Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 B 7
Smásalar
þurfa ekki að
óttasf erlend-
ar keðjur
ÆTLI það sé ástæða til að ótt-
ast að erlendar keðjur gleypi
smásölumarkaðinn á Islandi?
Jóhannes telur að ákveðin
hætta sé af því að stórar erlend-
ar keðjur taki yfir íslenskan
smásölumarkað. „Þessi fyrir-
tæki hafa svo yfirgengilegan
styrkleika og þekkingu á öllum
sviðum markaðarins að það er
full ástæða til að vera á varð-
bergi. En ég hef ekki nokkra trú
á að það gerist að keðjur á borð
við Wal-Mart komi inn á svona
litinn markað,“ segir Jóhannes.
Haukur er sammála Jóhann-
esi, telur að sökum smæðar ís-
lenska markaðarins sé ekki
ástæða til að óttast að erlendar
smásölukeðjur ráðist til atlögu á
matvörumarkaði hér. „Svo hef-
ur Baugur hafið útrás til
Færeyja og lýst yfir að þeir séu
að skoða útrás í Evrópu. Það
verður spennandi að fylgjast
með þeim og ég tel líklegt að
þeir nái árangri. Smásölustarf-
semi er orðin alþjóðleg atvinnu-
grein auk þess sem markaðs- og
upplýsingatæknin sem hún not-
ar er alþjóðleg", segir Haukur.
„í Bandaríkjunum,“ segir
Þorsteinn, „hafa myndast
risamarkaðir eins og Wal-Mart,
sem er ekkert annað en vöru-
skemma, ódýrt húsnæði með
mikið af vörum. í Evrópu er
hins vegar mikið um fínni stór-
markaði og mér sýnist sem
Wal-Mart sé að reyna að koma
bandarísku hugmyndinni inn í
Evrópu“.
Að áliti Sigurðar munu minni
sérhæfðar verslanir sem veita
góða og persónulega þjónustu
hugsanlega ná fótfestu auk
stórmarkaða og hann er ekki
smeykur við erlendar smásölu-
keðjur. „Smæð íslensks mark-
aðar ver hann efiaust að
nokkru marki fyrir ásókn er-
lendra stórverslana, - en mikill
kaupmáttur og kröfuharðir
neytendur gera hann á hinn
bóginn fýsilegan. Einhvers kon-
ar samstarf við innlenda aðila
er þó ef til vill líklegra en bein
útibú útlendra fyrirtækja,“ seg-
ir Sigurður.
Bjóðum mjög hentuga fataskápa.
Aöeins vönduð vara úr gæðastáli.
Mjög gott verö!
- fyrír gott verð
íslendingar fram-
leiði hágæðavöru
INNKAUPAKEÐJURNAR hafa
einnig verið í aðstöðu til að þrýsta
verðum framleiðenda niður, þannig
að í sumum tilvikum minnkar ágóði
hans af framleiðslunni. Er þá
ástæða til að ætla að gæði vörunn-
ar fari minnkandi eða að aukin
gæðaskipting verði á markaði.
„Þróunin hefur verið á þann veg að
framleiðsla á lággæðavöru hefur
smám saman verið að flytjast til
ódýrari framleiðslusvæða, til landa
eins og Kína og Bangladesh,“ bend-
ir Haukur á. „Þetta á bæði við um
fullunna framleiðsluvöru og íhluti til
framleiðslu. A sama tíma er flóknari
tækniframleiðsla með hærri virðis-
auka að eflast í iðnríkjunum“.
Að mati Þorsteins ættu íslenskir
framleiðendur að einbeita sér að
því að framleiða hágæðavöru. Hann
segir markaðinn hér ekki vera það
stóran að lágvöruverðsframleiðsla
borgi sig. Jafnframt eigi þeir að
beina kröftum sínum að samstarfi
við stóru innkaupafyrirtækin.
Þorsteinn telur að lagskipting
gæða muni enn aukast. Þeir sem
vilji lágt vöruverð verði að sætta
sig við minni vörugæði. „Við höfum
kannski ekki enn upplifað þetta á
Islandi, að það sé mjög mikill mun-
ur á gæðum hluta. Það mun hins
vegar aukast,“ segir Þorsteinn.
Sigurður segir hvorki eftirsókn-
arvert né mögulegt að stunda
framleiðslu ef arðsemi er ekki við-
unandi. „Aukin framleiðni veitir
tækifæri til að lækka söluverð en
þegar möguleikum til verðlækkana
vegna framleiðniaukningar sleppir
geta frekari kröfur um lágt vöru-
verð leitt til minni vörugæða.
Kaupmannasamtök íslands hafa
hvatt til vörufræðikennslu í skólum
til að neytendur verði upplýstari
um gæði varnings. Sýnileg gæða-
flokkun vöru umfram það sem nú
tíðkast kann að koma síðar, en ekk-
ert bendir til þess nú að svo verði.“
Framleiðendur munu, að sögn
Jóhannesar, fara með vörur sínar í
einni ferð út í dreifingarhúsin í
stað þess að fara á marga staði
með vörurnar í smáskömmtum.
Þannig lækkar dreifingarkostnað-
ur framleiðandans og þar af leið-
andi verðið til dreifingaraðilans.
Heildsalar verða
markaðsmenn
ÍSLENSKIR kaupmenn hafa í
auknum mæli farið í samstarf
við erlendar innkaupakeðjur
og hér á landi hafa myndast
fyrirtæki um sameiginleg inn-
kaup. Þessi fyrirtæki hafa í
mörgum tilfellum flutt sjálf inn
vörur í stað þess að kaupa þær
í gegnum heildsala. En hvert
verður þá hlutverk heildsal-
ans?
Hlutverk heildsala mun
breytast eins og annarra í vöru-
dreifingarkeðjunni, að sögn
Sigurðar. Hann telur að hlut-
verk heildsalans verði aðallega
fólgið í markaðssetningu vöru
og eftirfylgni í stað innkaupa,
lagerhalds og beinnar dreifing-
ar.
Þorsteinn tekur í sama
streng og segir heildverslanir
vera að breytast í markaðsfyr-
irtæki. „Heildsalar munu smám
saman hætta að flytja inn vörur
og dreifa í verslanir út og suð-
ur. Það verður hlutverk stórra
innkaupafyrirtækja á borð við
Búr og Aðföng. Heildsalar eiga
því að einbeita sér að markaðs-
málum og að vera í nánum
tengslum við viðskiptavini sína,
smásalana,“ segir Þorsteinn.
Jóhannes er sammála Sigurði
og Þorsteini: „Heildsalar fram-
tíðarinnar verða fyrst og
fremst hagsmunagæslumenn
sinna vörumerkja. Að hver aðili
sé með dreifingu og lagerhald
gengur ekki. Samkeppnin býð-
ur ekki upp á slíkan kostnað.
Það verður hlutverk stóru
vöruhúsanna."
Haukur telur hins vegar að
um skilgreiningaratriði sé að
ræða. „Hlutverk heildsalans
hérlendis hefur verið að fínna
vöruna, fiytja hana til landsins,
halda lager, markaðssetja hana
og jafnvel raða henni í hillu
smásalans og Ijármagna smá-
söluþáttinn,“ segir Haukur.
„Þetta er viðamikill þáttur sem
einhver verður að sjá um. Hver
sá sem tekur þennan þátt að sér
verður heildsali sé miðað við
þessa skilgreiningu á heild-
sala.“
r
Ríki.svixlar í m arkfl okkiim
%»J i/JJivff-J JLl
í dag kl. ii:oo munfara framútboð á ríkisvíxlumhjá Lánasýslu ríkisins.
Að þessu sinni verður boðið upp á ? V^ mánaða ríkisvíxil, en að öðru leyti
eru skilmálar útboðsins i helstu atriðum þeir sömu og i siðustu útboðum.
í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla i markflokkum:
Millj. kr.
Flokkur Gjalddagi Lánstími
RV99-0917 17. september 1999 ^V^mánuður
Markflokkar ríkisvlxla
Staða ríkisvíxla 1. júlí i?.o63 milijónir.
Áætluð hámarksstærð ogsala 1. júlí 1999.
Núverandi Aætíað hámark
staða111 tekinnatilboða®
3.3o6 3.000
* Milljónir króna.
3 mán
6 mán
Gjalddagar
Áætluð áfylling síðar
Áætluð sala 1. júlí 1999
Staða l.júlí 1999
Sölufyrirkomulag:
Ríkisvlxlamir verða seldir með tilboðs-
fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í
ríkisvíxla að þvi tilskyldu að lágmarksfjárhæð
tilboðsins sé ekki lægri en 2,0 milljónir.
öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum,
fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir-
tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum
og tiyggingafélögum er heimilt að gera tilboð
í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki
500.000 krónur.
öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist
Lánasýsluríkisinsfyrirkl. 11:00,
fimmtudaginn 1. júlí 1999.
Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar
nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: S62 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is