Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _________________KNATTSPYRNA KR-stúlkur til Eyja íslandsmeistarar KR í kvenna- knattspymu sækja Eyjastúlkur heim í undanúrslitum bikarkeppn- innai- hinn 23. júlí nk. Eyjastúlkur skelltu Valsstúlkum óvænt í Eyj- um í gærkvöldi, 2:0. I hinum und- anúrslitaleiknum mætast bikar- meistarar Blika og Grindvíkingar suður með sjó. Mikill fögnuðui' braust út á meðal Eyjamanna eftir sigurinn á Val. „Liðið lék mjög vel og mér fannst sigurinn aldrei í hættu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálf- ari ÍBV, eftir leikinn. „Við ætlum að vera fyrsta liðið sem leggur KR að velli í sumar,“ bætti hann ákveðinn við. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom heimaliðinu yfir strax á fjórðu mínútu og Fanný Yngvadóttir bætti um betur tíu mínútum fyrir leikhlé. Petra Fanney Bragadóttir, markvörður IBV, sagði liðið stað- ráðið í að komast áfram. „Við ætl- uðum okkur bara að vinna. Við stóðum okkur illa á móti Val síð- ast, töpuðum 2:1, en bættum fyrir það núna.“ Asthildur Helgadóttii', leikmað- ur KR, segii' erfitt að þurfa að mæta Eyjastúlkum á sterkum heimavelli sínum. „Þær verða alltaf betri og betri. Það verður erfitt að leika við þær í Vest- mannaeyjum, því þar hefur IBV sterkan heimavöll," segii- Ásthild- ur. í hinum undanúrslitaleiknum tekur ungt og lítt reynt lið Grinda- víkui' á móti bikarmeisturunum sjálfum úr Breiðabliki. Leikmenn liðsins eru ungir að árum og munu eflaust eiga á brattann að sækja gegn Blikastúlkum, sem era mun reyndari og hafa oft tekið þátt í mikilvægum leikjum. Sigrún Ótt- arsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði Kópavogsliðið staðráðið í að standa sig vel í bikarkeppninni, því möguleikar á Islandsmeistaratitli væra óðum að minnka. „Bikar- keppnin er okkur mjög mikilvæg, því okkur hefur ekki gengið sem skyldi í Islandsmótinu. Það væri nyög gaman að geta hampað bik- amum aftur,“ segir Sigrún. Fram fékk þijú stig á silfurfati EF ósanngirni er til í knattspyrnu þá urðu áhorfendur vitni að henni á Laugardalsvelli í gær er Fram vann Víking óverðskuldað 2:0. Víkingar voru betri í afskaplega slökum leik, en lánleysið var algjört hjá þeim og má segja að þeir hafi fært Safamýrarstrákun- um þrjú stig á silfurfati í síðari hálfleik. Víkingur er nú kominn í bullandi fallhættu, með aðeins sjö stig eftir níu leiki, en Fram heldur sér við toppinn og er í þriðja sæti með 14 stig. nánast allir innan eigin vítateigs lengstum í hálfleiknum. Sama virtist ætla að verða upp á teningnum í síðari hálfleik. Víkingar voru grimmari en Frammarar héldu sig aftarlega sem fyiT og voru ekki líklegir til afreka. Sumarliði var ógn- andi frammi og var óheppinn að skora ekki í tvígang á upphafsmínút- um hálfleiksins, en Ólafur sá við skotum hans. Það var því þvert gegn gangi leiksins er Frammarar komust yfir. Það var afar slysalegt hjá Vík- ingum því Gordon Hunter lét bolt- ann fara framhjá sér og þar var Hilmar Bjömsson einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega. Aðeins þremur mínútum síðar vildu Víkingar fá víti er brotið var á Hólmsteini en ekkert dæmt. Slakur dómari leiksins var hins vegar ekki í nokkram vafa er hann dæmdi víti á Víking er boltinn hi'ökk í hönd Lárusar Huldarssonar eftir fyrirgjöf frá hægri. Ágúst Gylfason skoraði síðan úr vítinu og gulltryggði sigur Frammara. Eftir þetta var sem allur vindur væri úr Víkingum, enda lán- leysið algjört. Knattspyrnan sem liðin sýndu er varla samboðin liðum í efstu deild og Garðbæingar sótlu oll stigin i Garðinn Víkingar voru sterkari í fyrri hálf- leik án þess að spila vel og þurftu þess ekki, vegna þess að gmmm Frammarar voru eins ValurB. og myndastyttur á Jónatansson vellinum. Fyrstu 20 skrifar mínútur leiksins náðu Frammarai' ekki að komast í sókn og áttu fyrsta skot að marki Víkings á 26. mínútu leiksins og var það laflaust. Þeir áttu tvö skot að markinu allan hálfleikinn og segir það sitt um sóknartilburði þeirra. Víkingar fengu tvö ágæt færi. Fyrst Arnar Hrafn, en Ólafur varði, og síð- an komst Sumarliði í gegn, en aftur var Ólafur á réttum stað í markinu. Þrátt fyrir að Víkingar stjórnuðu leiknum náðu þeir sjaldan að opna leið að marki Frammara, sem voru ÚRSLIT Bikarkeppni kvenna 8-liða úrslit: ÍBV - Valur ........................2:0 Kelly Shimmins, Hrefna Jóhannesdóttir. 1. deild karla Víðir - Stjarnan....................2:5 Kári Jónsson 2, Grétar Einarsson 56 - Valdimar Kristinsson 3, Rúnar Sigmunds- son 10, Boban Ristic 29, 90. - vítasp., Veigar Páll Gunnarsson 74. Meistaradeild Evrópu Forkeppni, fyrri leikir: Sloga (Maked.) - K. Gapja (Aserb.).1:0 Partizan (Júgós.) - Flora (Eistl.).6:0 Barry (Wales) - Valletta (Möltu)...0:0 Lovech (Búlg.) - Glentoran (N-Irl.).3:0 HB (Færeyjum) - Haka (Finniand)....1:1 Jeunesse Ésch (Lúx.) - Skonto (Lettl.) . .0:2 St Patrick’s (írl.) - Zimbru (Moldavíu) . .0:5 Zalgiris (Lith.) - Tsement (Armeníu) .. .2:0 Þýskaland Deildarbikarkeppni, undanúrslit: Augsburg: Bayern Miinchen - Dortmund.........1:0 Christian Wöms 66. - sjálfsm. 24.500. • Bayem mætir Werder Bremen í úrslitum á laugardaginn. Ameríkubikarinn Undanúrslit: lírúgvæ - Chilc ...................1:1 •Urúgvæ vann i vítaspymukeppni 5:3. Ivan Zamorano 63 - Alejandro Lembo 23. 8.000. í KVÖLD Knattspyrna Efsta deiid karia: Hlíðai'endi: Valur - Grindavík.........20 Ólafsfjörður: Leiftur - Breiðablik....20 Keflavík: Keflavík - KR................20 • KR-klúbburinn verður með hópferð frá Eiðstorgi ki. 18.30. Upplýsingar í síma 551- 5020. 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - HK...................20 Stjaman úr Garðabæ gerði góða ferð suður með sjó í gærkvöldi þegar liðið mætti Víði í Garði. Garð- gmBBi bæingar unnu sann- Björn færandi sigur, 5:2, og Blöndal era því áfram í topp- skrifar baráttunni. Leikur Víðismanna olli von- brigðum eftir ágætt gengi og enn er það vamarleikurinn sem er helsti höfuðverkurinn. Ætli Víðismenn að halda í þá bestu í deildinni verða þeir að taka þennan ýiátt fyrir og það fyrr en seinna. I hálfleik var staðan 1:3. Heimamenn byrjuðu þó betur og þeir settu fyrsta markið í leiknum strax á fjórðu mínútu. Þá átti Grétar Einarsson skalla í þverslá og Kári Jónsson var réttur maður á réttum stað þegar boltinn kom til baka og skallaði í markið. En fagnaðarlæti Víðismanna voru varla þögnuð þeg- ar Stjömumenn jöfnuðu metin að- eins mínútu síðar með marki Valdi- mars Kristóferssonar. Jöfnunar- verða þau að bæta sig ef þau ætla að skemmta áhorfendum. Menn höfðu á orði eftir leikinn að það ætti að end- urgreiða skemmtanaskattinn því leikm'inn hefði verið það leiðinlegur á að horfa og ekki til þess fallinn að laða að áhorfendur. Ásgeir ánægður með leikinn Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, var þó hinn ánægðasti með leik sinna manna. „Við lágum undir talsverðri pressu í fyrri hálfleik og kláraðum okkur ágætlega af henni. Okkur gekk illa að halda boltanum innan liðsins og þá möguleika sem við fengum til að sækja hratt afgreidd- um við illa. Mér leið hins vegar aldrei neitt illa í fyrri hálfleiknum, fannst í sjálfu sér ekkert að gerast hjá þeim. Ég er ekkert óánægður með leik okkar,“ sagði Ásgeir. Súrl að fá ekkert Lúkas Kostic, þjálfari Víkings, sagði vonbrigði að fá ekkert út úr þessum leik. „Við lékum ágætlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, og það var súrt að fá ekkert út úr þessum leik. Við áttum það skilið. Við færð- um þeim mörkin á silfurfati. Enn einu sinni missum við þrjú stig frá okkur í leik sem við eigum ekki minna í. Það fellur ekkert með okkur þessa dagana, en það hlýtur að fara að koma að því. Við eram með reynslulítið lið og það hefur verið okkur dýrkeypt,“ sagði Kostic. markið virtist slá heimamenn út af laginu en að sama skapi efla gestina sem fram að hálfleik settu tvö mörk, fyrst Rúnar P. Sigmundsson og síð- an Babzu Ristic eftir herfíleg mistök í vöm Víðis. I síðari hálfleik blésu Víðismenn til sóknar því lítið var annað að gera í stöðunni og þeim tókst að minnka muninn í 2:3 eftir tíu mínútna leik með ágætu marki frá Grétari Ein- arssyni. Markið setti aukinn kraft í heimamenn sem gerðu harða hríð að marki Stjömunnar en gestirnir voru fastir fyrir og skyndisóknii- þeiira afar hættulegar. Svo fór að Stjaman bætti við fjórða markinu eftir skyndisókn á 73. mínútu og undir lok leiksins fengu Garðbæingar víta- spymu sem dæmd var eftir að Valdimar Kristófersson hafði verið felldur innan vítateigs og úr henni innsiglaði Babzu Ristic sigur gest- anna. Maður leiksins: Valdimar Kristófersson, Stjömunni. Morgunblaðið/Arnaldur Barist um boltann SUMARLIÐI Árnason, sóknarmaður Vikings, fékk nokkur færi í leiknum gegn Fram í gær en náði ekki að nýta þau. Hér er hann í baráttu við Sævar Pétursson, varnarmann Frammara. | Víkingur 0:2 Fram 4-4-2 Gunnar S. Magnússon Valur Ú. G. Hunter Laugardalsvöllur 14. Júlí 1999. Aðstæður: Völlurinn góður. Norðan gola, þurt og hiti um 8 gráður. Áhorfendur: 624. Dómari: Gísli Jóhannsson, Keflavík - 5. Aðstoðardómarar: Kárí Gunnlaugsson og Einar Sig- urðsson. Gult spjald: Víkingur: Valur Úlfarsson (22. - iyrk brot), Þorri Ólafsson (36,- fyrir brot), Lárus E. Huldarson (74. - fyrir mótmæli). Fram: Sævar Pétursson (38. - fyrir brot). Hilmar B (57.) Ágúst G. (79. - vsp.) 4-4-2 Ólafur P. jW Þrándur S. Tiyggvi B. (C. McKee 60.) Lárus H. Bjami Hall R’ Þorri Ó. (Sváfnir G. 75.) Haukur Úlfarsson flrnar H. J. (Hólmsteinn J. 60.) Sumariiði Á Anton B. Rúnar Á. Jón S. Sævar P. Freyr K (Ásmundur Á. 72.) Sigurvin Ó. (ívar J. 75.) Steinar G. Ágúst G. Hilmar B. Rautt spjald: Enginn. Markskot: 11 - 8 Horn: 4 - 3 M. Oerlemans (Höskuldur Þ. 80.) nuill. H - O Rangstaða: 7 -1 0:1 (57.). Hilmar Björnsson skoraði eftir mistök í vörn Víkinga. Bolltanum var spyrnt frá vörn Fram og Gordon Hunter hafði alla möguleika á að hreinsa frá en lét boltann fara og Hilmar var einn og óvaldaður og setti boltann í markið af öryggi. 0:2 (79. -vsp.). Ágúst Gylfason úr vítaspyrnu, sem var dæmd á Lárus Huldarson sem fékk boltann slysalega í höndina eftir fyrirgjöf frá Ásmundi Arnarsyni frá hægri. KSÍ samþykkti ósk Leiftursmanna Knattspyrnusamband íslands hefur samþykkt ósk Leifturs um að leika gegn belgíska liðinu Anderlecht í Evrópukeppni félagsliða á Akureyri í stað Ólafsfjarðar. Forráðamenn Leifturs fóru fram á það við KSI að leikurinn yrði færður til Akureyrar, en þar þykja aðstæður boðlegri fyrir leiki í Evrópukeppni. Leiftur ieikur fyrri leikinn gegn Anderlecht í Belgíu þann 12. ágúst en síðari leikurinn verður á Akureyri þann 26. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.