Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 7

Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 17. JIJNÍ 1999 B 7 ----------------------------^ Ragnar Árnason, prófessor I náttúruauðlindahagfræði Kvótakerfið er ekki valdur byggðarasks RAGNAR ÁRNASON, prófessor í náttúruauðlindahagfræði við Há- skóla íslands, telur hæpið að kenna kvóta- kerfinu um byggðaröskun. Þar séu ugg- laust margir þættir að verki og torséð að kvótakerfið breyti þar miklu, nema e.t.v. í þá átt að styrkja byggðirnar. „Við hljótum í fyrsta Iagi að spyrja hvort byggðarask hafi auk- ist með kvótakerfinu. Þær athug- anir sem hafa verið gerðar á því benda ekki til þess nema síður sé. Líklegt er að byggðir hafi risið og hnigið a.m.k. jafnhratt, ef ekki hraðar, áður en kerfið var tekið upp,“ segir Ragnar. Ragnar segir augljósasta dæm- ið um þetta vera það sem gerðist eftír að sfldin hrundi, eftír sfldar- árin. „Þá var ekkert kvótakerfi og sfldin hrundi, að hluta til vegna ofveiði. Heilu landshlutarn- ir lágu eftír í sárum,“ segir hann. „Við getum Iíka litið lengra aftur, til nýsköpunaráranna, á að giska 1946-1952. Þá fóru togarar á nán- ast hvern íjörð, en hurfu allir, meira að segja nokkuð hratt, og söfnuðust á þéttbýlisstaðina með tilheyrandi afleiðingum fyrir hin yfirgefnu sveitarfélög. Þá var ekki heldur neitt kvótakerfi," seg- ir hann. Annað kerfi hefði ekki raskað minna í öðru lagi, segir Ragnar, er spurningin hvort eitthvert annað kerfi hefði, á þessu tímabili síðan kvótakerfinu var komið á, haft önnur áhrif á byggðamynstur. „Nú tala menn um það að utanað- komandi fyrirtæki kaupi skip og kvóta hér og þar um landið og flylji frá viðkomandi stað. Vænt- anlega þá vegna þess að þessi fyr- irtæki hagnast meira annars stað- ar á útgerð,“ segir hann. „Hvað hefði gerst ef kvótakerf- ið hefði ekki verið til staðar? Fyr- irtækin hefðu auðvitað gert ná- kvæmlega það sama, keypt skipin og flutt burt. Þau hefðu hins veg- ar ekki þurft að kaupa kvóta af heimamönnum. I þessu liggur verulegur munur byggðum í kvótakerfi til hagsbóta. Þær eru nú betur varðar en áður, vegna þess að samkvæmt núverandi kvótalögum hafa þær forkaups- rétt að skipum. Þar að auki hafa sveitarfélögin umsagnarrétt um tilfærslu kvóta. Ef byggðir og þeir sem þar búa vilja raunveru- lega halda uppi útgerð og at- vinnu, þurfa þeir aðeins að kaupa kvóta,“ segir Ragnar. „Áður var það þannig að sá sterkasti Iifði af. Það var ekki til fiskur fyrir alla, stofnarnir minnkuðu, afli hvarf af mörgum miðum og einungis sterkustu fyr- irtæki lifðu af. Við þessar aðstæð- ur var öryggi byggðanna lítið sem ekkert eins og dæmin sanna. Núna geta heimamenn tryggt áframhaldandi eða aukna útgerð í sínum byggðum. Þeir þurfa ein- ungis að borga aðgöngumiðann, þ.e. kvótaverðið. Margar byggðir hafa styrkst Með kvótaverðinu eru í raun vegnir saman byggðahagsmunir heimamanna og hagsmunir þeirra sem annars hefðu keypt aflaheimildirnar. Ekki má gleyma því að í hvert skipti sem kvótí fer milli svæða eru tvö svæði inni í myndinni. Kvótinn fer frá einu svæði til annars en ekki í ginn- ungagap og hverfur," segir Ragnar. „Eg held því að annað kerfi hefði ekki valdið minna raski,“ bætir hann við. í þriðja lagi segir Ragnar að margar sjávarútvegsbyggðir hafi styrkst stórlega á túnum kvóta- kerfisins. „Þar má nefna Eyjaíjarð- arsvæðið og SkagaQörðinn. Þar eru menn sem kunna að reka fyrir- tæki og ná þannig forskoti á aðra. Það er alls ekki um að ræða hrun yfir h'nuna. Meira að segja hefur kvótinn heldur leitað frá höfuð- borgarsvæðinu og er það væntan- lega í samræmi við hefðbundin byggðasjónarmið,“ segir hann. Sölumiðstöðin lokar starfstöð á Akureyri í LOK MAÍ skýrðu stjómendur Sölumiðstöðvar hraðftystihúsanna frá breytingum á rekstri fyrirtækis- ins. Liður í endurskipulagningunni var að loka starfstöð SH á Akureyri. Átta manns var sagt upp á Akureyri og 11 í Reykjavík. Árið 1995 átti Sölumiðstöðin í „stríði“ við íslenskar sjávarafurðir um það hvort_ fyrirtækið fengi að selja afurðir Utgerðarfélags Akur- eyringa. Fyrirtækið hafði betur, eftir að hafa lofað að flytja hluta aðalskrif- stofu sinnar norður, auk ýmiss konar stuðnings við fyrirtæki og stofnanir á Akureyri. I bréfi til bæjarstjómar Akureyrar, dagsettu 23. janúar 1995, bauðst SH til að tryggja samtals 80 störf í bænum, gegn þvi að halda viðskiptum með sjávaraf- urðir ÚA, Það var gert með flutningi ýmissa fyrirtælga til Akureyrar, auk skrif- stofunnar og aðstoðar við ijölgun starfsfólks í starf- andi fyrirtækjum í bænum. Meðal annars kom SH inn í rekstur Akóplasts í sam- vinnu við Plastprent hf., Ópal var flutt til Akureyrar og SH varð hluthafi í nýrri kexverk- smiðju nyrðra. Einnig hefur SH kostað prófessorsstöðu við Háskól- ann á Akureyri. „Ekki verði tjaldað til einnar nætur“ Alls nam kostnaður við „allan pakkann“ nálægt 130-150 miíljónum króna, en í bréfi SH til bæjarstjómar sagði: „SH telur, að sú lausn, sem felst í framangreindum tillögum sé mjög raunhæf og einnig til þess fallin að byggja upp varanlegan atvinnu- rekstur í iðnaði, flutningum, útflutn- ingsverslun og ýmissi tengdri þjón- ustu auk þess að stutt yrði við starf- semi Háskólans á Akureyri. SH hef- ur lagt allt kapp á, að þær tillögur sem fram era hér settar, byggi á traustum granni og að ekki verði tjaldað til einnar nætur, enda má af þeim sjá, að SH gerir ráð fyrir því, að taka virkan þátt í atvinnustarfsemi Akureyrar á mörgum sviðum." Engin tímamörk Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að SH hafi skapað þau störf sem lofað hafi verið í viljayfirlýsing- unni á sínum tíma. „Þessi fjárfesting var gerð. Á hinn bóginn voru engin tímamörk tiltekin, enda er viðskipta- heimurinn þannig að erfitt er að gera áætlanir langt fram í tímann," segir Gunnar. „Þessar forsendur hafa breyst og ef til vili vora menn of bjartsýnir. Sú lausn að hafa fyrirtækið að einum þriðja á einum stað og tveimur þriðju á öðram gekk bara ekki upp og var of dýr,“ segir hann. Gunnar segir að viljayfirlýsingar sem þessi verði varla gerðar í fram- tíðinni. „Kringumstæður vora mjög sérstakar á þessum tíma og verið var að bítast um Útgerðarfélag Akureyr- inga á ^öðram en viðskiptalegum grunni. Eg sé ekki að svona samning- ar endurtaki sig og að minnsta kosti verðum við ekki þátttakendur í slíku,“ segir hann. Gunnar heldur ekki að þetta mál hafi áhrif á trúverðugleika Sölumið- stöðvarinnar. ,Áð minnsta kosti ekki hjá þeim sem gera kröfu um arðsemi hennar. Þeir menn hafa áttað sig á þvi að þetta hefði aldrei gengið svona áfram og að þetta samkomu- lag var barn síns tíma, miðað við horfnar forsendur,“ segir hann. Að sögn Gunnars var yfirlýsingin leifar tvískiptingar atvinnulífsins, þegar barátta stóð milli SÍS og einkaaðila. „Nú era ákvarðanir teknar á við- skiptalegum granni og menn standa og falla með þeim,“ segir Gunnar. Yfirlýsingin var for- senda ákvörðunar Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segist aðspurður ekki vita hvort hægt væri að höfða mál á hendur Sölumiðstöðinni, fyrir van- efndir á yfirlýsingunni. „Þetta vai- náttúrlega ekki tvíhliða samningur, en hann var vissulega notaður sem for- senda við ákvörðunartöku bæjarráðs á sínum tíma,“ segir hann. Sigurður segir bæjarstjórn vera að bíða svars frá forsvarsmönnum SH við bréfi sem sent var í kjölfar samþykktar bæjarráðs um daginn. „Við sjáum hvaða svar berst og þá verður framhaldið skoðað," segir hann. Að sögn Sigurðar er engin launung á því að bæjaryfirvöld era vonsvikin yfir þessari þróun mála. „Við sjáum ekki að reikningslegar forsendur séu á nokkurn hátt breyttar frá því þessi yfirlýsing var gefin. Menn hefðu væntanlega alveg getað séð þróunina fyiTr,“ segir hann. Morgunblaöiö/Golli SH hefur dregið verulega úr umsvifum á Akureyri. Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða Framsal á ekki að vera óheft PÉTUR Sigurðsson, formaður AI- þýðusambands Vestfjarða, segir það bábilju að aðeins sé hægt að treysta einka- aðilum fyrir at- vinnulífinu. Um ástandið í Bolungarvík segir hann: „Þama er um það að ræða að veiðiheimildir era með lögum ákvarðaðar sem eign útgerðarmanna. Þessar veiðiheimildir hafa verið notaðar hér fyrir vestan og era tilkomnar vegna vinnu fólks í landi og á sjó. I þessu tilfelli er sökin, ef hægt er að tala um sök, hjá löggjafanum,“ segir hann. Pétur segir það svo annað mál, að heimamenn hafi ekki lagt sig nóg fram um að ná tangarhaldi á aflaheimildunum. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Þetta viðhorf hefur ráðið hér eins og svo víða, að öðrum en einkaaðilum sé ekki treystandi íyrir atvinnulífinu. Ég hef verið að fullyrða annað i gegnum tíðina. Ég hef sagt að ör- yggi sé ekki nægt ef fólkið í byggðarlaginu, stjóm byggðar- lagsins, verkalýðsfélög, lífeyris- sjóðir og fleiri, blandi sér ekki í þessi mál. Sérstaklega eftir að fyr- ir lá að framsal á kvóta var í raun óheft. Nú sitjum við uppi með þetta.“ Er þetta hagræðingin? Hefur framsalið ekki í för með sér hagræðingu? „Nei, það hefur hvergi sýnt sig. Framsalið hefur fyrst og fremst í fór með sér gróðamöguleika fyrir þann sem ræður yfir aflaheimild- unum. Var það í þágu lands og þjóðar, til dæmis á Siglufirði, þeg- ar fyrirtækið þar sendi öll sín skip á fjarlæg mið og leigði svo ís- lenska flotanum veiðiheimildim- ar? Ef þetta er hagræðingin sem menn vilja með kvótakerfinu, hljóta þeir að vera rangeygðir," segir hann. Pétur segir að sjávarútvegurinn byggist á því að hægt sé að ná í hráefni og vinna það í landi. Þar með skapi þeir vinnu við að gera afurðina sem verðmætasta í út- flutningi. „Ég hefði haldið að menn hefðu átt að hafa það ofar í huga. Hvað fær þjóðin út úr hverju kílói af þorski?" Ert þú fylgjandi byggðakvóta? „Ég kann nú ekki að útfæra það. Hitt er annað mál að það hefðu átt að vera meiri hömlur á því að flytja lífsbjörgina frá sjáv- arplássunum, sem era eins og nafnið gefur til kynna byggð upp eingöngu í kringum sjávarútveg. Það var ekki framkvæmt,“ segir Pétur. Pétur segir að málið með Þor- bjöm og Bakka í Bolungarvík sé eitt dæmi um galla kvótakerfisins. ,Auðvitað gátu allir séð að Grind- víkingar ætluðu ekki að efla út- gerð í Bolungarvík. Af hverju ættu þeir að vera að því? Þegar þá vantaði kvóta til að nýta sínar fiskvinnslustöðvar. Þetta er hag- ræðingin sem menn eru alltaf að tala um, en um leið er verið að kippa lífsgrandvellinum undan bæjai-félögunum. Fólkið er t.a.m. búið að byggja húsnæði og allt í einu, vegna þess að kvótinn er seldur í burtu, er það orðið verð- laust,“ segir hann. Aðspurður viðurkennir Pétur að atvinnuleysi sé nú varla til staðar á Vestfjörðum og jafnvel sé erfitt að fá menn í vinnu. „En þá verð- um við að huga að því að hér hefur fækkað fólki. Færri hendur vinna, gjaldendur til sveitarfélaganna era færri og færri kaupa þjónustu. Þess vegna er lítið að marka þetta,“ segir hann. „Erum við ekki að safna upp í skuldabagga?“ spyr Pétur. ÍSLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN Aðalfimdiir Fimmtudaginn 1. júlí 1999 kl.15:30, Hótel Sögu Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Tillaga um breytingar á 7. grein samþykkta félagsins. 5. Ákvöröun um hvemig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfiun félagsins. 7. Kosning stjórnar félagsins skv. 19. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 26. grein samþykkta. 9. Önnur mál. LANDSBRÉF HF. www.Iandsbref.is Sími 535 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.