Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 4
Becker hættir BORIS Becker, tenniskapp- Sinn snjalli frá Þýskalandi, hefur keppt í síðasta sinn á stórmóti og hyggst leggja spaðann á hilluna síðar í Imánuðinum. Hann lék síð- asta leik sinn í gær á móti Ástralanum Pat Rafter í 16 manna úrslitum Wimbledon-tennismótsins. Rafter sigraði 6-3 6-2 6-3. ítfónm FOLK ■ ÚRVALSDEILDARLIÐ Snæfells í körfuknattleik gekk í gærkvöldi frá samningum við Bandaríkjamanninn Kim Lewis um að þjálfa og leika með liðinu á næstu leiktíð. Lewis hefur verið aðstoðarþjálfari Tulane-háskól- ans undanfarin þrjú ár, en lék áður sem bakvörður með liðinu og þykir mjög góður. ■ WILSON Kipketer, nigeríski hlauparinn knái með danska ríkis- fangið, sigraði í 800 m hlaupi á Bislett> leikunum, sem hófust í Osló í gær. Tími hans var sá besti í 800 m hlaupi á þessu ári, ein mínúta og 43.11 sek. ■ BISLETT-leikamir fóru annars mjög vel af stað í gær. Þannig náði rúmenska hlaupadrottningin Ga- briela Szabo besta tíma ársins í 3.000 m hlaupi kvenna er hún hljóp á 8:27,21 mín og heimsmethafínn frá Kenýa, Bemard Barmasai, sigraði í 3.000 m hindrunarhlaupi karla á tím- anum 8:06,15 mín. ■ HEILE Gebrselassie, heimsmet- hafínn í 5000 m hlaupi, sigraði auð- veldlega í greininni og hlóp á næst besta tíma ársins, 12:53,92 mín. Þó að- stæður til spretthlaupa hafi ekki verið sem bestar sökum kulda náði Allen Johnson besta tíma sínum á tímabil- inu og sigraði í 110 m grindahlupi - 13,14 sek. ■ MARION Jones virtist í góðu formi og sigraði í 200 m hlaupi kvenna á tímanum 22,22 sek. Þá sigraði Deon Hemmings í 400 m grindahlaupi kvenna á 53,48 sek. ■ ALLIR þeii’ frjálsíþróttamenn sem hér hafa verið taldir upp keppa að því að sigra á öllum „gullmótum" sumars- ins og deila þannig með sér milljón dollara verðlaunafé. Bislet-leikarnir voru fyrstir í þeirri mótaröð. Einn af þeim sem þótti eiga möguleika á pott- inum er þegar dottinn út. Það er heimsmeistarinn i 200 m hlaupi, Ado Boldon, sem var dæmdur úr leik fyrir að stíga á línu. ■ ARSENAL fékk í gær til liðs við sig Brasihumanninn Silvinho meistara- liðinu Corinthians. Silvinho, sem er 25 ára. leikur stöðu vamarmanns. Hann er átjándi útlendingurinn sem Arsene Wenger hefur fengið til Ar- senal síðan hann tók við liðinu. ■ ROGER Garcia, miðvallarleikmað- ur Barcelona, mun ganga til lið við Mónakó í þessari viku. Garcia, sem var settur á sölulista hjá Barcelona, er 22 ára. ■ FORRÁÐAMENN Bayern Munchen og Real Madrid, mættust í gær í Miinchen til ræða skipti á leik- mönnunum Markus Babbel og hol- lenska landsliðsmannsins Christian Karembeu, sem hefur ekki verið ánægður hjá Real. ■ RAYO Vallecano og Sevilla tryggðu sér í gær sæti í spænsku úr- valsdeildinni í knattspymu. Rayo, sem er frá Madrid, og hefur löngum staðið í skugga stórliðanna Real og Atletico, sigraði Extremadura sam- anlagt með fjórum mörkum gegn engu í tveimur leikjum og Sevilla sigraði Villareal 3:0 samanlagt. Liðin unnu báða leiki sína, heima og heim- an. DREGIÐ var í forkeppni Meist- aradeildar Evrópu í gær. ÍBV leikur gegn albönsku meistur- unum SK Tirana. Bjarni Jó- hannesson, þjálfari Vest- mannaeyinga, sagði að drátt- urinn hefði sína kosti og galla. „Þetta verður leiðinlegt ferða- lag og langt en það hefði geta verið verra. Við hefðum getað lent á móti liði frá Aserbaídsj- an eða Armeníu. Aftur á móti eigum við ágæta möguleika á því að komast áfram. Við hefð um getað lent á móti sterkari liðum.“ Skagamenn léku á dögunum einnig á móti albönsku liði í fyrstu umferð Getraunakeppni Evr- ópu og komust örugglega áfram. Bjami heldur að róðurinn verði ekki jafn auðveldur hjá Eyjamönn- um. „Menn hafa rekið sig á það í gegnum tíðina að talsverður munur getur verið á liðum sem taka þátt í Evrópukeppnum. Ekki er hægt að dæma albanska knattspyrnu út frá einu liði og mig grunar að þetta lið sé talsvert sterkara en liðið sem Skagamennimir léku við.“ Bjarni bætti því við að það væri vissulega kostur að Skagamenn hefðu leikið við albanskt lið. „Við munum fá upplýsingar frá Loga [Ólafssyni] um aðstæður þama úti og það hjálpar til.“ Ef Vestmannaeyingar komast áfram í keppninni leika þeir við MTK Budapest sem er fírnasterkt lið frá Ungverjalandi. Bjarni seg- ist ekki vera farinn að hugsa svo langt fram í tímann að hann hafi áhyggjur af þeim drætti. „Reyndar erum við ekki farnir að hugsa um leikinn á móti albanska liðinu. Við einbeitum okkur að leiknum á móti Keflavík sem verður leikinn á sunnudag og verður erfiður. Eg Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson GUÐNI Rúnar Helgason, einn af lykilmönnum Eyjaliðsins. Hann hefur leikið vel að undanförnu, skorað þrjú mörk í tveimur síðustu leikjum liðsins. get þó a.m.k. sagt að það hefði ver- ið betra að sleppa við svona langt ferðalag.“ Fyrri leikur Eyjamanna á móti SK Tirana verður í Vestmannaeyj- um þann 14. júlí. Seinni leikurinn verður í Albaníu viku síðar. Leiftur mætir Anderlecht LEIFTURSMENN frá Ólafsfirði drógust gegn belgíska liðinu Anderlecht í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í gær. Fyrri leikur liðanna verður háður í Belgíu hinn 12. ágúst nk., en sá síð- ari fer fram 26. ágúst. Anderlecht hafnaði í þriðja sæti belgísku deiidarkeppninnar á liðnu keppnistimabili, á eftir meisturum Genk, liði Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Guðjónssona, og Club Brugge. Tveir íslenskir leikmenn hafa leikið með Anderlecht, þeir Arn- ór Guðjohnsen og Pétur Pétursson. Valur lék gegn Anderlecht ár- ið 1968 í borgarkeppni Evrópu og tapaði fyrri leiknum ytra, 6:0, þegar hinn kunni Paul Van Himst hrelldi Sigurð Dagsson mark- vörð og gerði fjögur mörk. Síðari leiknum lauk einnig með sigri Anderlecht, 2:0. KR-ingar mæta Kilmarnock KR-ingar drógust á móti skoska lið- inu Kilmamock í Evrópukeppni fé- lagsliða. Atli Eðvaldsson var ánægð- ur með dráttinn. „Þetta er stutt ferðalag og það skiptir miklu máli í þessari keppni. Eg veit ekki mikið um þetta lið en það verða hæg heimatök- in að afla upplýsinga því að Jóhannes bróðir minn er búsettur í Skotlandi, einnig er David Winnie öllum hnútum kunnugur í skoskri knattspyrnu. En þetta verður erfitt." KR-ingar eiga stutt ferðalag fyrir höndum borið saman við Eyjamenn sem fara alla leið til Albaníu. Atli er ekki á þeirri skoðun að drættirnir í Evrópukeppninni eigi eftir að hafa áhrif á keppnina hér heima. „Vissu- lega eiga Vestmannaeyingar langt og strangt ferðalag fyrir höndum, og annað til ef þeir sigra albanska liðið, en þeir hafa styrkt sig mikið undan- farið og eru með reynslumikið lið sem er vant að takast á við erfið verkefni." Með fjölda stuðnings- manna til íslands Mikil stemning er í kringum lið Kihnarnocks. Þegar liðið lék við al- banskt lið í Evrópukeppninni í fyrra fylgdu því 900 áðdáendur. Búast má við að 1500-1600 fylgi liðinu til Reykjavíkur. Leikirnir fara fram 12. og 26 ágúst. Fyrri leikurinn verður leikinn hér heima. KNATTSPYRNA íslandsmeistarar Eyjamanna fara til Tírana í Albaníu Ágætir möguleikar á að komast áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.