Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 11

Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 11
MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 B 11 Tæknival hefur þróað fjarvinnslulausn fyrir íslenska miðlun Miklir möguleikar „FJARVINNSLULAUSNIR opna mikla möguleika, ekki síst fyrir landsbyggðina," segir Fritz. M. Jörgensson hjá Tæknivali hf. „Með ATM-tækninni er hægt að senda og taka við gögnum, hljóði og myndum, hvert á land sem er, svo fremi að tölvubún- aður sé tengdur ATM-kerfi Landssímans." Fritz og Svavar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri fslenskrar miðlunar, hófu viðræður um mögulegt samstarf fyrirtækj- anna í janúar sl. „Verkefnið í heild sinni hefur verið leyst í sameiningu og náin sam- vinna heldur áfram í þróun þess,“ segir Fritz um samstarf fyrirtækj- anna. Hann segir samstarfs- samning fslenskrar miðlunar og Tæknivals staðfestingu á góðu og áframhaldandi sam- starfi. „Þetta er gott tækifæri fyrir okkur að fara af stað með þessa tækni sem við höfum þró- að og skapar auk þess störf á landsbyggðinni." Flókinn tæknibúnaður Af hálfu Tæknivals hefur verið settur saman búnaður úr ýmsum áttum. Hrafnkell Tul- inius, tölvuverkfræðingur hjá heildarlausnum fyrirtækjasviðs Tæknivals, hefur stjórnað tæknivinnunni, en lausnin er að tengja saman tölvu-, mynd- bands- og Íjarskiptatækni, að sögn Fritz. Uppsetningu heildarbúnaðarins lýkur á næstunni en starfsemi er hafin á Raufar- höfn og fara samskipti við Reykjavík fram í gegnum ATM-net Símans. Fritz segir það besta við kerfið að margir geti fundað í einu, hver á sínum stað. Auð- velt er að koma því svo fyrir að verkstjórn ákveðins verkefnis íslenskrar miðlunar sé t.d. á Raufarhöfn, allt með hjálp fjarfunda- búnaðarins. Vel mögulegt er að fleiri en tveir hafi samskipti í einu og er það helsta byltingin sem fjarfundabúnaðurinn sem notar ATM-netið hefur í fór með sér. Áður voru fjarskiptin takmörkuð við tvo aðila en nú geta fleiri haft samskipti í einu. Hlutur Landssímans Ljósleiðari hefur verið lagður hringinn í kringum landið á vegum Landssímans og eru tengipunktar inn á ATM-netið á fimm stöðum fyrir utan Reykjavík. Á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Keflavík og Hvols- velli. Landssíminn hefur lýst því yfir að punktunum muni fjölga á næstunni. Fritz segist tiltölulega bjartsýnn á að Landssíminn fjölgi tengipunktum inn á ljósleiðarakerfið. „Raufarhöfn er í mikilli ljarlægð frá næsta tengipunkti inn á ljós- leiðarakerfið og við þurftum að leggja 202 km fastlínu að ljósleiðara til að starfsemi íslenskrar miðlunar á Raufarhöfn gæti hafist," segir Fritz. Tölvusamband á Rauf- arhöfn er frekar hægvirkt að sögn heima- manna og er það vegna mikillar fjarlægð- ar á milli Raufarhafnar og tengipunkts inn á ATM-netið. Raufarhöfn tengist örbylgju- sambandi við Viðarfjall en þaðan með fastlínu í tengi- punktinn á Egilsstöðum. Fyrir vikið geta starfsmenn ís- lenskrar miðlunar ekki nýtt alla bandbreiddina og þar þurfa framkvæmdir af hálfu Landssímans að koma til. Fritz heldur áfram: „Allar kröfur eru að aukast. Lands- súninn þarf að bæta við tengi- punktum þó bandbreiddin sé fyrir hendi,“ segir Fritz. Að hans sögn er þetta ekki bara mál Landssímans, allir hafi hagsmuni af því að lands- byggðin tengist betur inn á ljósleiðaranetið og ráðamenn þjóðarinnar hafi lýst mikilvægi þess yfir. Fjarlægð skiptir ekki máli Fritz segir mikilvægt að hafa það í huga að starfsmaður á Raufarhöfn gæti allt eins verið í Reykjavík, slíka byltingu muni kerf- ið hafa í för með sér. Tæknibúnaðurinn gerir það að verkum að það er líkt og eitt innanhússnet sé á milli staðanna og starfs- menn þurfi ekki að vera meðvitaðir um Ijarlægðirnar. „Með fjarfundabúnaði er hægt að við- halda byggð úti á landi og flytja sérfræði- þekkingu þangað," segir Fritz. „Slíkur bún- aður hefur verið nýttur af sveitarstjórnum og skólum og við stöndum í viðræðum við menn innan mennta- og heilbrigðiskerfis- ins.“ Að sögn Fritz er mikill áhugi fyrir hendi þar, en góð fjarskiptatækni er mikil- væg fyrir þessi svið og er Fritz bjartsýnn á áframhaldandi viðræður. Fritz M. Jörgensson Fleiri atvinnutækifæri úti á landsbyggðinni Fjarvinnsla mál málanna * „RAUFARHÖFN er lítið samfélag með hefð- bundnum atvinnutækifærum í sjávarútvegi en fjarvinnslan gefur fólki aðra atvinnumögu- Ieika,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, fyrrver- andi sveitarstjóri á Raufarhöfn. Raufarhöfn er bæjarfélag á Norðurlandi eystra og íbúar þar eru rúmlega 400. „Sveitar- stjórnin á Raufai'höfn hafði frumkvæði að því að nýta það sóknarfæri sem felst í fjarvinnslu," segir Gunnlaugur, „og samstarf við fjar- vinnslufyrirtæki var í raun tilraun okkar til að fjölga áhugaverðum atvinnutæki- færum.“ Islensk miðlun hóf starfsemi á Raufarhöfn i apríl sl. og veitir 15 manns atvinnu. Þ.ám. er tölvu- sérfræðingur sem fluttist til Raufarhafnar frá Akureyri og segir Gunnlaugur mikinn feng í honum fyrir bæjarfélagið. Gunnlaugur er ánægður með samstarf sveitarstjórnarinnar á Raufarhöfn og forsvarsmanna ís- lenskrar miðlunar. „Sveitar- stjórnin hafði rætt ýmsa mögu- leika í atvinnusköpun og í fjar- vinnslunni sáum við gott sóknar- færi,“ segir Gunnlaugur. „Nú fyrst er grundyöllur til að fram- kvæma það sem hefur verið áber- andi í þjóðmálaumræðunni hátt í tvo áratugi," segir Gunnlaugur, „fjarvinnsla er mál málanna.“ Fjarvinnsla mikilvæg í samskiptum sveitarfélaga „Fjarkennsla og ekki síst myndrænn fjai’- fundabúnaður hefur mikla þýðingu fyrir lands- byggðina alla,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Sveitarfélög hafa verið sameinuð og viðræður standa yfir um frekari sameiningu og fjarfundabúnaður á eftir að gegna lykilhlut- verki í samskiptum sveitarstjórna." Sameining sveitarfélaga á svæðinu í Þing- eyjarsýslum er á umræðustigi en þetta er mjög stórt svæði, sérstaklega ef sveitarfélög allt frá Vaðlaheiði til Langaness eru með í umræðunni. Gunnlaugur segir fjarfundabúnað mjög mikil- vægan í þessu sambandi. „Fjarfundabúnaður er líka mikilvægur fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni,“ segir Gunnlaugur. „Útgerðarfélag Ákureyringa hefur nýverið keypt hlut í Jökli á Raufarhöfn og starfsmenn fyrirtækjanna myndu hafa hag af fjarfunda- búnaði, sérstaklega ef halda þyrfti námskeið eða eitthvað slíkL Það myndi spara mikinn tíma sem ella færi í ferðalög," segir Gunnlaugur. Flutningskerfi Landssímans Þróunin í tæknibúnaði til gagnaflutninga hefur verið ör, að sögn Gunnlaugs. Að hans mati er það hlutverk Landssímans að sjá byggðarlögum úti á landi fyrir tengingu við v flutningskerfi Landssímans. Eins og málin standa nær tenging við ATM- punkt Landssímans frá Egilsstöð- um og upp á Viðarfjall þar sem endurvarpsstöð er staðsett. Frá Raufarhöfn og upp á Viðarfjall er notast við örbylgjusamband. Ljósleiðarinn nær ekki inn í bæinn og telur Gunnlaugur það slæmt fyrir fjarskiptamál bæjar- ins. Gunnlaugur telur jafnvel að fjarfundabúnaðurinn komi ekki til með að virka nema ljósleiðarinn nái alveg inn í bæinn og gæti þtið ótvírætt haft áhrif á starfsemi Is- lenskrar miðlunar á Raufarhöfn. Staða mála kynnt sam- gönguráðherra * Gunnlaugur og Svavar Krist- insson hjá íslenskri miðlun áttu fund með samgönguráðherra og hafa kynnt honum stöðu mála. Gunnlaugur segir ráðherra vel kunnugan málinu og hafa sýnt stöðu mála skilning. Gunnlaugur lýsir áhyggjum sínum vegna stöðu litlu samfélaganna gagnvart Landssím- anum þegar og ef fyrirtækið verður einkavætt. „Fyrirtæki starfa eftir ákveðnum leikreglum þar sem markmiðið er að hámarka hagnaðinn, þar af leiðandi getur þjónusta við litlu bæjarfé- lögin úti á landi minnkað, því Landssíminn er r ekkert frábrugðinn öðrum fyrirtækjum á markaði," segir Gunnlaugur. Ibúum Raufarhafnar hefur fjölgað síðustu tvö ár og eru nú orðnir yfir 400. Þar er hæsta hlutfall af fólki 30 ára og yngri á Norðurlandi eystra og fjöldi barna og unglinga er þar einnig hlutfallslega mestur miðað við önnur sveitarfélög í kjördæminu. Gunnlaugur nefnir einnig að efth’ sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í Jökli hf. sé eignastaða sveitarfélagsins góð og bjartsýni ríki. Gunnlaugur Júlíusson Jæja, svona er þá hugmyndin mín Hvað finnst þér? Dilbert, þú ert svo mikill sakleysingi. ____________ 'there are THING5 VOU OONl'T UNOER5TKNO. Það er margt sem þú skilur ekki. Það er af því að þú segir mér aldrei neittl LXK-t NOU), FO^ EK/MAPLEJ- \W EINS OG TIL DÆMIS NÚNA! -Dilbert, Dilbert, Dilbert... Skrambinn hafi það! Segðu mér að minnsta kosti hvað er athugavert viðhugmyndina mína! Hallaðu þér fram, svo ég geti klappað þér yfirlætislega á kollinn. LEAN OVER HER.E SO I CAN PAT VOUR HEAO IN A CONDESCENOING COAY. Svo þú Joáðir klappið? -Eg vildi ekki fara tómhentur. % so I vou TOOK THE n*-r-5 I DIDN'T OOANT TO LEAVE EtAPTY HANOEO. cn +- cr o SAMVINNU- HÁSKÓLINN Hóskólonám í rekstrarfræðum STAFRÆNN PRENTARI UÓSRITUNARVÉL SHARP AL-IOOO • Tengjanleg við tölvu • 10 eintök á minútu • Fast frumritaborð • Stækkun - minnkun 50%-200% • 250 blaða framhlaðinn pappírsbakki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.