Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 ■ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ BLAÐ Garcia heldur uppteknum hætti SPÆNSKI kylfíngurinn Sergio Garcia, sem gerð- ist atvinnumaður í apríl sL, hefur tekið tveggja högga forystu í Lock Lomond-boðsmótinu í Skotlandi, með glæstum leik á fyrsta hring. Garcia lék átján holur á 62 höggum, eða níu höggum undir pari. Garcia sigraði á siðasta móti evrópsku mótaraðarinnar, Opna írska mótinu, en þá innsiglaði hann sigur sinn með 64 höggum á lokahring. Garcia er aðeins nítján ára, en hefur slegið í gegn síðan hann náði bestum árangri áhugamanna í bandarísku meistarakeppninni, öðru nafni Masters, í apríl, en í kjölfar þess gerð- t' ist hann atvinnumaður og hefur keppt á víxl á bandarísku og evrópsku mótaröðunum. KNATTSPYRNA Inceá Graham Taylor segir frá ferðinni til sögueyjunnar í gær á Vicarage Road Watford með leikmenn á íslandi undir smásjánni „ÞESSI dagur er mikill hátíðisdagur. Ástæðan? Jú, þá hefur ef til vill runnið upp fyrir mörgum íbú- um hér í Watford, að lið þeirra væri aftur komið í hóp þeirra bestu.“ Graham Taylor, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands og núverandi knattspyrnustjóri Watford, lét þessi ummæli falla á blaða- mannafundi í herbúðum Watford, Vicarage Road, í gær - þegar lið Watford var kynnt, skrifað undir samninga við styrktaraðila og á síðustu stundu gengið frá kaupum á nýjum leikmanni. Þá var vikið að fyrsta verkefni liðsins - ferðinni til sögueyjunnar íslands, en Taylor heldur til íslands með her- deild sína á morgun. Watford keypti í gær n-írska leikmenn bættust í hópinn innan landsliðsmanninn Mark skamms og nefndi hann Norður- ratford keypti í gær n-írska landsliðsmanninn Mark Williams frá Chesterfield. Liðið var þannig ofan á í baráttu nokkurra liða um þennan 27 ára varnarmann, sem vakti tals- verða athygli á síðustu leiktíð. Um leið og Taylor lýsti ánægu sinni með kaupin á Williams, bætti hann því við að líkur væru á að fleiri keppninni á Akranesi á laugardag- Björn Ingi Hrafnsson skrifar frá Watford löndin í því sambandi. Luther Blisset, aðstoðarþjálfari Watford og yfirnjósnari þess, var í Noregi í gær að fylgjast með leik- • mönnum. Hann og Taylor ætla sér að nýta íslandsferðina vel til að fylgjast með nokkrum leikmönn- um. Bæði vill Taylor sjá leikmenn KR og einnig hyggst hann vera á leik IA og Lokeren í Getrauna- ínn. „Ferð okkar til íslands verður skemmtilegt krydd í tilveruna hjá okkur,“ sagði Taylor við Morgun- blaðið eftir fundinn með frétta- mönnum. „Einn leikmaður okkar, Jóhann B. Guðmundsson, hefur sagt okkur mikið frá landi og þjóð. Meðal annars frá hinum- endalausu dögum að sumarlagi. Ferð okkar til íslands verður notuð til að þjappa hópnum saman fyrir kom- andi átök og við fáum tækifæri til að taka þátt í alvöru leik - hundrað ára afmælisleik KR, æfa okkur á íslenskum knattspyrnuvöllum og leika okkur þess á milli. Mér hefur verið sagt að það sé ýmislegt á döfinni - m.a. vélsleðaferð á jökl- um. Leikmenn mínir vita ekkert um það ævintýri, en Jóhann getur ef- laust ekki beðið að segja félögum sínum frá vélsleðaferðinni,“ sagði Taylor, sem segist bíða spenntur eftir því að halda til íslands. Watford kemur til landsins á morgun, afmælisleikurinn við KR verður á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson förum frá Liverpool PAUL Ince, sem var fyrirliði Liverpool á síðustu leiktíð, er á forum frá félagiuu. Ger- ard Houllier, knattspyrnu- stjóri félagsins, sagðist í gær ekki hafa lengur þörf fyrir Ince og hefur þegar sagt miðvallarleikmanninum, sem er 31 árs, að leita fyrir sér hjá öðrum félögum. „Eg hef tilkynnt honum að hann væri ekki með í fram- tíðaráformum mínum varð- andi félagið,“ sagði HouIIier. Ince getur æft með ung- lingaliðinu í næstu viku ef hann vill, meðan aðalliðið er í æfingabúðum í Sviss en þar er nærveru Ince ekki óskað. West Ham hefur sýnt áhuga á að fá Ince í sínar raðir, en talið er að hann verði seldur á um tvær milljónir punda. Miðvallarleikmaðurinn Ja- mie Redknapp mun taka við fyrirliðahlutverkinu hjá Li- verpool. Einnig er talið líklegt að varnarmaðurinn Steve Staunton sé á förum frá Li- verpool til Bardford City. Þjóðhátíðar- stemmning á Höfn SANNKÖLLUÐ þjóðhátíðar- stemmning var á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, þar sem um 700 áhorf- endur mættu til að sjá leik Sindra og Islands- og bikarmeistara IBV. Fyr- ir leikinn voru börn andlitsmáluð, eins og sést á myndinni, og menn gengu um í bolum sem voru sérstak- lega gerðir í tilefni leiksins. Heima- menn máttu þola tap í sínum fyrsta leik í ár - Eyjamenn fögnuðu sigri, 3:0. Allt um viðburðinn á Höfn á C2,C3 Raufoss BJÖRN Jakobsson leikur sinn síð- asta leik í sumar með KR gegn Stjörnunni í bikarkeppninni í Garðabæ í kvöld. Björn heldur til Noregs á morgun og skrifar undir samning við 1. deildarliðið. MAROKKÓMAÐURINN HICHAM EL GUERROUJ SETTI HEIMSMET í MÍLUHLAUPI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.