Morgunblaðið - 28.07.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.07.1999, Qupperneq 1
mMBHHW KNATTSPYRNA Marel með Haukum? SIGURÐUR Pétursson, golf- kennari lijá Golfklúbbnum Oddi í Urriðavatnsdölum, setti glæsilegt vallarmet á golfvelli Gofklúbbs Hellu á Rangárvöllum, GHR, á lands- móti lögreglumanna um liðna helgi. Sigurður lék holurnar átján af gulum teigum á 65 höggum, fimm undir pari, en eldra metið átti Birgir Leiíúr Hafþórsson sem leikur sem atvinnumaður ytra - 66 högg. Óhætt er því að segja að golfleikur Sigurðar sé við- burðaríkur um þessar mundir því Sigurður fór holu í höggi öðru sinni á þessu ári í meist- aramóti Odds á dögunum. Bjarna boð- ið til Turku Anelka af sölulista Forráðamenn enska knatt- spymuliðsins Arsenal tóku franska táninginn Nicolas Anelka af sölulista sínum í gær og skipuðu honum að hefja æfingar á ný með liðinu. Ástæða þess var sú að An- elka hafði ekki gefið félaginu svar í tæka tíð við hugsanlegri sölu á honum til ítalska liðsins Lazio fyrir um 2,6 milljarða króna. Anelka sagðist fyrr í sumar vilja yfírgefa enska liðið og í kjölfarið fór í hönd tímabil til- boðsgerðar og viðræðna af ýms- um toga milli Lundúnaliðsins og ýmissa félaga á meginlandi Evr- ópu; Lazio, Juventus á Ítalíu, Olympique Marseille frá Frakk- landi og spænska félagið Real Madrid. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóra Arsenal, var farið að leiðast þófið og setti hinum tvítuga lands- liðsmanni Frakka úrslitakosti - ef hann sýndi engin viðbrögð við til- boði Lazio fyrir hádegi í gær yrði hann tilneyddur til að vera áfram hjá Arsenal, en ólíklegt er að stuðningsmenn liðsins taki honum vel þar sem framherjinn hefur dregið þá á asnaeyrunum svo vik- um skiptir. Orðrómur er á kreiki þess efnis að Anelka hafi krafist sextíu þús- und sterlingspunda, rúmra sjö milljóna króna, í vikulaun hjá Lazio og að ítalska liðið hafi ekki viljað verða við ósk kappans. í yf- irlýsingu frá Arsenal segir: „Ars- enal hefur ávallt farið þess á leit að Nicolas Anelka verði áfram hjá félaginu. Hann er ungur og hæfileikaríkur með eindæmum og ósk okkar er að hann virði samn- ing sinn við félagið. Óvíst um viðbrögð Anelka Samingaviðræður fóru fram við Juventus og Lazio hvort í sínu lagi og bjartsýni ríkti um að hægt væri að komast að samkomulagi um kaupverð. Hinsvegar var Ijóst að ekki var hægt að verða við kröfum Anelkas og því var ekki hægt að ganga frá sölunni. Þar sem næsta keppnistímabil hefst eftir tvær vikur hefur knatt- spymustjórinn [Arsene Wenger] óskað þess að leikmannahópur fé- lagsins geti stillt saman strengi og því er æskilegt að Anelka hefji æf- ingar að nýju eins og aðrir leikmenn. Ekki er víst hvernig Anelka bregst við þessari tilkynningu eftir að hafa sagt að honum líki ekki við Englendinga, þætti ekki gott að búa í Lundúnum og vildi einfald- lega ekki leika áfram með Arsenal, sem keypti Anelka af franska lið- inu París St. Germain árið 1997 fyrir hálfa milljón sterlingspunda, tæpar sextíu milljónir króna. Skömmu áður en Wenger setti Anelka úrslitakostina, var uppi orðrómur um að Lazio og Juvent- us ætluðu að kaupa leikmanninn saman - íyrrnefnda liðið fengi hann lánaðan í tvö ár og eftir það væri hann eign Juventus. Bæði lið hafa þó neitað þessu. pest kom í einkaþotu UNGVERSKA knattspyrnu- liðið MTK Búdapest, sem leik- ur gegn Eyjamönnum í for- keppni Meistaradeildar Evr- ópu, fiaug frá Ungverjalandi til Eyja í einkaþotu í gær. MTK Búdapest hefur unnið ungversku deildina síðastliðin þijú ár og með miklum yfir- burðum á síðasta keppnis- tímabili, hlaut 83 stig en liðið í öðru sæti 64. Markatala ung- versku meistaranna var 77:26. MTK hefúr leikið undanfar- in ár i Evrópukeppnum og lék á síðasta ári gegn Götu frá Færeyjum og vann fyrri leik- inn 3:1 og þann seinni 7:0. í næstu umferð lék það gegn austurríska liðinu SV Ried og tapaði 2:0 og 1:0. Sigurður setti met Morgunblaðið/Sverrir KR heldur sínu striki ÍSLANDSMEISTARAR KR unnu Breiðablik, 3:1, á heimavelli í meistaradeild kvenna í gærkvöldi er heil umferð var leikin. Heldur því meistaraliðið sínu striki í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan Vals sem vann Grindavík, 5:1. Að ofan hefur Ásthildur Helga- dóttir betur f einvígi um knöttinn við Margréti Ólafsdóttur. __________________ ■ Leikirnir / B2 BJARNI Friðriksson, brons- verðlaunahafi í júdó á Ólymp- íuleikunum í Los Angeles 1984, verður aðalþjálfari í ár- legum æfingabúðum júdómanna í Turku í Finn- landi, sem hefjast í dag. Búðir þessar eru nú starfræktar í 25. sinn og hafa Finnar ávallt boðið þekktum júdómönnum að gegna hlutverki aðalþjálf- ara, en búðirnar eru m.a. sótt- ar af finnska landsliðinu. Er það því nokkur heiður að fá slíkt boð og athyglisvert að þess var farið á leit við Bjarna. MTK Búda- 1999 U MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ BLAD X3 MAREL Guðlaugsson, sem leikið hefur með KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, er hugsanlega á leið í Hauka. Marel hefúr átt í viðræðum við Hauka í sumar en það skýrist á næstu dögum hvort hann gerir samning við félagið. Sigþór Kristinsson, formaður körfuknattleiks- deildar Hauka, sagðist bjartsýnn á að Marel, sem jafnframt hefur leikið með Grindavík, kæmi til liðsins, sem hefur fengið Guðmund Bragason, fyrr- um lcikmann Grindavíkur og landsliðsmann, í sín- ar raðir. Hann sagði jafnframt að unnið væri að því að fá eiiendan leikmann til félagsins. Sigþór sagði að enginn lcikmaður hefði farið frá félaginu og með fyrrnefndum liðsstyrk væri stefnt á að vera meðal efstu liða í úrvalsdeild næsta vet- ur. Haukar lentu í 8. sæti í deildarkeppninni síð- astliðinn vetur og töpuðu fyrir Keflavík í 8-liða úr- slitum. KNATTSPYRNA: EYJAMENN RENNA BUNT í SJÓINN GEGN MTK BÚDAPEST / B4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.