
kvæmt þessu fór frábært tækifæri
forgörðum hér í fyrra þegar traustur
erlendur banki falaðist eftir íslensk-
um ríkisbanka til kaups.
Stefnubreyting
Seðlabankans?
Það hefur komið fram í máli Más
Guðmundssonar, aðalhagfræðings
Seðlabankans, í fjölmiðlum að und-
anfómu, að verið sé að skoða nýjar
leiðir í gengismálum. Það stenst auð-
vitað ekki að vaxtamunur á milli Is-
lands og viðskiptalandanna sé meiri
en fimm prósent og að á sama tíma
haldi Seðlabankinn genginu stöðugu.
Það er lágmark að fræi efasemda sé
sáð í huga spákaupmanna í bönkum,
verðbréfafyrirtækjum og víðar, til að
þeir gangi ekki berserksgang í því að
hagnýta sér vaxtamuninn. Ummæli
Más verður líklega fyrst og fremst
að skoða í þessu ljósi. Eins og áður
hefur verið bent á hér í þessum dálki
gæti Seðlabankinn líka reynt að
halda í núverandi ástand með því að
leyfa krónunni að flökta meira og
láta spákaupmennina brenna sig
öðru hvoru. VUji tU þess sýnist þó
ekki til staðar, þvert á móti virðist
Seðlabankinn enn reiðubúinn tU að
grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn þeg-
ar miklar sveiflur verða.
Hóstað upp húsbréfum
Lausafjárstaðan í bankakerfinu er
með allra slakasta móti.um þessar
mundir og eðlilegt að bankar losi
auðseljanleg verðbréf sín til að bæta
stöðuna. Stórir hlutabréfapakkar
hafa verið að skipta um eigendur
undanfarnar vikur og má það líklega
að einhverju leyti rekja tU þessa. í
Gjaldeyrismálum 4. júní er bent á að
lausafjárreglur Seðlabankans hafi
knúið banka tU að afla sér lauss fjár
með sölu spariskírteina og húsbréfa
og er rétt að víkja nokkuð nánar að
því:
Efth að fréttir bárust um miklar
verðhækkanir um síðustu mánaðamót
mátti búast við því að allir þeir sem
ættu verðtryggð skuldabréf héldu
fast utan um þau þangað tU ný verð-
bólguspá hefði tekið gUdi. Rétt fyrir
uppgjörsdag virðisaukaskatts þann 5.
júní virtist þó sem einhver eða ein-
hverjir aðUar hafi verið knúnir tU að
afla fjár með mikilli sölu húsbréfa á
nánast hvaða því verði sem bauðst.
Nú virðast flestir á því að tU lengri
tíma litið muni ávöxtunarkrafa hús-
bréfa lækka áfram og þar sé nokkurs
gengishagnaðar að vænta. Eins og
fram kom á meðfylgjandi grafi fór al-
gengur húsbréfaflokkur lægst í
ávöxtunarkröfuna 4,34% þann 14. maí
síðastliðinn. Gengi bréfanna var þá
114,24, en verð bréfanna hækkar þeg-
ar krafan lækkar eins og allir áhuga-
menn um fjármál þurfa að vera með á
hreinu. Þegar nauðungarsölumar
stóðu sem hæst þann 3. júní fór kraf-
an alla leið upp í 4,59 og gengið niður
í 112,07. í gær hafði svo markaðurinn
jafnað sig, krafan endaði í 4,50 og
gengið í 113,70, enda hafði þá vísitölu-
hækkunin sagt tU sín.
Háir vextir hrella fjárfesta
Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. hafa
góðfúslega látið undirrituðum í té yf-
irlit um þróun bandarísku Dow Jo-
nes-hlutabréfavísitölunnar í saman-
burði við ávöxtunarkröfu banda-
rískra 30 ára ríkisskuldabréfa á ár-
unum 1980 til dagsins í dag. Yfirlitið
er sett upp á svokallaðan lógarith-
maskala sem sýnir hlutfallslegar
breytingar. Þannig fær breyting úr
1000 í 2000 á Dow Jones jafnmikið
vægi og breyting. úr 2000 í 4000, því
9 Sú spurning
vaknar hvort sum-
ir þeir aðilar sem
hafa verið að fal-
bjóða óskráð
verðbréf sín eða
annarra upp á
síðkastið hafi á
annað borð lesið
kauphallarlögin á
hvorttveggja eru hlutfallslega jafn-
miklar breytingar.
Ut úr þessu kemur athyglisverður
kross sem sýnir vel góð áhrif lækk-
andi vaxta á verð hlutabréfa og öf-
ugt. Bjartsýnir nýaldarmenn ættu
sérstaklega að athuga árið 1987 í
þessu sambandi.
Alitaf fremstir!
Það kitlai' ávallt þjóðarstoltið þeg-
ar Islendingar gera það gott í út-
löndum. Bandarískur fjármálasér-
fræðingur af íslenskum ættum, John
Brynjolfsson, hefur komið nokkrum
sinnum í viðtöl á bandarískum við-
skiptastöðvum undanfarna mánuði
og látið ljós sitt skína. Hann starfar
hjá gífurlega stóru bandarísku
eignastýringarfyrirtæki, PIMCO,
sem sérhæfir sig í skuldabréfum.
Um hvað skyldi John Brynjolfsson
vita meira en allir aðrir? Auðvitað
verðtryggð ríkisskuldabréf. Ríkis-
sjóður Bandaríkjanna hóf að selja
þau í ársbyrjun 1997 við lítinn
orðstír, því um sama Ieyti hvarf
verðbólgan og fáir vildu því tryggja
sig gegn henni. Margir hagspeking-
ar víða um heim eru nú orðnir hrifnir
af því að vísitölutryggja ríkisskuldh,
því það gerir „velviljuðum“ stjórn-
málamönnum erfiðara um vik í
eyðslu. Þeir geta þá ekki lengur
prentað peninga til að borga sukkið
og svindla á lánardrottnum ríkisins.
Nú eru viss verðbólguteikn á lofti
vegna hrávöruverðshækkana og þá
er John Brynjolfsson fenginn til að
útskýra hvernig bandarískur al-
menningur getur tryggt kaupmátt
sinn á einfaldan hátt. Hann kom
hingað til lands í fyrra og hélt fyrir-
lestur um þetta sérsvið sitt í Háskóla
Islands fyrir fullu húsi. Það jafngild-
h því auðvitað að gefa bakaraböm-
um brauð að kenna Islendingum á
verðtryggingu, en hann sýndi samt
efthminnilega fram á það hversu
vísitölutryggð ríkisskuldabréf draga
gríðarlega mikið úr áhættu í eigna-
söfnum.
Hugvit og Grunnur-Gagnalausnir í samstarfí
Samtenging síma- og
tölvukerfís hjá Skýrr
HUGVIT hf. og Grunnur-Gagna-
lausnh hafa í samstarfi hannað
lausn fyrir Skýrr hf., sem tengir
saman símstöð fyrirtældsins og
Atlas þjónustuborðskerfí Hugvits
hf. en það byggist á Lotus Notes
hópvinnukerfinu.
I fréttatilkynningu frá Hugviti
segir Einar Birkir Einarsson þjón-
ustustjóri hjá Skýrr að þegar við-
skiptavinur hringi í þjónustuborð
Skýrr lesi kerfið úr símanúmerinu
og stofni þjónustubeiðni sjálfkrafa á
viðkomandi viðskiptavin. Hann segir
að þessi lausn muni gera starfsfólki
þjónustuborðsins mögulegt að af-
greiða fyrirspurnh á skjótari hátt
en áður.
Starfsmenn Grunns-Gagnalausna
segja þessa lausn tengja saman Lot-
us Notes og símkerfi Skýrr, sem er
af gerðinni Nortel Meridian. Þeh
telja aukna þörf vera fyrir að tengja
saman innri kerfi fyrirtækja, s.s.
símstöðvar og hópvinnukerfi og að
það auki einnig notagildi tenging-
anna að notendur hafa fullkomna
stýringu á símtækjum beint frá
tölvuskjánum. Þeh geta þannig
svarað, lagt á, hringt út o.s.frv. án
þess að þurfa að snúa sér frá tölv-
unni.
Þetta er fyrsta samstarfsverkefni
Grunns-Gagnalausna og Hugvits en
að sögn Ragnars Gunnarssonar hjá
markaðsdeild Hugvits, stefna fyrir-
tækin á aukið samstarf í framtíðinni.
„Þessi símstöðvartenging við Lot>
us Notes hópvinnukerfið býður upp á
spennandi möguleika fyrir notendur,
s.s. að fletta upp í tölvunni síðustu
samskiptunum við viðskiptavininn
um leið og svarað er í símann. Þannig
má sjá við hvern viðskiptavinurinn
talaði síðast og stöðu verkefna.“
Starfsmenn Hugvits og Grunns-Gagnalausna hafa undanfarið unnið að
lausn fyrir Skýrr hf. sem tengir saman símstöð fyrirtækisins og Atlas
þjónustuborðskerfisins sem byggir á Lotus Notes. Samtengingin er loka-
áfangi í endurskipulagningu þjónustuborðs Skýrr.