Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 ■ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ BLAÐ Eyjamenn gera Króata tilboð HANDKNATTLEIKSDEILD IBV hefur gert Miro Barisic, 22 ára kratískum leikmanni, tilboð um að leika með liðinu næsta vetur. Barisic er örvhent skytta og hefur leikið fjóra landsleiki fyrir hönd Króatíu. Hann hefur leikið með Badel Zagrab og Pipo í króatísku 1. deildinni. Eyjamenn eiga von á svari frá Króatanum í þessari viku. Ef Barisic gengur í raðir ÍBV verður hann annar erlendi leikmaðuriim hjá félaginu. Fyrir er Soltan Majeri, markvörður, sem hefur leikið með landsliði Túnis. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^m^ Örn Arnarson varð Evrópumeistari unglinga í 200 m skriðsundi í Moskvu ÖRN Arnarson, sundkappi úr SH og íþróttamaður ársins, náði þeim glæsilega árangri að verða Evrópumeistari unglinga í 200 metra skriðsundi á EM í Moskvu í gær. Hann er fyrstur íslenskra sundmanna til að hljóta Evrópumeistaratitil unglinga, eins og hann gerði líka í fyrra er hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi fullorðinna í 25 metra laug. Orn var með besta tímann í undan- rásunum í gærmorgun, synti þá á 1.52,66 mín. Hann synti síðan á 1.51,56 mínútum í úrslitunum í gær- kvöldi og var 14/100 úr sekúndu á undan næsta keppanda. íslandsmet hans í greininni er 1.50,63 mín. og setti hann það á EM unglinga í fyrra er hann hafnaði í öðru sæti. Hann hafði forystu í sundinu frá upphafí til enda og sigur hans var aldrei í hættu. Keppnin fór fram í sömu 50 metra laug og keppt var í á Olympíuleikun- um í Moskvu 1980. „Eg setti stefnuna á sigur, enda var ég með besta skráða tíma keppenda fyrir mótið. Eg var annar í þessari grein á mótinu í fyrra og strákurinn sem vann þá er orðinn of gamall til að keppa hér. Það þurfti því ekki að koma á óvart að ég ynni. Ég hugsaði fyrst og fremst um sigurinn og var því ekki að keppast við að setja met. Sig- ur er það sem skiptir máli á stórmót- um,“ sagði Öm við Morgunblaðið. „Ég er alsæll því markmiðið náðist. Ég er í mjög góðri æfingu og undir- búningurinn fyrir mótið hefur heppn- ast. Ég lenti í smávægilegum meiðsl- um í febrúar en síðan hefur undirbún- ingurinn gengið upp eins og í sögu,“ sagði Öm. Hann sagði aðstæður í Moskvu hinar bestu, góð laug og fínt hótel. „Við höfum ekki undan neinu að kvarta og líður vel.“ Hann keppir í bestu grein sinni, 200 metra baksundi, í dag og er skráður með besta tímann þar eins og í skrið- sundinu í gær. „Ég stefni að sigri í 200 metra baksundinu enda er það aðal- greinin hjá mér.“ Má þá eiga á von á fleiri gullverðlaunum? „Já, það vona ég.“ Hann keppir einnig í 100 metra baksundi og ef allt gengur að óskum gætu íslendingar eignast þrefaldan Evrópumeistara. Eftir mótið í Moskvu fer hann beint yfir til Istan- búl í Tyrklandi þar sem hann tekur þátt í Evrópumeistaramóti fullorðinna sem hefst 27. júlí. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir, ÍA, varð í 9. sæti í undanrásum í 100 m baksundi á 1.06,12 mín., en íslands- met hennar er 1.05,61 mín. Hún komst ekki í úrslit en það munaði að- eins einu sæti. Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, hafnaði í 15. sæti í 50 m bringusundi í B-úrslitum, synti á 30,72 sek., sem var örlítið lakara en hann synti á í undan- rásunum, 30,47 sek. og var með 12. besta tímann. Sævar Om Sigurjóns- son, Keflavík, synti sama sund á 31,20 sek. og hafnaði í 18. sæti. Þuríður Eiríksdóttir, Breiðabliki, og íris Edda Heimisdóttir, Keflavik, kepptu í 50 metra bringusundi. Þuríð- ur synti á 34,94 sek. og hafnaði í 22. sæti og var aðeins 1/100 hluta úr sek- úndu frá lágmarki inn í A-hóp SSÍ. ír- is synti á 35,67 sek. og hafnaði í 27. sæti. Þetta er besti tími hennar í greininni. HEIÐMAR Felixson, leikmaður Stjömunnar í handknattleik, er á leið til viðræðna við þýska 1. deildai-- liðið Wuppertal. í hans stað hefur Stjai-nan gert samning við rússneska skyttu, Edouard Moskalenko. Stjaman veitti Heiðmari heimild til viðræðna við þýska liðið og fer hann af landi brott í dag. Er búist við að hann skrifi undir samning við þýska liðið á næstu dögum. Þor- steinn Gunnarsson, formaður hand- knattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði að samkomulagið við þýska liðið væri hagstætt en að Heiðmars yrði sárt saknað úr herbúðum Stjömunn- ar. Heiðmar hefur leikið með Stjöm- unni í tvö ár og þar áður hjá KA. Moskalenko, sem er örvhent skytta og getur einnig leikið á línu, er ætlað að fylla skarð Heiðmars. ÖRN Arnarson byrjaði vel f Moskvu. Heiðmar til Wuppertal SUND/EM UNGLINGA alsæll Besti árangur Elvu Rutar Elva Rut Jónsdóttir, Fimleika- félaginu Björk, hafnaði í 21. sæti í úrslitum í ljölþraut á Ólympíuleikum liáskólanema sem haldnir voru á Mallorca fyrir skömmu. Árangur henn- ar á mótinu er sá besti sem hún hefur náð fram að þessu. Elva hlaut 34,30 stig í 30 manna úrslitakeppninni. Þar tryggði hún sér sæti með því að hafna í 19. sæti og fá 35,5 stig í undankeppninni. Sigur- vegari í úrslitakeppninni í íjöl- þraut var Svetlana Khorkina, Rússlandi, og Elena Produ- nova, Rússlandi, var í öðru sæti. Xuan Liu, Kúia, hafnaði í þriðja sæti. I31va var eini Islendingurinn sem tók þátt í keppni á mótinu. Víkingur gegn Bordeaux ÍSLANDSMEISTARAR Víkings í borðtennis karla mæta franska liðinu Bordeaux í Evrópukeppni meistaraliða. Viðureignin fer fram í Reykjavík 21. ágúst. Víkingsliðið er skipað Guðmundi E. Stephensen, Markúsi Árnasyni, Kristjáni Jónssyni og Adam Haraldssyni. Rússinn, sem er 28 ára, lék með Ha- meln á liðnum vetri og á að baki 35 landsleiki. Stjömumenn hafa gengið frá nýj- um tveggja ára samningi við Arnar Pétursson, sem hefur verið þjá félag- inu síðastliðna tvo vetur. BIKARMEISTARAR ÍBV MÆTA ÍA Á AKRANESI í UNDANÚRSLITUM / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.