Morgunblaðið - 28.07.1999, Page 3

Morgunblaðið - 28.07.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 B 3- Morgunblaðið/GJolli ar Breiðablik tapaði, 3:1, fyrir KR. Hér hreinsar Hjördís Þorsteinsdóttir frá marki sínu, systurnar Sigrún og Bára jast með en KR-ingurinn Ásthildur Helgadóttir er aðeins of sein. sitjandi kráka úgandi fær Gunnarssonar small í ofanverðri þver- slánni. Sóknarleikur Hafnfirðinga var ann- ars afar daufur í fyrri hálfleik og vakti athygli framganga hins unga og há- vaxna Bjarka Árnasonar í vörn Borg- nesinga. Bjarki þessi pakkaði marka- hróknum Herði Magnússyni hreinlega saman í leiknum og fór fyrir vikið af- skaplega mikið í taugarnar í Herði - sem og aðdáendum í hópi heimamanna á pöllunum, sem raunar voru grunsam- lega fáir. Smám saman jókst þó pressan af hálfu heimamanna og þeir urðu því ekki lítið gramir þegar gestirnir gerðu sér lítið fyrir og bættu öðru marki við. Var þar að verki Gunnar M. Jónsson með sannkölluðu ævintýraskoti af um 35 m færi. Við markið hljóp gestunum enn meira kapp í kinn og þeir komust ná- lægt því að skora þriðja markið, en Bjarki skallaði himinhátt yfir af mark- teig. Þróun seinni hálfleiks varð með svip- uðum hætti. Heimamenn voru meira með knöttinn, en sóknir gestanna urðu þó mun skeinuhættari. Ur einni slíkri náðu þeir að bæta þriðja markinu við. Skagamaðurinn Haraldur Hinriksson var þar að verki, en naut þess þó að varnarmenn Hafnfirðinga sýndu gest- risni í hvívetna og vöruðust að þrengja um of að Haraldi með fyrrgreindum af- leiðingum. Undir lok leiksins gerðu leikmenn FH heiðarlegar tilraunar til að minnka + muninn, en staðreyndin var þó sú að sóknartilraunir Skallagríms voru áfram hættulegri og þeir voru líklegri til að auka muninn enn frekar. Allt kom þó fyrir ekki og öruggur 3:0-sigur Borg- nesinga því staðreynd á erfiðum úti- velli. Fyrst og fremst vannst sá sigur á öflugri liðsheild og samvinnu leikmanna og sannaðist enn sú gamla og nýja saga að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Borgnesingar nenntu nefnilega að hafa fyrir hlutunum, börðust um allan völl og uppskáru eftir því. A hinn bóginn hljóta Hafnfirðingar að velta því fyrir sér hvað sé að í her- búðum liðsins eftir ósigur sem þennan á heimavelli. Eftir frækilegan sigur í síð- asta leik mætti sama hersing til leiks gegn botnliði deildarinnar og vissi löng- um stundum hreinlega ekki hvort hún væri að koma eða fara. Mesta púður sumra lykilmanna liðsins fór í að argast út í Gylfa Orrason, dómara leiksins, og virtist með ólíkindum hve margar ákvarðanir hans særðu réttlætiskennd þeh-ra. Hefði hluti af þeirri orku sem þar fór til spillist að ósekju mátt fara til annarrar og gagnlegri iðju. Með sama áframhaldi er ekki að sjá að FH liðið eigi mikið erindi upp í efstu deild, allt- énd þurfa leikmenn liðsins að taka sér tak, hefja leikgleðina upp að nýju og beita ögn meiri skynsemi. Þá er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Maður leiksins: Bjarki Amason, Skallagrími. Sjaldséð markaleysi VARNARMENN Skallagríms vom sérstaklega kátir í leiklok í Kaplakrikanum £ gærkvöldi. Þeir héldu nefnilega hreinu í leiknum, í fyrsta sinn si'ðan í 1. umferð efstu deildar árið 1997! Valdimar Sigurðsson, fyrr- verandi leikmaður liðsins og núverandi leikmaður Fram í efstu deild, sagði glaðbeittur að sér reiknaðist til að Skallagrím- ur hefði leikið 45 leiki í röð án þess að halda hreinu. Síðast þegar það gerðist, sigraði Skallagrímur Leiftur 3:0 á heimavelli í 1. umferð efstu deildar fyrir tveimur árum. „Höldum áfram“ Hjörtur Hjartarson, fyrirliði Skallagríms og markaköngur 1. deildar, gerði eitt marka liðsins í leiknum. Hann fékk einnig gult spjald undir lokin og verð- ur fyrir vikið í leikbanni í næstu umferð. „Þetta var geysimikilvægur sigur og við áttum hann svo sannarlega skilinn - vorum betri og beittari allan tímann," sagði hann. SUND / EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Öm var nærri meti Fjórir íslenskir sundmenn syntu á öðrum degi Evrópumeistara- mótsins í gær og komst enginn þeirra upp úr undanrásunum og í milliriðla. Bestum árangri náði Órn Arnarson, SH, er hann synti 100 metra skriðsund á 51,65 sekúndu og var aðeins 3/100 úr sekúndu frá ís- landsmeti Magnúsar Más Ólafsson- ar. Öm bætti sinn eigin árangur í greininni um 17 hundraðshluta úr sekúndu. Árangurinn nægði Emi aðeins tO 26. sætis en 44 sundmenn reyndu með sér. Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, keppti einnig í 100 metra skrið- sundi. Jafnaði hann sinn besta ár- angur, 53 sekúndur sléttar, og varð í 33. sæti. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir, ÍA, fékk tímann 58,93 sekúndur í 100 metra skriðsundi og varð í 31. sæti af 40 keppendum. Lára Hrund Bjargardóttir, SH, varð í 34. sæti í sömu grein á 59,71 sekúndu. I dag keppir Lára Hrund í 200 metra fjórsundi og Hjalti Guð- mundsson, SH, og Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, í 200 metra bringusundi. Lára Hrund er skráð með 16. besta tíma keppenda á mótinu í fjórsundinu og Kolbrún með þann 17. besta. Verður því nokkuð spennandi að fylgjast með hvort þeim takist að komast í milli- riðla, fyi’st íslenskra sundmanna á þessu móti. Fyrsta heimsmetið sem fellur á Evrópumeistaramótinu féll í gær er Svíinn Anna-Karin Kammerling bætti eigið met í úrslitum 50 metra flugsundsins. Kammerling kom í mark á 26,29 sekúndum. Gamla metið, 26,39, setti hún í Halmstad í heimalandi sínu 1. júlí sl. Svíar fögnuðu dátt eftir sigur Kammerl- ing því landi hennar, Johanna Sjöberg, varð önnur í sama sundi á 26,93. Hollendingurinn Inge de Bruijn, sem átti heimsmetið á undan Kammerling vann sér sæti í úrslit- um 50 metra flugsundsins í fyrra- dag. í gær hætti hún við að synda til úrslita til þess að geta einbeitt sér að keppni í 100 metra skrið- sundi, en undanúrslitin í þeirri gi’ein voru í gær. Stefnir de Bruijn að sigi’i í þeirri grein en synt verður til úrslita í dag. Á mánudaginn, fyrsta degi sund- keppni mótsins, bætti hollenskav- karlasveitin Evrópumetið í 4x100 metra skriðsundi, synti á 3.16,27 mínútum. Gamla metið settu Rúss- ar á Evrópumeistaramótinu fyrir tveimur árum, 3.16,85. I sveit Hollands voru Johan Kenkhuis, Mark Veens, Mareel Wouda og Pi- eter van den Hoogenband. Bundu þeir þar með enda á langa sigur- göngu Rússa í þessari grein á Evr- ópumeistaramóti. Rússar urðu að gera sér annað sætið að góðu á 3.19,49. Þjóðverjar voru þriðju á . 3.20,60 Dalvíkingar skelltu Fylki Dalvíkingar komu öllum og þá ekki síst sjálfum sér á óvart þegar þeir sigruðu Fylkismenn á ■^■1 Arbæjarvelli í gær- Stefán kvöldi með tveimur Páisson mörkum gegn einu. Norðanliðið, sem verið hefur við botn deildarinnar lengst af sumri, hefur þá unnið tvo síðustu leiki sína en topplið Fylkis tapað sinum leikjum. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dalvíkingar voru ekki komnir til Reykjavíkur til þess að leika sóknarknattspyrnu. Þeir vörðust aftarlega á vellinum og biðu átekta eftir því að heimamenn gæfu færi á sér. Árbæingar sóttu hins vegar af krafti án þess þó að ná að skapa sér veruleg marktækifæri. Það er til marks um yfirburði Fylkis- manna að markvörður þeirra, Kjartan Sturluson, þurfti ekki að handleika knöttinn íyrr en á 23. mínútu leiksins; þegar hann sótti boltann í eigið net. Vörn heima- manna hafði þá sofnað á verðinum og gleymt Jóni Örvari Eiríkssyni sem fékk knöttinn á auðum sjó við vítateigshomið og skoraði snyrti- lega fram hjá Kjartani. Markið kom algjörlega gegn gangi leiksins og virtist slá leik- menn Fylkis út af laginu. Þeir héldu að sönnu áfram að sækja en þær sóknir brotnuðu flestar á sterkri vörn Dalvíkinga sem efld- ust til allra muna og skutu áhorf- endum í Árbæ skelk í bringu með hnitmiðuðum skyndisóknum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks upp- skáru þeir annað mark úr einni slíkri sókn, þegar Atli Viðar Björnsson notfærði sér mistök í vörninni og sendi knöttinn á Guð- mund Kristinsson sem var einn og óvaldaður og skoraði auðveldlega. Fylkismenn komu grimmir til* leiks í síðari hálfleik, staðráðnir í að snúa leiknum sér í hag. Ekki liðu nema sex mínútur þar til Theodór Óskarsson minnkaði muninn með stórkostlegu marki, þegar hann spyrnti knettinum við- stöðulaust frá vítateig upp í blá- hornið. Árbæingar kættust, en sú gleði reyndist skammvinn því fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir að heimamenn sæktu nær látlaust til leiksloka. Mátti raunar litlu muna að sigur Dalvíkinga yrði stærri því á 65. mínútu varði Kjartan laflausa vítaspyrnu Atla Viðars sem dæmd hafði verið á Sigurð Sigursteinsson fyrir að brjóta á Jóni Orvari. , Dalvíkingar eiga heiður skilinn fyrir þá baráttu sem liðið sýndi í gær. Sóknarmenn þeirra eru eldsnöggir og refsa vamarmönnum fyrir minnstu mistök. Vörnin er sterk og munar þar mest um þjálf- arann Jónas Baldursson sem stýrir henni eins og herforingi. Þá spillir ekki fyrir að milli stanganna stend- ur snjall markvörður, Atli Már Rúnarsson, en hann varði stórvel í gær, meðal annars dauðafæri Fylk- ismanna á lokasekúndunum. Fylkismenn hafa enn sem fyrr/ örugga forystu í deildinni og vand- séð að þeir láti hana af hendi. Engu að síður má liðið ekki við því að tapa heimaleikjum sem þessum og má telja líklegt að Ólafur Þórð- arson hafi lesið hressilega yfir sín- um mönnum að leik loknum. Maður leiksins: Jónas Baldursson, Dalvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.