Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 4
Stefán skoraði tvö mörk STEFÁN Þórðarson kom, sá og sigraði er hann lék með Skagamönnum á ný eftir að hafa leikið í Svíþjóð og Noregi. Hann skoraði tvö mörk gegn Víkingi, það fyrra eftir aðeins sex mín. Markaveisla „Það var gaman að vinna jafn stóran og sannfærandi sigur á liði sem leikur í efstu deild og okkur tókst hér í kvöld. Skagaliðinu nefur ekki gengið sem skyldi uppi við mark andstæðinganna en ég geri mér vonir um að það sé loks búið að finna taktinn enda hefur það fengið sterka framherja sem geta gert gæfumuninn í leik,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, er liðið tryggði sér sæti í 4-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ eftir 5:0-sigur á Vík- ingum á Laugardalsvelli. Þorsteinsson -sknfar Skagaliðið, sem hafði skorað tvö mörk í sex leikjum í efstu deild, bauð upp á markaveislu er það mætti Víkingum í 8- liða úrslitum bikar- keppninnar. Gestirn- ir hófu leikinn af miklum krafti og eft- ir sex mínútur lá boltinn í netinu hjá Víkingum. Kári Steinn Reynis- son, sem lék vel fyrir Skagamenn, var felldur af Ögmundi Reynissyni, markverði Víkinga, inni í vítateig. Ögmundur bætti fyrir brot sitt og varði vítaspymu frá Pálma Har- aldssyni en Stefán Þórðarson, sem lék á ný í liði Skagamanna eftir þriggja ára hlé í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð, fylgdi vel á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Skagamenn voru sókndjai-fh- næstu mínútur og kunnu greinilega vel við sig á Laugardalsvelli því 20 mínútum síðar lá knötturinnn á ný í neti Víkinga. Aiexander Högnason, fyrirliði, var þar að verki eftir und- irbúning Suður-Afríkubúans Kenn- eth Matijane. Leikur Víkinga vai’ í molum og lít- ið bar á samvinnu milli leikmanna, sem hefur verið eitt þeirra helsta vopn. Þess í stað reyndu þeir á eigin spýtur en gekk lítið og var refsað af Skagamönnum, sem voru fljótir fram með Matijane og Stefán í far- arbroddi. Sóknarþungi þeirra bar árangur á 57. mínútu er þeir fengu aukaspyrnu skammt íyrir utan víta- teig Víkinga. Jóhannes Harðarson tók spymuna og sendi á Matijane, sem skallaði í netið frá markteig án þess að vamarmenn eða markvörð- ur Víkinga fengju rönd við reist. Tveimur mínútum síðar veittu Skagamenn Víkingum náðarhöggið er Stefán Þórðarson skoraði eftir langt innkast Kára Steins. Eftir fjórða markið fengu varamenn Skagamanna að spreyta sig og þeir minntu rækiiega á sig er Ragnar Hauksson skoraði eftir undirbúning frá Unnari Valgeirssyni, en báðir komu inn á undir lok leiksins. Logi sagði að leikur sinna manna hefði í sjálfu sér ekki komið sér á ?'vart, þrátt fyrir að liðin hefðu gert :l-jafntefli í deild. Hann vissi að mikið byggi í þeim mannskap sem hann hefði undir höndum og að liðið hefði verið á uppleið að undan- förnu. Aðspurður sagði hann að Matijane og Stefán, sem væra ný- byrjaðir að leika með liðinu, gerðu vissulega gæfumuninn fyrir það en benti á að Ragnar Hauksson hefði einnig leikið vel og skorað eitt mark undir lokin. „Það er gott að vita af þessum þremur framherjum í hópnum. Við megum hins vegar ekki ofmetnast og verðum að ná okkur niður á jörðina fyrir næsta leik sem er gegn Lokeren í Evr- ópukeppninni á laugardag." Stefán Þórðarson, Skagamaður, var glaðbeittur í leikslok og sagði vart hægt að hugsa sér betri byrjun en að skora tvö mörk. „Því er ekki að neita að talsverður styrkleika- munur er á norsku og íslensku knattspyrnunni en Skagamenn eru með gott lið sem getur gert góða hluti. Það kom aldrei annað tfl greina en að ganga til liðs við mína gömlu félaga er ég fór frá Kongs- vinger, þrátt fyrir fyrirspurnir frá öðrum íslenskum liðum,“ sagði Stefán sem hyggst leita fyrir sér í atvinnumennsku á ný. „Eg geri mér vonir um að fara aftur út en ætla að leika nokkra leiki með Skagamönnum í það minnsta." Lúkas Kostic, þjálfari Víkinga, var dapur í leikslok, sagði að sínir leikmenn hefðu ekki verið tilbúnir gegn Skagamönnum og taldi að 4:1- tap gegn KR í deildinni hefði setið í þeim. „Við tókum aðeins við okkur und- ir lokin en það var of seint tfl þess að bjarga nokkra. Við getum ekki leyft okkur að slaka á gegn Skaga- mönnum, sem hafa öflugu liði á að skipa, og ég vil óska þeim tfl ham- ingju með góðan leik.“ Lúkas sagðist hafa gert sér vonir um að breytingar á liðinu frá síð- asta leik hefðu áhrif til hins betra en þær vonir hefðu bragðist. „Mitt hlutverk nú verður að finna þá leik- menn í byrjunarliðið sem eru til- búnir að leggja sig fram en ég geri ekki ráð fyrir að við fáum tfl okkar nýja leikmenn enda hefur Víkingur ekki efni á slíku.“ Morgunblaðið/Golli FRJALSIÞROTTIR / GULLMOT I ROM El Guerroiý setti heimsmet ANNAÐ gullmót sumarsins á vegum alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins fór fram í Róm í gærkvöldi og bar heimsmet Marokkó- búans Hichams El Guerrouj í míluhlaupi hæst. El Guerrouj, eða „eyðimerkurprinsinn“ eins og hann er títt nefndur, hljóp míluna á 3.43,13 mín. og bætti sex ára gamalt met Alsírbúans Noureddine Morcelis um 1,26 sek í gærkvöld. likfl spenna ríkti á lokahring I míluhlaupsins. Kenýamaður- inn Noah Ngeny veitti eyðimerkur- prinsinum mikla keppni allt tfl loka og bætti eldra metið er hann fylgdi í humátt á eftir sigurvegaranum yfir línuna - var innan við þremur tí- unduhlutum úr sekúndu á eftir El Guerrouj. „Ég taldi mig geta hlaupið á þremur mínútum og fjöratíu og tveimur sekúndum eða jafnvel sek- úndu betur, en þegar ég átti um þrjú hundrað metra eftir leit ég upp og sá að Ngeny var við það að kom- ast framúr. Það sló mig eilítið útaf laginu,“ sagði El Guerrouj, sem bætti heimsmetið í 1.500 metra hlaupi á sömu braut í fyrra. „Ég ann þessum stað, því hér hef ég sett tvö heimsmet. Ég var heldur tauga- óstyrkur á fyrstu átta hundrað metranum, því Ngeny virtist feiknasterkur," bætti hann við. Mörg önnur áhugaverð afrek vora unnin á mótinu, sem háð var við kjöraðstæður. Bandarílqamaðurinn Maurice Greene, heimsmethafi í 100 m hlaupi, jafnaði þriðja besta tíma sögunnar í greininni er hann kom íyrstur í mark á 9,85 sek. Það er sami tími og landi hans, Leroy Þróun heimsmetsins 3.59,4 Roger Bannister (Bretlandi) 6. maí, 1954 3.57,9 John Landy (Ástralíu) 21. júni, 1954 3.57,2 Derek Ibbotson (Bretlandi) 19, júlí, 1957 3.54,5 Herb Elliott (Ástralíu) 6. ágúst, 1958 3.54,4 Peter Snell (Nýja Sjálandi) 27. janúar, 1962 3.54,1 Snell 17. nóvember, 1964 3.53,6 Michel Jazy (Frakklandi) 9. júní, 1965 3.51,3 Jim Ryun (Bandar.) 17. júlí, 1966 3.51,1 Ryun 23. júní, 1967 1 3.51,0 Filbert Bayi (Tansaníu) 17. maí, 1975 3.49,4 John Walker (Nýja Sjálandi) 12. ágúst, 1975 ! 3.48,95 Sebastian Coe (Bretlandi) 17. júlí, 1979 3.48,80 Steve Ovett (Bretlandi) l.júlí, 1980 3.48,53 Coe 19. ágúst, 1981 3.48,40 Ovett 26. ágúst, 1981 3.47,33 Coe 28. ágúst, 1981 3.46,32 Steve Cram (Bretlandi) 27. júlí, 1985 | 3.44,39 N. Morceli (Alsír) 5. september, 1993 3.43,13 H. E1 Guerrouj (Marokkó) 7. júlí, 1999 Burrell, hljóp á þegar hann setti heimsmet í Lausanne fyrir fimm ár- um. Þegar Greene var spurður hversu hratt hann geti hlaupið, sagði hann: „Það veit enginn, en ég sé enga ástæðu fyrir því að ég geti ekki bætt heimsmetið aftur.“ Greene setti heimsmet, 9,79 sek., í Aþenu í síð- asta mánuði. Michael Johnson virðist hafa náð sér fullkomlega af meiðslum, sem hafa hrjáð hann um nokkurt skeið. Johnson, sem er ólympíumeistari í 200 og 400 m hlaupi, hafði betur í baráttu sinni við Ato Boldon frá Trínidad í 200 m hlaupi og kom fyrst- ur í mark á 19,93 sek. Þetta var í fyrsta sinn sem Johnson og Boldon mætast í greininni síðan á Ólympíuleik- unum í Atlanta 1996, en þá setti Johnson glæsflegt heimsmet - 19,38 sek. í raun hreppti Obadele Thompson frá Bar- bados óvænt annað sætið eftir góðan endasprett og Boldon varð því að gera sér þriðja sætið að góðu. „Mér fannst ég svo- lítið „ryðgaður“,“ sagði Johnson. „Ég verð betri næst, en ég er auð- vitað ánægður með að sigra.“ Spretthlaupadrottningin Marion Jones frá Bandaríkjunum sigraði öragglega í 200 metra hlaupi á 22,19 sek. og á því enn möguleika á hlut í „gullpottinum", einni milljón Bandaríkjadala, sem koma í hlut þeirra sem sigra í sömu grein á öll- um „gullmótunum" sjö. Sömu sögu er að segja af Wflson Kipketer frá Danmörku, sem fór leikandi létt með að sigra í 800 m hlaupi, en hann kom í mark á 1.42,79 mín. Þetta var besti árangur Kipketers í greininni síðan hann veiktist af malaríu í fyrra, en hann náði einnig góðum árangri í sömu grein á Bislett-leikunum í Osló í síð- ustu viku - 1.43,11 mín. Fimm aðrir frjálsíþróttamenn eiga enn möguleika á „gullpottinum“ góða: Allen Johnson, Bandaríkjun- um, 110 m grindahlaup karla; Bem- ard Barmasai, Kenýa, 3.000 m hindr- unarhlaup karla; Erick Walder, Bandaríkjunum, langstökk karla; Svetlana Masterkova, Rússlandi, 800 m hlaup kvenna, og Gabriela Szabo, Rúmeníu, 3.000 m hlaup kvenna. Skagamanna í Laugardalnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.