Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 4
Jón Arnar Magnússon að hefja lokaundirbúning fyrir HM í Sevilla Markviss undirfoúningur og öllu kæruleysi sleppt JÓN Arnar Magnússon, tugþrautar- kappi úr Tindastóli á Sauðárkróki, hefur nú hafið iokaundirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Sevilla á Spáni í lok ágúst. Hann segist óðum vera að ná sér eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir á Götzis-mótinu í júní og kveðst verða tilbúinn í toppbarátt- una á HM. Val B. Jonatansson Jón Arnar keppti með íslenska landsliðinu í Evrópubikarkeppninni í tugþraut sem fram fór í Huddinge í Svíþjóð um liðna helgi. Island hafnaði þar í neðsta sæti og féll í 2. deild, eftir gott gengi fyrri daginn, en þá var liðið í fjórða sæti. Jón Arnar var óheppinn að fella byrjunarhæð sína í stangarstökkinu, 4,60 metra, og það reyndist dýrkeypt fyrir íslenska liðið þegar upp var staðið. „Já, það var slæmt að fara ekki yfir byrj- unarhæðina, sérstaklega vegna þess að ég á 5,20 metra í stöng. En þess ber að geta að ég hef ekki stokkið á stöng síðan á Akureyrar- mótinu sl. vor. Eg var hátt yfir í öllum þrem- ur tilraununum og felldi á niðurleið og ég held að það hafi ekki breytt neinu að byrja lægra. Ef ég hefði klárað stangarstökkið hefðum við haldið sæti okkur í deildinni, en þess í stað var hlutskipti okkar að falla,“ sagði Jón Arnar. Hann sagðist ekki ánægur með eigin ár- angur í Evrópubikarkeppninni, en það skipti sig ekki máli. „Ég tók þátt í keppninni fyrst og fremst til að sjá hvort hnéð héldi út heila þraut. Það stóðst álagið og ég er sáttur við að hafa komist í gegnum þrautina án þess að finna til. Nú get ég gleymt meiðslunum - þau . eru að baki. Nú einbeiti ég mér af fullum krafti að æfingum og undirbúningi fyrir HM. Ég er bjartsýnn eins og staðan er í dag,“ sagði Jón. Hann æfði ekkert fyrstu tvær vikurnar eft- ir meiðslin á mótinu í Götzis og síðan tóku þrjár vikur við hjá sjúkraþjálfara jafnframt stífum æfingum. Áætlun hans og Gísla Sig- urðssonar þjálfara hans að undirbúningnum fyrir HM, sem á að vera hápunktur keppnis- tímabilsins, hefur því riðlast nokkuð. En Jón Arnar er bjartsýnn og sagðist hlakka til heimsmeistaramótsins þrátt fyrir áföll. „Nú verður neglt á markvissan undirbúning fram að HM og öllu kæruleysi sleppt. Ég tel að sjö vikur sé nægur tími til að koma mér í topp- form fyrir heimsmeistaramótið." Hvaða væntingar gerir þú þér á HM í SevHla? „Ef heppnin verður með mér, á ég að geta haldið í við heimsmethafann Tomas Dvorak og að því stefni ég.“ Attir þú von á því að Dvorak næði að bæta heimsmet O’Briens í tugþrautinni (8.994 stig) um síðustu helgi? „Já, alveg eins. Hann var mjög góður á síðasta heimsmeistaramóti og eins sýndi hann styrk sinn með því að vinna mótið í Götzis. Hann hefur átti í smávægilegum meiðslum síðustu ár, en er nú heill og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Hann hitti á draumaþraut þar sem hann j,náði því besta út úr sér í hverri grein. Það eina sem hann hefði getað bætt var stangarstökkið, en þar á hann 5,10 metra. En hann var óheppinn að brjóta stöng og það hef- ur sjálfsagt sett strik í reikninginn, annars hefði hann farið yfir 9.000 stiga múrinn,“ sagði Jón Amar. Morgunblaðið/RAX JÓN Arnar Magnússon felldi byrjunarhæð í stangarstökki í Huddinge. Fjögur töp í Danmörku LANDSLIÐ fslands í handknattleik, skipað stúlkum 20 ára og yngri, tapaði öllum leikjum sínum á opnu Norðurlandamóti, sem lauk á Jótlandi fyrir skömmu. Liðið mátti þoia tap fyrir Finnum, 16:28, Litháum, 17:20, Dönum, 22:27, og loks Norðmönnum, 18:36. Liðið held- ur utan til heimsmeistaramóts i Kína hinn 27. júlí, en það vann sér þátttökurétt til mótsins í vor. Þjálfarar liðsins eru þær Svava Yr Bald- vinsdóttir og Judit Rán Ezstergal. Norðmenn urðu hlutskarpastir í mótinu - sigruðu í öllum leikjum sínum. Baker bætli met Hörners BRESKA sundkonan Zoe Baker bætti í gær Evrópu- metið í 50 metra bringusundi í 50 metra laug á meist- aramótinu þar í landi. Hún synti á 31,52 sekúndum og bætti met þýsku stúlkunnar Silke Hömer um 0,06 sek- úndur. Met Hörners var sett á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Breska meistaramótið sem fer fram í Sheffield er úrtökumót Breta fyrir Evrópumeistara- mótið sem fram fer í Istanbul eftir mánuð. Juventus býður í Anelka JUVENTUS á ftalíu hefur sent enska knattspyrnufé- laginu Arsenal tilboð í franska landsliðsmanninn Nicolas Anelka, sem hljóðar upp á rúma 2,2 miHjarða króna. Anelka hefur sagt að hann ætli ekki að leika með Arsenal á næstu leiktíð og er liðinu því mikið í mun að selja kappann. Keppinautar Juventus á Italíu, Lazio frá Róm, hafa rætt við forráðamenn enska liðsins upp á síðkastið um hugsanleg kaup á leikmann- inum. Italska blaðið Gazzetta dello Sport birti kenningu sína um að Ju- ventus hefði ekki áhuga á að kaupa Anelka, væri ein- faldlega að neyða Lazio til að hætta við kaupin með því að bjóða svo háar upphæðir í hann. ■ DJIBRIL Diawara, sem lék með franska knattspyrnuliðinu Mónakó á síðustu leiktíð, hefur gengið til liðs við Tórínó, sem leik- ur í efstu deild á Ítalíu. Diawara, sem er fæddur í Senegal, skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska liðið. ■ MUSTAPHA Hadji frá Marokkó, leikmaður spænska knattspyrnuliðsins Deportivo La Coruna, hefur vakið áhuga enska úrvalsdeildarliðsins Coventry. Að sögn umboðsmanns Hadjis, eru samningar að komast á lokastig. ■ COVENTRY er einnig á höttun- um eftir króatíska landsliðsmann- inum Davor Suker, sem er samn- ingslaus eftir að hafa yfirgefið her- búðir Real Madrid á Spáni. ■ BEN Crenshaw, kylfingurinn snjalli sem mun verða liðsstjóri bandarísku sveitarinnar í Ryder- keppninni í september, hefur ákveðið að taka ekki þátt í Opna breska meistaramótinu, sem hefst í næstu viku. ■ MICHEL Preud’homme, Belg- inn, sem var valinn besti mark- vörður heimsmeistarakeppninnar í knattspymu í Bandaríkjunum 1994, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun, en hann lék með Benfica í Portúgal á liðinni leiktíð. Preud’homme er orðinn fertugur. ■ STEFAN Effenberg hefur verið gerður að fyrirliða þýska stórliðs- ins Bayern Munchen. Mario Basler, sem hefur gegnt því hlut- verki hingað til, á erfitt með að sætta sig við það og hefur hafnað nýjum samningi sem honum var boðinn. Basier vill að hann sitji við sama borð og Effenberg og hefur krafist svipaðra launa og hinn nýi fyrirliði hefur. ■ MARTIN Palermo, sóknarleik- maður Argentínu, sem misnotaði þrjár vítaspyrnur á dögunum í leik í Ameríkukeppninni, er ekki af baki dottinn þrátt fyrir það áfall. Hann skoraði annað mark Argent- ínumanna er þeir lögðu Uruguay, 2:0. ■ PALERMO verður næst í sviðs- Ijósinu á sunnudag, en þá leikur Argentína við Brasilíu í 8-liða úr- slitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.