Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
PIMMTUDAGUR1. JÚLÍ 1999 B 3
Starfsemi kvikmynda-
húsa árið 1998
Kvikmynda-
húsagestum
utan höfuð-
borgarsvæðis
fækkar
KVIKMYNDAHÚSAGESTUM
utan höfuðborgarsvæðisins fækk-
aði um tæplega 40.000 á árinu
1998 frá fyrra ári. Hins vegar
fjölgaði gestum kvikmyndahús-
anna á höfuðborgarsvæðinu um
ríflega 67.000 á árinu, eins og seg-
ir í frétt frá Hagstofu íslands.
Fækkun kvikmyndahúsagesta
utan höfuðborgarsvæðisins er að
miklu leyti að rekja til þess að
kvikmyndahúsum utan borgarinn-
ar fækkaði um 5 á milli ára. Alls
voru starfrækt 25 kvikmyndahús
með 45 sýningarsölum á 18 stöð-
um á landinu á árinu 1998. Sæta-
framboð kvikmyndahúsa var rúm-
lega 9.000 og sýningar á viku voru
að meðaltali 860.
Alls voru kvikmyndahúsagestir
á árinu 1998 rúmlega ein og hálf
milljón og fjölgaði um 30.000.
Þetta jafngildir því að hver lands-
maður hafi sótt kvikmyndasýning-
ar 5,5 sinnum á síðasta ári.
Andvirði seldra aðgöngumiða á
landinu öllu var um 814 milljónir
króna á árinu 1998. Þar af var
meirihlutinn seldur á höfuðborg-
arsvæðinu eða fyrir um 742 millj-
ónir króna, 91% af heildarand-
virði.
Að venju var hlutur banda-
rískra kvikmynda stærstur, um
92% af verðmæti seldra miða á
höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ís-
lenskra kvikmynda nam rúmum
2% miðað við andvirði greiddra
aðgöngumiða en um 3% miðað við
aðsókn.
Fóður-
blandan
hf. kaupir
TP Fóður
ehf.
FÓÐURBLANDAN hf. hefur
keypt alla hluti einkahlutafé-
lagsins TP Fóðurs ehf. og tek-
ur við rekstri félagsins 1. júh'
nk., eins og segir í fréttatil-
kynningu frá Fóðurblöndunni
hf.
Markmið Fóðurblöndunnar
með kaupunum er að styrkja
félagið enn frekar á innlendum
fóðurmarkaði. Það er mat for-
ráðamanna Fóðurblöndunnar
að félagið geti veitt viðskipta-
vinum sínum betri og fjöl-
breyttari þjónustu með samein-
ingunni.
Velta TP Fóðurs á síðasta ári
var rúmar 80 milljónir króna,
eða 9% af veltu Fóðurblönd-
unnar.
Starfsemi TP Fóðurs ehf.
verður flutt í húsnæði Fóður-
blöndunnar við Korngarða.
Fyrrnefnda félagið verður enn
um sinn rekið sem sjálfstætt fé-
lag en undir framkvæmda-
stjórn Fóðurblöndunnar hf.
TP Fóður hefur sinnt þeim
svínabændum sem kjósa að
blanda sitt fóður sjálfir með
kaupum á hráefnum og
vítamfnblöndum, auk þess sem
félagið hefur selt bændum
margvíslegan tækjabúnað er
tengist fóðurframleiðslunni og
veitt ráðgjöf á því sviði.
• • • • 4 • » • § f f-3
• • • FJÖLPÓSTI*
FJÖLPÓST www.postur.is/fjolpostur.
lýsingar {slma 580 1090. T \ PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur
Þessi maöur er með SMS viðskiptavakt Simans GSM.
Þess veqna veit hann hvaö er að qerast oq breqst við,
Vertu með markaóirm á hreinu.
Með SMS viðskiptavaktmni getur þú feugió nýjustu upplýsingar um hækkun eða lækkun
verðbréfa sendar umsvifalaust í GSM símann þitm sem SMS skilaboð um leið
og breytingar eiga sér stað.
KAUPHÖll
LAHDSBKÉfA
www.landsbref.is
Nýjungar í SMS - viðskiptavakt:
Þú getur fengið visitöluyfirlit sent kl. 20:15 á hverjum viðskiptadegi.
Þú getur fengiö yfirlit í íok dags yfir þá vaka sem þú átt.
Þú getur fengiö Topplista vikunnar með þeim tveimur félögum sem mest hafa
hækkaö og þeim tveimur sem mest hafa lækkaö, auk þess félags sem mest
heildarviðskipti hafa verið með yfir vikuna.
Viöskiptavaktin er samvinnuverkefni Tölvumynda,
Kauphallar Landsbréfa og Landssímans.
Skráning á: www.gsm.is
SÍMINN<5SM
www.gsm.is