Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 10

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 10
10 B FIMMTUDAGUR17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Islensk miðlun sinnir úthringiþjónustu fyrir ýmis fyrirtæki Borgar sig að taka áhættu Hjónin Karólína Hróðmarsdóttir og Svavar ------------------------7---------- Kristinsson reka fyrirtækið Islenska miðl- un ehf., sem sérhæfír sig í símamiðstöðva- þjónustu. Eigendurnir hafa staðið í viðræð- um við fjölda fulltrúa sveitarstjórna og atvinnuþróunarfélaga úti á landi í kjölfar -------------------7--------------- opnunar starfsstöðvar Islenskrar miðlunar — á Raufarhöfn í apríl sl. Steingerður Olafs- dóttir kynnti sér málið og ræddi við eigendur og aðra hlutaðeigandi. Morgunblaöið/Þorkell Karólína og Svavar í höfuðstöðvum Islenskrar miðlunar að Krókhálsi: „Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva eftir að Stöð 3 hvarf.“ Morgunblaöiö/Gunnlaugur Júlíusson Tveir af starfsmönnum íslenskrar miðlunar að störfum á Raufarhöfn, Angela Agnarsdóttir og íris Erlingsdóttir. Karólína og Svavar stofnuðu fyrirtækið Þjóð- ráð í félagi við aðra árið 1989, en Þjóðráð sérhæfði sig í úthringingum fyrir félagasam- tök og fyrirtæki. Árið 1997 seldu hjónin Þjóðráð og stofnuðu íslenska miðlun. Aðdragandinn var verktaka- samningur Þjóðráðs við Heimskaup, fyrirtæki í eigu Williams Worldwide Television sem hafði keypt allan aug- lýsingatíma hjá Stöð 3 sem þá var nýstofnuð. „Við þekkjum öll sögu Stöðvar 3,“ segir Svavar, „og það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva eftir að Stöð 3 hvarf, við vorum búin að fjárfesta í dýrum og flóknum bún- aði og ráða til okkar starfsfólk." Hjónin ákváðu að stökkva á það sem þeim þótti mesta framtíðin í, síma- miðstöðvarfyrirtæki. „Við fórum á ráðstefnu til London og þar blómstraði þessi þjónustu- grein,“ segir Svavar. „Okkur fannst líklegt að veruleikinn yrði svipaður á íslandi og ákváðum að slá til og stofna íslenska miðlun." Fyrirtækið veitir fyrirtækjum þá þjónustu að hringja í nafni þeirra í ýmsum er- indagjörðum, t.d. að fylgja boðskort- um eftir og gera kannanir. Gott starfsfólk lykilatriði Fyrirtækið íslensk miðlun er nú starfrækt á tveimur stöðum, í Reykjavík og á Raufarhöfn. Samn- ingar hafa verið undirritaðir um opn- un starfsstöðva fyrirtækisins á Pat- reksfirði og Stöðvarfirði og að sögn Svavars er stefrit að opnun í ágúst nk. Svavar og Karólína hafa frá árinu 1995 haft höfuðstöðvar fyrirtækis síns að Krókhálsi 5a í Reykjavík. Þar kemur hátækni- og þjónustumiðstöð fyrirtækisins til með að verða. „Við viljum frekar fækka starfsmönnum í símaþjónustu hér í höfuðborginni og bæta við fólki úti á landi. Þar er mjög hæft og gott starfsfólk, en starfsfólkið er að sjálfsögðu lykillinn að góðum rekstri,“ segja hjónin. „Starfsfólkið okkar verður að vera tilbúið að ganga í öll störf,“ segir Karólína með bros á vör. „Nýju starfsfólki er gerð grein fyrir á hvers konar vinnustað það er að ráða sig, hann er nefnilega léttgeggjaður!" Og Karólína heldur áfram: „Við fáum hugmyndir og framkvæmum þær. Fyrir síðustu jól fengum við þá hugmynd að setja á markað kassa með tilbúnum gjöfum í skóinn og svo vorum við hér öll að pakka í kassa fram á síðustu stundu. Starfsfólkið okkar var alveg til í þetta og að mínu mati verður starfið fjölbreyttara og að sama skapi skemmtilegra." Kar- ólína og Svavar eru sammála um mikilvægi góðs starfsfólks og segja strax tekið á málinu ef einhver óá- nægja finnist. Þau segja góðan starfsanda ríkja á báðum starfs- stöðvum íslenskrar miðlunar. Það er töluvert langt á milli jóla- kassans og símamiðstöðvaþjónust- unnar en Karólína segir það stefnu fyrirtækisins að kanna alla mögu- leika áður en beiðni er játað eða neit- að og reyna að framkvæma aOar góðar hugmyndir. „Við höfum oft tekið áhættu en það hefur líka borg- að sig,“ segir hún. Hún segir þau hjónin alla tíð hafa verið samstiga í ákvörðunum sínum og vel hafi geng- ið að vinna á sama stað. „Það er gott að maki hafi skilning á því sem er að gerast á vinnustað hins og ég sé ekki eftir því að hafa hellt mér út í rekst- urinn,“ segir Karólína, en hún var í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þar til fyrir rúmu ári, er hún tók við yfir- umsjón bókhalds, launamála auk þess að sinna stjómun ásamt Svavari. Hugsjónastarf á landsbyggðinni? íslensk miðlun hefur boðið íbúum Raufarhafnar og Stöðvarfjarðar á tölvunámskeið en á Raufarhöfn mættu 60 manns en alls 100 manns mættu á Stöðvarfirði. „Þetta er sam- bærilegt við að 40.000 manns mættu á tölvunámskeið í Reykjavík!" segir Svavar. Að hans mati er nauðsynlegt að byggja upp ákveðið þekkingarstig til að reka fyrirtæki vel og Svavar er ánægður með árangurinn af tölvu- námskeiðunum. Hálfgerð tilviljun réð því að fyrir- tækið flutti stóran hluta starfsemi sinnar til Raufarhafnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarvinnslu, fjarfundi, fjarkennslu og þess háttar og hefur t.d. hluti starfsemi upplýs- ingaþjónustu Landssímans, 118, ver- ið fluttur út á land. Raufarhafnar- hreppur sýndi áhuga á því að fá þá starfsemi í sveitarfélagið en ekkert varð úr því. Þess í stað hófust samn- ingaviðræður Raufarhafnarhrepps og íslenskrar miðlunar sem leiddu til opnunar starfsstöðvar fyrirtækis- ins á Raufarhöfn. „Ég hef sagt þegar fólk spyr af hverju Raufarhöfn, að Raufarhöfn væri fjarlægasti staður til að opna fjarvinnslufyrirtæki á ís- landi, en það er allt hægt,“ segir Svavar kankvís. Eftir að starfsstöð íslenskrar miðlunar var opnuð á Raufarhöfn hafa fyrirspurnir utan af landi aukist mjög og Svavar hefur séð um samn- ingamál og samskipti við sveitar- stjórnir og atvinnuþróunarfélög víða um landið. Karólína og Svavar eru bæði borg- arbörn og drifkrafturinn að lands- byggðarstarfi þeirra því áhugaverð- ur. „Starf okkar er að hluta til hug- sjónastarf, að fjölga atvinnutækifær- um fólks úti á landi,“ segir Karólína. „En að sjálfsögðu hefur þetta líka með vinnuafl að gera. Það hefur ver- ið mikil þensla á höfuðborgarsvæð- inu og erfitt að fá fólk til starfa. Það er mikið af mjög hæfu fólki á lands- byggðinni og við erum mjög ánægð með starfsfólk okkar,“ segja hjónin. Og Svavar heldur áfram: „Starfsfólk í símaþjónustu þarf að vera þroskað, það gengur ekki að ráða fólk innan við tvítugt, eins og okkur bauðst kannski á höfuðborgarsvæðinu, ef vinnan felst í því að spyrja fólk um stjórnmálaskoðanir fyrir skoðana- könnun. Spyrilhnn verður a.m.k. að hafa kosningarétt, annað verður ótrúverðugt." Karl Friðriksson framkvæmda- stjóri Iðntæknistofnunar íslands hefur unnið að uppbyggingu og skipulagningu upplýsingavæðingar og gagnavinnslu á landsbyggðinni í samvinnu við íslenska miðlun frá ár- inu 1997. Fundur aðila frá Iðntækni- stofnun, Byggðastofnun, íslenskri miðlun, Tæknivali og Raufarhafnar- hreppi leiddi til þess að lögð voru fram drög að áætlun um könnun möguleika og tækifæra landsbyggð- arinnar í upplýsingavæðingu og gagnavinnslu. I drögunum kemur fram að veru- leg þróun hefur orðið í málefnum fjarvinnslu og hraði breytinga hefur stóraukist með tilkomu ATM-kerfis Landssímans. Þar er lagt til að val- kostir landsbyggðarinnar varðandi fjarvinnslu verði skoðaðir m.t.t. hag- kvæmni og er vinna við slíka athug- un að hefjast, að sögn Karls Frið- rikssonar. Afskekkt byggðarlög Uppsetningu fjarfundabúnaðar ís- lenskrar miðlunar lýkur á næstu vik- um. Myndhluti fjaifundabúnaðarins er ekki tilbúinn að fullu en þegar hann verður kominn upp verður hægt að halda fundi með möguleika á sendingu og viðtöku mynda, hljóða og annarra gagna. Tengipunktur Raufarhafnar inn á ATM-kerfi Landssímans er á Egilsstöðum og ljósleiðarinn nær ekki nema upp á Viðarfjall, sem er í nokkurri fjarlægð frá Raufarhöfn. Þar á milli er notast við örbylgjusamband og gerir það vinnslu hjá fyrirtækinu nokkuð hæg- virka. Þegar allur tækjabúnaður verður kominn í gagnið, verða myndavélar og sjónvarpsskjáir á öllum starfs- stöðvum fyrirtækisins. Nú þegar er myndavél komin fyrir norðan. Svavar segir fyrirtækið hafa keypt 512 kb tengingu af Landssímanum en í raun hefur bandbreiddin ekki verið nema helmingurinn af því vegna þess að örbylgjusamband er frá fjalli og inn í þorp. Svavar er hræddur um að arðsemisjónarmið ráði ferðinni nú þegar umræður um einkavæðingu Landssímans eru í há- marki. „Þorp með 300-500 íbúa eru ekki hagkvæm stærð á mælikvarða markaðarins en það skapar líka ákveðið fordæmi ef Landssíminn leggur í framkvæmdir í litlu þorpi eins og Raufarhöfn." Þau eru sam- mála um að þjóðin geri kröfur um tengingu landsbyggðarinnar og höf- uðborgarsvæðisins. Svavar hefur ekki lausn á tenging- arvandanum á Raufarhöfn á reiðum höndum. „Eina lausnin er í kapli eða gervihnetti beint fyrir ofan landið, en slíkur gervihnöttur er ekki á dag- skrá næstu áratugina," að mati Svavars. ATM-tenging í afskekkt byggðar- lög er þó ekki eingöngu hagsmuna- mál fyrirtækja, því með sameiningu sveitarfélaga þurfa menn oft að ferð- ast lengri veg til funda en áður. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum hafa tengingu til fjarfunda tiltæka en eins og áður er lýst er annað uppi á teningnum í nágrenni við Raufar- höfn á Norðurlandi eystra og margir lýst yfir nauðsyn á góðum fjarfunda- búnaði þegar aðrar samgöngur bresta. Uppgangur hjá fyrirtækinu Karólína og Svavar segja fyrir- tækið alla tíð hafa gengið vel en eftir landsbyggðarátakið sé sérstaklega allt upp á við í rekstrinum. Velta fyr- irtækisins í ár stefnir í 100 milljónir króna, að sögn Svavars. Á síðasta ári þegar uppbygging íslenskrar miðl- unar stóð sem hæst fór veltan í 40 milljónir króna. Hjónin leggja áherslu á að launakjör starfsfólks séu þau sömu hvort sem það er úti á landi eða á höfuðborgarsvæðinu. Nú í vikunni var undirritaður samningur á milli íslenskrar miðlun- ar og ráðgjafar- og endurskoðunar- fyrirtækisins Pricewaterhouse Coopers. Karólína segir samninginn gera það að verkum að starfsfólk ís- lenskrar miðlunar geti sinnt skoð- anakannanaþættinum betur en legg- ur áherslu á að hann komi til viðbót- ar öðrum þáttum fyrirtækisins. ,Auk þess byggja verkefni sem koma í kjölfar samningsins upp kvöldvinnu hjá fyrirtækinu, þar sem um er að ræða úthringingu vegna ýmissa skoðanakannana í nafni Pricewater- house Coopers," segir Karólína. Nú er unnið á tvískiptum vöktum hjá ís- lenskri miðlun, annars vegar á tíma- bilinu 9-17 og hins vegar 18-22. Mikið álag verður á öllum starfs- mönnum fyrirtækisins í sumar og haust og Svavar segir þennan mikla hraða gera það að verkum að erfitt sé að spá fyrir um framtíðina. Hjón- in búast ekki við þvi að taka sumar- frí, nema í formi fyrirlestraferða út á land. í samstarfi við Tæknival er ætlunin að búa til um 40 mínútna fræðsludagskrá um fyrirtækið og tæknina sem liggur að baki starf- seminni. Mikið hefur verið óskað eft- ir slíku og hafa hjónin í hyggju að fara a.m.k. eina fræðsluferð til Húsa- víkur í sumar. Karólína og Svavar segjast fara á a.m.k. eina ráðstefnu erlendis á ári. Nú síðast fór Karólína á svokallaða DM daga (Direct Marketing) í Sví- þjóð. Aðalefni ráðstefnunnar í ár var vitneskja um viðskiptavininn. Kar- ólína og Svavar segja það líka það sem skiptir máli, að skrá allar upp- lýsingar til að geta veitt betri þjón- ustu. „Því meira sem þú veist, því betri þjónustu geturðu veitt,“ segir Karólína. I $ i. c $9 s k i r 11 * s i ö » « ji t s s at. Aðalfundur Fimmtudaginn 1. júlí 1999 kl.14:00, Hótel Sögu Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staöfesting ársreiknings. 3. Ákvöröun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Tillaga um breytingar á 9. grein samþykkta félagsins. 5. Ákvörðun um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 7. Kosning stjómar félagsins skv. 21. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 28. grein samþykkta. 9. Önnur mál. LANDSBREF HF. www.landsbref.is Sími 535 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.