Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 6
6 B FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Netverslun
mest fyrir
sérvöru
HVORT tveggja verður til, Net-
verslun og hefðbundin verslun, að
mati Signrðar Jónssonar.
„Það hentar vöruttokkum misvel
að vera seldir í fjarsölu, hvort
heldur er á Netinu, í póstverslun
eða símasöiu. En víst er að Netið
er ögrun sem verslunin getur ekki
horft fram hjá og því fyrr sem fyr-
irtæki hefja verslun á Netinu, því
betra fyrir þau“, segir Sigurður.
Haukur Þór Hauksson tekur
undir það að Netverslun verði
mjög mismunandi eftir vöruflokk-
um en einnig atvinnugreinum.
Hann telur að Netverslun muni
áfram aukast en útrými ekki hefð-
bundinni verslun, heldur sé hér um
nýja vörudreifingarleið að ræða til
viðbótar við þær sem fyrir eru.
Þorsteinn Páisson telur einnig
að Netverslun fari vaxandi í ýmis
konar sérvöru en verði hins vegar
aldrei stór í matvöru.
„Það er ekki síst félagslegt atriði
að fara og versla. Eitt sinn var því
spáð að sjálfsafgreiðsluverslanir,
þar sem er ekki einu sinni mann-
eskja á kassanum, væru það sem
koma skyldi. Raunin hefur orðið
önnur. Það hefur sýnt sig að fólk
vill hafa einhvem á kassanum og
það vill hafa einhvern í kjötinu
sem getur sagt því eitthvað, þó að
það viti það fyrir. Við erum jú
mannverur og þurfum samneyti
við aðra og ég held að sem betur
fer muni það ekki hverfa."
Jóhannes Jónsson tekur undir
þetta: „Eg efast um að Netverslun
verði ráðandi því að verslun er svo
mikið félagslegt afi. Menn héldu að
kvikmyndahús liðu undir lok með
myndbandavæðingu en það hefur
alls ekki orðið raunin. Fólk vill
fara út og umgangast annað fólk.
Án þess held ég að mannlífið yrði
ansi nöturlegt. Þess utan tel ég að
Netverslun komi í stað póstlista og
þá í sérvöru en ekki matvöru.“
Breytingar á matvörumarkaði leiða til breytinga á hlutverkum þeirra sem að verslun koma
Alþjóðavæðingaræði
hefur runnið á smásala
Þróun verslunar undanfarin ár hefur leitt
til mikillar hagræðingar og samþjöppunar
á markaði, meðal annars í matvöruverslun.
Aherslur hafa breyst í dreifingu og vöru-
öflunog stórar innkaupkeðjur myndast.
Stórar smásölukeðjur hafa orðið til og eru
nú óðum að færa út kvíarnar á heimsvísu.
Er þar skemmst að minnast innreiðar
bandarísku keðjunnar Wal-Mart í Evrópu.
Soffia Haraldsdóttir skoðaði þessa þró-
un og ræddi við fjóra aðila er koma að
innlendum verslunarrekstri.
S:
:
MÁSÖLUKEÐJUR hafa
margar hverjar verið að
|færa út kvíamar og teygja
anga sína víða um heim á
síðustu árum. Alþjóðavæðing inn-
kaupakeðja er ekld eins vel á veg
komin og ekki fullreynt hvernig fer.
Hlutverk innkaupakeðjunnar og
smásölukeðjunnar á alþjóðamarkaði
eru afar flókin.
Því hefur reyndar verið fleygt að
á smásölukeðjur hafi runnið al-
þjóðavæðingaræði. Keðjumar eru
hver af annarri að opna útibú á ólík-
legustu stöðum. Til dæmis hefur, að
sögn The Economist, Royal Ahold,
rekstraraðili hollenskrar verslana-
keðju, keypt stórmarkaði í Póllandi,
ATVINNUHUSNÆÐI
TIL LEIGU
ISIL ■
^ tHEK 3
NÝBÝLAVEGUR - KÓP. Til
leigu er efsta hæðin að Nýbýlavegi
4, Kóp. Hæðin er um 410 fm. Inn-
gangur að sunnanverðu, (Dal-
brekkumegin). Húsnæðið er innr.
sem skrifstofuhúsnæði og skiptist í
12 skrifstofuherb., fundarherbergi,
móttöku, kaffistofu, snyrtingar og
geymslur. Leigist í einu lagi eða
smærri einingum. Hús í góðu
ástandi. LAUST STRAX. Allar nán-
ari uppl. á skrifstofu.
STÓRHÖFÐI Frábærlega stað-
sett skrifstofuhæð ca 150 fm á 2.
hæð (efstu). Gluggar á fjóra vegu.
Mikið útsýni. Húsið hentar vel undir
hvers konar skrifstofu- og þjónustu-
starfsemi. LAUST STRAX.
GRENSÁSVEGUR Til leigu
verzlunar- og lagerhúsnæði í nýl.
góðu húsi. Stærð 204 fm. LAUST
STRAX.
TIL SOLU
FISKISLÓÐ Vönduð nýl. húseign
ca 1.000 fm. Framhús er á tveimur
hæðum og er innréttað sem skrif-
stofur og aðstaða starfsmanna.
Bakhúsið er með mikilli lofthæð og
stórum innkeyrsludyrum á gafli og
bakhlið. Sérlega góð lóð, malbikuð,
og aðkoma greið. LAUST STRAX.
HAFNARFJORÐUR Til sölu
verzlunarhúsnæði á jarðhæð ásamt
kjallara. Stærð 540 fm. Stórir og
góðir gluggar. Hugsanlega hægt
að breyta húsnæðinu í ibúðir.
LAUST STRAX.
Sími 533 4040 Fax 588 8366
oreign ehfF Armúla 21
ÐAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
á Spáni, í Ameríku og Argentínu.
Einnig hefur Carrefour, stærsta
verslanakeðja Frakklands, opnað
verslanir í Chile, Colombíu,
Indónesíu og Tékklandi og stefnir
næst á Japan. En kapp er best með
forsjá og mörg fyrirtæki hafa lent í
vandræðum með alþjóðavæðingu
sína.
Stærðarhagkvæmni nýtist
illa á millí landa
Algeng skýring sem forsvars-
menn fyrirtækja gefa á alþjóðaút-
breiðslu er að verið sé að ná fram
stærðarhagkvæmni þar sem mark-
aðs- og tæknikostnaður fari síhækk-
andi. Það sem þeir gera sér hins
vegar ekki vel grein fyrir er að
ákaflega erfitt getur verið að ná
fram stærðarhagkvæmni á alþjóða-
markaði. Sérstaklega á matvöru-
markaði, þar sem hagkvæmni
stærðarinnar nýtist illa á milli
landa.
Mörg alþjóðafyrirtæki hafa lent í
hremmingum á nýjum markaðs-
svæðum og lært að viðskiptahættir
geta verið fjölbreytilegir og hegðun
viðskiptavinarins mismunandi eftir
svæðum. Auk þess sem smekkur
manna getur verið gjörólíkur, jafn-
vel í löndum sem liggja landfræði-
lega saman. Ýmis smámistök hafa
reynst dýrkeypt og fara þarf var-
lega í að nota aðferðir sem viðkom-
andi keðja hefur tileinkað sér með
góðum árangri á sínum heimamark-
aði.
Bandaríska verslanakeðjan Wal-
Mart er eitt þeirra fyrirtækja sem
hefur verið að alþjóðavæðast.
Síðastliðin 2 ár hefur gengi hluta-
bréfa fyrirtækisins hækkað um
200% en bandaríski markaðurinn er
að verða mettaður og því ekki lík-
legt að fyrirtækið geti haldið uppi
slíku gengi hlutabréfa. Þess vegna
Jóhannes
Jónsson
Haukur Þór
Hauksson
Þorsteinn
Pálsson
Sigurður
Jónsson
var alþjóðavæðingu hrint af stað og
búist er við að 30% hagnaðar fyrir-
tækisins eigi eftir að koma frá öðr-
um löndum eftir 3-5 ár.
Wal-Mart í Evrópu
Wal-Mart hefur meðal annars
hafið innreið sína á Evrópumarkað.
Upphafið markaðist fyrir einu og
hálfu ári með kaupum Wal-Mart á
þýsku verslanakeðjunni Wertkauf,
en í desember síðastliðnum bætti
Wal-Mart um betur á þýska smá-
sölumarkaðinum og keypti verslanir
Spar Handels í Þýskalandi.
Þegar hér var komið
sögu voru smásalar
víða um Evrópu famir
að óttast framhaldið.
Mikið var reynt, sér-
staklega í Bretlandi og
Frakklandi, að finna
leiðir til að verjast
ágangi risans en lítið
gekk.
Um miðjan nýliðinn
júnímánuð hristi Wal-
Mart, svo um munaði,
upp í smásölum á
breskum matvöru-
markaði, með kauptil-
boði í bresku verslana-
keðjuna ASDA. Því
hefur verið spáð að
með yfirtöku Wal-Mart
á ASDA hefjist gríðar-
legt verðstríð á bresk-
um matvörumarkaði og
að miklar breytingar
séu framundan. Það á
eftir að koma í ljós
hvemig Wal-Mart
spjarar sig í Bretlandi
en talið er að því fylgi
margir ótvíræðir kostir
að yfirtaka ASDA-
keðjuna þar sem hún
hefur starfað á svipað-
an hátt og Wal-Mart,
auk þess sem hún
þekkir breska markað-
inn vel.
Wal-Mart er ekki
einungis öflug smásölu-
keðja. Fyrirtækið hefur einnig yfir
að ráða einu öflugasta innkaupa-
kerfi heims. í meginatriðum heldur
það utan um magn birgða og upp-
færist í höfuðstöðvum fyrirtækisins
í Bandaríkjunum þegar vara er seld
á afgreiðslukassa Wal-Mart versl-
unar, hvar sem er í heiminum. Kerf-
ið útbýr sjálfkrafa pantanir til
birgja þegar þess er þörf og þannig
er komið í veg fyrir að haldnar séu
of miklar eða of litlar birgðir. Talið
er að þetta tölvukerfi hafi gegnt
lykilhlutverki í velgengni Wal-Mart
keðjunnar.
Innkaupakeðjur eru framtlðin
i i
Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALLTAT eiTTH\SAÐ HÝT7
SAMÞJÖPPUN á matvörumarkaði
hefur getið af sér smásölukeðjur
og með sameiginlegum magninn-
kaupum hafa orðið til innkaupa-
keðjur. Fjórmenningamir sem
rætt var við eru sammála um að
framtíðin feli jafnvel í sér samstarf
við erlendar innkaupakeðjur.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtaka Islands,
bendir á að í sérvöruverslun hafi
um árabil verið samstarf um inn-
kaup í ákveðnum vörufiokkum og
að nú þegar séu íslensku inn-
kaupafyrirtækin í sambandi við
stórar erlendar innkaupakeðjur.
„Hvert prósent eða hluti úr því
skiptir miklu máli þegar stórar
keðjur eiga í hlut því að yfir 80% af
útgjöldum matvöruverslana fara til
vörukaupa", segir Sigurður.
Jóhannes Jónsson, stjórnarmað-
ur Baugs hf., segir Baug vera í
samstarfi við innkaupakeðjur í
Danmörku, Noregi og Bandaríkj-
unum. Hann segir: „Það er stað-
reynd að innkaupakeðjur eru það
sem koma skal. Wal-Mart er að
fara inn í Evrópu og mikil sam-
þjöppun er að eiga sér stað á inn-
kaupasviðinu í Danmörku og Nor-
egi. Þetta er alls staðar tilhneig-
ingin.“
Hins vegar varar Þorsteinn
Pálsson, forstjóri Kaupáss hf., við
því að lítið mál er fyrir erlendar
keðjur að setja upp eina eða tvær
verslanir á Reykjavíkursvæðinu.
„Þetta er allt staðlað, það er bara
sett upp eitt stykki verslun og það
skiptir þá litlu máli hvort þcir
senda flutningabfl í 5 tíma keyrslu
eða gám með skipi til Islands. Svo
er hinn möguleikinn líka, að við
förum í samstarf við þessar keðjur
en það liggur svo sem ekkert fyrir,
held ég, hvorki hjá okkur né öðr-
um“, segir Þorsteinn.
Haukur Þór Hauksson, formað-
ur Samtaka verslunarinnar, telur
að ný tækni, markaðsaðferðir og
lífsháttabreytingar reki þær
miklu breytingar sem hafa orðið á
verslun hérlendis á síðustu árum.
„Islenskir kaupmenn og innfiytj-
endur hafa sýnt og sannað að þeir
eru miklir frumkvöðlar", segir
hann.
Haukur bendir þó á að eðli
verslunar sé að hún breytist auð-
veldlega í takt við kröfur markað-
arins og að vænta megi enn meiri
breytinga á næstu árum.